Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dælulykill Atlants-olíu er nýjung hérá landi en sjö milljónir slíkra lykla eru í notkun í Bandaríkjunum, þar sem þeir komu fyrst fram 1998, að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðs- stjóra Atlantsolíu ehf. Hann sagði að undirbún- ingur þess að taka dælu- lykla í notkun hafi staðið í um eitt ár og öryggis- þættinum verið gefinn mikill gaumur. Nóg er að beina dælulykli að elds- neytisdælu Atlantsolíu til að fá afgreiðslu og engin þörf að slá inn lykilnúmer (PIN). Lykill- inn er tengdur kredit- eða debet- korti viðskiptavinarins og er tekið jafnóðum út af kortareikningnum og viðskiptin fara fram. Hægt er að tengja fleiri en einn lykil við sama reikning. Veittur er einnar krónu afsláttur af hverjum elds- neytislítra sem keyptur er með dælulykli. Hugi sagði að umsækj- andi um dælulykil þyrfti að velja hámarksupphæð sem hægt væri að kaupa fyrir á hverjum sólar- hring með lyklinum, það er 5.000 kr., 10.000 kr. eða 15.000 kr. Mælt væri með því að hafa dælulykilinn á sömu kippu og bíllykillinn er. „Þú veist fljótlega af því ef lykl- arnir týnast eða þeim er stolið. Þá er hægt að hafa samband við Atl- antsolíu á skrifstofutíma, eða neyðarnúmer greiðslukortafyrir- tækisins, og láta loka fyrir úttekt með lyklinum. Ef reynt er að nota lokaðan lykil verður þess vart í afgreiðslukerfinu og er hægt að sjá hver reynir það og á hvaða bíl hann er, því á sjálfsafgreiðslu- stöðvum okkar eru eftirlits- myndavélar. Þannig getur þetta hjálpað til við að endurheimta týnda eða stolna lykla,“ sagði Hugi. Dælulyklar þykja góður kostur í Bandaríkjunum, því þar er mörgum illa við að taka upp veskið á sjálfsafgreiðslustöðvum. Þá gengur afgreiðsla með dælu- lykli hraðar fyrir sig en ella, að sögn Huga. Nýjar dyr að opnast Ingi Þór Hermannsson, deild- arstjóri markaðsdeildar hjá Olíu- félaginu ehf., sem m.a. rekur ESSO bensínstöðvarnar, sagði að fyrirtækið hafi lengi velt fyrir sér nýjum greiðsluleiðum fyrir við- skiptavini sína. Greiðslukortafyr- irtækin hafi hins vegar sett strangar kröfur um lykilnúmer (PIN) undanfarin ár. Nú virðist það hafa breyst, eins og dælulykl- arnir séu dæmi um. „Við höfum verið með ESSO viðskiptakort um tíu ára skeið og er engra PIN-númera krafist af þeim. Þau eru álíka þægileg og dælulykill varðandi afgreiðslu- hraða. Hægt er að velja hvort greitt er við dælu eða inni.“ Við- skiptakortin tengjast reikningi hjá Olíufélaginu og skilgreinir viðskiptavinurinn hvaða hámark hann vill hafa á kortinu. Leitað er heimildar með rafrænum hætti fyrir öllum viðskiptum með þess- um kortum. Þá er einnig samið um hvernig úttekt er gerð upp. „Þegar slakað hefur verið á kröfum sem hingað til hafa verið gerðar varðandi greiðslumálin opnast margar dyr,“ sagði Ingi Þór. „Við m.a. höfum horft á lausn sem samstarfsfyrirtæki okkar, ExxonMobil, hefur notað um árabil í Bandaríkjunum. Hún byggir á örgjörvatækni og skynj- urum sem lesa upplýsingar með útvarpsbylgjum um viðskipta- reikning viðkomandi viðskipta- vinar.“ Viðskipti á ábyrgð seljanda Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorts hf., sagði að notkun lykilnúmers (PIN) í kortaviðskiptum sé talin jafngilda undirskrift. Væru við- skipti gerð án undirskriftar væru þau alfarið á ábyrgð seljandans samkvæmt gildandi skilmálum. Það ætti t.d. við um tækni á borð við dælulykil. Ragnar sagði að MasterCard, samstarfsaðili Kreditkorts hf., bjóði upp á svip- aða lausn og dælulykilinn og leyfi slíkar lausnir í viðskiptum. Sólar- hringsmörk á úttektum og það að hægt er að tilkynna um glataða eða stolna lykla geri að verkum að ekki sé talin mikil hætta á mis- notkun þessa greiðslumáta. Ragnar sagði að vegna mikilla kortasvika víða um heim leituðust alþjóðlegu kortafyrirtækin við að auka öryggi kortaviðskipta með nýrri tækni á borð við örgjörva- kort. Á sama tíma væru íslenskir seljendur að slaka á öryggiskröf- um vegna mikils trausts sem ríkti hér í viðskiptum. Nefndi Ragnar að það færðist í vöxt að fólk þyrfti ekki að kvitta undir kortaúttektir til að flýta afgreiðslu. Stefnt er að því að taka í notk- un greiðslukort með örgjörva hér á landi innan skamms, að sögn Ragnars. Þá verða kortalesarar að vera með lyklaborði og þegar aðlögunartíma lýkur þurfa við- skiptavinir að kvitta fyrir við- skiptin með því