Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 45 MINNINGAR ✝ María ErlaKjartansdóttir fæddist á Strandseli við Ísafjarðardjúp 30. janúar 1936. Hún lést á heimili sínu 7. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristjana Guðrún Bjarnadóttir úr Ög- urnesi, f. 11. nóvem- ber 1911, d. 5. júní 1985, og Kjartan Ólafsson frá Strand- seli, f. 17. febrúar 1913, d. 25. október 2005. Systkini Maríu Erlu eru: Bolli, f. 31. ágúst 1937, Einar, f. 18. október 1941, Guðríður f. 19. nóvember 1948, og Halldór, f. 22. nóvember 1951. Hinn 28. júlí 1958 giftist María Erla Árna Björgvinssyni, f. 26. maí 1936. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kjartan, f. 12. febrúar 1959, maki hans er Edda Ólafs- dóttir, f. 30. júní 1955. Börn þeirra eru: a) Ólafur Sverrir, f. 7. desember 1983, í sambúð með Soffíu Adolfsdóttur, f. 3. október 1983, og eiga þau dótturina Sögu Guðrúnu, f. 29. október 2004. b) María Erla, f. 7. mars 1989. c) Marta, f. 27. júlí 1992. 2) Helga Aðalbjörg, f. 20. janúar 1969, maki hennar er Finnur Frímann, f. 28. janúar 1967. Börn þeirra eru: a) Árni Þór, f. 1. maí 1987, unnusta hans er Hulda Rún Þórð- ardóttir, f. 5. ágúst 1987. b) Guðrún, f. 1. maí 1990 c) Krist- jana, f. 12. október 1997. María Erla flutt- ist frá Ísafjarðar- djúpi tveggja ára að aldri á Selfoss og síðar til Eyrar- bakka og ólst þar upp til tíu ára aldurs þegar fjöl- skyldan flyst búferlum til Reykj- arvíkur. Árið 1956 sest hún að í Kópavogi þar sem hún bjó til ævi- loka. María Erla lauk námi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík auk þess sem hún sótti námskeið í leiklist og upplestri. María Erla var virkur félagi í Guðspekifélag- inu um árabil. Á haustmánuðum 1966 stofnaði María Erla ásamt manni sínum bókaverslunina Vedu í Kópavogi og ráku þau hana til ársins 1979. Útför Maríu Erlu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við gengum saman upp Goðahólinn og gullin mín tók ég í fangið titraði af gleði telpan þín í lautu grænni þú lést mig skoða lítil blóm og hlusta á fugla háloftanna og hjartans óm kvöld við rúmstokk komstu til mín og kysstir mig og góða nótt gafstu hjarta sem geymir þig (Anna S. Snorradóttir.) Viljafestu, vit og góðleik mun ég ætíð vernda eins og helga dóma. Þín elskandi dóttir Helga Aðalbjörg. Jæja, þá er komið að kveðjustund- inni, María mín. Eitthvað er það óraunverulegt að þú sért ekki hjá okkur lengur. Það er einhvern veginn eins og tíminn bara standi í stað. Þeg- ar ég og Helga Bogga byrjuðum sam- an og ég fór að venja komur mínar í Reynihvamminn þá er mér svo minn- isstætt hversu vel þú tókst á móti mér, alltaf svo hlý og góð. Þú talaðir við mig sextán ára gamlan eins og jafningja, enda gátum við spjallað um heima og geima í eldhúsinu. Húmor- inn var eitt af þínum aðalsmerkjum og ósjaldan veltist ég um að hlátri yf- ir einhverju sem þú hafðir sagt, það var bara einfaldlega ofboðslega gam- an að bulla með þér. Þótt lífið hafi ekki alltaf leikið þig eins og þú hefðir kosið þá fórst þú í gegn um það með þvílíku æðruleysi og stolti að oft velti ég því fyrir mér hvort þú kynnir ekki að kvarta. Elsku María, það verður skrítið að hafa þig ekki í mat hjá okkur á að- fangadag og þín verður sárt saknað á Idol-kvöldunum þar sem þú naust þín eins og þér einni var lagið. Að lokum vil ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú varðst og verður alltaf besta tengda- mamma í heimi. Þinn (plötusnúður) Finnur. