Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 13
C. fúií 1971. TIMINN !ÞROTTIR Tvö skot - Tvö mörk - Fram sigraði KR í gærkveldi 2:0 Fram tók aftur forustuna í 1. ] deild í gærkvöldi með því að sigra KR 2:0 í einum lélegasta og ó-j merkilegasta leik í 1. deild á þessu sumri — og þó er þar úr nokkuð mörgum leikjum að velja. Ef ætti að gefa leiknum og leikmönnunum einkunn, fengi leikurinn núll og flestir leikmeunirnir sömu tölu, þó mætti kannski gefa varnarmönn- um Fram einn og nokkrum leik- mönnum KR sömu einkunn, en þeir voru í heildina tekið betri en Fram :Faxafl6aliðiö: i sigraði 1:0; * Faxaflóaúrvalið sigraði í Sfyrsta leik sínum í alþjóða ungl- ■ ingakeppninni, sem fer fram í* gSkotlandi um þessar mundir. B B Sigraði liðið Vestur-þýzka lið-B 0ið Frankfurth 1899, með einua marki gegn engu. a Leikurinn fór svo að segja allur fram á miðjum vellinum, þar sem oftast „hárnákvæmar“ sendingar gengu mótherja á milli, en þar fyr- ir utan voru langspörk í allar áttir mjög vinsælt atriði — öllu meir hj| leikmönnum Fram. Ekki er hægt að segja að tæki- færin til að skora mörk í þessum mikilvæga leik hafi verið mörg eða merkileg. Framarar áttu tvö eða þrjú almennileg skot á markið — þau eru ekki talin með þessi sem voru 30 metrum fyrir ofan eða til hliðar við það ;— og annað þeirra fór rétta leið. KR-ingar áttu enn færri tækifæri til að skora. Og þeirra skot voru enn lélegri og meinlausari en mótherjanna og ekki voru þau fleiri. , Fyrsta hættan við mark KR kom þegar í byrjun leiksins, er einn varnarmaður KR skallaði í þverslá. Síðan skeði ekkert merki legt fyrr en á 11. mín. er Fram skoraði sitt fyrra mark. Magnús markvörður KR missti knöttinn úr höndum sér fyrir fætur Ágústs Guðmundsisonar, sem ætlaði að renna honum í netið, en hitti stöngina og knötturinn skoppaði eftir marklínunni endilangri, þar til að Kristinn Jörundsson, náði að sópa honum með einum varn- armanni KR inn fyrir línuna. Annað markvert skeði ekki í fyrri hálfleik, fyrir utan nokkur andartök við mark KR. Við mark Fjram skeði ekkert utap einu sinni, er Atli Þór Héðinsson, skaut í fangið á Þorbergi af stuttu færi. í síðari hálfleik var enn minna um að vera. KR-imgar áttu þá mik ið meira í leiknum, og sýndu á köflum þokkalegan samleik, en þeir komust aldrei aftur fyrir vörn Fram, og tækifæri til að skora kom því ekki. Fram skoraði sitt síðara mark á 15. mín., Kjartan Kjartansson, sem kom inn á einni mín. áður, fékk knöttinn eftir hornspyrnu og skoraði með föstu og fallegu skoti. Annað umtalsvert skeði ekki í þeim hálfleik, og var mesta furða hvað áhorfendur gátu haldið sér vakandi. En í þeim heyrðist varla stuna né hósti, jafnvel Egill rak- ari var hljóður, og þá er lítið um að vera þegar KR er annars veg- ar. Dómari í þessum leik var Hall- dór Hafliðason, og var hann í hópi allra lélegustu manna á vellin- um. —klp.— Ódýri markaðurinn íslandsmeistararnir frá Akranesi skoruðu ódýr mörk, sigruðu nýliðana. úr Kdpavogi, 5:0. þégar ’ þeir í Eimm sinnum urðu nýliðarnir * 1. deild, Breiðablik, að hirða knöttiim úr netinu hjá sér í við- ureigninni við íslandsmeistarana frá í fyrra, frá Akranesi, í leikn um milli þessara aðila, sem fram fór á „heimavelli“ Breiðabliks, MelavelHnum, á sunnudagskvöld- ið. í öll skiptin voru það þung spor, en þó sérlega eftir þrjú eða fjögur af þessum mörkuin, því að það voru allt mörk af ódýr ari gerðinni. Það fyrsta kom á 6. mín. Matt- hías Hallgrímsson, komst upp hægra megin og skaut úr þröngu færi á hlið við vmarkið. Knött- urinn tók mikinn sveig, og lenti út við stöng í horninu f jær. Mark nr. 2 kom á 25. mín. Aft- ur var IVIatthías á ferðinni, í þetta sinn ef’tir laglegan samleik, og hann skoraði með góðu skoti af stuttu færi. Þette var eina veru- lega igóða mark ÍA í þessum leik. Á 15. mín. síðari hálfleiks kom mark nr. 3. Nú var það Teitur Þórðarson, sem átti heiðurinn, ef rægt er að nefna það því nafni. Hann var við endalínu og hugð- ist senda knöttinn fyrir markið. Örlítill snúningur var á boltanum, og við það misreiknaði markvörð- urinn sig. Hann fór of langt út, en þegar hann sá í hvaða óefni hann var kominn, sneri hann sér við, en sló þá knöttinn inn í sitt eigið mark. Rúmlega 10 mín. síðar komst Andrés Ólafsson, að marki Breiða bliks 02 skaut. Knötturinn small í afturenda