að slá inn lyk- ilnúmer (PIN). Ragnar sagði að ef söluaðilar yrðu ekki búnir að útvega sér slíka kortalesara inn- an tilskilins tíma yrðu viðskiptin á þeirra ábyrgð. Ragnar sagði að skipt yrði um öll kredit- og debet- kort viðskiptavina Kreditkorts hf. á næstu tólf mánuðum. Fréttaskýring | Nýjungar í greiðslumiðlun Viðskipti án undirskriftar Viðskipti án undirskriftar eru á ábyrgð seljandans samkvæmt skilmálum Dælulykill Atlantsolíu borinn að bensíndælu. Dælulykill er dæmi um nýjan greiðslumáta  Nýjungar í greiðslumiðlun leiða hugann að því hvort hætta sé á að óprúttnir aðilar finni nýj- ar smugur til að eyða annarra fé. Nú geta bíleigendur fengið dælu- lykil sem gerir óþarft að slá inn lykilnúmer eða taka upp veskið þegar keypt er eldsneyti. Tækninni fleygir ört fram og má vænta enn fleiri nýjunga á þessu sviði á næstunni. Spurningin er hvernig reynt er að tryggja ör- yggi viðskiptanna. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Kristín Helga Gunnarsdóttir edda.is Bókamerki fylgir! Nýjar sögur um Fíusól sem heillaði lesendur á öllum aldri í fyrra! „Önnur bókin um gleðisprengjuna Fíusól er komin út. Jibbí! ... andrúmsloftið í Fíusól er notalegt, öruggt og ánægjulegt. Hvað betra er hægt að bjóða börnum?“ Inga María Leifsdóttir, Mbl. 2. sæti Barnabækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. – 13. des. 2. sæti Barnabækur Metsölulisti Mbl. 6. – 12. des. 2. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld PÁLL Samúelsson, eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi, færði í gær Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur 250 veglegar matarkörfur að gjöf frá fyrirtæki sínu, auk 250 gjafa fyrir stráka og stelpur á aldrinum fimm til fjórtán ára. Áætlað verðmæti gjafanna er um 3 milljónir og segir Páll það mikla ánægju að geta hjálpað til fyrir jólin. „Við gerum þetta með mikilli ánægju. Það hefur alla tíð verið stefna fyrirtækisins að skila svona aftur til samfélagsins þeg- ar afgangur er og vel gengur,“ segir Páll. „Við höfum ekki styrkt Mæðra- styrksnefnd beinlínis með þessum hætti. Yfirleitt hafa þetta verið peningar. Núna standa Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Mæðra- styrksnefnd sameiginlega að þessu og þess vegna kom þetta til. Við gáfum einn pakka miðað við hvern seldan bíl á ákveðnu tímabili.“ Í dag afhendir Páll mæðra- styrksnefnd Kópavogs svipaða gjöf, en hún er í réttu hlutfalli við mannfjölda í Kópavogi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Páll Samúelsson afhendir starfsfólki Mæðrastyrksnefndar matarkörfu og jólapakka. Með honum á myndinni eru, frá vinstri: Vilborg Oddsdóttir, Aðalheiður Frantzdóttir, Margrét K. Sigurðardóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Gaf matarkörfur og jólapakka HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Suðurlands yfir manni sem handtekinn var í tengslum við um- fangsmikla kannabisræktun í Ár- nessýslu. Sætir hann því gæslu til 20. desember. Í úrskurði héraðsdóms kemur m.a. fram að maðurinn hafi gengist við að hafa ræktað mikið magn kannabisplantna sem lögregla fann við húsleit og að hafa stundað þessa ræktun frá því í ágúst sl. Einnig fundust rúmlega 5 kg af misþurrk- uðu maríúna. Hann sagðist ekki hafa lagt neina alúð við ræktunina og kvaðst hafa byrjað á henni í fikti. Hann bar fyrir dóminum að hann vissi ekki hvað hann ætlaði að gera við plönturnar og neitaði bæði hjá lögreglu og dómi að hafa haft í hyggju að selja efnið eða dreifa. Þegar litið er til þess mikla magns sem hér er um að ræða og aðbún- aðar á staðnum, þótti héraðsdómi skýringar mannsins ekki trúverðug- ar. Verulegar líkur væru á því að framleiðslan væri ætluð til sölu í ágóðaskyni og að kærði ætti sér vit- orðsmenn þó að hann neiti því. Fall- ist var á það með lögreglustjóra, að augljós hætta væri á því að kærði gæti haft áhrif á rannsókn málsins, með því að spilla sakargögnum eða hafa áhrif á aðra sem kunna að tengjast meintum brotum, færi hann frjáls ferða sinna. Var þessi niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Málið dæmdu hæsta- réttardómararnir Ingibjörg Bene- diktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugs- son og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Gæsluvarðhald vegna kannabisræktunar staðfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.