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund, of fljótt finnst okkur. Þú náðir heldur betur að afreka margt og sjá og reyna mikið á ævi þinni. Þvílík dugnaðarkona sem var þar á ferð. Tíminn sem þú gafst þér alltaf til þess að taka okkur börnin í þína arma og ræða við okkur líkt og við værum fullorðin, óneitanlega hef- ur það gert okkur að þeim manneskj- um sem við erum í dag. Þú varst svo umburðarlynd þegar við vorum að fíflast og hafa hátt í kringum þig, þú lést það ekkert angra þig, heldur varst alltaf fyrst til þess að koma að leika við okkur. Takk fyrir að gefa þér svona mikinn tíma til þess að láta okkur líða vel. Þær eru margar minn- ingarnar sem við geymum í hjörtum okkar, sem við munum varðveita að eilífu. Þú verður alltaf Bullu-amman okkar. Það hefur alltaf verið notalegt að hafa þig hjá okkur um jólin að borða rjúpurnar, opna pakkana og borða jólaísinn góða. Þetta eiga eftir að verða skrítin jól þar sem við sjáum þig ekki í persónu en við vitum að þú átt eftir að vera með okkur í huga. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er – aldrei mun ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Takk kærlega fyrir allan þann yndislega tíma sem við höfum átt saman, hann hefur verið okkur ómet- anlegur. Þú skipar stóran sess í hjarta okkar og munt alltaf gera það. Takk fyrir allt, við elskum þig út af lífinu. Ástarkveðjur. Þín barnabörn, Árni Þór Finnsson, Guðrún Finnsdóttir og Kristjana Finnsdóttir. Elsku elsku amma Maja. Við vilj- um þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og allt það sem hefur gefið okkur. Þú varst svo góð amma, alltaf hress og kát enda oft kölluð „bulluamma“ því þú varst alltaf til í að sprella og njóta þess að vera með fjölskyldunni. Alltaf svo fín og flott, jákvæð og horfðir á björtu hliðarnar, þrátt fyrir mótlæti. Það var alltaf skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og þegar við vorum yngri þótti okkur sérstaklega gaman að skoða allt dótið þitt, þar var auðvelt að gleyma sér. Við vitum að þú vakir yfir okkur öllum, engill sem verndar okkur og styrkir. Okkur þykir svo vænt um þig, elsku amma. Minning þín mun alltaf eiga sér stað í hjörtum okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín barnabörn, Ólafur Sverrir, María Erla og Marta. Elsku Maja mín. „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlaus- um öldum lífsins, svo að hann geti ris- ið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran) Þín litla systir Guðríður. MARÍA ERLA KJARTANSDÓTTIR Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langömmustelpa Saga Guðrún. HINSTA KVEÐJAHerborg var mikil fjölskyldu- manneskja og fylgdist vel með börnum sínum og barnabörnum. Hún var alltaf boðin og búin að að- stoða börn sín með barnapössun eða einhverju sem féll til. Þegar við Jón vorum að velta því fyrir okkur að byggja sagði hún við mig: „Krist- ín, hann Jón verður að fá að byggja.