24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 35
24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 35 Skálarnar frá þýska fyrirtækinu Rösle eru fallegar og endingargóðar en fyrirtækið hefur framleitt hágæða eldhúsáhöld úr ryðfríu stáli í nær hundrað ár. Rösle leggur mikla áherslu á gæði og stílhreina hönnun. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Stál í stál Elísabet Alba vínþjónn mælir með Isole e Olena Vin Santo 1999. Apríkósur, kryddlegnar perur, hrásykur og heslihnetur eru áber- andi í nefi. Þétt og sætt í munni með hunangs-, fíkju- og mólassa- tónum og karamellukenndri áferð. Þrúgur: Malvasia & Trebbiano. Land: Ítalía. Hérað: Toscana. 3.184 kr. Hráefni: 3 bollar ávaxtahrat (gott að nota hratið sem kemur úr safa- pressunni) ½ bolli möndlur (lagðar í bleyti í um það bil 4 klst.) ½ bolli döðlur ½ bolli hafrar 1 tsk. múskat ½ tsk. vanilluduft 1-2 msk. agave-síróp Aðferð: Byrjið á að mala hafrana smátt í matvinnsluvél. Bætið möndlunum út í og malið í smástund. Setjið restina af hráefninu saman við og blandið þar til það er komin góð klessa. Uppskriftin passar í eitt hring- laga form, en er líka skemmtilegt að setja í muffins-mót. Pressið vel í formið og frystið í 12-24 klst. Gott að setja smá súkkulaði yfir. Súkkulaði (hráefni): 1 hluti kókosolía (brædd í krukkunni í volgu vatni) 1 hluti kakó ½ hluti agave-síróp Aðferð: Hrært saman og sett yfir kök- una. Uppskriftina að súkkulaðinu fékk ég hjá Sollu og á http:// www.raw-pleasure.com.au. EFTIRRÉTTUR Hrávaxtakaka Hráefni: 500 g brytjað grænmeti að eigin vali. 500 g tofu 150 g tómatmauk 100 g vatn 1 lítill laukur ½ hvítlaukur 1 msk. oregano 1-1½ tsk. salt ½-1 tsk. pipar Aðferð: Kurlið tófúið í matvinnsluvél þar til það verður eins og kotasæla (smátt kurl). Setjið tómatmaukið, vatnið lauk- inn, hvítlaukinn og kryddið í mat- vinnsluvél og maukið. Blandið grænmetinu, tófúinu og tómatblöndunni saman í skál. Smakkið til hvort það þurfi að bæta við kryddi. Smyrjið eldfast mót með olíu og leggið lasagne-blöð á botninn. Það er líka sniðugt að nota kúrbít í stað lasagne-blaða, þá er hann skorinn langsum í þunnar sneiðar, t.d. með ostaskera). Setjið gott lag af grænmetisblönd- unni ofan á og dreifið úr. Setjið svo aftur lasagne-blöð og grænmetið ofan á það. Má setja 2-3 lög. Hafið þunnt lag af grænmet- isblöndunni efst og stráið ofan á hana smávegis af rifnum jurtaosti eða mozzarella-osti. Bakið neðst í ofni við 180°C í 35- 45 mín eða þar til lasagne-blöðin eru orðin mjúk. Borið fram með hýðishrísgrjónum og góðu salati frá Lambhaga. AÐALRÉTTUR Grænmetis-lasagne Elísabet Alba vínþjónn mælir með Château Teyssier Contre Le Vent 2005. Stórt flókið nef með suðrænum ávöxtum, ananas og nett hunangseinkenni. Þurrt í munni með gómsætum sítrus- ávöxtum, eplum og grösugum tónum í bakgrunninum. Aðlaðandi dýpt og þægileg sýra með engum bragðmiklum endi. Þrúgur: Sem- illon 95%, Sauvignon Blanc 5%. Land: Frakkland. Hérað: Bor- deaux. 2.299 kr. Almaviva var stofnað árið 1997 af Baronessunni Philippine de Rothschild frá Chateau Mouton Rothschild og Eduardo Guilisati Tagle frá Concha y Toro fyrirtækinu, í þeim tilgangi að framleiða vín með það besta sem fram- leiðsla Frakklands og Chile hafa upp á að bjóða. Enn sem komið er, eru engar formlegar flokkunarreglur fyrir vín í Chile. Hins vegar styrkti markaðssetning Almaviva stoðir Primer Orden-flokkunarinnar. Þetta spænska hugtak er samsvarandi frönsku, vin de cru, eða einnar ekru vín. Primer Orden-vín eru gerð úr þrúgum einnar vínekru og framleidd af húsi sem er tileinkað aðeins einu víni. Villt jarðarber, blóm og svört skógarber í nefi, ásamt kakó, tóbaks- og teyktón- um. Þéttur í munni með plómum, döðlum, lakkrís, pipar og fjólum. Rjómakennd rúnuð tannín haldast í hendur við langa kryddlegna end- ingu. Almaviva parast vel með öllum þyngri kjötréttum, sérstaklega með nauti og hreindýri. Vínið er tilbúið til neyslu núna en geymist vel næstu 6-8 ár. Þrúgur: Cabernet Sauvignon 73%, Carmenère 24%, Cabernet Franc 3% Land: Chile Hérað: Central Valley. 5.190 kr. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Almaviva 2003

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.