Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 2
s TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 6. júlf 1971. Frá blaSamannafundinum í gær. V>ð borðiS f.h. Jónas Haralz, Landsbankastjóri, J. Staffan Gadd, bankastjóri, og L. E. Thunholm, formaður bankaráðsins. (Tímamynd GE) Fundur bankaráðs Scandinavian Bank haldinn hér: BANKINN HEFUR ÞEGAR ÁUNNIÐ SÉR MIKIÐ ÁUT EJ-Reykjavík, mánudag. f dag var haldinn í Reykjavík fundur bankaráðs Scandinavian Bank Ltd., en Landsbanki fslands er einn af sjö eigendum þess banka. Hefur starfsemi bankans scm er tveggja ára, borið góðan árangur, og þegar verið ákveðið að auka hlutafé hans úr 3 milljón um sterlingspunda í 5 milljónir punda. Formaður bankaráðsins, L. E. Thunholm, aðalbankastjóri Scand inaviska Banken í Stokkhólmi, J. Staffan Gadd, bankastjóri Scand- inavian Bank, og Jónas Haralz, Landsbankastjóri, skýrðu frá starf semi bankans ó fúndi með blaða- mönnum í dag. Kom þar fram, að bankaráðið héfur ýfirleitt fundi annan hvorn mánuð í London, en einu sinni á ári eru þcssir fundir þó haldnir í einhverju heimalandi aðildarbankanna, og er þetta í fyrsta sinni sem slíkur fundur er haldinn í húsakynnum Lands- bankans í Reykjavík. Eigéndur bankans eru Scandi- naviska Banken og Skánska Bank en í Svíþjóð, Den Danske Land- mansbank og Den Danske Provins bank í Danmörku, Bergens Priv- atbank í Noregi, Nordiska Fören- ingsbanken í Finnlandi og Lands- banki íslands. Scandinavian Bank annast alla venjulega bankastarfsemi, en legg ur sérstaka áh'erzlu á að greiða fyrir viðskiptum á milli Norður- landa og Bretlands. Einnig vinnur hann að því, að auðvelda bönk- um og fyrirtækjum á Norðurlönd- um aðgang að þieim alþjóðlega fjármagnsmarkaði. sem Kefur mið stöð sína í Uop^on. u , Fram kom á blaðamannafund- inum, að bankinn hefur þegar aflað sér mikils álits meðal ann- arra banka og fjármálastofnana í Bretlandi, og hefur starfsemin aukizt jafnt og þétt síðan bankinn var stofnaður. Jónas Haralz sagði á fundinum, að A&8 væri ekki Glingrað og sunglS vlS stútinn. Fregnir af Skógarhólamótinu í í r eru á þá lund, að þar hafi drykkju ekapur keynt úr hófi. Því miður wtlar það lengi að loða við hesta- mannamót, að þar sé drukikið, en þvi orðspori munu valda gestir frekar en þeir sem við hestana þurfa að fást, enda er satt að segja ekiki litið hýru auga til þeirra sem blanda saman brennivini og hestamennsku, af þeim sem forustu hafa fyrir félagsskap hestamanna. Hestar og vin hafa al- drei farið saman, og aldrei orðið til fegurðarauka, né að það hafi hrifið áhorfendur að sjá slyttislega knapa þeysa um grundina með hliðarföli- um. Aúk þess getur þessi ávani leitt til illrar meðferðar, þótt það sé eklki ætlunin. En það eru sem sagt ekki hestamennirnir sem liggja ósjálf- bjarga með skrækjum inni í tjöldum á hestamannamótum, heldur þeir, sem bregða endemis frægð sinni yf- ir mótið. Hins vegar er þvi ekki að neita.að vegna fyrri sögu í þessum efnum, mun almenningur efeki gera miikinn greinarmun á hestamanni og gesti, þegar fréttir um drykkjuskap berast frá stöðum eins og Skógarhólum, þar sem hið prúða lið kemur saman til að reyna gæðingana. Sú var tíðin að mönnum þótti ekki meira fyrir því að fara drukiknir á hest en mönnum þykir nú að fara drukknir í leigubíl á miEi húsa. Það var sfcundum eins og þeir væru að reyna á vináttu hestsins og hlýðni. Oftar en hitt fór atlrt vel, enda eru hestar ólatir við að halda ölvuðum miönnum kyrrum í hnakknum, og hlaupa >á margan út úr krókinn við þá iðju. En þetta þykir eðlilega