“ Segja má að það hafi verið fyrir hennar orð sem ég samþykkti síðan að fara út í byggingu hússins okkar. Herborg tók mikinn þátt í byggingunni, hvort sem það var að naglhreinsa eða vera uppi á þaki og negla plötur. Hún var alveg stór- kostleg og þegar ég var að hafa áhyggjur af henni þarna uppi á þaki – fannst henni það lítið mál. Herborg var mikil áhugamann- eskja um garðrækt. Hún var dugleg að koma græðlingum á legg og ber garðurinn okkar þess merki. Herborg hefur frá því í október verið á sjúkrahúsi. Strákarnir okk- ar Jóns, þeir Bjarki Þór og Hannes Örn, fóru með okkur í heimsóknir til hennar. Hún var mjög ánægð að sjá þá og eitt skiptið þegar ég kom ein með þá og þeir voru orðnir óró- legir bað hún mig að fara með þá í dýraleikinn, þar sem við skiptumst á að lýsa dýrum og hinir áttu að geta hvaða dýri verið var að lýsa. Tengdamamma hafði mjög gaman af þessum leik og einnig var hún ánægð að heyra sögur af þeim fé- lögum. Þeir tala nú um að amma sé nú dáinn og orðin engill. Það kemur í hlut okkar Jóns að halda minningu hennar á lofti og segja strákunum okkar sögur af henni. Síðustu dagar hafa verið öllum erfiðir en ég er þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig, elsku Her- borg. Ég þakka þér fyrir allt, minn- ing þín mun lifa áfram í hjarta okk- ar. Þín tengdadóttir Kristín Laufey. Elsku amma mín. Takk fyrir allar samverustundirnar okkar, það var alltaf jafn gaman að gista hjá þér og fá að baka klatta með þér. Alltaf var gaman að fá að koma til þín og læra að hekla, þá skemmt- um við okkur vel. En nú ertu farin frá okkur og þér líður vonandi vel núna, það var mér mjög mikils virði að fá að kveðja þig á spítalanum. Minning þín lifir og við hugsum til þín á hverjum degi elsku amma. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma hvíl í friði. Þín Ásdís Birna. Hún Herborg var góð vinkona móður minnar og þær studdu hvor aðra í gegnum súrt og sætt í fjölda mörg ár. Heimsóknir hennar í Bessahraunið voru allmargar og þar var spjallað um allt milli himins og jarðar og oft skellihlegið, en hláturinn hennar Herborgar var mjög skemmtilegur og fær mig til að brosa í gegnum tárin á þessum sorgarstundu. Herborg var opinská, trú sjálfri sér og besta vinkona móður minnar sem hægt er að hugsa sér. Hún birtist alltaf þegar mömmu vantaði aðstoð eins og t.d. við saumaskap, en hún var ansi lunkin við það. Sérstaklega er mér minni- stæður morgunninn eftir að skip föður míns strandaði og Herborg var komin eldsnemma til að hugga móður mína sem var yfirkomin af áhyggjum af eiginmanni og syni. Þetta sýnir að hún var sönn vinkona og gaf mikið af sér. Ánægjustundirnar sem við áttum með henni voru líka margar, hún hafði svo skemmtilega uppörvandi fas þ.e. talaði svona í skemmtilegum hressilegum tón og þegar talað var um alvarlega hluti lækkaði hún allt- af röddina og talaði lágt. Herborg var mjög hjálpsöm og umhyggju- söm og hafði líka mikla virðingu fyrir sjálfri sér, hún var alltaf að lesa bækur sem hjálpuðu henni til að bæta andlega og líkamlegu heilsu sína. Hún var mikill húm- oristi og fannst bara skemmtilegt þegar faðir minn og bróðir voru að- eins að stríða henni til sjá hvað þeir kæmust langt en hún lét þá ekki vaða yfir sig, hafði alltaf síðasta orðið. Henni þótti gaman að ferðast, utan sem innan, og var mikil smekkmanneskja, var oft að sýna mömmu hvað hún var að kaupa sér og var alltaf svo ánægð með það. Við systkinin eigum svo góðar minningar um Herborgu og erum heppin að hafa kynnst þessari hlýju og yndislegu manneskju. Hún var og verður alltaf nærri hjarta okkar og hefur auðgað líf okkar með sinni skemmtilegu sál. Guð blessi ykkur, Nonni, Sigga, Tommi og Hermann og fjölskyldur ykkar á þessum sorgartímum. Fjölskyldan á Bessahrauni, Margrét, Theodór og börn. óttur. Þetta fannst Láru með ólík- indum að væri hægt. Kannski var það vegna áralangrar þjálfunar í því að stíga ölduna. Í bústaðnum áttum við margar