24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 4
NEYTENDAVAKTIN Snúður með súkkulaði Bakarí Verð Verðmunur Brauðgerð Axels 150 Bakaríið við brúna 160 7 % Bernhöftsbakarí 160 7 % Kökuhornið 160 7 % Mosfellsbakarí 185 23 % Jói Fel. 195 30 % 4 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Vegagerðin hefur ekki stundað efnistöku við Kerið og hún hefur varið 2,5 milljónum til uppbygg- ingar við Kerið í viðbót við 4 millj- ónir frá Ferðamálaráði. Þetta segir Vegagerðin en hún og Iceland Exc- ursions mótmæla ýmsu sem Óskar Magnússon talsmaður Kerfélagsins hefur sagt. Þórir Garðarsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu segir Óskar fara með róg með að rútu- fyrirtækin vilji bara græða á áníðslu lands og lygi um að þau hafi lagt til að hann okraði á pulsusölu. „Ker- félagið vildi arð, en þeysir nú fram undir fölsku flaggi og ber fyrir sig umhverfið.“ beva@24stundir.is Kerfélagið leiðrétt úr tveimur áttum Karpað um Kerið Keilir hefur hafið úthlutun á 200 nýjum íbúðum fyrir háskólanema en við það verða námsmannaíbúð- irnar 700 talsins. Stúdentasam- félagið á Vallarheiði hefur farið ört stækkandi og er áætlað að íbúar þar verði um 1700 talsins í lok sumars. Nýju íbúðirnar eru í svokölluðu Hlíðarhverfi og eru þriggja til fimm herbergja á milli 95 og 150 fermetrar að stærð. Þær verða af- hentar leigutökum í ágústlok. Áætlað er að úthlutun íbúðanna ljúki á næstu dögum. thorakristin@24stundir.is Stúdentasamfélagið á Vallarheiði stækkar 200 nýjar íbúðir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Ný byggðalína Landsnets frá Blöndu til Akureyrar mun hafa burðargetu til að flytja orku frá hugsanlegum virkjunum í Skaga- firði. Undirbúningur er hafinn að framkvæmdinni og hafa fulltrúar Landsnets fundað með sveitar- stjórnum sveitarfélaganna sem lín- an mun liggja um. Viðræður eru einnig hafnar við landeigendur og verið er að kanna lagnaleiðir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka línuna í notkun árið 2011. Láta stórnotendur borga Ástæða þess að ráðist er í fram- kvæmdina á þessum tímapunkti er sú að nauðsynlegt er að tryggja fyr- irhugaðri aflþynnuverksmiðju á Krossanesi við Eyjafjörð orku. Að sögn Þórðar Guðmundssonar for- stjóra Landsnets er framkvæmdin til þess fallin að styrkja landskerfið allt. „Byggðalínan milli Blöndu og Akureyrar er elsti hluti byggðalínu- hringsins og er í raun orðin flösku- háls í flutningskerfinu. Við förum í þessa framkvæmd á þessum tíma- punkti til að tryggja rafmagn til afl- þynnuverksmiðjunnar. Við nýtum okkur þá framkvæmd til að láta stórnotanda af þessu tagi borga sem mest af uppbyggingunni.“ Þórður segir að ný byggðalína geti annað flutningi á raforku frá hugsanlegum virkjunum í Skaga- firði. „Þetta er sannarlega partur af því að auka svigrúm til að skaffa orku á Norðurlandi vestra í heild sinni, það er klárt. Þessi uppbygg- ing eykur svigrúm til athafna og það verður þá hægt að verða við óskum um flutning á orku á svæð- inu. Ef virkjað verður í Þingeyjar- sýslu þá er þessi framkvæmd líka til þess fallin að hægt sé að tengja þá orku inn á netið í framtíðinni.“ Hvetja ekki til annarra virkjana Kristján Þ. Halldórsson talsmað- ur Alcoa á Norðurlandi segir að fyrirtækið hafi engin áform uppi um að hvetja til virkjana í jökuls- ánum í Skagafirði eða í Skjálfanda- fljóti eins og menn hafa gert skóna. „Við höfum sagt að við gætum hugsanlega viljað nýta einhverja orku út úr landsnetinu en höfum frekast horft til Kárahnjúkavirkj- unar. Það kunna að skapast tæki- færi til slíks í framtíðinni.“ Þorsteinn Hilmarsson upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunnar segir engin áform uppi um virkjunar- framkvæmdir, hvorki í Jökulsá eystri né vestari í Skagafirði. „Við höfum ekkert unnið að þessu und- anfarið. Fyrir all löngu voru gerðar grunnrannsóknir þarna en það er það eina.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Mun duga ef virkjað verður  Ný byggðalína milli Blöndu og Akureyrar gæti flutt rafmagn úr virkjunum í Skagafirði  Landsvirkjun áformar þó ekki virkjanir ➤ Alcoa kynnti í gær endur-skoðuð drög að matsáætlun vegna Álvers á Bakka við Húsavík. ➤ Þar á að kanna hagkvæmniþess að byggja álver af sömu stærðargráðu og á Reyð- arfirði. ➤ Slíkt álver hefði fram-leiðslugetu allt að 346.000 tonnum á ári í stað 250.000 tonnum eins og stefnt hefur verið að. BAKKI 24stundir/Einar Falur Háspennumöstur Þegar bygg- ðalínan verður lögð milli Blöndu og Akureyrar mun burðargetan á rafmagni aukast til muna. Hollendingur á fertugs- aldri var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að smygla 770 grömmum af kókaíni til landsins í maí síðastliðnum. Hol- lendingurinn kom til landsins með fíkniefnin innvortis en það tók hátt í tvær vikur að ná öllu efn- inu út. Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi frá 30. maí síðastliðnum sem dregst frá refsingunni. Ákærði var dæmdur til að greiða allan sak- arkostnað eða rúma eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur. Auk þessa var hann dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum mál- svarnar- og verjandaþóknun eða um 340.000 krónur. áb Fangelsi fyrir kókaínsmygl Sjómannafélag Íslands hefur gengið frá kjarasamningum fyrir félagsmenn sína á skipum Hafr- annasóknastofnunar og Land- helgisgæslunnar. Auk þess hefur félagið gengið frá samningum við Samtök atvinnulífsins vegna fé- lagsmanna á kaupskipum. Búið er að greiða atkvæði um báða samningana og voru þeir sam- þykktir. fr Kjarasamningar samþykktir Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Hér er skoðað verð á snúði með súkkulaði. Hæst er verðið hjá Jóa Fel, 195 krónur, en lægst hjá Brauðgerð Axels á Akureyri, 150 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 30%. Hugsanlega getur verið einhver munur á þyngd snúð- anna og rétt er að benda á að könnunin er ekki tæm- andi enda mikið úrval af bakaríum um land allt. 30% munur á snúðnum Brynhildur Pétursdóttir - munurinn felst í Gaggenau Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Ferðaskrifstofa Lanzarote Verðfrá: 49.900kr. 22. júlí, 5. og 12. ágúst. Vika m/v 2, 3, eða 4 saman í íbúð, stúdíó eða herbergi. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.