slkrítin sikemmtan nú á dögum, og skilja hana víst fáir aðn ir en þeir sem henni una. En þó er það enn skritnari slkemmtan að halda langan veg á hestamannamót ti1 þess að verða ósjálfbjarga milli þúfna eða inni í tjaidi. Hestar eru faliegar skepnur og veita mjikið yndi þeim sem á horfa engu síður en þeim sem á sitja. A stað eins og Skógarhólum fer mótið fram í náttúrlegu um- hverfi, og engum ætti að leiðast að halda skilningarvitum sínum óbrjál- uðum. Þeir sem á annað borð þurfa að verða pöddublindir eiga að spara sér ferðakostnaðinn og snúa sér held ur að einhverjum steinveggnum og stara á hann. Hófatakið og hinir sveigðu hálsar gæðinganna er nógu áfengt fyrir þá, sem á annafj borð eiga erindi á skógarhólamótin í land- inu. Fyrir þeim, sem ekkert erindi eiga nema glingra og syngja við stútinn, eru allir dagar jafn sólar litlir. SvarthöfSi. sízt mikilvægt hvað íslendinga snerti, að komast í gegnum Scandinavian Bank í bein tengsl við fjármálamiðstöð þá, sem Lond on er í dag. Við bankann starfa, auk all- margra Breta, menn frá öllum Noi'ðurlöndunum, þar á meðal einn íslendingur, en það er Barði Árnason frá aðalskrifstofu Lands- bankans. Það var Svanbjörn Frímanns- son, núverandi Seðlabankastjóri, sem ásamt Baldvin Jónssyni, bankaráðsformanni Landsbankans beitti sér fyrir þátttöku Lands- bankans .í þfs^u „ngý^eqj sam- starfi. Svpnbjörn hejfpr einnig ver ið fulltrúi Landsbankans í banka ráði Scandinavian Bank. Visindasjóður veitír 70 styrki EJ—Reykjavík, mánudag. Báðar deildir Vísindasjóðs hafa nú veitt styrki ársins 1971. Voru veittir 70 styrkir að heildarfjár- hæð kr. 7.928.000, en árið 1970 Fundur um framtíð Stúdentafélags HÍ Á sl. vetri beindi formaður Stúdentafélags Háskóla íslands þeim tilmælum til pólitísku stúd- entafélaganna tveggja, Vöku og Verðandi, að þau hæfu viðræður sín á milli um félagsmál stúd- enta. Undanfari þeirrar málaleit- unar var sá, að innan stjórnar SFHÍ höfðu þá farið fram allnokk ur skoðanaskipti um nýskipan fé- lagsmála, en bæði þar og annars staðar komu fram efasemdir um tilverurétt tveggja heildarsam- taka stúdenta (þ.e. Stúdentafé- lagsins og Stúdentaráðs). Vökumenn tjáðu sig þegar reiðu búna til að taka þátt í slíkum um- ræðum. Þær eru nú hafnar með góðum vilja beggja aðila og full- trúa Stúdentaráðs til að þraut- kanna kosti og galla núverandi skipula®s og hugsanlegrar nýskip- unar. í framhaldi þessa boðar stjóm Vöku stuðningsmenn sína, nýstúdenta ekki síður en aðra, til félagsfundar í I. kennslustofu Há- skólans í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 til þess að marka enn frekar stefnu félagsins varðandi skipulagsbreytingar félagsmálanna, ekki sízt með hliðsjón af samein- ingu Stúdentafélagsins og Stúd- entaráðs. Vinabæjamót í Kópavogi Kópavogur heldur í ár mót fyrir fulltrúa vinabæja sinna á Norðurlöndum dagana 8.—10. júlí n.k. Verða þar saman komn- ir 24 erlendir fulltrúar og auk þess fulltrúar úr Kópavogi. Mótið hefst kl. 10 árdegis fimmtudaginn 8. júlí við Félags- heimili Kópavogs. Eftir setningar athöfn hefjast umræður um verk- efni sveitarfélaga. Síðar um dag- inn verður farin skoðunarferð um Kópavog, en að kvöldi efnir Nor- ræna félagið í Kópavogi til hófs í Norrænahúsinu. Föstudaginn 9. júl£ verður far- ið í ferð með gestina um Suður- land m.a. að Gullfossi, Geysi og á Þingvöll. Mótinu lýkur svo á laugardag 10. júlí. Þann dag verður farið í Mosfellssveit og skoðuð hita- veita Reykjavíkur og heilsuhælið að Reykjalundi. En loks verður samsæti á Hótel Sögu. Vinabæir Kópavogs