Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 35 DAGLEGT LÍF Ég fékk uppskrift frá góð-vinkonu minni fyrir nokkr-um árum að sérlega góm- sætu meðlæti sem inniheldur þurrkuð trönuber og passar með nánast hvaða kjöti sem er og allt í einu varð þetta meðlæti nauðsynlegt með rjúpunum að mínu mati. Áður hafði ég þurft að sníkja nokkur ber í poka frá þessari sömu konu, en hún bjó svo vel að eiga góða að í Banda- ríkjunum og fékk árlega sendan vænan skammt af þessu góssi. Reyndar eru ekkert endilega allir fjölskyldumeðlimir jafn spenntir fyr- ir þessu og ég, en það vill svo heppi- lega til að það er ég sem elda jóla- matinn og get því ráðið þessu nánast alfarið sjálf. Trönuber minna svo mikið á jólin, þau eru svo fallega rauð og alveg einstaklega bragðgóð og bráðholl þar að auki. Má sérstaklega benda þeim sem eru viðkvæmir í blöðru að drekka mikið af trönu- berjasafa, hann getur jafnvel komið í veg fyrir svæsnustu blöðrubólgu ef hann er drukkinn reglulega. Ég vona að vinkonu minni sé sama þótt ég deili þessari gómsætu uppskrift með lesendum. Sveskju- og trönuberjamauk 1½ msk smjör 2 tsk sykur 6 skallottulaukar, smátt saxaðir 1 msk balsamedik ½ b kjúklingasoð 4 msk þurrkuð trönuber 18 sveskjur 1½ msk rósmarín, smátt saxað salt og pipar Látið smjör, sykur og smátt sax- aða skallottulauka malla saman í u.þ.b. 15 mínútur. Edikið er síðan lát- ið gufa upp að mestu í laukmaukinu. Restinni af hráefnunum er bætt út í og þetta látið malla þar til allt hefur samlagast vel og er orðið að þykku mauki. Berið fram með jólasteikinni, hvort sem hún er rjúpur, hamborg- arhryggur, endur eða gamla, góða lambalærið. Svo við höldum áfram með trönu- berin þá fylgir hér ein sérlega góm- sæt uppskrift sem er upplögð á að- ventunni til að komast í smájólafíling. Svínslega góðar svínakótilettur 4 svínakótilettur 1 msk smjör 1 msk matarolía 1 msk rósmarín, smátt saxað salt og pipar 4 skallottulaukar, smátt saxaðir 1 dl púrtvín 1 b kjúklingasoð 3 msk þurrkuð trönuber Lemjið aðeins kótiletturnar og kryddið vel með salti, pipar og smátt söxuðu rósmaríni. Steikið vel báðum megin á heitri pönnu upp úr blöndu af smjöri og matarolíu. Takið af pönnunni og haldið heitum í ofni á lágum hita. Setjið laukinn út á pönn- una og bætið kannski smásmjöri við ef vantar, lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur. Hækkið hit- ann og hellið púrtvíni yfir. Látið það sjóða niður til hálfs og bætið þá kjúk- lingasoði saman við og látið malla í smástund. Bætið trönuberjunum út í sósuna og leggið kótiletturnar út í. Berið fram strax t.d. með góðu kart- öflugratíni. Að lokum kemur hér auðveld en góð uppskrift að mauki úr trönuberj- um. Trönuberjamauk 1 poki trönuber appelsínusafi sykur Setjið trönuberin í pott og hellið alvöru appelsínusafa með aldinkjöti yfir þannig að rétt fljóti yfir berin. Látið suðuna koma upp og smakkið til með sykri. Trönuberjamaukið er ómissandi með kalkún og passar vel með nánast hverju sem er.  MATUR Trönu- berja- veisla Morgunblaðið/Kristinn „Ég hoppaði hæð mína þegar ég kom auga á þurrkuð trönuber í stór- mörkuðum hér á landi,“ segir Margrét Þóra Þor- láksdóttir sem gefur hér uppskrift að meðlæti sem passar með nánast hvaða kjöti sem er. Höfundur er matgæðingur. 2G   88  8)  8*  8; !   9>  9<< <8*?           H DI 0 2@ 0 J ! 6 ' 4 @ K  >*+ '0!6K334$0 2@ 0 J ! 6 ' 4 @ K  >*+ 89 8?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.