Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 16
Þrföjudagur 6. ffilí 1971. Mrkrl öivun um helgina 30 drukkn ir ökumenn Þóra G. Kristjánsdóttir lézt í slysinu Þeir siösuðu handteknir OÓ-Reykjavík, mánudag. Ekki færri en 28 bflstjórar voru handtcknir um helgina, grunaðir um að hafa ekið bílum sfnum ölv- aðir. Þessir drukknu ökumenn voru teknir í Reykjavík, á Þing- völlum og á leiðinni milH þess- ara staða, en hestamannamót var haldið að Skógarhólum um helg- ina. Á Akureyri voru tveir drukkn ir ökumenn handteknir. Mikill drykkjuskapur var yfir helgina og fylltust fangageymslur lögreglunn ar í Reykjavík þegar á föstudags- kvöld og voru yfirfullar þar til í morgun. Voru margir af drukkn- um ökumönnum settir inn um stundarsakir. Mikið var um árekstra og nokkrar bílveltur urðu og í nokkrum tilfellanna leikur grunur á að ökumennirnir hafi verið drukknir. Hestamannamótið á Skógarhól- um fór vel fram, en nokkuð skyggði á, að úrheHisrigningu gerði þar í gær meðan á kapp- reiðunum stóð. Mikili drykkju- skapur var á mótsstaðnum á laug- ardagskvöld og aðfaranótt sunm- dags. Bar þar mikið á ungu folki, sem virtist eingöngu hafa farið á mótið til að drekka. Varð lögregl- an að aka með 30 til 40 manns fil Reykjavíkur, flest ungmenni. Var þetta fólk yfirleitt með nóg áfengi meðferðis, en illa búið að öðru leyti, tjaldlaust og svefnpokalaust. Ekki urðu slys á fólki en margir hlutu skrámur. Var læknir á staðnum, sem gerði að meiðslum manna. Gífurleg umferð varð til Þing- valla um helgina. Á laugardaginn ók bíll á benzíntankinn við Val- höll. Fór dælan úr sambandi og lentu margir í vandræðum vegna benzínskorts, því ekki var búið að gera við benzíndæluna fyrr en síðari hluta dags á sunnudag. f gær valt bíll skammt frá Peningagiá og er bílstjórinn einn þeirra sem grunaður er um að hafa verið ölvaður undir stýri. Einnig valt bíll út af veginum á Mosfellsheiði. Slys urðu ekki í þessum bílveltum, en bflamir skemmdust mikið. Eyþór Stefánsson og kona hans, þegar hann var gerður að heiðursborgara, snúa baki j myndavélina. F.v. eru Guðjón Ingimundarson, Hákon Torfason, bæjarstjóri, og Halidór Þ. Jónsson, forseti bæjarstjórnar. CK.J.) Velheppnuð hátíð Viðræður við togarasjómenn E.T-Reykjavík, mánudag. Að undanförnu hafa staðið yfír viðræður um nýja kjarasamninga togarasjómanna, en samningar undirmanna á togurunum eru lans ir frá 10. júlí næstkomandi. Næsti samningafundur verður á föstudaginn. SB-Reykjavík, mánudag. Hátíðahöldunum í tilefni 100 ára byggðar á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi. Mikill mannfjöldi sótti Sauðárkrók heim yfir helgina og slógu þeir tjöldum, sem ekki rúmuðust innan luíss. Gott veður var alla dagana og fóru liátíða- höldin í alla staði vcl fram. Um næstu lielgi mega Saukrækingar vænta enn fleiri gesta, því þá verður lialdið Landsmót ung- mennafélaga. Hátíðahöldin vegna afmælisins hófust á föstudaginn með hátíða- fundi bæjarstjórnar og kjöri heið ursborgara. Á laugardaginn var opnuð sýning 11 skagfirzkra mál- ara í nýju bókhlöðunni. Þá var einnig afhjúpuð stytta af Sigurði Guðmundssyni, málara. í bama- skólanum var opnuð sögu -og þró- unarsýning, þar sem sýnd er saga Sauðárkróks allt fram á þennan dag. Merki bæjarins, eftir Snorra Svein Friðriksson, var sett á fána og ýmsa minjagripi, sem seldir voru á hátíðinni. Útihátíðahöld fóru fram á íþróttavellinum á laugardaginn og var þar margt til skemmtunar og fróðleiks og um kvöldið var dansað, bæði í félags Fálki, Hjalta Pálssonar, reyndist beztur alhViða ganghesta á hestamannamótinu í Skógarhólum. (Timam, Gunnar). Úrslit Skógarhólamdtsins OÓ-Reykjavík, mánudag. Afbragðs gott veður var í Skóg- arhólum fyrri hluta dags í gær, I KaupmannahafnarferðirFramsóknarfélags Reykjavlkúr Þeir, sem taka þátt í Kaupmannahafnarferðum Framsóknarfé- lags Rcykjavíkur, þann 28. júlí og 