Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 9
/JRÉOjrUDAGUR 6. júlí 19TL TÍMINN / 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kxtetján Benedlktason. Ritstjórar: Þórarfam Þórarinsson (áb), Jón Helgason, IndrlHl G. Þorsteinason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrímur Gíslason. Rlt- stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, cfanar 1830Ö — 18306. Skrif- stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasfani: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 A mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentem. Edda hf. Rekstrarlán iðnfyrirtækja Framsóknarmenn hafa á tveimur undanförnum þing- um flutt tillögu þess efnis, að ríkisstjórnin hlutist til um að Seðlabankinn veiti viðskiptabönkunum nú þegar sér- stök lán til að koma rekstraraðstöðu iðnfyrirtækja í við- unandi horf. Rekstrarlán þeirra fyrirtækja, sem veitt geta viðunandi tryggingu, verði veitt í samræmi við þær lágmarksreglur, sem nú skal greina: 9. Fyrirtækin fái víxlasöluheimMd (víxilkvóta) til sölu á allt að 90 daga löngum víxlum, er nemi allt að þriggja mánaða framleiðslu þeirra. 6. Fyrirtækin fái auk þess yfirdráttarheimild á reikn ingslánúm, er svari til þriggja mánaða kaupgreiðslu viðkomandi fyrirtækis. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzk iðn- fyrirtæki hafa lengi búið við mikinn skort á rekstrar- lánum. Við inngöngu í Efta var það mjög áréttað af for- ustumönnum iðnaðarins, að þetta yrði að breytast, ef iðnaðurinn ætti að geta staðizt samkeppni við erlenda keppinauta, er geta veitt langa greiðslufresti. Ríkisstjóm- in gaf þá þegar fyrirheit um úrbætur í þessum efnum, en ekki hefur orðið neitt úr efndum. I stað þess hefur Seðlabankinn lagt fyrir viðskiptabankana að auka útlán sem allra minnst. Afleiðingin hefur orðið sú í mörgum tflfellum, að iðnaðarfyrirtækin hafa-orðið að búa við nær óbreytt rekstrarlán, þrátt fyrir miklar kauphækkanir á s.l. ári, en þær hafa að sjálfsögðu aukið þörfina fyrir aukið rekstrarfé. Haldi þessu áfram, er ekki annað fyrirsjáanlegt en að samdráttur verði í iðnaðinum og samkeppni hans við Efta-vörur verði mjög erfið og jafnvel útilokuð, þar sem erlendir keppinautar geta veitt ríflega greiðslufresti. Þessi tillaga hefur verið flutt til að stuðla að því, að iðnaðinum sé a.m.k. tryggt visst lágmark rekstrarlána. Efni hennar er að mestu samhljóða tfllögum atvinnumála- nefndar Reykjavikurborgar frá því í desember 1968. Nefndin taldi nauðsjmlegt fyrir atvinnuöryggið, að iðn- fyrirtækin hefðu tryggingu fyrir ákveðnu lágmarki rekstrarlána. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki fengizt til að sinna þessu máli. Nú ber að vænta þess, að hér verði breyting á, og ný ríkisstjórn tryggi iðnaðinum a.m.k. þau lágmarks rekstrarlán, sem lagt er til að hann fái samkvæmt fram- angreindri tillögu. Bændur og ferðamenn Sérstök ástæða er til að vekja athygli enn á ný á er- indi Bjama Arasonar, ráðunauts, sem birtist 1 Tíman- um í vetur. Erindi Þetta flutti Bjarni á Búnaðarþingi og fjallaði það um, hvernig bændur gætu, samfara búskap og bústörfum, veitt ferðamönnum og sumarleyfisgestum nokkra aðstoð til hagsmóta fyrir báða og til betri nýting- ar á hlunnindum, sem ferðafólk sækist eftir, jafnframt því, sem betur væri séð fyrir vernd landsins og gæða þess. í erindinu vitnaði Bjarni m. a. til reynslu Norð- manna. Hér er tvímælalaust um mál að ræða, sem bændur og samtök þeirra eiga að gefa aukinn gaum, þar sem ferða- mannastraumur um landið mun hraðvaxa á komandi árum. Þ.