ánægjustundir saman við hin ýmsu störf sem þar þurfti að sinna. Árið 1966 fór ég á sumarvertíð á handfæri með þér á Andvara gamla og var það bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Það var erfitt til að byrja með en maður þjálfaðist og þá var þetta í lagi. Í þá daga voru fisk- leitartæki fá og ófullkomin, aðeins einn dýptarmælir sem skráði lóðn- ingar á pappír. Þegar þú hafðir fundið fisk hentir þú einhverju sem flaut á sjóinn og tókst svo hring og lagðir að hlutnum. Ekki var að spyrja að því, fiskurinn var þarna. Þetta er bara eitt lítið dæmi um hugmyndaflug þitt og út- sjónarsemi sem kom fram á fleiri sviðum. Þegar maður sest niður og rifjar upp samferð okkar í gegnum tíðina er erfitt að velja um hvað á að skrifa því af nógu er að taka. Held ég að ég láti hér staðar numið. Hvíl í friði, kæri stjúpi. Minningin um allar góðu stundirnar sem við áttum saman lif- ir. Jón Leifur. Nú hefur góður maður yfirgefið hótelið okkar og lagt af stað í ferða- lagið mikla. Afi, þú varst ávallt í góðu skapi og tókst á þinn einstaka hátt að sjá hlutina jákvæðum aug- um, jafnvel þegar á móti blés. Ef þú varst þar sem börn voru í hópnum sýndirðu þeim ávallt mikla og verð- skuldaða athygli og lékst við þau á þeirra forsendum. Við sem yngri er- um eigum góðar minningar um þetta og gætum svo sannarlega tek- ið þig okkur til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Þrátt fyrir mýktina sem þú sýndir þeim sem á þurftu að halda, varst þú harðjaxl og fram- kvæmdamaður sem máttir þér sjaldan hvíldar unna. Ferðir ykkar ömmu til Heilsuhælisins í Hvera- gerði eru góð dæmi um þetta. Þú virtist líta á þessar hvíldarferðir sem vinnuferðir. Oftar en ekki skelltir þú þér að loknu nuddi eða bakstri í Helgulund þar sem þú und- ir þér svo vel. Þar gróðursettir þú tré eða vannst að viðhaldi og breytingum á sumarbústaðnum. Þessi garð- og smíðavinna breytti því þó ekki að þú varst ávallt sjómaður. Jón var kræfur karl og hraustur Sigldi um hafið út og austur Jón var kræfur karl og hraustur Hann var sjómaður í húð og hár. (Jónas Árnason.) Þetta vísubrot er eins og um þig samið og þó þú hafir selt Arnar- bergið og stigið á land þá hvarf sjó- maðurinn aldrei úr þér. Við bræðurnir óskum þess að þú njótir hvíldarinnar (ef þú ert ekki þegar kominn á fullt) og viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Helga amma, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Orri, Birkir og Óskar Elsku Nonni frændi, þegar amma hringdi í mig og sagði mér frétt- irnar um að þú værir farinn frá okkur þá fór ég strax að hugsa um alla skemmtilegu dagana frá Hrísey sem við áttum. Mér fannst alltaf jafn gaman að koma til ykkar Helgu og fá harð- fiskinn þinn og heyra sögurnar þínar. Þú varst alltaf svo kátur maður og gaman að fara niður á bryggju með afa og þá varst þú þar að fara út á sjó eða koma í land. Ég vildi óska að sambandið hefði getað verið meira en því miður varð ekkert úr því og áður en maður veit af ertu farinn frá okkur. En vonandi líður þér vel núna með hinum englunum og ég veit að þú átt eftir að horfa niður til okkar og vaka yfir okkur. Elsku Nonnu frændi við söknum þín öll mjög mikið. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Helga, Hildur, Simmi, Rikki og Jón Teitur og aðrir að- standendur, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma. Kveðja. Hulda Hlín, Baldur og börn. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.