Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Thorla-cius Magnússon fæddist í Ólafsvík 4. janúar 1925. Hann lést í Reykja- vík 7. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru frú Rósa Thorla- cius Einarsdóttir, frá Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, f. 26.8. 1890, d. 15.6. 1977, og sr. Magn- ús Guðmundsson, frá Þyrli í sömu sveit, prestur og prófastur í Ólafsvík, síðar sjúkrahúsprestur í Reykjavík, f. 30.7. 1896, d. 1.8. 1980. Systkini Einars eru: Helga Magnúsdóttir kennari, f. 5.6. 1921, d. 25.7. 1989, Guðmundur Magnússon, vélvirki, f. 15.12. 1922, d. 17.4. 1945, Kristín M. Möller meinatæknir, f. 11.4. 1926, gift Þórði Möller yfirlækni, f. 13.11. 1917, d. 2.8. 1975, Anna G. Magnúsdóttir kennari, f. 17.12. 1927, d. 24.4. 1987, gift sr. Guðmundi Óla Ólafssyni, f. 5.12. 1927. Hinn 24. maí 1947 kvæntist Einar Petrínu Helgu Steinadótt- ur, f. 27.9. 1926. Foreldrar henn- ar voru Elín Helgadóttir sauma- kona, f. 7.11. 1895, d. 22.10. 1970 og Steini Helgason verslunar- maður, f. 31.8. 1892, d. 29.1. 1949. Börn Petrínu og Einars eru fimm, þau eru: 1) Elín námsráð- gjafi, f. 5.4. 1948, gift Guðmundi Inga Leifssyni fyrrverandi fræðslustjóra og skólastjóra, f. 23.12. 1946. Börn þeirra eru: a) Helga Rut lektor, f. 3.3. 1970, gift Halldóri Björnssyni veður- fræðingi, þau eiga þrjár dætur; b) Dóra Guðrún sálfræðingur, f. 26.5. 1974, gift Bóasi Valdórssyni ur, f. 31.8. 1981, unnusti Tore Besserud Brain hagfræðingur og Rebekka Thorlacius, f. 15.8. 1983, unnusti Jan Martin Mælum markaðsfræðingur. 5) Magnús Thorlacíus starfsmaður hjá Ör- tækni, f. 23.10. 1964. Einar ólst upp í foreldrahúsum í Ólafsvík fram á unglingsár. Hann fór síðan til náms í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði í tvo vetur en varð frá að hverfa vegna berklaveiki. Ungur hóf Einar störf hjá Eimskipafélagi Íslands, fyrst í sumarstarfi sem lyftudrengur en síðar skrifstofu- maður. Lengst af vann hann við bókhald og innri endurskoðun, en jafnhliða því hafði hann um- sjón með lífeyrissjóði starfs- manna Eimskipafélagsins hin síð- ari ár. Hann lauk starfsferli sínum þar eftir rúm fimmtíu ár. Einar var mjög virkur í starfi innan Þjóðkirkjunnar og í leik- mannastarfi kristilegra félaga. Hann var frá stofnun Grensás- safnaðar í sóknarnefnd og jafn- framt safnaðarfulltrúi þar til margra ára. Einar var einn af stofnendum Gídeonfélagsins á Ís- landi, sat í stjórn KFUM í nokkur ár og vann margvísleg önnur trúnaðarstörf innan þess félags. Dyggur stuðningsmaður var hann við kristniboðsstarf og var m.a. meðlimur í Kristniboðs- flokki KFUM en hann var þar einn af stofnendum. Einar og Peta hófu búskap á Skólavörðu- stíg 5, en fluttust síðar í Vest- urbæinn og bjuggu lengst af á Melhaga og Hjarðarhaga. Einar byggði raðhús í Hvassaleiti með vinnufélögum sínum hjá Eim- skipafélaginu þar sem þau hjón bjuggu í ein 25 ár. Fyrir átta ár- um keyptu þau hjón sér íbúð í Lækjasmára í Kópavogi þar sem þau hafa búið síðan. Einar verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. sálfræðingi, þau eiga dóttur og son; c) Anna Kristín hag- fræðingur, f. 21.3. 1979, gift Pétri Þór Benediktssyni tón- listarmanni, þau eiga eina dóttur; og d) Laufey Fríða há- skólanemi, f. 2.3. 1984. 2) Guðmundur kennari, f. 6.2. 1950, kvæntur Þórstínu Unni Aðalsteinsdótt- ur hjúkrunarfræð- ingi og ljósmóður, f. 9.11. 1951. Börn þeirra eru: a) Einar Thorlacius óperusöngvari, f. 21.6. 1971, unnusta Katharina Mooslechner óperusöngvari, hann á einn son; b.) Gerður Eva hjúkrunarfræðingur, f. 30.10. 1975, gift Frosta Heimissyni sölu- og markaðsstjóra, þau eiga dóttur og son; c) Þórstína, f. 13.2. 