Þ. .........—1 ■ ■' .............. PIERRE DROUIN, Le Monde, París; Hvernig verður Efnahagsbanda- lagið eftir inngöngu Bretlands? Skipun peningamálanna mun að líkindum ráða úrslitum HVERNIG á að gera ráð fyrir að umhorfs verði í Ev- rópu á næstunni, nú þegar samningar Bretlands og Efna- hagsbandalagsríkjanna eru komnir á, og neðri málstofa brezka þingsins geldur þeim jákvæði. Þessi spuming verður ekki rædd mikið í blöðum á næstunni. Efnið er heillandi, enda eru .möguleikarnir marg- ir. Þetta nýja, auða blað í sögu Efnahagsbandalagsins vekur eftirvæntingu og höfðar til ímyndunaraflsins, og virk öfl í efnahagsmálum og stjórn- málum verða óhjákvæmilega að skipa liði sínu að nýju og breyta eitthvað um aðferðir. Óvissan er að minnsta kosti jafn mikil að þessu sinni og hún var áður en Rómarsátt- málinn var undirritaður. Hver hefði átt að hafa ályktunargáfu til að segja fyrir af vísinda- legri alvöru hvernig aðildar- ríkin sex blönduðust, eða hver árangurinn yrði? Margir treystu því, að lánið ryddi úr vegi erfiðleikafjöllunum. Aðrir lýstu f j álglega. hsettunujn, „seffl ó Frakkar vofUl'að,anaiiút"U>með> ''þvf áð gerast aðilar í leiknum, einkanlega að því er iðnað landsmanna varðaði. BREYTINGAR hafa engar orðið að þessu leyti. Sumir líta á tilkomu Breta, íra, Dana og Norðmanna sem nýja, gullna möguleika fyrir Evrópu og boða, að hið t'.ækkaða Efna hagsbandalag öðlist aukið jafn vægi og vald, og íbúar aðildar ríkjanna eigi auðveldara með en áður að láta til sín heyra í heiminum. Aðrir eru þegar teknir að óttast, að skipan sam takanna gliðni öll sundur, þar sem stormurinn af Atlantshaf- inu standi inn í hverja glufu. Rétt er þó að gera sér þess ljósa grein, áður en spáð er um framvinduna, hvert ástand ið er þegar Bretar ganga í bandalagið. Bretar gangast ekki einungis undir grunnlög bandalagsins, Rómarsáttmál- ann, heldur einnig sérhverja álcvörðun, sem ráðherranefndin hefur tekið síðan hann var und irritaður, en meginafrek henn- ar eru hin sameiginlega stefna í landbúnaðarmálum, sem mestu máli hefur skipt í lið- inni tíð, og myndun einingar í efnahags- og peningamálum síðastliðinn áratug, en það varð ar mestu fyrir framtíðina. Grundvallaratriði Efnahags- bandalagsins standa þannig óhögguð. Aðildarríkin hafa ekki þurft að falla frá neinum grunnkenningum eða áætlun- um, eða raska i pbyggingu samtakanna til þess að veita Bretum viðtöku. BRETAR reyndust tilneydd- ir að færa þá dýru fórn að viðurkenna forgang landbúnað arframleiðslu aðildarríkjanna, eða að matvöru skuli kaupa innan Efnahagsbandalagsins POMPIDOU eða gjalda hinn fræga skatt að öðrum kosti. Innganga Breta í efnahags- og peningamálaeiningu sam- takanna kosctar þá hins vegar, að þeir verða að losa pundið undan áhvílandi kvöðum, eða með öðn n orðum smátt og smátt að létta af því jafnvægis- "'Skýldunum á hinu svonefnda stéHirigssvæði. Þeir, sem gruna Breta um græzku, geta sagt, að þama séu þeir að gefa lof- orð, sem þeir séu ekki bundnir af í raun. En valdhafamir í London geta aftur á móti sak- að fyrri Efnahagsbandalagsríki um hið sama að því er varðar sykur, en ríkjunum, sem hafa mesta hagsmuna að gæta í syk urverzluninni, hafa ekki verið veittar neinar tryggingar, held ur aðeins venjulegir viðskipta- samningar. ALLT getur gerzt, jafnvel voðinn sjálfur, ef öldur gagn- kvæmrar tortryggni