Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Dró stjórnarmyndunGunnars Thoroddsensárið 1980 einhvern dilká eftir sér? Er hægt að draga einhvern lærdóm af henni? Þessar spurningar og fleiri voru ræddar á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna og vefritsins Tíkarinnar á Kaffi Sólon í fyrradag. Tilefni umræðn- anna er nýútkomin bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um stjórnarmyndanir og stöðu forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns. Bókin ber heitið Völund- arhús valdsins. Guðni fór í upphafi fundarins yfir aðdraganda þess að Gunnar mynd- aði ríkisstjórn árið 1980. Í kjölfarið hófust pallborðsumræður með þeim Þorsteini Pálssyni, lögfræð- ingi og fyrrverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins, og Birni Bjarna- syni dómsmálaráðherra. Bók Guðna er að mestu byggð á dagbókum og öðrum gögnum Kristjáns Eldjárns. Guðni sagði að einkum þyrfti að hafa tvo þætti í huga þegar litið væri á aðdraganda þess að Gunnar myndaði rík- isstjórn á sínum tíma. Annars veg- ar þyrfti að líta til þeirra átaka og spennu sem ríktu á milli Gunn- arsmanna og Geirsmanna (Geirs Hallgrímssonar) í Sjálfstæð- isflokknum og hins vegar til mjög sérstakra aðstæðna veturinn 1979 til 1980. Þann vetur myndaðist al- varleg stjórnarkreppa eftir að stjórn Ólafs Jóhannessonar, for- manns Framsóknarflokks, fór frá völdum. Boðað var til nýrra kosninga í desember 1979 þar sem Framsókn- arflokkurinn endurheimti fylgi sitt. Að öðru leyti skýrðust línur lítt í kosningunum, að sögn Guðna. Steingrímur Hermannsson, Fram- sóknarflokki, fékk umboð til stjórn- armyndunar og reyndi í fyrstu að mynda nýja stjórn með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Hann útilokaði samstarf við sjálfstæð- ismenn og var haft eftir honum að allt væri betra en íhaldið. Tilraunir Steingríms til að mynda vinstri stjórn mistókust og rétt fyrir áramótin 1979 og 1980 fékk Geir Hallgrímsson umboð for- seta til stjórnarmyndunar. Guðni sagði að Geir hefði viljað ná sögu- legum sáttum við Alþýðu- bandalagið, en að hann hefði lík- lega ekki treyst sér í þann slag sem til þyrfti, meðal annars við sína dyggustu stuðningsmenn. Þar að auki hefði alls ekki verið víst að al- þýðubandalagsmenn hefðu verið til í tuskið. Geir reyndi þess í stað að koma á þjóðarstjórn allra flokka til að ná tökum á erfiðum efnahags- vanda. „En hann hafði nær engan hljómgrunn í öðrum flokkum og virtist ekki heldur trúa þessu sjálf- ur ef marka má orð forsetans eftir viðtal við Geir.“ Á sama tíma og Geir var að reyna stjórnarmyndun lét Gunnar ýmsa menn í Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum vita að hann væri reiðubúinn að styðja minni- hlutastjórn þeirra, ef mál skipuðust á þann veg. „Seint í þessari kreppu, hinn 21. janúar 1980, þegar Geir er búinn að gefa frá sér stjórn- armyndunarumboð fer Gunnar á fund forsetans,“ sagði Guðni og vitnaði síðan til lýsingar Kristjáns sjálfs á þeim fundi: „Gunnar er að velta fyrir sér að sú staða geti kom- ið upp að þrír flokkar, líklega helst Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Alþýðuflokkur, gætu að vísu mynd- að stjórn, en þó ekki komið sér saman um forsætið. Þá myndi mál- ið ef til vill geta leyst með því að enginn foringi yrði oddviti, en ein- hver annar t.d. Gunnar Thorodd- sen.