24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ ATVINNA AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726                              !  "  #      $     %  #        #    #     &    #        '     "  %# #        &   (   )*  "  #   + '  %   # ,        -  %,  .,   % ,             (--/   + %  *#        %,     00120 #  3 #    444 #       !             %    " &+"   ( , "  !   %,    #                    5 6 %     % "   #   5 6      % -!   #   %,  %   5 6   # % "  "    5 6    - %     &   5 7     %  !   #        5 8 #  9  %       " &+"   5 : &  #    ,   5 ;    <  #  #     5 =,       5 '     -  -    (--/   + %  *#        %,     00120 #  3 #    444 #  KFUM og KFUK á Íslandi og Kristilega Skólahreyfingin óska eftir að ráða æskulýðsprest í fullt starf frá og með 1. september nk. Viðkomandi kemur til með að vinna sem hluti af starfsmannateymi í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi sem þjónar öflugu starfi félagsins um land allt. Starfssvið • Æskulýðsprestur hefur umsjón með ungmennastarfi KFUM og KFUK á Íslandi (16-30 ára) og kemur meðal annars að leiðtogafræðslu félagsins og fylgir eftir forvarnarstefnu þess. • Æskulýðsprestur er stjórnum Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags til trausts og halds og veitir þeim ráðgjöf. Hann tekur þátt í starfi félaganna, fundum, mótum, námskeiðum og öðrum atburðum. Menntun og hæfniskröfur • Guðfræðipróf. • Reynsla af æskulýðsstarfi innan KFUM og KFUK og/eða Þjóðkirkjunnar. • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Vilji til að starfa í hópi • Rík þjónustulund og samskiptahæfni • Góðir skipulagshæfileikar • Góð almenn tölvukunnátta. Nánari upplýsingar veita Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi í síma 5888899 og Íris Kristjánsdóttir formaður KSH í síma 8916716. Umsóknir sendist til KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28 Reykjavík eða til iris@hjallakirkja.is. Umsóknarfrestur er til 30. júlí nk. KFUM og KFUK eru kristileg æskulýðssamtök sem hafa að markmiði að stuðla að heilbrigði mannsins í heild til líkama, sálar og anda. Fjölbreytnin í starfi félagsins er í samræmi við orð stofnandans, sr. Friðriks Friðrikssonar: „Ekkert sannarlega mannlegt er óviðkomandi sönnum kristindómi." Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK hefur á að skipa samhentu teymi starfsmanna sem þjónustar öflugt og fjölbreytt sjálfboðaliðastarf KFUM og KFUK á Íslandi. KSH Starf Kristilegu skólahreyfingarinnar, KSH, felst í starfsemi aðildarfélaganna, Kristilegra skólasamtaka, KSS, og Kristilegs stúdentafélags, KSF. Í KSS eru meðlimir á aldrinum 15 til 20 ára og í KSF eru meðlimir frá u.þ.b. 20 ára aldri. Markmið KSH er að sameina kristna stúdenta og skólanemendur til þess að styrkja og glæða trúarlíf þeirra og ávinna fleiri til virkrar trúarafstöðu með Kristi. Við Reykhólaskóla er laus staða grunnskólakennara. Upplýsingar veitir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 862 1519 Reykhólahreppur Sérfræðingur á sviði skipulagsmála Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing á sviði skipulags- og byggingar- mála. Um er að ræða fullt starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2008. Meginverkefni �Yfirferð deiliskipulagsáætlana � Umhverfismat áætlana � Ráðgjöf og leiðbeiningar vegna deili- skipulags � Önnur störf á sviði skipulags- og byggingar- mála Menntunar- og hæfniskröfur � Meistarapróf í arkitektúr, borgarskipu- lagsfræðum eða skyldri grein � Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála � Frumkvæði og áhugi á skipulagsmálum � Sjálfstæði í starfi, samskiptahæfileikar og metnaður til vandaðra vinnubragða. Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán Thors (stefan@skipulag.is) og Hafdís Hafliða- dóttir (hafdis@skipulag.is) eða í síma 595 4100. Umsóknir um starfið þurfa að berast Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eigi síðar en föstudaginn 15. ágúst 2008. Nafn: Júlíana Rut Jónsdóttir. Starf: Liðsmaður/ofnagæslumaður í Skaut- smiðju Norðuráls á Grundartanga. Ertu í draumastarfinu? Já, ég hef alla vega mjög gaman af því. Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítil? Sjávarlíffræðingur. Hvað felur starfið í sér? Bræðslu málms (járnblöndu) og framleiðslu samsettra, pósi- tívra rafskauta fyrir álvinnslu. Af hvaða þjóðerni eru samstarfsfélagar þínir? Í minni deild eru þeir íslenskir, pólsk- ir, litháískir, lettneskir og amerískir. Svo eru fjölmargir af öðrum þjóðernum innan fyr- irtækisins. Hvernig er týpískur dagur í vinnunni? Ég mæti kl.15:30 í kaffistofu á öryggisfund og úthlutun verkefna, svo er unnið til kl. 19:30 en þá er tekið 30 mínútna matarhlé. Síðan er haldið áfram til kl. 23:00. Síðustu 30 mínúturnar fara í að þrífa og taka til fyrir næstu vakt. Ef ég ætti að lýsa starfinu með nokkrum stuttum orðum þá væru þau: Skít- ugt, skemmtilegt, stundum erfitt (líkamlega) og mikið hlegið. Besti tími dagsins? Síðustu mínúturnar eftir góða vakt. Þá er ég þreytt, skítug upp fyrir haus og ánægð með vel unnið starf. Eftirminnilegar uppákomur í starfi? Þegar bleyta komst í eitt skautið og olli smá- sprengingum í steypunni. Þá varð ég virki- lega hrædd og gerði mér grein fyrir hvað þetta getur verið hættulegt. Hefurðu farið í starfsmannaviðtal? Já, tvisvar eða þrisvar sinnum En launaviðtal? Nei, ekki formlegt en ég hef rætt við yfirmann minn um það óform- lega. Hvaða áhugamál stundar þú utan vinnutíma? Ég skreyti kökur, sinni fjölskyldu og sauma út, ásamt miklum bókalestri. Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Við förum oft saman á djammið og höld- um snyrtivörukynningar (stelpurnar), svo er reglulega hittingur til að spjalla. Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í framtíðinni? Ef ég kem mér einhvern tíma í nám þá sæki ég eflaust um eitthvað því tengt. Hverju myndir þú breyta ef þú fengir að stjórna fyrirtækinu með ótakmörkuð fjár- ráð í einn dag? Ég myndi reyna að jafna hæstu og lægstu laun og bæta aðstöðu starfsmanna, fá nýjar kaffistofu, betri tæki o.s.frv. Hæstánægð í álverinu Draumastarfið Júlíana Rut Jóns- dóttir, liðs- og ofna- gæslumaður

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.