Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 5
I 9RI&nJDAGUR 6. júlí 197L TIMINN MEÐ MORGUN KAFFiNU A Vífilsstöðum hafði sá merk ismaður Haukur pressari þann starfa, með mörgu öðru, að taka til í hirzlum þeirra er létuzt. Eitt sinn hafði hann tafizt við iðn sína í Reykjavík og hafði verið settur nýr sjúklingur í rúm nýlátins. Þegar til Vífils- staða kom, gekk Haukur að vanda að servanti þess nýlátna og fór að taka til. Reis þá sá nýkomni upp við dogg og bað um að munir sínir væru látnir í friði. Haukur pressari leit snöggt á hann og sagði: „Þegiðu, þú ert dauðtrr.“ — Leiðinlegt. Ég gleymdi hamrinum þarna inni, en slíkt kannist þér líklcga við, læknir. Stefán hafði haft vinnumann í nokkur ár, sem honum þótti heldur þungur til virinu og svifaseinn. Einu sinni sér Stefán auglýst að vinnumaður hans ætli að taka þátt í kapphlaupum á Akureyri. Stefán ríður til bæjarins þann dag, sem kapphlaupin voru auglýst. Hann mætir þar kunningja sinum, sem spyr um erindi hans til Akureyrar. — Eg ætla að sjá vinnumann- inn minn hlaupa. Eg hef aldrei séð hann gera það, svaraði Stefán. 'WSHiUMt-.. Lísca, ég er búinn að margsegja þér, að hringja ekki í mig í... vr— & & a i a i i«—11 ~ Hann hvað...? Ég kcin DÆMALAUSI.« DENNI ISPEGU VD Sjúklingur. — Læknir. þér verðið að hjáfpa mér. Ég þjá- ist mjög af minnimáttarkend. Læknirinn — eftir ítarlega rannsókn — Ég get því miður ekki hjálpað yðpr. Minnimáttar kennd yðar er fullkomlega skiljanleg. — Bannað að vera topplaus. Já, cn ég er karlmaður! Sr. Erlendur Þórðarson lét af prestskap í Odda áður en hann hafði verið þar þjónandi í 20 ár. Var það af gamalgrónni ör- lagatrú. Svo var það í veizlu hjá biskupi nokkru síðar, að prófessor Ásmundur Guðmunds son, síðar biskup, vék sér að s’éra Erlendi og kvað það hafa verið óþarfa af jafngóðum presti og honum, að fara eftir þessum kerlingabókum, því hann hlyti eins og Eggert Ól- afsson, að trúa á guð en grýlur ei. Gall þá í prófessor Magnúsi Jónssyni, sem var þar nærsladd- ur: Það fór nú fyrir Eggerti eins og fór. — Mamma, ég er farin út í gönguferð með Trygg! Sophia Loren helgar syni sínum allan sinn tíma, að T ★ * - Þegar Elísabet Bretlands- drottning, heimsótti Yorkhérað fyrir skemmstu, ásamt Filipusi prins eiginmanni sínum, var líf- vörður hennar óvenju strangur, t.d. voru margir óeinkennisbún- ir hermenn í lífverði hennar. Það, sem olli öllu þessu til- standi, var að bréf hafði borizt til eins dagblaðsins i York, og í því stóð: Við erum meðlimir Reiða Stórfylkisins, og viljum hér með láta vita af.því, að við ætlum að skjóta Hennar hátign þegar hún kemur til York, og takið eftir, „við erum ekki að spauga.