4. ágúst, eru beðnir að grciða fargjöld sín að fullu scm allra fyrst. er hestamannamótið stóð þar yfir, en síðdegis skall á úrhellis- rigning sem stóð í tvær klukku- stundir. Bezti árangur á mótinu var sem hér segir: f 250 m. skeiði sigraði Óðinn Þorgeirs Jónssonar í Gúfunesi, hljóp á 25,2 sek. í 250 mV folahlaupi urðu tveir að skipta með sér fyrstu og öðrum verðlaununum samanlögðum. Það voru Sörli Ragnheiðar Guðmunds- dóttur á Laugarvatni og Goði Helgu Guðnadóttúr, Skarði Lands- sveit. Tíminn varð 20 sek. sléttar. f 300 m. stökki sigraði Gustur Gísla Guðmundssonar, Reykjavík. Upplýsingar vantar um tímann. í 800 m. stökki sigraði Reykur Jóhönnu Kristjánsdóttur, Reykja- vík. Hann hljóp á 71 sek. Moldi Steinars Leóssonar, Grímsnesi, vann 1400 m. brokk- keppni á 3 mín. 18,9 sck. í góðhestakeppni urðu úrslit þessi: Fálki Hjalta Pálssonar, Reykjavík, reyndist beztur alhliða ganghesta. Garpur Inga Lövdal, Reykjavík, reyndist beztur klár- hesta með tölti. hcimilinu og á palli í Grænuklauf. Á sunnudag, laust eftir hádegi var afhjúpuð stór höggmynd af hesti, Faxa, á Faxatorgi. Myndina gerði Ragnar Kjartansson, Síðasta atriðið á hátíðadagskránni, fyrir utan dansleik í gærkvöldi, var samfelld dagskrá, eftir Kristmund Bjarnason, fræðimann. Var þar rakin saga bæjarins frá upphafi og önnuðust leikarar flutning dag skrárinnar. Seinni part í gær voru gestir farnir að halda heimleiðis og var það samdóma álit allra, að hátíðin liefði tekizt mjög vel. Sjá nánar um afmælishátíðina inni í blaðinu. á batavegi ET-Reykjavík, mánudag. Tíminn hafði í dag samband við Guðmund Gíslgson, lög- regluþjón á Blönduósi, og innti hann frétta af rannsókn slyss- ins í Vatnsskarði. Guðmundur sagði, að enn hefði ckki verið hægt að tala við ökumann Cortinu-bifreiðarinnar, en hann liggur illa slasaður á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Fátt hefur því komið fram við rannsókn málsins hingað til. Ljóst er, að Toyota-bifreiðin, sem er leigubifreið úr Reykja- vík, vék ágætlega til hægri, en Cortina-bifreiðin, sem er úr Keflavík, hins veg’ar ekki. Bif- reiðirnar skullu því saman, að því er virðist af miklum krafti. Ökumaður leigubifreiðarinn- ar, sem fluttur var á sjúkrahús- ið á Blönduósi, er nú kominn suður til Reykjavíkur. Hann kennir sárgauka í mjöðm og baki, en er að öðru leyti lítið meiddur. Þá hafði Tíminn sam- band við Friðrik Friðriksson. sjúkrahúslækni á Sauðárkróki. og spurði hann um líðan þeirra fjögurra sjúklinga, sem voru lagðir inn þar eftir áreksturinn. Sjúklingarnir virðast allir á batavegi, en þrír þeirra slösuð- ust mjög mikið við árekstur- inn. Friðrik sagðist ekki geta gefið nánari upplýsingar um lið- an sjúklingana, enda væri nú verið að rannsaka meiðsli þeirra nánar. Varnarliösmað- ur hrapaði tii bana í Öxnadal SB—Reykjavík, mánudag. Varnarliðsmaður hrapaði niður í lækjarfarveg í Öxnadal í dag og beið bana. Hafði hann verið á ferðalagi norður í landi ásamt fleira fólki af Keflavíkurflugvelli og var hópurinn á leið suður sftur, er slysið varð. Nánari tildrög voru þau, að fólk- ið hafði farið út úr bílunum og borðað, skammt sunnan við Engi- mýri í Öxnadal. Síðan gekk fólkið upp í hlíðina og tók myndir og skoðaði útsýnið. Einn maðurinn hrasaði til og rann fram aff kletta- snös og féll niður í djúpan lækjar- farveg og lenti á klettasyllu. Einn félagi hans klifraði niður til hans, en þá var maðurinn látinn. Fólk úr hópnum gekk í veg fyrir bíla og kallað var á sjúkrabifreið frá Akur- eyri, sem kom fljótlega á vettvang Erfitt reyndist að ná líkinu upp. því að aðstæður eru þarna slæmar Líkið var flutt til Akureyrar og skömmu síðar kom herflugvél frá Keflavík og sótti það. Eiginkona mannsins var með í förinni og fór hún moð flugvélinni. Lögreglan á Akureyri vildi ekki gefa upp nafn mannsins að sinni. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.