Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 3
MtlÐJTJDAGUR 6. júlí 197L TIMINN 3 Vasily litla byrjar snemma að feta I fótspor föður síns á skákbraut- inni. (APN) „Ég óttast ekkert“ segir Spasskí, heimsmeistari í skák — Ég óttast engan skák- mann, hver sem annars verð- ur sigurvegari í áskorendaein- vigjum þeim sem nú fara fram, og þótt þessi „stórmeistari X“ verði að sjálfsögðu öflugur keppinautur. Svo fórust orð heimsmeistara í skák, Boris Spasskí, er hann var beðinn um; að lýsa viðbrögðum sínum við undanúrslitaeinvígjunum í blaðinu Pravda á dögunum. — Það eina sem ég óttazt, er að vera illa fyrirkallaður, að mér líði ekki sem bezt þegar til stórátakanna kemur. Spasskí sagði í þessu blaða- viðtali, að Robert Fischer, Bandaríkjunum, hefði mesta möguleika á að setjast and- spænis honum við skákborð næst. — En, bætti hann við, möguleikar eru þó ekki ann- að en möguleikar. Fischer á eftir að keppa við Larsen frá Danmörku, en honum lýsir heimsmeistarinn sem „eitilhörð um baráttumanni", sem hefur jafnvel meiri baráttuhæfni en keppinautur hans. En Fischer hefur samt sína yfirburði sem skákmaður. Spasskí telur að Kortsnoj og Petrosjan, fyrrum heims meistari, hafi svipaða sigur- möguleika. — Sá sigrar sem einbeittari verður, sem undir- býr sig líkamlega betur undir þetta flókna einvígi. Blaðamaðurinn spurði að því, hvaða andstæðing Spasskí vildi sjálfur kjósa sér úr hópi áskorendanna. Heimsmeistarinn svaraði því til, að hann hefði ekkcrt á móti því að leika við Fischer, enda þótt hann óskaði sovézkum stórmeisturum góðr- ar frammistöðu. — En ég hefi oftar en einu sinni mætt hinum áskorendun- um við skákborðið, sagði Spasskí, og Fischer er mér ferskur keppinautur. Einvígi við hann mundi gefa mér nýj- ar hugmyndir, það yrði mjög forvitnileg prófraun“. Spaskí sagði, að einvígi Fischers og sovézka stórmeist- arans Tajmanofs hefði haft á sig mikil áhrif.“ — Ég tel að það hafi borið af öðrum ein- vígjum frá sjónarmiði skap- andi skáklistar. Spaskí lét þess getið, að seinnihluta júlí mundi hann taka þátt í alþjóðlegu móti í Svíþjóð. Þá snýr hann heim og tekur þátt í meistarkeppni skáksveita. í ágúst mun hann taka þátt í opnu meistaramóti Kanada í Vancouver, og um leið þingi Alþjóðalega skák- sambandsins. En í október hefst undirbúningur fyrir ein- vígið um heimsmeistartitilinn, því þá mun nafn andstæðings- ins þekkt. — APN. Kanna áhrif opinberra aðgerða á atvinnuvegi EJ—Reykjavík, mánudag. Landssamband iðnaðarmanna og Félag ísl. iðnrekenda hafa gert samning vtð fyrirtækið Hag- vang h.f. um gerð athugunar á áhrifum opinbcrra aðgerða á ár- unum 1950—1969 á íslenzka at- vinnuvegi. Búizt er við, að nið- urstöður athugunarinnar muni liggja fyrir snemma á næsta ári, en kostnaður við atliugunina er greiddur af Iðnlánasjóði. Athugun þessi á að beinast m. a. að því að athuga, hvaða áhrif eftirtalin hagstjórnartæki hafa haft á þróun einstakra atvinnu- vega á umræddu tímabili: beinir styrkir, gengisbreytingar, aðflutn- ingsgjöld, aðflutningsbönn, útflutn ingsgjöld, útflutningsbönn, skatt- ar, verðíhlutun, lánakjör, mennt- un og endurhæfing, rannsóknir, kaúpgjaldsíhlutun og almenn boð og bönn. með því að láta framkvæma slíka athugun er, að „fá hlutlægar og áreiðanlegar upplýsinigar um áhrif hinna margvíslegu aðgerða opin- berra stjórnvalda á þróun at- vinnuveganna. Forsvarsmenn