1977, d. 13.2. 1977; d) Rakel, grafískur hönnuður, f. 4.12. 1980, unnusti Bjarni Birkir Harð- arson hagfræðingur; e) Stefán nemi, f. 5.1. 1990; og f) Tómas, nemi, f. 5.1. 1990. 3) Rósa, hjúkr- unarfræðingur, f. 28.5. 1952. gift Ragnari Baldurssyni húsasmíða- meistara 13.1. 1950. Synir þeirra eru: a) Baldur Hallgrímur há- skólanemi, f. 19.2. 1976, kvæntur Agnés Ragnarsson háskólanema; b) Pétur tölvunarfræðingur, f. 15.5. 1978, unnusta Guðrún Birna Guðlaugsdóttir kennari; og c) Einar Helgi háskólanemi, f. 20.10. 1983, unnusta Hjördís Rós Jónsdóttir háskólanemi. 4) Stein- unn kennsluhjúkrunarfræðingur, f. 21.3. 1954, gift Torstein Egel- and yfirlækni, f. 24.11. 1951. Dætur þeirra eru: Elin Marie Thorlacius þróunarlandafræðing- Það var bjartur desemberdagur. Eins bjartur og þeir verða í desem- ber, þegar pabbi lagðist í rúmið, sem beið hans á líknardeildinni á Landa- kotsspítala. Útsýnin til vesturs og suðurs engri lík. Við horfðum yfir miðbæinn, sundin, Grafarvoginn og Laugardalsfjöllin handan Mosfells- heiðar í austri, Keili og Löngufjöll í forgrunni sólarlagsins rauða í suðri. „Sérðu Eimskip“, heyrði ég pabba minn spyrja. Ég var meyr fyrir, hafði gengið með honum þessi síðustu spor hans að hinsta beði. Og við vissum það báðir, og sögðum ekkert. Já, ég sá Eimskip. Þakið og fánann og við horfðum þangað báðir. Þangað, sem hann hafði hafið störf aðeins 17 ára gamall, og kvatt á áttræðisaldri. Félagið, sem hann hafði þjónað, allt frá því hann gerðist lyftuvörður til trúnaðarstarfa við innri endurskoðun og lífeyrissjóð. Félagið, sem átti trún- að hans og heilindi öll og vinina því tengdu. Vinina, sem hittust reglulega eftir að störfum lauk. Og hér er freist- andi að nefna nöfnin öll. Vinina, samverkamennina, sem í hugann koma. Ég kynntist þeim sum- um sjálfur sem sendill þar til ein- hverra ára. Einstakt úrvalslið sam- hentra manna og kvenna, sem unnu félaginu og framgangi þess. Það var því ekki að undra að ég og við systk- inin þekktumst, sem börnin hans Ein- ars á Eimskip. Af því var hann án efa stoltur. Ég man þjáningu pabba, þegar hann þurfti að upplýsa misgjörðir, sem upp komu. Þjáningu hans, sam- kennd og samúð. Baráttu skyldunnar við mannúðina, þar sem skyldan varð að sigra. En aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni eða konu. En verja heldur og afsaka. Hann var bara þeirrar gerðar. Illmælgi eða rógur var ekki í hans orðabók. Hér eru færðar þakkir ykkur sam- verkafólki hans. Og ég veit að mætti hann mæla myndi hann hvetja ykkur til þess að vinna félaginu áfram þann- ig, að það væri ímynd heiðarleika, sanngirni og trúverðugleika. Þögn og fas sumra gera ræður ann- arra að ærandi þögn. Ég held að þannig mætti minnast pabba míns. Líf hans allt, fas og framkoma vitnaði um djúpa og einlæga trú hans. Um það hafði hann færri orð, en fáir, sem kynntust honum misstu af þeirri pré- dikun, sem hversdagsfas hans boðaði. Sjálfur var hann aldrei miðdepill, en hlustandi var hann bestur. Orður og titlar voru honum víðsfjarri, en hól, umhyggja og uppörvun öðrum, sjálf- sögð. Pabbi og Ólafsvík. Þar fæddist hann og ólst upp. Í faðmi yndislegra foreldra og samhentra systkina. Sam- heldni, sem setti mark sitt á uppeldi okkar, barnanna. Við skoðuðum myndir saman af Ólafsvík síðustu vik- urnar. Og hann rifjaði upp sögur með mér. Af kúasmalanum Einari, hesta- manninum og veiðimanninum, af sumarvistinni í Draghálsi og veikind- unum þegar hann ungur var sendur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. En upp úr stendur frásaga hans, þegar hann 13 ára gamall var sendur ásamt sér