Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 12
n ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞSÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. júlí 197L mmmé Landsleiknum við Færeyjar frestað klp—Reykjavik. Eins og flestum er kunnugt, átti að fara fram landsleikur milli íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum þann 14. júlí n.k. Ekkert verður úr þessum lcik, og mun hann ekki | fara fram fyrr en næsta sum- ar. Ástæðan er sú, að Færey- ingarnir gátu ekki stillt upp 1 nægilega slerku liði, og báðu I þeir því um frestun. Upphaf- ; lega var gert ráð fyrir, að i þeir yrðu hér í liálfan mánuð | og léku á ýmsum stöð- um á landiuu, en þeir gátu ekki fcngið menn lausa frá vinnu í svo langan tíma. Gestirnir sáu um öll mörkin ÍBV sigraði ÍBA 4:1 og skoraði öil mörkin í leiknum Það vdll oft bregða við, þcgar iila gengur hjá lieimaliðunum í 1. deild, sérstaklega þeim scm leika utan höfuðborgarsvæðisins, að áliorfendur láta í sér heyra með ónotum, og miður uppörv- andi köllum. Þetta hafa öll lið fengið að þola í misjöfnum mæli, og á laugardaginn féngu leik- mcnn ÍBA, að komast í kynni við það — ckki í fyrsta sinni. Þá léku þeir við ÍBV, og gckk allt á afturfótunum hjá þeim þcgar kom nálægt marki. Þeir fengu líka að lieyra köll eins og „eru þið með þriðja flokkinn inná, Akureyringar“, og þar fram eftir götunum, og bætti það lít- ið um fyrir þeim. Ahorfendurnir máttu líka vera óánægðir me'ð sína menn, því Eyja- skeggjar sigruðu þá léttilega 4:1 — skoruðu meira að segja þetta eina mark Akureyringa fyrir þá. Vestmannaeyingamir voru frísk ari og spiluðu betur allan tím- Tvö mót á Laugar- vatni um helgina Um helgina fóru fram tvö mót í frjálsum íþróttum á vegum FRÍ á íþróttaleikvanginum á Laugar- vatni. Voru það Unglingameistara- mót íslands og þríþraut FRÍ og Æskunnar. Einnig hófust æfingabúðir sam- bandsins, sem standa munu út þessa viku. Nánar verður sagt frá báðum mótunum í blaðinu á morg un. Gunnlaugur til ÍR og Karl tii Fram klp—Rcykjavík. Nú hafa öll 1. deildarliðin í handknattleik ráðið sér þjálfara fyrir kotnandi kcppnistímabil í handknattleik. Tvær síðustu ráðn ingarnar voru gerðar í síðustu viku og voru það Fram og ÍR. ÍR-ingar fengu Gunnlaug Hjálm arsson, til að taka aftur við þeim, en þeir hafa flestir æft vel að undanförnu, án þess þó að hafa þjálfara til að stjórna æfingun- Er útihurdin ekki hess virði ? Fýrir 1700 krónur gelum vtS gert ótihurSina eins og nýj'a Ctlifs cZa JafnYel fallegrl Gésttt ySor munu dójt 'aZ hurSínni á meSan þoir bíSa eftir aS Ioki$ sé upp. Kaupmenn, hafiS þér athugað, Talleg hurS aS Yerzluninní oykur ánœgju YÍSsklptaYÍna og eykur soluna. Morg fyrl/tœkl og eln- staklíftgac hafa notfœrt sér okkar þjónustu og ber ollum saman um ógœtl okkar vkma eg al« rr.enna ánccgju þelrra er hurSIna sjá. HringiS strax I dag og fáið nánari upplýslngar, Sfml-23347. Hurdír&póstar • Síntí 23347 RAFSUÐUKAPALL Vestur-Þýzkur úrval^ rafsuðukapall skv. NSLFF/Vf>E-0250/3. 