24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 37 Eftir Heiðdísi Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að vinna sem hugmynda- smiður fyrir Nova ásamt félaga mínum Degi Hilmarssyni en saman erum við DagurogSteini, nokkurs konar áhugafélag um samstarf. Svo er ég með nokkur verkefni í ofn- inum sem enginn veit hvort verður úr eða ekki. Hvert ætlarðu í sumarfríinu? Við hjónin skruppum í stutta og frábæra ferð til Parísar um daginn. Svo verður eitthvað hangið í sum- arbústöðum og slíkt. Maki/börn? Fjögur ótrúlega vel heppnuð börn og maki sem maður gæti ekki einu sinni náð sér í á Ebay. Hver er þín fyrsta minning? Ég man eftir mér í stiga á Dyngju- vegi, trúlega nýbúinn að detta niður hann. Svo man ég eftir því að hafa haldið á dóttur lögreglumanns í garðinum hjá afa og ömmu. Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst lítill? Sem óvita langaði mig að verða hestur en draumurinn um að verða flugmaður var langlífari. Mesta skammarstrikið fyrr og síðar? Að koma með gervimús í vinn- una til móður minnar án þess að vita að samstarfskona hennar væri með músarfóbíu. Hún reyndi að stökka út um gluggann á 6. hæð en var dregin inn á löppunum. Hvaða lifandi manneskju lít- urðu upp til og hvers vegna? Ég lít upp til konunnar minnar sem er minn andlegur ofjarl. Stærsti sigurinn? Að vera talinn fullorðinn og tek- inn alvarlega sem slíkur. Ég átti jafn- vel von á því að það myndi ekki tak- ast og ég þyrfti að koma mér upp einhvers konar dulargervi. Mestu vonbrigðin? Að hafa valdið góðu fólki von- brigðum. Sorry allir! Hvernig tilfinning er ástin? Hún er fín eins og grín. Hvaða hluti í eigu þinni met- urðu mest? Ætli það sé ekki hjólið mitt. Ann- ars er mér voða mikið sama um svona drasl. Ég væri reyndar til í að vera jarðaður með rauða kaffi- brúsann minn. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég er kátur kettlingur. Hvaða galla hefurðu? Samskiptahæfileikar mínir eru álíka rysjóttir og gengi krónunnar. Uppáhaldsborg? Reykjavík. Svo kann ég voða vel við Akureyri þegar allir sofa. Fallegasti staður á Ís- landi? Mér finnst Þórsmörk falleg, það er eitthvað ævintýralegt við þann stað. Maður á jafnvel von á því að hitta álf eða þýska konu með tvö andlit. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Það er mjög gott ráð að troða sig út af nammi þangað til mann langar að æla. Hefurðu einhvern tíma bjargað lífi einhvers? Það held ég ekki. Ég læt mér nægja að segja að ég hafi ekki drepið neinn. Skrýtnasta starfið? Ég vann hálfan dag sem sendill í Ríkisútvarpinu ásamt tveimur mönnum. Annar minnti mig á Tinna í útliti og ég held að hann hafi verið greindarskertur, hinn var gamall, með nef eins og bjúga og gekk undir nafninu Neftúnus. Ég var hræddur við þá báða og flúði heim í strætisvagni í fyrsta matarhléinu. Hvað myndi ævisagan þín heita? 5. bindi. Hver myndi leika þig í kvik- mynd byggðri á ævi þinni? Philip Seymour Hoffman. Þorsteinn Guðmundsson leikari: „Ég er kátur kettlingur“ Fyrsta sería skemmtiþátt- arins Svalbarða er á enda og rólegri tímar fram- undan hjá Þorsteini Guð- mundssyni leikara. Hann starfar nú sem hug- myndasmiður – en sem barn dreymdi hann um að verða hestur. Dóra Hafsteins- dóttir er frænka Þorsteins og passaði hann í æsku. „Steini var uppátækjasamur, lifandi og hress sem krakki og var alltaf að slasa sig. Í fjölskylduboðum er hann hvers manns hugljúfi, fyndnari en allt og heldur uppi fjörinu, án þess að vera einhver trúður sem er sífellt að segja skemmtisögur. Þetta dettur bara upp úr honum, því hann er fyndinn að eðlisfari. Svo er hann mikill fjölskyldumaður sem hugsar vel um sitt fólk. Mér þykir voða vænt um Steina.“ Fyndinn í fjöl- skylduboðum Dagur Hilm- arsson kynntist Þorsteini þegar þeir byrjuðu að vinna saman á auglýsingastof- unni Ennemm. „Steini er öðlings- drengur, venjulegur og óvenju- legur í senn. Hann er endalaus brunnur af hugmyndum og skemmtilegheitum. Svo getur hann átt það til að vera svolítið fyndinn. Það sem hefur komið mér á óvart er hvað hann er jarð- bundinn og venjulegur. Hann hefur heilbrigða rökhugsun og góða sýn á lífið.“ Jarðbundinn og venjulegur „Steini er hæfi- leikaríkur lista- maður og hefur meiri dýpt og fjölbreytni en margir aðrir leik- arar, sérstaklega kómedíugaurar. Hins vegar hefur hann ömurlegan smekk á gríni sjálfur, horfir á Seinfeld og svo- leiðis þætti, sem mér finnst galli við hann,“ segir Höskuldur Harri Gylfason, vinur Þorsteins. „Hann er traustur, vinnusamur og góður vinur. Svo er hann mikill fjöl- skyldumaður og hugsar vel um fjölskylduna sína. “ Hæfileikaríkur listamaður LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mér finnst Þórsmörk falleg, það er eitt- hvað ævintýralegt við þann stað. Maður á jafnvel von á því að hitta álf eða þýska konu með tvö andlit. yfirheyrslan

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.