“ Guðni sagði að forysta Sjálfstæð- isflokksins hefði gefið lítið út á þetta „brölt“ eða „ellióra“ Gunnars, eins og það var orðað. Gunnar hefði hins vegar látið til skarar skríða, þegar forystu Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins hefði líka mis- tekist að mynda nýja stjórn. Hon- um tókst að koma saman stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og sinna stuðnings- manna í flokknum og eins þing- manns utan flokka. Guðni sagði að Gunnar hefði í raun tekið mikla áhættu með því að láta reyna á stjórnarmyndun. „Við getum ímyndað okkur hvernig orð- spor hans hefði verið innan Sjálf- stæðisflokksins hefði honu tekist. En hann hafði sigur plan gekk upp. Hann varð ráðherra.“ Guðni sagði að hefði notið stuðnings meða mennra sjálfstæðismanna margir hverjir hefðu verið yfir slöku gengi flokksins. ján Eldjárn fékk til dæmis fréttir frá Birni Bjarnasyn það væri töluvert mikil ste fyrir þessari ríkisstjórn Gu eins og forsetinn las inn í s ulbandstækið sitt.“ Mikilvæg heimild um forsetaembættið Björn Bjarnason sagði a svið bókarinnar væri sér k uglegt, hann hefði átt náið starf við Kristján Eldjárn þessum tíma vegna starfa forsætisráðuneytinu á árun 1974 til 1979. Hann sagði e fremur að sér hefði komið þegar hann las bókina, að K hefði lesið inn á segulband hjá sér nákvæmlega samtö menn á þessum tíma. „Ég alltaf við hann á þeirri fors samtöl okkar væru algjört aðarmál. Ég held að engin vitað um það þá, að ég ætti samtöl við forseta sem lýst þessari bók.“ Björn tók þó allt væri að sjálfsögðu rétt haft. Hann sagði auk þessa Guðna væri mikilvægt fram stjórnmálasögunnar. Hún jafnframt mikilvæg heimil setaembættið og hvernig f starfaði. Hún gæti orðið m góð leiðsögn í þeim efnum. Þorsteinn Pálsson sagði merkilega, en hún segði þó ungis hluta sögunnar. Han að höfundurinn lýsti niðurs umræddrar atburðarásar á Dró stjór einhvern Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens árið var rædd á hádegisverðarfundi á Kaffi Sólon fyrradag. Arna Schram reifar hér umræðurMATVÖRUMARKAÐUR OG SAMKEPPNI Skýrsla norrænna samkeppnisyf-irvalda um matvörumarkaðinn áNorðurlöndum í samanburði við Evrópusambandslönd er vonandi upp- hafið að raunverulegum aðgerðum til að auka samkeppni og lækka matar- verð hér á landi. Íslenzkir neytendur geta ekki og eiga ekki að sætta sig við að úti í búð borgi þeir hæsta verð í Evr- ópu fyrir lífsnauðsynjar; 42% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB. Þetta mál snýst einfaldlega um lífskjör almenn- ings á Íslandi, enda vegur matur og drykkur þungt í útgjöldum flestra heimila. Tvennt stendur upp úr í skýrslunni. Annars vegar er samþjöppun á mat- vörumarkaði á Norðurlöndum meiri en í Evrópuríkjum almennt. Hins vegar eru það gífurleg höft á innflutningi landbúnaðarafurða, sem útskýra að stórum hluta hátt matvælaverð á Ís- landi og í Noregi. Þetta þýðir auðvitað, eins og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir, að kraft- ar samkeppninnar vinna ekki sem skyldi neytendum í hag. Ísland sker sig ekki úr hvað sam- þjöppun á markaðnum varðar og fram hefur komið að samanlögð markaðs- hlutdeild þriggja stærstu matvöru- keðjanna árin 2002–2003 hafi raunar verið lægst á Íslandi, 79% miðað við t.d. 93% í Svíþjóð og 90% í Danmörku. Þeg- ar nánar er rýnt í skýrsluna, kemur þó í ljós að meira jafnræði ríkir með þrem- ur stærstu keðjunum í hinum norrænu ríkjunum en hér. Sérstaðan á Íslandi er hvernig Hagar, dótturfyrirtæki Baugs, bera höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Hvað innflutningshöft á búvörur varðar, er löngu kominn tími til að ís- lenzk stjórnvöld taki þar af skarið og lækki tolla að fyrra bragði, í stað þess að láta pína sig til þess í viðræðum á vettvangi Heimsviðskiptastofnunar- innar. Og lækki tollarnir, má það ekki verða til þess að beinu ríkisstyrkirnir til bænda hækki sem því nemur. Það er sama fólkið, sem borgar tollana og rík- isstyrkina. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir í Morgunblaðinu í gær að íslenzkar landbúnaðarvörur séu ekki dýrari en erlendar. Auðvitað ekki. Þær eru varðar með ofurtollum, sem gera innfluttu vöruna dýrari. Þannig losnar íslenzkur landbúnaður við samkeppni og íslenzkar landbúnaðarvörur verða dýrari en þær þyrftu að vera. Þrátt fyr- ir ítrekuð tilmæli íslenzkra samkeppn- isyfirvalda um að frjálsræði verði aukið í landbúnaðinum, opinber heildsölu- verðlagning búvara t.d. afnumin og unnið gegn samráði og markaðsskipt- ingu afurðafyrirtækja, hafa yfirvöld landbúnaðarmála staðið í vegi fyrir slíkum breytingum, eins og rakið er í fylgiskjali með fréttatilkynningu Sam- keppniseftirlitsins. Skýrsla norrænna samkeppnisyfir- valda staðfestir að vöruúrval er miklu lélegra hér á landi og í Noregi en þar sem meiri samkeppni ríkir á matvæla- markaðnum. Sömuleiðis sker Ísland sig úr hvað varðar hækkanir á mat- og drykkjarvöru á árunum 1999–2004. Upplýsingar í skýrslunni stangast þannig á við þann málflutning stóru matvörukeðjanna að hér hafi matar- verð lækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Talsmenn verzlanakeðjanna geta ekki gert innflutningshöftin og land- búnaðarstefnuna eina að blóraböggli þegar rætt er um hátt verð, lélegt úrval og litla samkeppni á matvörumarkaðn- um. Og verjendur núverandi landbún- aðarkerfis geta heldur ekki varpað allri ábyrgð yfir á stórmarkaðina og skort á samkeppni þeirra á milli. Það þarf að taka á hvoru tveggja; samþjöppuninni á markaðnum og inn- flutningshöftunum. Vissulega lofar það góðu að Samkeppniseftirlitið ætlar nú að skoða markaðinn betur og kalla eftir sjónarmiðum stjórnvalda og hags- munaaðila. En það þarf meira til. Það þarf pólitískan vilja, sem hingað til hef- ur skort. Stjórnmálamennirnir ættu ekki að gleyma því að íslenzkir neyt- endur og skattgreiðendur eru líka kjósendur. EFTIR KYOTO Sú niðurstaða, sem náðist á loftslags-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal í Kanada í lok síðustu viku, er að mörgu leyti jákvæðari en búast mátti við fyrirfram. Þau ríki, sem stað- fest hafa Kyoto-bókunina um takmörk- un útblásturs gróðurhúsalofttegunda, náðu samkomulagi um framkvæmd bókunarinnar. Jafnframt ákváðu þau að hefja viðræður um nýjar, bindandi takmarkanir á útblástur gróðurhúsa- lofttegunda eftir að gildistími núver- andi skuldbindinga þeirra rennur út árið 2012. Þrátt fyrir allan hamaganginn í sendinefnd Bandaríkjanna á ráðstefn- unni er það mikilsverður árangur að Bandaríkin og fleiri lönd, sem ekki eiga aðild að Kyoto-bókuninni, skuli hafa fengizt til að taka þátt í viðræðum án skuldbindinga um það hvernig megi takmarka útblástur gróðurhúsaloft- tegunda. Það skiptir að sjálfsögðu gíf- urlegu máli að Bandaríkin, sem bera ábyrgð á allt að fjórðungi útblásturs- ins, axli jafnframt ábyrgð á að leysa þann vanda, sem flestir vísindamenn eru nú sammála um að geti steðjað að heimsbyggðinni vegna hlýnunar and- rúmsloftsins. Ekki er síður mikilvægt að ná samstarfi við þróunarríki með ört vaxandi hagkerfi, t.d. Kína og Indland. Án þátttöku þeirra í baráttunni gegn hlýnun hnattarins er árangur óviss. Spár um loftslagsbreytingar vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda byggjast að mörgu leyti á ófullkomnum vísindum. En vísbendingarnar