69 fyrirliggjandi. Hita- og olíuþolin Neoprene einangrun, mjög mjúk. Verð pr. meter: 25 qmm kr. 89,00; 35 qmm kr. 101,00; 50 qmm kr. 173,00; 70 qmm ikr. 234,00. Ennfremur á hagstæðu verði: Slípi-, Skurðar- og sandpappirssifcífur fyrir járn, stál, ryðfrítt stál, kopar, ál, stein og plast. Öryggishjálm- ar í 8 litum.' Amerískar MILLER rafsuðuvélar, benzín og disel- drifnar. Argonsuðutæki 250 amp. Flúxhúðaður koparlogsuðuvír. Úrval af Ves_tur-Þýzkum PHOENIX-UNION rafsuðuvir frá Westfalische Union A.G. — stærsta framileiðamda rafsuðuvírs í Evrópu. í S A B E R G h.f. Ránargötu 1 A, Reyfejavík Pósthólf 1009, sími 1-26-49 Auglýsing Skrifstofur mennbaskólanna verða lokaðar tíma- bilið 15. júlí .til 15. ágúst n.k. Samstarfsnefnd menntaskólastigsins. um. Framarar réðu aftur eftir langa fjarveru Karl Benediktsson, sem undanfarin tvö ár hefur þjálf að Víking. Aðrir þjálfarar hjá 1. deildarliðunum næsta vetur verða: Dr. Ingimar Jónsson, hjá FH. Reynir Ólafsson, hjá Val. Pétur Bjarnason, hjá KR, og Viðar Sím- onarson, hjá Haukurn. Dr. Ingimar Jónsson, mun auk FI-I þjálfa 2. deildarlið Þróttar í vetur, og er það eina ráðningin, sem okkur er kunnugt um að hafi verið gerð hjá 2. deildarliði. Heimsmet í hástökki Bandaríkin sigraði Sovétríkin í frjálsum íþróttum í San Fran- cisco um helgina. Hlutu Banda- ríkin 126 stig, en Sovétríkin 110 stig. „Heimsliði3“ tók einnig þátt 'i þessari keppni, en það var held ur þunnskipað, t.d. vantaði alla Þjóðverjana í það svo og marga aðra heimsfræga garpa. Mesta athygli á mótinu vakti heimsmet í hástökki. Bandaríkja- tnaðurinn Pat Matzdorf, stökk 2,29 metra, og bætti þar með 8 ára gamalt met Valery Brumel um einn sentimetra. Fyrir nokkru stökk Kínverji þessa sömu hæð, en það met fékkst ekki staðfest, því Kínverjar eru ekki í Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Pat Matzdorf, er um tvítugt og er ekki netna 189 sm. á hæð. Hann hefur verið óþekkt nafn á alþjóðavettvangi til þessa. Hátíðafundur hjá KSÍ í dag verður lialdinn stjórn arfundur hjá Knattspyrnusam- bandi íslands. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, þótt þar sé haldinn fundur, það hefur verið gert í DD9 skipti til þessa. Þessi fundur hefur þá sérstöðu, að vera sá 1000 í röðinni frá stofnun KSÍ, scm var 26. marz 1947. Af því tilcfni verður sér- stakur hátiðarfundur í Átthaga sal Hótel Sögu oE verður bang að hoðið flestum forráðamönn uin Knattspyrnumála svo og fyrrvcrandi stjórnarmcðlim- um KSÍ. ann.'Þeir höfðu algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, en þá skoruðu þeir 3 mörk. En í þeim síðari lifnaði heldur yfir heimamönn- um — þó ekki væri það mikið — og áttu þeir nokkuð í leiknum, en tækifærin voru sárafá, sem þeir sköpuðu sér. Fyrsta mark ÍBV skoraði Har- aldur Júlíusson, með skalla enn einu sinni, og var það eftir mjög góða sendingu frá hinum unga og bráðefnilega 2. flokks leikmanni Erni Óskarssyni. Örn var sjálfur á ferðinni með annað markið og hann fylgdi vel eftir að marki og náði knettinum rétt við markið. Þriðja- mark ÍVB skoraði svo Tómas Pálsson, með skoti af löngu færi, og var staðan þannig í hálf- leik. . f síðai-i hálfleik skoraði Örn annað mark sitt í leiknum, er hann fékk góðan stungubolta frá Val Andersen, og hljóp Örn vörn