eldri mönnum, þ. m. t. bróður sín- um, yfir Kambsskarð, milli Ólafsvík- ur og Stapa. Þeir voru á leið til vik- urvinnslu handan jökuls, strákurinn átti að fara með hestana til baka. Veð- ur var hið besta á leiðinni suður fjall- ið, en þegar haldið skyldi heim ein- samall var skollin á þoka í miðjar hlíðar. Þá fór hinn ungi maður að næsta bæ, barði upp á með hálfum huga hins hógværa drengs, og spurði eftir húsmóðurinni til þess að fá álit hennar á því hvort óhætt yrði að halda yfir fjallið. Að áliti hennar fengnu hélt hann á fjallið með hesta- stóðið einn saman, og skilaði dags- verkinu. Og þessi saga minnir mig á mömmu og pabba. Hann setti nefni- lega traust sitt á mömmu í svo mörgu. Spurði hana svo oft ráða, og fylgdi þeim. Treysti henni. Alltaf. Ég sá hann aldrei reiðast, nema á mömmu væri hallað. Hann orðaði tilfinningar sínar sjaldan, en oft hve vænt honum þætti um mömmu. Pabbi eldaði ekki stórar steikur í eldhúsum sínum. Hvorki súpur né grauta. Nema hafragrauta. Alla morgna skólaáranna okkar eldaði hann bestu hafragrauta, sem nokk- urn tíma verða eldaðir. Og kókó. Og ristað brauð með osti. Svikalaust og óaðfinnanlegt. Í öll þau ár sem við börnin hans vöknuðum til skólans. Sjálfur drakk hann te. Með ristuðu brauði og osti. Alltaf. Klukkan 07.15. Og svo gekk hann af stað til vinnu. Eða hjólaði. Menn gátu sett klukkur sínar eftir því hvar hann var á leið sinni úr Hvassaleitinu niður á Eim- skip. Te og kannski kaffi, var það sterkasta, sem dreypti á. Allt sitt líf. Reykti aldrei. Boðaði þó aldrei bind- indi, hneykslaðist aldrei á hinum. Ekki sjálfum börnum sínum! Þau fóru hins vegar aldrei í grafgötur um vilja hans. Þeir Drottinn áttu samleið. Töluð- ust við daglega. Ekki við bumbuslátt eða áhorf. Ég held helst í hljóði án orða. Ég veit að pabbi skildi Drottinn, og trúi því að hann hafi skilið pabba. Einstakt samfélag. Samfélag, sem gerði pabba minn svo umburðarlynd- an og fordómalausan. Fyrirgefandi og auðmjúkan. Við ræddum það einhverntíma hve sumum teldist þeir eiga eitthvað inni hjá Drottni, fyrir langa samfylgd við hann. Að hann kæmi slíkum sérstak- lega til hjálpar og lækninga. Trúin hans pabba míns var ekki þannig. Fyrir honum var kraftaverkið stærsta að sá Guð, sem stýrir öllu stendur ávallt við hlið þess, sem af honum vill vita. Heldur í hönd hans í meðlæti og mótlæti. Guði séu þakkir fyrir pabba minn. Guðmundur Th. Einarsson. Heiðríkja var í brosi Einars tengdaföður míns allt fram undir hinstu stundu. Það fór vel á, því fátt elskar tengdamóðir mín meira en heiðan himin. Þeirra á milli var fölskvalaus ást sem eftir var tekið og aldrei bar skugga á. Þessi hjón og börn þeirra vöktu at- hygli mína þegar ég var á unglings- aldri og fór að venja komur mínar á samkomur í KFUM. Fannst mér blasa við samheldni og umhyggja sem ég dáðist að. Athygli mín og áhugi beindist æ meir að elstu dótturinni og upp úr því þróaðist samband sem var- að hefur í tæp fjörutíu ár. Einar ólst upp í faðmi kærleiks- ríkrar fjölskyldu á prestsetrinu í Ólafsvík fram til þess að hann fór til náms í Flensborgarskóla í Hafnar- firði skömmu eftir fermingu. Var hann þar í tvo vetur en báða veturna veiktist hann af berklaveiki er líða tók á vetur og lauk því ekki námi. Þessi veikindi ásamt fleiru gerðu það að verkum að Einar gaf frá sér frekara skólanám. Þegar hann hafði unnið sem lyftudrengur í sumarstarfi við Eimskipafélagi Íslands var honum boðið að sækja um starf á skrifstofu félagsins. Er skemmst frá því að segja að hjá því fyrirtæki starfaði hann óslitið í yfir fimmtíu ár. Fyrst vann hann við bókhald og síðar við innri endurskoðun þar sem