“ Ekki vitum við betur, en að drottningin hafi sloppið heil úr þessu ferðalagi, a.m.k. hefur engin tilkynning komið um dauga heílnar. — ★ — ★ - Það er ekki alltaf auðvelt að eiga fræga foreldra, eða það finnst víst að minnsta kosti hon- um Milko syni hennar Ginu Lollobrigidu. Hann gengur í heimavistarskóla í Sviss, en þeg ar hann á frí er hann annað hvort hjá móður sinni, eða föð- urnum, sem heitir Milko Skofie. og er læknir. Hann er kvæntur á ný, en Gina hefur lýst því yf- ir hvað eftir annað. að hún ætli sér alls ekki að gifta sig aftur. Hún lifir flott, eins og það er kallað, þó ekki hafi hún mikið að gera í kvikmyndaheim ! inum, þar sem hennar týpa er [ ekki hált skrifuð á vinsældalista ) kvikmyndahúsgesta þcssa stund- ina. minnsta kosti þegar hún er ekki að leika. Eins og frá hef- ur verið skýrt var stolið frá henni miklu af skartgripum fyr- ir ótrúlegar peningaupphæðir, þegar hún var stödd í New York. Nú segir Sophia: „Hand- leggir barnsins míns um háls minn eru allir þeir skartgripir, sem ég vil bei’a framvegis.“ Sibylla pi-insessa á eina fá- tæka systur, sem heitir Calma. Calma hefur alltaf verið skilin útundan frá Sibyllu og bróður þeirra, Fritz hei'toga. Auði for- eldra þeirra var svo til ein- göngu skipt á milli Sibyllu og Fritz, og þetta endaði með því, að Calma fór í mál við syst- kini sín, og nú fyrir skemmstu voru henni dæmd erfðalaun til jafns við systkini sín. Sibylla prinsessa var fyrir skömmu í skyndiheimsókn í Co- burg. Þar hitti hún Calmu og lögfræðing hennar, og þegar hún var í Coburg seldi hún eina fasteign, sem móðir hennar hafði átt þar, fyrir 750.000 s.kr. Þessar fjárhæð verður Si- bylla að skipta milli sín og Cölmu. Fritz bróðir þeiira var búinn að fá sinn arf frá móður- inni og vel það, því hann hafði tekið allt, sem móðir hans átti í skartgripum, og flestöll henn- ar húsgögn, og flutt það til hall ar sinnar í Greinburg. Grein- burg er setur ættarinnar, yfir 200 hei'bergi eru í höllinni. Nú reyna lögfræðingar Cölmu að fá hennar hluta af hús gögnunum og skartgi'ipunum, sinn hluta er hún ekki búin að fá af arfinum fyrr en sá hluti er kominn frá bróður hennar. — ★ — ★ — Dönsk fjársvikakona var ný- lega dæmd í fjögui-ra ára fang- elsisvist, óskilorðsbundið. •— „Taumlaus hvað það snertir, að notfæi'a sér annað fólk...“ Þannig hljóðuðu ummæli dóm- arans um frúna, sem heitir Effie Ane Sofie Kaber Thþmt. Dómurinn var kveðinn upp í Osló, en þar átti frúin lista- verkasýningasal. Hún hefur a. m. k. fjórum sinnum framið fjár svik, m. a. svikið fé af danskri fjölskyldu í Bramminge og var hún dæmd til að greiða henni 45.000 danskar krónur í bætur. - ★ - ★ — Hjarta mitt slær ofsahratt af gleði segir Robbie J. Williams í Chicago. í gær fékk hún gleði- tíðindin. Hún hafði unnið hæsta vinninginn í happdi'ætti, hvorki meira né minna en um 48 mill- jónir islenzkra króna. Og í þetta skipti hafnaði vinningurinn svo sannarlega hjá manneskju, sem þurfti peninganna með, því þar til hún fékk vinninginn hefur hún lifað við sult og seyru mcð börnum sínum t.vcim, og kær asta. Einu peningarnir, sem þau höfðu til þess að lifa af var ávísun upp á 147 dollara, eða um 14 þúsund krónur, sem fé- lagsmálastofnun Chicago-borgar sendi þeim mánaðai'lega, og í Bandaríkjunum eru 14 þúsund krónur enn minna virði en jafn vel hér á Islandi. Gregory 11 ái-a og Terrence eins árs taka happinu með mestu ró„ en kær- astinn hlýtur að vera hamingju- samur, því hann hafði keypt happdrættismiðatín til þess að gefa Robbie hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.