eru þessir: Tampere (Tammerfors) í Finn- landi. Norrköping í Svíþjóð. Trondheim í Noregi. Odense í Danmörku. Klaksvík í Færeyjum. (Fréttatilkynning frá bæjarstjóm Kópavogs. rin IIUU voru veittir 73 styrkir að upphæð 7.665.000 krónur. Raunvísindadeild sjóðsins bárust að þessu sinni 60 umsóknir, en veittir voru ur deildinni 49 styrk- ir að upphæð 5.628.000 krónur. Hugvísindadeild bárust 47 um- sóknir, en veitti 21 styrk að upp- hæð 2.300.000 krónur. Hæstu styrkir úr raunvísinda- deild voru 225 þúsund krónur. Vpru þeir styrkir tveir, og þá hlutu Geir Amar Gunnlaugsson verkfræðingur og Magnús Jóhanns son læknir. Lang hæsti styrkur frá Hug- vísindadeild var 250 þúsund krón ur og var veittur Norrænum eyði- býlarannsóknum til svæðarann- sókna með tilliti til eyðibýla í Þing eyjarsýslu og Bongarfjarðarhér- aði. Bíll kastaðist 30 metra í loftinu OÓ-Reykjavík, mánudag. Nokkrar bflveltur urðu um helg ina, bæði í Reykjavík og úti á vegum. Klukkan 4 s.L nótt ók bíll út af veginum skammt ofan við Sandskeið. Þar er grindverk meðfram beygju og lenti bfllinn á hraðri ferð á grindverkinn, sem brotnaði og kastaðist bfllinn um 30 metra án þess að snerta jörð- ina. Ökumaðurinn var cinn í bfln um, og var hann á leið til bæjar- ins. Slasaðist hann allmikið, er hann m.a. skorinn á höfði og hálsi. Liggur hann á Borgarspítal anum. Leikur grunur á að hann hafi vcrið drukkinn. Bíll valt í Hvalfirði í gærdag. Þar fór bílstjórinn heldur geyst í bej'gju og missti hann stjórn á bílnum .Þrjú ungmenni vom í þessum bíl og slösuðust þau eitt- hvað, en ekki alvarlega. Voru þau flutt í sjúkrahúsið á Akranesi. Á laugardagsmorgun valt bíll á mótum Njarðargötu og Laufásveg- ar.» Lentu tveir bílar saman og valt anijar þeirra. Ökumaður og farþegi, sem var í bílnum slösuð- ust, en ekki alvarlega. Bíllinn er mikið skemmdur. Þá var mjög harður árekstur í gærkvöldi á mótum Miklubraut- ar og Skeiðvallavegar. Þar óku tveir fólksbílar saman og skemmd ust báðir mikið. Farþegi og öku- maður annars bílsins voru fluttir í slysavarðstofuna. Miðf jarSará Núna eru komnir rétt um 130 laxar á land úr Miðfjarðará, og enn sem fyrr veiðist mest af laxinum á maðk. Þessar upplýsingar feng- utn við í Laxahvammi. en það er veiðihúsið við Miðfjarðará. Stærsti laxinn er 15 pund, en meðalviktin er svona í kringum 10 pund. Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu Frá veiðihúsinu á Laxamýri, S.- Þing. er það að frétta, :ái þar eru komnir á land 180 laxar. Sá stærsti er 22 pund og veiddisí 24. júní. Þessir 180 laxar eru heldur minni veiði en á sama tíma í fyrra og er þar ef til vill að nokkru um að kenna slæmu veðri, en í miklu brimi gengur laxinn ekki Þetta illvirði var í um það bil hálfan mánuð, en nú er komin sól og gott veiðiveður aftur við Laxá. Langá Veiði í Langá, á Mýrum hófst þanjn 15. júní, og á fyrstu 15 dög- unum fengust 122 laxar og eru þeir allir í stærra lagi. Veiðimenn sem hafa verið í Langá, segja að fisk- ur sé þar í meira lagi. Þverá Veiði I Þverá, er enn þá með miklum ágætum, en veiðin er orðin alls 510 laxar, stærsti laxinn er 20 pund, en meðalvigtin er í kringum 8 pund. Flestir laxarnir sem fengizt hafa seinustu daga, voru vciddir á flugu, og nota menn mikið flugustærð 8. Pétur Kjartansson á Guðna- bakka, tjáði Veiðihorninu í dag, að vatnsborðið hefði aðeins hækk að í Þverá, eftir rigninguna í síð ustu viku, en sem kunnugt er, þá var Þverá orðin mjög lítil eins og fleiri ár, eftir alla þurrkana að undanförnu. — Þ.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.