sérhæfi- leikar hans nýttust afar vel því hann var sérstaklega töluglöggur og minn- ugur Á síðustu starfsárum Einars hafði hann jafnhliða bókhaldinu um- sjón með lífeyrissjóði starfsmanna Eimskipafélagsins og endaði nokkur ár með því að starfa alveg við það. Nákvæmni, heiðarleiki og trú- mennska eru orð sem best lýsa starfsferli Einars. Mikill og sár harmur reið yfir Ein- ar og fjölskyldu hans þegar Mummi eldri bróðir hans sem var á leið í framhaldsnám erlendis féll frá, rúm- lega tvítugur eftir að hafa lent í því sem virtist vera sakleysislegt bílslys. Sagðist Einar aldrei gleyma því þeg- ar faðir hans vakti hann að morgni með þessum orðum: „Elsku eini son- urinn minn, ég er að fara til Ólafs- víkur að ná í hana mömmu þína“. Einar var einlægur trúmaður. Hann komst ungur í kynni við KFUM og átti athvarf í þeim félagsskap allt sitt líf. Undanfarin ár hef ég átt því láni að fagna að sækja með honum fundi á fimmtudagskvöldum í Aðal- deild KFUM. Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar kvöldin sem Einar sleppti fundi meðan hann hafði heilsu til. Þar naut hann sín meðal gamalla og nýrra félaga og þar vildi hann vera. „Við fætur Jesú ég fæ mér sess og finn í hjarta mér sælu þess“ orti séra Magnús Runólfsson sem var æskulýðsleiðtogi sem Einar taldi sig eiga margt að þakka. Annars hélt hann mest upp á Hallgrím Pét- ursson og sagði stundum: „Mín guð- fræði er Hallgrímur Pétursson“. Hann hélt sérstaklega mikið upp á eitt versið úr Passíusálmunum: Kóng minn, Jesú, eg kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig; herratign enga að heimsins sið held eg þar mega jafnast við. Þetta má segja að hafi verið lífs- mottó Einars Th. Magnússonar. Hóg- værðin sem einkenndi hann var byggð á þeirri hugsun að vegtyllur hér á jörð væru ekki nema hjóm hjá því að tilheyra Kristi. Er hægt að vera of hógvær? Senni- lega telja þeir það sem básúna það út í dag og segja tæpitungulaust að græðgi sé góð. Kristur sagði: „Hinir hógværu skulu landið erfa“. Hljómar þetta ekki sem einskært öfugmæli í nútímasamélagi? Hverjir eru að erfa lönd nútímans, fyrirtæki og stofnanir um allar jarðir? Eru það hinir hóg- væru?. Þeir sem kynntust Einari skynjuðu þau lönd sem hann erfði. Það voru lönd í hjörtum og huga þeirra sem nutu nærveru hans, ástúðar og kær- leika. Það voru lönd elskusemi, lítil- lætis og umhyggju. Við fengum hlut- deild í þessum landvinningum af því að við fengum að vera þar með honum og njóta návistar hans. Við fengum að ganga þar með honum, Peta honum við hlið, ásamt fjölskyldu, vinum og samferðafólki. Þessir landvinningar ná yfir gröf og dauða og þar í landi vonarinnar, trúar og kærleika bíður hann okkar. Einar vildi gjarna að hann væri minntur á hvernig menn fá landvistarleyfi í því landi. Taldi hann að allar góðar útlagningar á boðskap Biblíunnar ættu að undirstrika það að Jesús Kristur sonur Guðs gekk í dauðann og reis upp frá dauðum til að búa okkur eilíft líf á himnum. Drottinn blessi minninguna um hógværan, lítillátan og auðmjúkan þjón hans. Guðm. Ingi Leifsson. Ég gæti skrifað langa grein um hann afa minn og hversu yndislegur og hlýr maður hann var. Ég veit hins vegar að þess gerist vart þörf, því svo margir geta vitnað um þetta. Þannig var persóna afa lituð endalausum kærleika sem lét sennilegast engan ósnortinn sem á vegi hans varð. Og afi hafði alveg einstaka útgeislun. Hún var ekki endilega bundin í orðræðu, heldur bjó hann yfir einstakri nálægð sem ekki verður svo auðveldlega lýst með orðum. Ég held að ég lýsi því best sem svo, að einhverra hluta vegna vildi ég alltaf vera besta mann- eskja sem ég gat