Akureyringa af sér. Þegar 15 mín. voru til leiksloka komust Akureyringar loks á marka töfluna, en til þess þurftu þeir í þetta sinn aðstoð frá mótherjan- um. Óskar Valtýsson, ætlaði að skalla knöttinn frá marki, en tókst ekki betur til við það, en svo, að knötturinn fór aftur fyrir hann, þar sem Páll Pálmason, markvörður ÍVB var staddur, en hann var óviðbúinn og náði hann aðeins að slá knöttinn í sitt eigið mark. Sigur Eyjamanna var fyllilega sanngjarn. Þeir léku í alla staði betur, og voru áberandi fljótari og sterkari, fyrir utan að skipu- Örn Óskarsson, t. h„ skoraði tvö af mörkum ÍBV í leiknum gegn ÍBA, og lagði það þriðja upp. lag var á öllum hlutum hjá þeim. Páll Pálmason, átti góðan leik í markinu. Sömuleiðis var öll vörn- in góð, og í framlínunni báru þeir af hinum, þeir Tómas Páls- son og Örn Óskarsson. Hjá Akureyringum var skipu- lagið ekki upp á það bezta — hálfgerð ringulreið á öllu. Það lifnaði heldur yfir liðinu í síðari hálfleik, þegar Aðalsteinn Sigur- geirsson, kotn inná, en hann var heldur sókndjarfur á köflum, því hann var hvað cftir annað dæmd- ur rangstæður. Dómari leiksins var Valur Bene diktsson, og dæmdi hann rétt, en leyfði þó helzt til of mikið. Línu- verðirnir voru heldur óáreiðanleg- ir, t.d. sat annar þeirra eftir í upphlaupunum hváð éftír annað. 2. deildin: VIKINGUR OG FH TAPLAUS Tveir leikir fóru fram í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina. Á Melavellinum léku Ármann og Selfoss og lauk þeim leik með sigri Ármanns 4:0. Á ísafirði léku ÍBÍ og FH og lauk þeim leik með jafntefli 1:1. — Víkingur hefur nú 3ja stiga forustu í deildinni, hefur ékki tapað leik og skorað 15 mörk gegn engu. FH hefur heldur ekki tapað leik en gert 3 jafntefli og sigrað í einum. ÖII liðin í 2. deild hafa fengið stig, fœst hefur Selfoss fengið, 1 stig, en Þróttur Neskaupstað hefur fengið 2 stig. Hvað er að hjá Selfossiiðinu? Leikur Ármanns og Selfoss var frekar ójafn leikur eins og úr- slitin segja til um, en þau urðu 4:0 Ármenningum í vil. Þeir skoruðu tvö mörk í hvorum hálf- leik — hefðu getað haft þau enn fleiri, ef allt hefði gengið upp, enda voru Selfyssingar heldur slakir. Þeir liefðu þó átt skilið að skora mark, en það er eins og áhuginn sé ekki fyrir liendi, og er það óvenjulegt úr þeirri átt, því undanfarin ár hefur verið til þess tekið hvað Selfyssingar væru ákveðnir og harðir. Þeim var spáð miklum frama á sínum tíma, því nægur efniviður er þar fyrir hendi, en smíðin á meistaraliðinu ætlar að ganga seint. Jafnteffi hjá iBi og FH Leikurinn á Isafirði milli ÍBÍ og FH var þokkalegur leikur á köflum, en miðjuþófið hafði þó öllu meiri völd. í heildina var leik urinn jafn, liðin skiptust á um að eiga nicira i leikniun langan r.íma i einu. ísfirðingar skoruðu fyrst. Var bað Maanús Jóhannesson, sem komst f sendingu frá Einari Sig- urðssyni, sem hann ætlaði mark- verðinum, og komst Magnús fram hiá þeim báðum. FH-ingar jöfnuðu í síðari hálf- léik með mjög góðu marki. Þeir fengu hornspyrnu, sem Dýri Guð- mundsson, lauk við með því að skalla fast og vel í markið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.