Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 341. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hallgrímur Örn í Íslenskum aðli Danski leikarinn Jens Albinus svarar spurningum Morgunblaðsins | 66 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Opel Vectra  Kia neitar viðgerð  Kvartmílan  Bílar lögreglunnar  Renault í lúxus  Ford Edge Íþróttir | Viggó vill ekki fleiri landsleiki  Roy Keane til Celtic  Liverpool með met www.postur.is 21.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands! lýsingu um stuðn- ing við algert bann gegn pynt- ingum á föngum í höndum Banda- ríkjamanna, einn- ig því sem nefnt hefur verið niður- lægjandi meðferð á föngum. Bush hafði áður hótað neitunarvaldi gegn lögum af þessu tagi. Hann sagði í gær að sam- Washington. AP, AFP. | Stjórn George W. Bush í Bandaríkjunum sneri í gær við blaðinu og samþykkti kröfur hins áhrifamikla öldungadeildarþing- manns repúblikana, John McCains, um ótvírætt bann við pyntingum af öllu tagi. Áður hafði forsetinn sagt að slík lög myndu binda um of hendur starfsmanna leyniþjónustunnar, CIA, í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Báðar deildir þingsins samþykktu í vikunni með miklum meirihluta yfir- komulagið myndi sýna allri heims- byggðinni að stjórn hans léti ekki pynta fanga og „við hlítum ákvæðum alþjóðlegra sáttmála [gegn pynting- um], hvort sem er heima fyrir eða ut- an landsins“. McCain, sem sat við hlið forsetans á skrifstofu hans í Hvíta húsinu er hann tjáði sig um þessa stefnubreytingu, var að vonum ánægður. „Við höfum sent heiminum þau skilaboð að Bandaríkjamenn séu ekki eins og hryðjuverkamennirnir,“ sagði McCain. John McCain Banna allar pyntingar MUN meiri kjörsókn var í þingkosningunum í Írak í gær en reyndin var í janúar þegar súnní- arabar hunsuðu að mestu kosningarnar. Um 15,5 milljónir manna voru nú á kjörskrá og embætt- ismenn töldu að víða hefðu um 60-80% manna kos- ið. Hermdarverkamenn al-Qaeda höfðu hótað árásum á kjörstaði. Nokkrar sprengingar heyrð- ust, m.a. í höfuðborginni Bagdad og alls féllu fjórir menn í landinu en víðast hvar fór allt friðsamlega fram. Talið er að tvær vikur muni líða áður en end- anlegar niðurstöður verða birtar. Mikil kjörsókn var að þessu sinni í héruðum súnní-araba, sem voru helstu stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta, og eru hatrömmustu and- stæðingar Bandaríkjamanna. Í Fallujah í Anbar- héraði reyndust kjörseðlar of fáir og varð að ná í meiri birgðir. Fallujah hefur lengi verið eitt helsta vígi uppreisnarinnar. „Þetta er hátíðisdagur allra Íraka,“ sagði Kúrd- inn Jalal Talabani, núverandi forseti Íraks. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri ráða- menn um heim allan fögnuðu því einnig að Írakar skyldu ekki láta hótanir hryðjuverkamanna aftra sér frá því að nota atkvæðisréttinn. Sagði Bush að um mikilvægt, sögulegt skref væri að ræða í átt að markmiði Bandaríkjamanna sem væri lýðræðis- legt Írak, „þjóð sem geti staðið á eigin fótum og varið sig sjálf, þjóð sem mun verða liðsmaður okk- ar í baráttunni gegn hryðjuverkum og þjóð sem mun verða öflugt fordæmi fyrir aðrar á svæðinu“. Nýja þingið mun velja menn í helstu valdastöð- ur í landinu, ekki síst í embætti forsætisráðherra og forseta. Þótt kosningarnar hafi gengið vonum framar eru margar hættur framundan. Er einkum bent á að sundurlyndi og rótgróin tortryggni milli helstu fylkinga, sjía-araba, súnní-araba og Kúrda, geti valdið því að langur tími líði þar til öflug stjórn nái tökum á ástandinu og uppfylli vænt- ingar almennings um öryggi og bætt kjör. Kosið af ákefð í Írak  Jalal Talabani, Kúrdaleiðtogi og Íraksforseti: „Hátíðisdagur allra Íraka“  George W. Bush Bandaríkjaforseti: „Öflugt fordæmi fyrir aðrar þjóðir“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Hátíðarstemmning | 22 Morgunblaðið/RAX Nú þegar líða fer að jólum má sjá veglegar og hátíðlegar skreytingar víðs vegar um bæ og borg. Þessar stúlkur úr Melaskólanum voru ekki í vandræðum með að sýna ljósmyndara Morgunblaðsins hvar glæsilegustu skreytingarnar væri að finna, en það eru nemendur skólans sem eiga heiður af myndunum. Viðskiptaráðherra um sölu bréfa í FL Group til Landsbanka Íslands „Ástæða til að vera á varðbergi“ VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir margt varðandi viðskipti með bréf FL Group og af- leiðusamning Landsbankans við Baug Group og Oddaflug vekja at- hygli sína og „ástæða sé til að vera á varðbergi“ eins og hún orðar það í samtali við Morgunblaðið. Valgerður segir að í ráðuneyti sínu verði fylgst með málinu en of snemmt sé að segja til um hvort ástæða sé til að breyta lögum hér á landi um verðbréfaviðskipti. Ekki sé hægt að kveða upp úr um það á með- an þar til bærir aðilar eins og yf- irtökunefnd og Fjármálaeftirlitið séu með samninginn til skoðunar. Yfirtökunefnd Kauphallar Íslands hefur óskað eftir því við Landsbank- ann að fá að sjá afrit af afleiðusamn- ingnum sem gerður var í kjölfar álits yfirtökunefndar um að yfirtöku- skylda hefði myndast með saman- lagt nærri 50% hlut félaganna í FL Group. Fjármálaeftirlitið er með álit yfirtökunefndar til skoðunar en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins hafa afleiðusamningar ekki verið algengir hér á landi.  Yfirtökunefnd | 18 Eftir Björn Jóhann Björnsson og Arnór Gísla Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.