eins af vamarmönn- um Breiðabliks, og þaðan skopp- aði hann fyrir fætur Jóns Alfreðs- sonar, sem sendi hann í netið með föstu og hnitmiðuðu skoti. ÞegaVum 1 mín. var til leiks- ^oka voru .Akurnesingar í sókn. Markvörði® Breiðabliks várði skot, en hélt ekki knettinum. Hann náði ekki að standa upp til að taka hann, því einn Skaga- manna sat á bakinu á honum, og átti því Andrés auðvelda leið að markinu, og honum mistókst ekki að skora. En það er ekki spurt að því, að leikslokum, hvernig mörkin eru gerð, heldur hver skoraði þau, og hvaða lið fékk stigin. Skaga- menn áttu skilið að sigra í leikn- um, en ekki með svona miklum mun. Tækifæri þeirra nýttust vel, þótt ekki tækist þeim að skora úr þeim beztu, eins og t.d. úr víta- spymu, sem þeir fengu gefins frá dómara leiksins Einari Hjartar- syni, en hana varði Ólafur Hákon- arson, frá Matthíasi. Nokkrum sinnum komst Matthías í dauða- færi, en honum mistókst að skora úr þeim öllum. Kópavogsmenn áttu ekki síður í leiknum á miðjum vellinum sér- staklega í síðari hálfleik. En þeir áttuðu sig ekki á hraða íslands- meistaranna, og vörnin var of flöt igegn þeim. Þeir áttu nokkur tækifæri m.a. langskot, þar sem knötturinn datt tvívegis ofan á þverslána, en mikil upplausn ríkti við mark Skagamanna, þegar há- ar sendingar komu þangað, enda Davíð markvörður allt annað en öruggur í sínum gjörðum, og hon um er ekki treyst af samherjum sínum. Menn áttu misjafna leiki eins og ætíð. Hjá Brciðabliki voru þeir einna beztir Haraldur Er- lendsson og Þór Hreiðarsson. Markvörðurinn Ólafur Hákonar- son, var einnig góður þrátt fyrir öll mörkin, sem hann fékk á sig. Örn Hallsteinsson missti einn fingur — og er mikið skaddaður á hægri hendi klp—Reykajvík. Eiús og áður hefur komið fram í fréttum varð hinn kunni handknattlciksmaður úr FH Örn Hallsteinsson, fyrir slysi sl. föstudag, er hann lenti með liægri liendina í prentvél hjá Morgunblaðinu. Hann var flutt ur í skyndi á Borgarsjúkrahús ið, þar sem hann gekk undir mikla aðgerð. Varð að taka af honum einn fingur (baugfing ur), en tveir aðrir (vísifingur og langatöng) eru mikið skadd aðir eins reyndar hendin öll. . Það þytór ganga kraftaverki næst, að ekki skyldi fara verr Erni tókst á einhvern óskiljan lagan hátt að ná hendinni út aftur og mátt þar ekki muna broti úr sekúndu, því annars hefði allur handleggurinn fylgt með. Við heimsóttum hann á sjúkra húsið á sunnudaginn, og var hann þá eins og ætíð léttur í skapi, þó sýnilega væri hann sárþjáður. Hann sagðist enn vera að undra sig á því, hvernig hann hefði komizt út úr vélinni með hendina, en þetta hefði allt skeð svo fljótt. „Maður leikur víst ekki mikið hand- bolta með þeirri hægri“, á næstunni sagði hann, og bætti síðan brosandi við“: en það vantar vinstrihandar mann í landsliðið“. Þetta sýnir létt- leika í þessum frábæra íþrótta- manni, og skulum við vona að hann nái sér fljótlega aftur, þó varla getum við búizt við að við fáum að hjá hann í FH-búningnum með handbolt- ann í hendinni á næstunni. Útspörk hans eru til fyrirmynd- ar, og mættu aðrir markverðir læra af honum í þeim éfnum. Hjá ÍA voru þeir beztir Þröst- ur Stefánsson, Jón Alfreðsson og Eyleifur Hafsteinsson, Matthías Hallgrímsson, var skemmtilegur á velli eins og oft áður, en hann einlék þó um of á köflum. Dómari leiksins var Einar Hjart arson, on var hann eins og flestir leikmennirnir misjafn og óútreikn- anleigur. —klp.— Olafur Hákonarson, markvörSur Brelðabliks, hafði í nógu að snúast an að sækja knöttinn fimm sinnum í netið. leiknum gegn IA á sunnudaglnn, fyrir ut- (Tlmamynd Gunnar) 1. DEILD Staðan í 1. deild eftir leikina um helgina: Fram 6 4 1 1 14:9 9 ÍBK 6 3 2 1 14:7 8 Valur 6 3 2 1 13:9 8 ÍA 6 3 0 3 14:11 6 ÍBV 6 2 2 2 12:10 6 ÍBA 6 2 1 3 8:13 5 Breiðablik 6 2 0 4 4:13 4 KR 6 1 0 5 4:11 2 Markhæðstu menn: Steinar Jóhannesson, ÍBK Haraldur Júlíusson, ÍBV Kristinn Jörundsson, Fram 2. DEILD 5 5 5 Staðan í 2. deild eftir leilkna um helgina: yíkingur 5 5 0 0 15:0 10 Ármann 5 3 11 13:3 7 FH 4 13 0 7:2 5 Haukar 5 2 12 6:3 5 Þróttur 4 2 0 2 5:3 4 ÍBÍ 6 12 3 13:15 4 Þróttur, NK. 4 10 3 3:14 2 Selfoss 5 0 14 3:25 1 Markhæstu menn: Hafliði Pétursson, Víking 8 Bragi Jónsson, Ármanni 7 Helgi Ragnarsson, FH 5 Guömundur Ólafsson, ÍBÍ 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.