eru of margar til að við getum leyft okkur að líta framhjá þeim. Vegna þess að margt bendir til að norðurslóðir séu enn við- kvæmari en mörg önnur svæði fyrir hlýnun hnattarins eru það ekki sízt hagsmunir norðlægra ríkja á borð við Ísland að gripið verði til aðgerða til að minnka brennslu jarðefnaeldsneytis og auka notkun endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa. Það er þess vegna líka ánægjulegt að í ræðu sinni í Montréal sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra að Ísland myndi standa við skuldbind- ingar sínar samkvæmt Kyoto-bókun- inni og gera gott betur. Hún hét því líka að Íslendingar myndu flytja út þekkingu og tækni til nýtingar hreinna orkulinda á borð við jarðvarma. Fyrir okkur er svo mikið í húfi, að við eigum engan annan kost en að sýna gott for- dæmi. Þetta eru mjög flóknar viðræður ogmörg lönd sem að þeim koma,“ segirGeir H. Haarde utanríkisráðherrasem situr þessa dagana ráðherrafund Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) í Hong Kong. Hann segir viðræðurnar ganga mjög hægt og segja megi að lítill árangur hafi náðst til þessa, „þó menn séu ekki alveg úrkula von- ar um að eitthvað gerist,“ segir hann. „Menn eru að setja sér það markmið að ná einhverri niðurstöðu á næsta ári. Flestir hafa gefið upp alla von um að þessu muni ljúka hérna núna,“ bætir utanríkisráðherra við. Geir segir að nokkrir stórir aðilar, Bandarík- in, Evrópusambandið og Japan og nokkur stór þróunarríki, s.s. Brasilía og Indland, ráði úr- slitum um hvort niðurstaða næst, því það bygg- ist á því hversu langt þau eru reiðubúin ganga gagnvart kröfum annarra. Geir segir Íslendinga reyna að leggja sitt af mörkum á fundinum þó Ísland sé fjarri því að vera í einhverju aðalhlutverki þar. Mikil jafnvægislist „Þetta er fundur um 150 þjóða og það eru allir að reyna að gæta sinna hagsmuna. Allir virðast þó á því að reyna að gera þetta þannig að þróunarlöndin sem eru skemmst á veg kom- in fái mest út úr þessu. Það byggist á því að stærstu löndin séu tilbúin að gefa eftir varð- andi tolla á landbúnaðarafurðum og markaðs- aðgang að slíkum afurðum og svo hins vegar að önnur lönd gefi þá eitthvað á móti í tollamálum og varðandi markaðsaðgang o.fl. Þetta er mik- ið púsluspil og mikil jafnvægislist sem er stunduð hérna og ekki hægt að draga einhverj- ar einfaldar lausnir upp úr hatti.“ Flestar þjóðir í einhvers konar samstarfi Geir var spurður álits á grein sem hagfræð- ingarnir Tryggvi Þór Herbertsson og Halldór Benjamín Þorbergsson rituðu í Morgunblaðið sl. miðvikudag, þar sem þeir mæla með því að Íslendingar aflétti öllum viðskiptahindrunum með landbúnaðarvörur og að Ísland yfirgefi svonefndan G-10 hóp ríkja á vettvangi WTO. Geir segist ekki hafa átt þess kost að lesa greinina en hann segir G-10 ríkjahópinn í raun- inni vera bandalag sem löndin sem honum til- heyra nýti sér á meðan það hentar þeirra hags- munum. „Við erum þarna í félagi með okkar samstarfsþjóðum í EFTA og að auki eru þarna ýmis önnur lönd, t.d. Japan og Kórea, sem eru aðallega að hugsa um hagsmuni sína varðandi hrísgrjónaframleiðslu, sem við blöndum okkur auðvitað ekkert inn í. Hins vegar má segja að bandalag sem þetta er bara til á meðan það hentar öllum og um leið og aðstæður breytast þá fer hver þjóð sína leið. Það er unnið með þeim hætti hér á þessum vettvangi að flestar þjóðir eru í einhvers konar samstarfi um til- tekin málefni.“ Ge WTO að v um t óhjá Bæn Geir H. Haarde Lítill árangu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.