Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Kyrrðin í hreyfingunni ÁRNI M. Mathiesen, fjár-málaráðherra, opnaði í gær nýttveftímarit íslenskra stjórnmála- og stjórnsýslufræðinga. Tímaritið er gefið út af Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála og er öllum opið. Veftímaritið mun gegna fjöl- þættu hlutverki fyrir íslenska stjórnmálafræði. Í því er ritrýndur hluti sem gegnir hlutverki fræði- tímarits í stjórnmála- og stjórn- sýslufræðum, en slíkt rit hefur ekki verið til staðar hingað til, segir í tilkynningu. Veftímaritinu, sem heitir Stjórn- mál og stjórnsýsla, er ætlað að gefa stjórnmála- og stjórnsýslu- fræðingum kost á að gera rann- sóknir sínar aðgengilegar og auka þannig fræðilega umfjöllun. Nokk- uð er um rannsóknir á þessum sviðum í dag í háskólum landsins, meðal sjálfstætt starfandi fræði- manna og hjá ýmsum stofnunum. Í tilkynningu segir að þess sé vænst að með útgáfu veftímaritsins munu rannsóknir á þessum fræðasviðum aukast enn frekar. Tímaritið verður öllum opið á netinu og í lok hvers útgáfuárs verður hægt að fá prentaða útgáfu af ritrýndu efni fyrir þá sem þess óska. Slík útgáfa verður jafnframt til á söfnum. Efnisflokkar tímaritsins eru rit- rýndar fræðigreinar, greinar al- menns eðlis um stjórnmál og stjórnsýslu, bókadómar, útdrættir úr lokaritgerðum háskólanema, stjórnmála- og stjórnsýslufræð- ingatal, upplýsingar um opna fundi, námskeið og málþing á döfinni eru hverju sinni, ásamt tenglum er varða fagsvið stjórnmála og stjórn- sýslufræða s.s. fræðitímarit sem aðgengileg eru á vefnum, samtök stjórnmálafræðinga o.fl. Félag stjórnmálafræðinga hefur einnig heimasvæði sitt á vefnum. Ritstjórar hins ritrýnda hluta tímaritsins eru Arnar Þór Másson, MSc. og dr. Gunnar Helgi Krist- insson. Almennur hluti ritsins er í ritstjórn Margrétar S. Björns- dóttur, MPA, og um bókadóma sjá dr. Birgir Hermannsson og dr. Stefanía Óskarsdóttir. Haukur Arnþórsson, MPA, er vefstjóri hins nýja tímarits. Ritstjórn hefur sér til aðstoðar ráðgefandi ritstjórn sem gegnir lykilhlutverki við ritrýningu á greinum. Efni má senda ritstjórum en tölvupóstfang veftímaritsins er stogst@hi.is. Vefslóðin er www.stjornmalogstjornsysla.is. Veftímarit um stjórn- mál og stjórnsýslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra opnaði nýtt veftímarit íslenskra stjórnmála- og stjórnsýslufræðinga í Háskóla Íslands í gær. Á FÉLAGSFUNDI í Æðaskurð- lækningafélagi Íslands var samþykkt ályktun þar sem fordæmd er sú harka sem stjórnendur Landspítal- ans hafi sýnt í samskiptum við Stefán E. Matthíasson æðaskurðlækni, en honum var nýverið vikið frá störfum. „Stefán á að baki farsælt starf og flekklausan feril sem læknir og stjórnandi á LSH sl. 10 ár og hefur verið ötull frumkvöðull að uppbygg- ingu æðaskurðlækninga á LSH og á landsvísu. Undanfari uppsagnar Stef- áns er áminning sem forstjóri og lækningaforstjóri LSH veittu honum nýverið vegna „óhlýðni við yfir- mann“. Forsagan mun eiga rætur í deilum sem komu upp um fram- kvæmd ráðningarsamnings sem gerður var er hann tók við stöðu yf- irlæknis æðaskurðlækninga á LSH árið 2002. Vegna þessa ágreinings er þetta mál er nú fyrir dómstólum. Í stað þess að bíða niðurstöðu þessa máls ákváðu fyrrgreindir aðilar að segja honum upp starfi yfirlæknis fyrir sakir sem verða að teljast létt- vægar. Honum var einnig gert að rýma skrifstofu sína samstundis, án möguleika til að vinna út uppsagnar- frest og ganga frá ýmsum málum, einkum gagnvart sjúklingum. Æðaskurðlækningafélag Íslands fordæmir þessa háttsemi og hörku stjórnenda LSH gegn starfsmanni sem unnið hefur fórnfúst starf og sinnt því ámælislaust faglega séð, af mikilli eljusemi og trúnaði og lagt sig mjög fram um framgang sérfræði- greinarinnar, svo og haft í heiðri hagsmuni sjúklinga og orðspor spít- alans. Æðaskurðlækningafélag Ís- lands telur mikið skarð höggvið í æðaskurðlækningar á Íslandi með þessari ákvörðun og skorar á stjórn- endur LSH að endurskoða þessa ákvörðun sína tafarlaust og beinir til- mælum til Læknafélags Íslands, læknaráðs LSH og ráðherra heil- brigðismála að hlutast til um farsæla lausn á þessu máli.