Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 29
21MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 10 GREINAR ÚR MANNRÉTT- INDAYFIRLÝSINGU SAMEIN- UÐU ÞJÓÐANNA SEM AMNESTY BYGGIR Á 1. grein. Hver maður er borinn frjáls og jafn öðr- um að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein. Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litar- háttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmála- skoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra að- stæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönn- um fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálf- stætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein. Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 4. grein. Engan mann skal hneppa í þrældóm né nauðungarvinnu. Þrælahald og þræla- verzlun, hverju nafni sem nefnist, skulu bönnuð. 5. grein. Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 6. grein. Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum. 7. grein. Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án mann- greinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verndar gegn hvers konar misrétti, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áróðri til þess að skapa slíkt misrétti. 8. grein. Nú sætir einhver maður meðferð, er brýt- ur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá og lögum, og skal hann þá eiga athvarf hjá dómstólum landsins til þess að fá hlut sinn réttan. 9. grein. Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga. 10. grein. Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Íslandsdeild Amnesty Internat- ional var stofnuð 15. september 1974 fyrir 30 árum þegar stofn- fundurinn var haldinn í Nor- ræna húsinu. „Þetta byrjaði í raun og veru á því að Sigrún Sig- urjónsdóttir og eiginmaður hennar, Frank Veneklaas, kynnt- ust Amnesty þar sem þau bjug- gu í Rotterdam í Hollandi. Þau komu hingað til þess að vekja at- hygli Íslendinga á alþjóðasam- tökunum,“ segir Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar. „Þau aug- lýstu eftir áhugasömu fólki og eftir kynningarfund í heimahúsi var stofnuð lítil nefnd sem und- irbjó stofnfundinn.“ Fundurinn var vel sóttur en Jóhanna segir að um 95 manns hafi skráð sig í fyrstu fundar- gerðarbókina. „Það er gaman að skoða þann lista en þar eru, án þess að ég sé að nefna nokkur nöfn, bæði fólk sem var lengst til vinstri og hægri í stjórnmál- um. Það hefur einkennt samtök- in allt frá þessu að fólk með ólík- an pólitískan bakgrunn hefur sameinast í starfinu.“ Þegar Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð voru skjólstæðingar deildarinnar fyrst og fremst á bak við lás og slá vegna skoðana sinna og hugsana. „Þetta voru mest sam- viskufangar sem margir eru orðnir frægir í dag, eins og til dæmis Vaclav Havel. Á þessum tíma var mikið um herforingja- stjórnir í Suður-Ameríku og mannshvörf voru algeng og fólk mátti sæta pyntingum.“ Heims- myndin er að mörgu leyti breytt í dag en þörfin fyrir Amnesty hefur síður en svo minnkað að sögn Jóhönnu. „Starfssvið okkar hefur breyst og við tökum núna á fleiri brotum en málum ein- staklinga er auðvitað ennþá sinnt og þeim fylgt eftir alla leið.“ ■ JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Amnesty verður með opið hús á skrifstofu sinni í Hafnarstræti en Jóhanna segir það ekki í anda þeirra að eyða peningum í veisluhöld. Barist gegn ranglæti í 30 ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.