Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 6. JfiK 1971. TÍMINN j H:::::: r" j i maður undirbóningsnefncfer há tíðarinnar, setti síðan hátíðina við Grænuklauf, þar sem kom- ið hafði verið fyrir stórum og miklum samkomupalli. Þá ann aðist séra Þórir Stephensen, sóknarprestur á Sauðárkróki, helgistund og kirkjukór Sauð- árkrókskirkju söng undir stjórn heiðursborgarans, Ey- þórs Stefánssonar. hestamenn sögðu: „Það er líf í honum“. Að sjálfsögðu fjölmenntu hestamenn til þessarar athafn- ar og stóðu heiðursvörð við hesta sína í litklæðum, á með- an hún fór fram. Sólskin var og hiti og skartaði Skagafjörð- ur sínu fegursta þarna, en frá Faxatorgi var síðan farið upp á Fluguskeið, þar sem fram fóru kappreiðar og firma- keppni Hestamannafélagsins Léttfeta. Þar fékk Sveinn Guð mundsson á Sauðárkróki enn eina viðurkenningu fyrir sín ágætu hross, því hann átti hrossið sem sigraði í góðhesta- keppninni. Klukkan fimm var svo haldið enn í Bifröst, þar sem fram fór dagskrárliðurinn „Svip- myndir frá Sauðárkróki". Það var samfelld dagskrá, eftir Kristmund Bjarnason, fræði- mann frá Sjávarborg, en félag- ar úr Leikfélagi Sauðárkróks lásu upp þætti Kristmundar. Var þar rakin sagan frá upp- hafi byggðar á Sauðárkróki og allt fram á þennan dag. í lok þessarar dagskrár var hátíðinni eiginlega lokið, nema hvað dansleikur var' í Bifröst um kvöldið, enda sást heimfarar- snið á mörguni manninum, sem komið hafði í tilefni afmælis- ins og hin fjölmörgu tjöld, sem slegið hafði verið upp í húsa- görðum, vegna þess að ekki rúmuðust allir innan dyra, hurfu smátt og smátt og hljóðn aði yfir bænum, en ofan af Nöfundum mátti sjá, hvar hestamenn riðu um götur bæj- arins á leið sinni ofan af Flugu skeiði svo tók undir í bænum. Leiðréttirig í grein í blaðinu á i sunnu- daginn var missagt, að gamla sýslumannshúsið hefði verið málað grænt, það er gamla læknishúsið á Sauðárkróki, sem nú er orðið grænt á ný. hátíðarhökli til minningar um Valgarð Claessen, kaupmann á Sauðárkróki, og auk þess var tilkynnt um fleiri gjafir. Upp úr hádeginu á sunnu- daginn, söfnuðust Sauðkræk- ingar saman á Faxatorgi, um- hverfis Faxa Ragnars Kjart- anssonar, sem nú var kominn á stall sinn, rétt við Skagfirð- ingabrautina. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki mælti þar nokkur orð og bað afkomenda frum- byggja Sauðárkróks, að af- hjúpa myndina, og svipti Alfreðsína Friðriksdóttir, son- ardóttir Árna Árnasonar og Sigríðar Eggertsdóttur, plast- inu af hestinum. Var Faxa fagn- að með lófataki, öá síðan lék lúðrasveitin „Skín við sólu Skagafjörður". Var það sam- dóma álit Sauðkrækinga, að Ragnari hefði tekizt mjög vel við gerð hestsins og eins og góðir Hjónarúm á sökkli m/lausum náttborðum. Auk þess 12 aðrar gerðir í mismunandi viðartegundum. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Brautarholti 2 — Sími 11940 Þá var frumfluttur hátíðar- mars, eftir Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum og gerði það Lúðrasveit Sauðárkróks. Jón Björnsson stjórnaði síðan Sam- iór Sauðárkróks, sem söng á útisamkomunni. Halldór Þ. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, flutti hátíðarræðuna, en síðan flutti Sigmar Jónson, formað- ur Skagfirðingafélagsins í Rvík ávarp, frá burtfluttum Skag- firðingum. Konur á Sauðár- króki sýndu Víkivaka undir stjórn Eddu Baldursdóttur og þá frumflutti Lúðrasveit Sauð- árkróks lag eftir Eyþór Stef- ánson, „Mín heimabyggð". Leikararnir Gunnar og Bessi komu þarna og skemmtu fólki og Skagfirzka söngsveitin, sem stofnuð var s.l. haust, var kom- in að sunnan og söng nokkur lög undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur, við undir- leik Sigriðar Auðuns. Lokaþáttur þessara útihátíða halda var sá, að unglingar sýndu fimleika á liinum glæsi- lega grasvelli á Sauðárkróki, undir stjórn Ingimundar Ingi- mundarsonar. Þá voru tónleikar í Bifröst, þar sem Skagfirzka söngsveitin hélt sína aðaltónleika á Sauð- árkróki og auk þess söng kirkjukór Sauðárkróks með söngsveitinni nokkur lög- og stjómuðu þau Snæbjörg Snæ- bjamardóttir og Eyþór Stefáns Séð inn í kranbúð, sem gerð var i gömlum stíl. Þar voru seldir minjagripir. son þessum kórum. Um kvöld- ið var svo leiksýning Leikfé- lags Sauðárkróks á leikritinu „Mýs og menn“ en að því loknu var stiginn dans og enn sem fyrr hafði Bifröst sitt að- dráttarafl, því fáir virtust hafa áhuga á því að dansa á úti- palli í Grænuklauf, en því fleiri söfnuðust saman í Bif- röst og var sagt, að þar hefðu verið samankomin um 1200 manns, en húsið er ekki nema meðalstórt samkomuhús. Að loknum gleðskap nætur- innar, komu Sauðárkróksbúar og gestir saman til messu í Sauðárkrókskirkju á sunnudags morgun, þar sem séra Þórir Stephensen þjónaði fyrir altari og Sigurður H. Guðmundsson, prestur á Reykhólum, upprunn inn í Skagafirði,, steig í stól- inn, en auk þess þjónuðu tveir aðrir prestar við þessa messu. Það fór ekki hjá því við mess una, að fólk þekkti rödd, sem tók vel undir í þjóðsöngnum. Þar var kominn £inn af fræg- ustu sonum Skagafjarðar. Stefán íslandi og mátti vel heyra að hann tók undir með sinni frægu rödd, þegar þjóð- söngurinn var sunginn. í lok messunnar kvaddi sókn arpresturinn sér hljóðs og til- kynnti um fagrar gjafir, sem borizt höfðu í tilefni afmælis Sauðárkróks, og má þar nefna altarisklæði frá ungu fólki í bænum og nýjan hökul frá Freyju Rósantsdóttur til minn- ingar um foreldra hennar. Tib kynnt var um gjöf á nýjum K‘»3C7a NYTT FRA HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Faxi á Faxatorgi. Höfundur myndarinnar, Ragnar Kjartansson t.v. Hákon Torfason, bæjarstjóri tJi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.