“ Ályktun frá Æðaskurðlækningafélagi Íslands Fordæma hörku spítalans ÞORBJÖRG Jónsdótt- ir, fyrrum skólastjóri Hjúkrunarskóla Ís- lands, lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 14. desember. Hún fæddist á Sauðárkróki 2. janúar 1917, dóttir hjónanna Geirlaugar Jóhannes- dóttur húsfreyju og Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra frá Veðra- móti, þriðja barn í hópi tíu systkina. Þorbjörg lauk námi við Hjúkrunarskóla Ís- lands 1944. Hún stund- aði framhaldsnám og störf í ýmsum sérgreinum hjúkrunar hér heima, í Bandaríkjunum og á Englandi á ár- unum 1944 til 1953. Hún stundaði einnig nám í hjúkrun- arkennslu og kynnti sér rekstur sjúkrahúsa og hjúkrunarskóla einkum á Englandi. Hún var kennari við Hjúkrunarskóla Ís- lands 1948 til 1954 og skólastjóri sama skóla frá 1. janúar 1954 til 23. mars 1983. Hún var í stjórn Hjúkrunar- félags Íslands um tíma og átti undir lok starfs- ævinnar sæti í ritnefnd um „Sögu Hjúkrunar- skóla Íslands“ sem kom út 1990. Síðustu árin dvaldi Þorbjörg á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og naut þar umönnunar og hlýju. Andlát ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR GERT er ráð fyrir um tvö hundruð gestum á hátíðar- og fjáröfl- unarkvöldverð Samtakanna Barna- heilla – Save the Children á Íslandi – í Súlnasal Hótel sögu í kvöld, föstu- dag, að sögn Guðbjargar Björns- dóttur, formanns Barnaheilla. Kvöldverðurinn er haldinn til stuðn- ings Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL. Guðbjörg segir að stjórn Barna- heilla hafi fyrir nokkru ákveðið að beina kröftum sínum að málefnum barna með hegðunarörðugleika og geðraskanir. Ágóði söfnunarinnar í kvöld. mun m.a. renna í bygging- arsjóð til stækkunar á húsakynnum BUGL. „Við buðum fyrirtækjum að kaupa sig inn á þennan atburð og þau hafa boðið viðskiptavinum sín- um eða starfsmönnum til sætis.“ Þrettán jólatré, eftir jafnmarga listamenn, verða boðin upp á kvöld- verðinum. Jólatrén hafa verið kynnt í Kastljósi Sjónvarpsins og eru til sýnis í í gluggum verslunar Sævars Karls við Bankastræti. Einnig er hægt að skoða trén á vefsíðunni barnaheill.is. Guðbjörg segir að fólk geti einnig haft samband við samtökin fyrir kvöldverðinn og látið vita um áhuga á því að bjóða í trén. Hún segir að kvöldverðurinn verði haldinn undir heitinu Hátíð trjánna, og að vernd- ari hátíðarinnar sé forsetafrúin, Dorrit Moussaieff. Forsetahjónin verði því einnig á kvöldverðinum. Árviss viðburður erlendis Hátíð trjánna hefur verið árviss fjáröflunarviðburður hjá Save the Children-samtökum víða um heim, en að sögn Guðbjargar er þetta í fyrsta sinn sem samtökin haldi slíka fjáröflun hér á landi. Hún segir að listamennirnir sem hanni trén hafi gefið vinnu sína. Það geri einnig aðrir listamenn sem koma fram á kvöldverðinum og skemmta gestum. Listamennirnir sem hönnuðu tréin eru Alistair Macintyre, Brian Griff- in, Brian Pilkington, Finnbogi Pét- ursson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Öyahals, Helgi Gíslason, Jónas Bragi Jónasson, Leifur Breið- fjörð, Sigurður Árni Sigurðsson, Steinunn Þórarinsdóttir, Svava Björnsdóttir og Vignir Jóhannsson. Eftirfarandi listamenn koma fram á kvöldverðinum: Hulda Björk Garð- arsdóttir óperusöngvari við undir- leik Brynhildar Ásgeirsdóttur. Spaugstofumenn, Hildur Vala Ein- arsdóttir og Jón Ólafsson. „Barnaheill vilja þakka öllum styrktarfélögum fyrir stuðninginn sl. 16 ár, en almenningur hefur verið dyggasti stuðningur við samtökin í gegnum árin. Með Hátíð trjánna eru samtökin að opna fyrirtækjum leið til að styrkja gott málefni.“ Selja þrettán jólatré á uppboði SAMTÖK um betri byggð hafa sent frá sér ályktun í tilefni þess að í dag er áformað að vígja flutning Hring- brautar í Reykjavík. Þar er vakin athygli á sex ára and- ófi samtakanna gegn „makalausri framkvæmd sem vart á sinn líka, framkvæmd sem er allt í senn, frek- leg móðgun við heilbrigða skynsemi, tilræði við hagsmuni Reykvíkinga og siðlaus sóun á almannafé, líkt og nýi flugvöllurinn, sem byggður var í Vatnsmýri þremur árum fyrr,“ eins og segir m.a. í ályktuninni. Þar segir einnig að flugvöllurinn hafi kostað tvo milljarða króna og flutningur Hringbrautar 1,5 millj- arða. Samfélagsverðmæti lands und- ir flugvellinum sé að minnsta kosti 200 milljarðar og verðmæti bygging- arlands sem fari í súginn við hina nýju Hringbraut sé að minnsta kosti 20 milljarðar króna. „Samtök um betri byggð vekja at- hygli á því að bæði þessi mannvirki þurfa að víkja sem fyrst ef takast á að endurreisa miðborgina og stöðva stjórnlausa útþenslu borgarinnar.“ Segja mannvirki þurfa að víkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.