verið í návist afa. Afi minn hafði einstakt dálæti á tónlist. Og sjálfur var hann mikill söngmaður. Ég minnist þess að vera oft með ömmu og afa í Grensáskirkju sem barn og undrast það hversu hátt og snjallt afi gat sungið yfir alla kirkj- una. Það skipti engu þótt aðrir syngju ekki, afi dró ekki í land fyrir nokkurn hlut og naut þess að syngja fullum hálsi og gerði það líka listavel. Ég minnist þess líka að hafa verið stadd- ur seinna, sem hálffullorðinn maður, í sömu kirkju og sungið við hlið afa og reynt að syngja af sömu snilld og hann án árangurs. Ég held því að hann hljóti að hafa orðið hálfhissa á því að það skyldi eiga eftir að liggja fyrir mér að verða söngvari að starfi. Þess vegna var það sérstök tilfinning að halda tónleika tileinkaða honum síðasta haust þegar ljóst var að hann ætti þess ekki kost að heimsækja mig til Vínar sökum veikindanna sem hrjáðu hann. Einhvern veginn fannst mér nú eggið vera dálítið að kenna hænunni þar sem ég söng og hann hlustaði. Ég veit að þó að afi sé fallinn frá kemur hann til með að lifa áfram með mér og okkur sem syrgjum hann. Hann er mér og svo miklu fleirum fyrirmynd í svo mörgu. Ég er svo stoltur af því að bera nafnið hans. Guð blessi minningu afa míns. Einar Th. Guðmundsson. Fyrstu minningar mínar um Einar afa tengjast sunnudögum í Hvassa- leitinu fyrir um 30 árum. Afi og amma höfðu í mínum huga alltaf búið þar. Ég var 4 ára og hafði fengið að gista hjá þeim yfir nótt. Það sérstaka við að vakna á sunnudagsmorgnum í Hvassó var að þá fékk ég að fara með afa í sunnudagaskólann. Afi klæddi mig í sparikápu og leiddi mig hægum en öruggum skrefum upp brekkuna að kirkjunni. Hann var meðhjálpari í Grensáskirkju og hjálpaði til við sunnudagaskólann. Einar afi hafði af- ar fallega söngrödd og ég man eftir honum syngjandi hástöfum sunnu- dagaskólalögin þar sem hann gekk meðfram sætaröðunum og rétti börn- um söngbækur. En það var ekki að- eins söngröddin hans sem var hljóm- fögur. Ég man líka svo vel hvað ég var stolt af afa mínum þar sem hann stóð fremst í kirkjunni og fór með bænina: „Drottinn ég er kominn í þitt heilaga hús, til að lofa þig og ákalla...“ en þá var algengt að meðhjálparar leiddu þessa bæn í upphafi messu. Þetta er mér ógleymanlegt því ein- lægur flutningur afa endurspeglaði í senn auðmýkt sem ávallt einkenndi hann og þá bjargföstu trú sem hann átti alla tíð á Guð sinn og frelsara. Þegar komið var aftur heim í Hvassó, þar sem amma lagði síðustu hönd á sunnudagssteikina, setti afi gjarnan hljómplötu á fóninn. Sunnu- dagstónlistin hjá afa var oftast Bach, annaðhvort Brandenburgar konsert- arnir eða einhver kantatan. Svo gekk afi hægum en dúandi skrefum í takt við tónlistina fram og aftur um borð- stofuna með hendur krosslagðar fyrir aftan bak og sönglaði með sinni hljómfögru röddu eins og hann væri í hugleiðslu. Ég undraðist hvað afi kunni tónlistina vel því hann gat sungið af miklu öryggi heilu strófurn- ar og virtist alltaf vita hvað kæmi næst. Það var þó ekki þannig að afi kepptist nokkurntíma við að láta mik- ið í sér heyra heldur féll söngur hans alltaf fallega og smekklega að tón- verkinu þannig að unun var á að hlýða. Að þessu leyti endurspeglaði söngur hans persónuleika hans. Þegar ég varð eldri áttaði ég mig á því að oftast var afi að syngja bassa- línuna í tónverkunum, enda söng hann sjálfur bassa í kirkjukórnum. Ein af síðustu samræðunum sem ég átti við afa var einmitt um tónlist og þá minntist ég á þetta með bassalín- una við hann. Þá sagði hann að sér þætti tónlist Bach taka annarri tónlist EINAR TH. MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.