iðn- aðarins hafa löngum haldið því fram, að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna iðn- aðarins er opinber stjórnvöld hafa tekið ýmsar veigamiklar ákvarð- anir varðandi stjórn efnahags- mála. Ástæðan fyrir því, að iðn- aðurinn hefur ekki verið settur við sama borð og aðrir atvinnu- vegir er sú, að skort hefur ýms- ar upplýsingar um mikilvægi iðnaðarins og stöðu hans. Þess er vænzt. að unnt verði að nota niðurstöður athugunarinnar til framdráttar málstað iðnaðarins í baráttu hans fyrir bættum starfs- skilyrðum í framtíðinni", eins og segir í fréttabréfi Landssambands Undanúrslit áskor- endamðtsins hafin íslendingar í 2. sæti í sínum riðli í stúdentamótinu ET—Ueykjavík, mánudag. íslenzka skáksveitin, er tekur þátt í heimsmeistaramóti stúdenta í Púerto Ricó, hefur staðið sig mjög vel fram að þessu. í undankeppninni er íslenzka sveitin í riðli með sveitum frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Dóminikanska lýðveldiiiu og Mexikó, og er liún nú í öðru sæti í riðlin- um á eftir bandarísku sveitinni. Aðeins ein umferð er nú eftir í undan- keppninni og teflir ísland þá við Mexíkó. Þrjár efstu sveitirnar í riðl- inurn komast í A-flokk úrslitakcppninnar og ættu íslcnzka sveitin örugglega að verða meðal þriggja efstu og komast í A-flokk. — f heimsmcistaramótinu taka þátt óvcnju fáar þjóðir að þessu sinni — Iíklegast vegna mótsstaðarins. Aðeins fiórar Evrópuþjóðir senda sveit- ir til mótsins, íslendingar, Spánverjar, Júgóslavar og Sovétmenn. í gær, sunnudaig, tefldu þeir Petrosjan og Kortsnoj fyrstu skák sína í einvígi þeirra í undanúr- slitum áskorendakeppninnar í skák. Þessari fyrstu skák lauk með jafntefli. Einvígið fer fram í Moskvu, og sá, sem vinnur það, teflir í úrslitum áskorendakeppn- innar við sigurvegarann i einvígi þeirra Larsens og Fishers, er hefst á morgun, þriðjudag, í borg inni Denever í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. Úrslit áskorenda keppninnar, sem fram fara í haust skera úr um það, hvor þeirra tveggja, er vinna þau ein- vígi, sem nú eru að hefjast, þ.e. Petrosjan/Kortsnoj — Larsen/ Fisher, fær rétt til að tefla við heimsmeistarann, Boris Spassky, um sjálfa heimsmeistaratignina. Drengur slasast alvarlega SB—Reykjavík, mánudag. I Rannsókn slyssins var ekki lokið, Ekið var á níu ára gamlan þegar blaðið fór í prentun, en dreng, sem var að ganga yfir drengurinn mun hafa meiðst mik- götuna við Suðurlandsbraut 4, ið og var hann fluttur í slysa- um kl. 20,30 í kvöld. | deild Borgarspítalans. Þýzkir mynda ísland úr lofti ÞÓ—Reykjavík, mánudag. í síðustu viku komu þrjár eins hreyfils flugvélar frá Þýzkalandi, til Ueykjavíkur. Vegna hins óvana lega litbúnaðar á þeim liéldu marg ir að vélar þessar væri í sambandi við kappflugið London — Viktor- ía, en svo var þó ekki. Þessar vélar koma frá V-þýzka sjónvarp- inu og komu hingað í allt öðr- um tilgangi. Við hittum foringja Þjóðverj- anna Senne, aðeins að máli og spurðum hann um tilgang ferðar- innar. Senne kvað þá vera í kvik- myndatökuferð fyrir sjónvarpið í Frankfurt, myndu þeir hafa frek ar stutta viðdvöl hér á landi, en, taka myndir af Reykjavík og ná- grenni, einnig hefðu þeir tekið og ætluðu að halda áfram, að taka mypdir úr lofti, og í þeim tilgangi hefði verið látin ein kvik myndatökuvél undir vænginn á einni vélinni. En það er ekki eingöngu