Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 8
STJÓRNMÁL Það gekk ekki þrauta- laust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hef- ur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráð- stefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfis- ráðherra þar sem úrlausnarefni, stór og smá, bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. „Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi.“ Kem- ur til greina að aflétta banninu? „Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu.“ Hvenær skýrist þetta? „Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það,“ segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaða- manns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í um- hverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði um- hverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. „Já, ég hef mikinn áhga á mála- flokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru alls staðar vax- andi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vest- rænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra.“ Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? „Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undan- förnu og mörgu verið áorkað. Mikl- ar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunar að nýting orku- linda og umhverfisvernd fari ágæt- lega saman.“ Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegn- um samstarf þingmanna um Norð- urskautsmál. „Við höfum mögu- leika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á al- varleika málsins og grípa til að- gerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norður- skautið kunna að opnast og sam- göngur geta þannig breyst til hins betra.“ Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. „Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverf- isnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til um- ræðu í vetur.“ Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitarstjórn Grundarfjarðar hafi fært sér tals- verða þekkingu og reynslu af mála- flokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. „Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlind- irnar af varfærni.“ Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. „Ég held að við sem erum í stjórnmál- um séum þar til að hafa áhrif og ég býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun.“ Og nýr umhverfisráðherra þjóð- arinnar hlakkar til að takast á við embættið. „Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel.“ ■ 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Tek við góðu búi Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra í dag. Hún hlakkar til að takast á við starfið enda umhverfismálin vaxandi málaflokkur. – hefur þú séð DV í dag? Drap frænda sinn og telur sig vera guð SÍÐASTA EMBÆTTISVERK HALLDÓRS Ísland í stjórn- málasamband við mannætu 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Eru n‡ju íbúðalánin fyrir mig? Landsbankinn býður „fjármálastjórum heimilanna“ á opinn kynningarfund um nýju íbúðalánin í útibúi bankans , Strandgötu 1 á Akureyri, í kvöld kl. 20.00. Skráning: fiú getur skrá› flig á kynningarfundinn me› flví a› hringja í síma 410 4000, í útibúi bankans e›a með tölvupósti á kynning@landsbanki.is 8 SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR „Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR: Fædd á Siglufirði 1946. Stúdent frá MA. BA próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ. Framhaldsnám við Minnesota-háskóla. Kennari í Grundarfirði og Mosfellsbæ. Í hreppsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði. Alþingismaður frá 1991. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks 1998–2003. Hefur setið í menntamálanefnd, iðnað- arnefnd, heilbrigðis- og tryggingar- nefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, ut- anríkismálanefnd og umhverfisnefnd. Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. Gift Jóni Þorsteinssyni sóknarpresti í Mosfellsbæ og eiga þau þrjár dætur. Barnabörnin eru fimm. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin: Eftirliti í Íran ekki lokið ÍRAN, AP Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin hefur ekki enn fundið ör- ugg merki þess að Íranar búi yfir kjarnavopnum eða séu að undirbúa smíð þeirra. Stofnunin fundar nú um málefni Írana. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu hafa sett þau skilyrði að Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin ljúki eftirliti sínu fyrir 1. nóvember en stofnunin telur ekki víst að hægt verði að tryggja að það verði hægt. Íranir framleiða auðgað úraní- um, sem þeir segja að sé til orku- framleiðslu en það er jafnframt eitt helsta byggingarefni til kjarna- vopna, ásamt plútóníum. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar í stofnuninni vilja að skilyrði til eftirlits með kjarnavopnaframleiðslu í Íran verði hert en ekki er einhugur um það í stofnuninni. Þeir vilja krefjast skil- yrðislauss og tafarlauss aðgangs að öllum svæðum og upplýsingum sem stofnunin setti skilyrði um fyrir tveimur árum. Þeir fara einnig fram á tæmandi lista yfir efni sem nota má til gerðar kjarnavopna og til eru í landinu auk allrar þekking- ar sem nýst getur til smíðinnar. ■ MOHAMED ELBARADEI Yfirmaður stofnunarinnar fundar nú um málefni Írans en ekki er einhugur innan hennar um aðgerðir sem beita þarf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.