Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 6
HTTMnsm ÞRIÐJUDAGUR 6. júlí 197L :* :i baksýp er mannfiöldítm I Grænu klauf Skein við sólu Skagafpri Glæsilegum hátíðáhöldum vegna 100 ára byggðar á Sauðárkróki Bekið (Tímamyndir Kári) KJ-Blðnduósi, mánudag. Þá er hátíðahðldum í til- efni 100 ára byggðar á Sauðár- króki lokið og lífið gengur sinn vanagang þar nyrðra áfram, fram að næstu helgi, en þá munu þúsundir manna af ðllu iandinu streyma til Sauðár- króks á landsmót ungmenna- félaga. Það er ekki víst, að þau Áxni vélsmiður Ámason og Sigríður Eggertsdóttir, fyrstu landnem- amir á Sauðárkróki, hafi rennt gmn í það, að búseta þeirra myndi verða vísir að svo mynd arlegum bæ, sem Sauðárkrókur er nú og vissulega hafa bæjar- yfirvöld og bæjarbúar lagt mikið að sér á undanfömum vikum, til þess, að Sauðárkrók ur gæti skartað sínu fegursta yfir hátíðardagana, bæði núna og um næstu helgi. Bærinn all ur er íbúunum til mikils sóma og þar hefur verið unnið mikið starf við fegrun og snyrtingu Áður hefur verið sagt frá hátíðarfundi bæjarstjómar. sem haldinn var á föstudaginn í Bifröst og kjöri heiðursborg- ara bæjarins, Eyþórs Stefáns- sonar ,en á laugardaginn fóm aðalhátíðahöldin fram og vora þá verzlanir lokaðar um morg- uninn og allir í hátíðarskapi. Veður var gott á laugardag- inn, sól og hiti og Skaga'fjörð- ur hinn fegursti. Klukk- an 8 um morguninn vom fánar dregnir að húni, en klukkan 10 var málverkasýning 11 skagfirzkra málara opnuð í hinni nýju bókhlöðu, sem stendur við Faxatorg og var hún þar með formlega tekin í notkun. Málaramir 11, sem Konur á Sauöárkróki sýna vikivaka. I þama sýna, eru bæði llfs og liðnir og fyrstan skal telja Sölva Helgason, og & hann þrjár fallegar, litlar vatnslita- myndir, þá er Sigurður Guð- mundsson, Jón Stefánsson, Magnús Jónsson og síðan koma þeir málarar, sem enn eru i fullu fjöri: Sigurður Sigurðs- son, Hrólfur Sigurðsson, Jón- as Guðvarðsson og Snorri Sveinn Friðriksson, sem er þeirra yngstur. f bókhlöðunni fór fram at- höfn, þegar sýningin var opn- uð, og þar var afhjúpuð stytta Leikfélags Sauðárkróks af Sig- urði Guðmundssyni, málara, en þetta er fmmmyndin af Sigurði Guðmundssyni, sem Guðmundur Einarsson, mynd- höggvari frá Miðdal gerði. Við þessa athöfn vora afhentar nokkrar gjafir. Sigmar Jóns- son .formaður Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík afhenti tvö málverk fyrir hönd Skagfirð- ingafélaganna, annað stórt og mikið eftir Kjarval og hitt minna, ’tir Ásgrím Jónsson. Þá gáfu erfingjar Þorsteins Jónssonar (Þóris Bergssonar), fjórar myndir eftir Magnús Jónsson, prófessor. Skagfirðinga félagið á Siglufirði gaf málverk eftir Ragnar Pál, listmálara. Þá barst fagurlega útsaumað veggteppi, sem þau Þorbjörg Guðmundsd. og Þorkell Sigurðs son gáfu. Þá má geta þess, að Kaupfélag Skagfirðinga gaf Sauðárkróksbæ 100 þúsund kr. í tilefni af afmælinu og var sú upphæð afhent síðar á laug- ardaginn. Málverkasýningu skagfirzku málaranna er vel fyrir komið í bókhlöðunni og þangað hafa margir lagt leið sína, síðan sýningin var opnuð. Þá var opnuð merkileg þróunar- og 6B11KA — 12 volta / 317x133x178 m/m 52 ampertímar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. SÖNNAK rafgeymar í úrvali. S M Y R I L L , Ármúla 7 — Sími 84450. FJÖLFÆTTLAN ómissandi heyvinnuvél RBTLAND byggingar- vömr UndirburSur, 4 tegundir. Sökklamálning Þakmálning Þakkítti Fúgusement Byggingarefni hf. sími 17373 Nýju FJÖLFÆTLURNAR voru snriðaðar af reyiiL..u fenginnl mcð 250.000 vélum af eldri gcrð. Sömu vinnubrögðin, en aukin afköst, mcð styrktum vélum og einfaidara byggingarlagi. Þér vcljið milli 4 stærða. ÞOR HF REYKJAVÍK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 B U V E LAR Grétar Sigurðsson néraösdómslögmaSur Skólavörf'usUc 12 Simi 18783. íbúð óskast Vér höfum verið beðnir að útvega 2ja herbergja íbúð með húsgögnum til leigu, næstu 6 mánuði, fyrir sænskan arkitekt. Tæknistofa S.f.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.