af íslandi sem við tök- um myndir sagði Senne, við höf- um tekið myndir á leiðinni frá Frankfurt og hingað, en leið okk- ar lá um Kirkwall á Orkneyjum, síðan héidum við áfram til Fær- eyja og lentum í Vogey. Tókum við myndir á öllum þessum stöðum, og þar sem við höfum samflot á þrem vélum, þá tökum við mikið myndir af hinum vélunum úr lofti. Þegar við spurðum Senne að því, hvenær þessir þættir myndu koma í V-þýzka sjónvarpiriu, sagði hann að hann vissi það ekki, en þeir kæmu örugglega, og í því sambandi bað hann okkur að skila þakklæti til íslenzka sjónvarpsins, 1,„,-- 1. ___ -V ____• varpið hefði verið þeim mjög hjálplegt við undirbúning ferðar- innar. Að síðustu spurðum við Senne hve lengi þeir myndu hafa við- dvöl á íslandi, hann sagði að það færi eftir því hvernig þeim gengi að taka myndirnar. Leiðangursstjóri Þjóðverjanna, Scnne, stendur við hliðina á flug- vélinni. Á myndinni má sjá kvik- myndatökuvélina, sem er utan á vélinni, og notuð er til þess að taka loftmyndir. 1 jjj Menningar- og fræðslusamband alþýðu | í forustugrein Alþýðublaðs- ins síðastl. laugardag er rætt I um endurreisn Menningar- og í fræðslusambands alþýðu. Al- ÍÞýðublaðið segir: „Endurreisn Menningar- og fræðslusambands alþýðu er örugglega einn merkilegasti áfanginn, sem unnizt hefur í félagsmálum verkalýðshreyfing arinnar á síðari árum. Sam- bandið hefur þegar unnið mikils um vert fræðslustarf í þágu hreyfingarinnar og að því er stefnt að auka enn um- svif þess. Ýmsir verkalýðssinnar liafa óttazt, að verkalýðshreyfingin væri að verða félagslega of veik. Þeir liafa bent á, að fund- ir verkalýðsfélaga væru illa sóttir af félagsmönnum og dags daglega væri ekki nema lítill 1 hluti félagsmanna, sem virkir væru í starfi. Þetta áhugaleysi hinna almennu félagsmanna fyrir félagslegum málum verka Jlýðsfélaga er forystumönnum þeirra mikið áhyggjuefni, því þeir gera sér mæta vel grein fyrir því, að félag, sem er fé- lagslega veikt, getur einnig orðið veikt í baráttunni fyrir bættum liag launastéttanna og auknu réttlæti í þjóðfélaginu. En hvað er þá til ráða svo vekja megi aftur áhuga hins almcnna félagsmanns á málcfn um stéttarfélags síns? Gömlu aðferðimar duga ekki lengur, og því verður að leita nýrra úrræða.“ Nýjar leiðir Alþýðublaðio víkur síðan að þeim nýju úrræðum, sem geta komið til greina í þessum efn- um: „Verkalýðsfélögin í nágranna löndunum liafa átt sams konar erfiðleikum að mæta og íslenzk verkalýðsfélög. Og þau hafa þar valið ákveðnar leiðir til lausnar. Þessi verkalýðsfélög, t.d. á Norðurlöndum, eru mörg hver orðin voldugar stofnanir, sein ná til miklu víðtækara sviðs, Ien áður tíðkaðist. Þau láta sér í rauninni fátt mannlegt óvið komandi og eru miklu meira en baráttusamtök í kaup- og kjara- málum. Þau hafa ekki rninni afskipti af tómstunda-, þjóðfé- lags- og áhugamálum félags- manna sinna og veita þeim mikla þjónustu á mörgum sviðum.“ Fræðslustarfið er mikilvægast Að lokum segir Alþýðu- blaðið: „En fræðslustarfið, scin þau reka, telja forystumenn þeirra þó enn mikilsverðasta þáttinn í starfseminni. Samtökin reka stálf bæði námskeið og lengri skóla og veita þar t.d. væntan- legum leiðtogum félagslega menntun, sem þeim er nauð- synleg. Þetta fræðslustarf verð ur aldrei of metið, enda legg- ur það grundvöllinn að félags- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.