rísa hátt og berast víða. En sé gagn- kvæmum getsökum vísað frá verður ekki séð, hvers vegna stækkað Efnahagsbandalag ætti ekki að geta haldið sömu sérkennum og „litla Evrópa" hefur gert. En engu að síður leiðir af sjálfu sér, að banda- lag tíu ríkja þarf ekki endilega að hafa nákvæmlega sama svip og bandalagið ber nú. Þyngdarpunktur Evrópusam- félagsins hlýtur að þokast vest- ur á bóginn — og til ríkja, sem búa við máttuga siglinga- hefð þegar nánar er athugað. Af þessu ætti að leiða, að átjánda grein Rómarsáttmálans öðlist aukið gildi, en þar segir: „Aðildarríkin lýsa vilja sín- um til að stuðla að þróun al- þjóðlegra viðskipta og draga úr hömlum með þv: að gera gagn kvæmt hi.gstæðar ráðstafanir til að lækka tolla vegna tolla- bandalagsins sín á milli niður fyrir það, sem almennt er tíðk- að“. Allir þeir, sem trúa á, að opnun hliðanna að umheimin- um efli samkeppnina, örvi mennina, hugmyndirnar og vöruvalið, ættu þvi að eyja nýja möguleika á eflingu og ágæti bandaalgsins við aðild nýrra og fleiri ríkja. Allt, sem saman skreppur, og gengur í sjálft sig, hlýtur að hröfna. Út- færsla alþjóðlegrar einingar er aftur á móti snar þáttur í menn ingunni. ÁHRIF fjölgunar aðildarrikj anna á uppbyggingu bandalags ins og stofnanir þess eru miklu flóknari og torræðari. Fjölgun in hlýtur að torvelda stjórnar- störf samtakanna. Sex er auð- veldari setan við borðið en tíu. Þess vegna mun fljótlega reyn ast nauðsynlegt að breyta eitt- hvað starfsháttum til þess að koma í veg fyr.. stöðnun. Annað kann þó að reynast örlagaríkara. Reglur spilsins voru samdar fyrir fjórtán ár- um, en nú á að gefa að nýju. Er ekki dálítil hætta á, að full trúamir við spilaborðið freist- ist þegar sérstaklega stendur á, til að spila eins og tíðkað var á nítjándu öldinni? Þegar vissan vanda bar að höndum kynnu því að v - >a til fransk- brezk, þýzk-brezk eða ensk- þýzk samtök, og bandalög „smáríkja“ gegn vissum „mönd ulveldum" kynnu svo að flækja málin enn meira. Verði farið að iðka slíkan dans verður ár- angurinn tæpast heillaríkur. Vona ber, að augljós hætta á eyðileggingu samtakanna forði ríkistjórnum aðildarrfkjanna frá notkun slíkra starfshátta. HVER sem framvindan kann að verða táknar fjölgun aðild- arríkjanna að minnsta kosti efl ingu sameiginlegs „lífsvilja", eða með öðrum orðum, að horf- ið verði að þeim hætti, að bandalagið taki æ fleiri mikil- vægar ákvarðanir, sem ríkis- stjómir hvers einstaks ríkis tóku áður. Hlutverk sérstakra stofnana verður þess mikilvæg ara og nauðsynlegra sem „ann- að æviskeið" bandalagsins krefst meira átaks en hið fyrra, sem réðst að verulegu leyti af fyrirfram teknum tímaákvörð- unum um tollalækkanir. Peningamálin munu ráða úr- slitum um framtíðarlandamæri hinnar nýju „Evrópu". Svo furðulegt sem það kann að virð ast þá er það ekki Bretland eða örlög sterlingspundsins, sem mestri óvissu válda um viðgang einingar í peninga- og efnahagsmálum, heldur Þýzka- land og frjálst gengi marksins. Á síðasta fundi fjármálaráð- herra Efnahag-’ mdalagsins orðaði Mansholt sérlega vel það, sem segja þurfti um hættu á alvarlegum vandræð- um innan bandalagsins ef Schiller héldi áfram að krefj- ast kreddubundinna forrétt- inda. Hann sagði, að í raun og veru væri ekki unnt að leyfa, að efnahagslífinu innan- lands væri stjórnað með sí- felldri hagræðingu gengisins. SLÍKAR aðfarir brjóta hreinu Fratnhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.