Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 30
22 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR „Það var ekkert sem benti til þess að mark- varslan yrði svona slök.“ Ekki benda á mig segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem mætti í Kastljós í gær og neitaði enn eina ferðina að taka á sig ábyrgð vegna lélegs árangurs landsliðsins.sport@frettabladid.is [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] MEISTARADEILD EVRÓPU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur SEPTEMBER Við mælum með... ... að Skagamenn sleppi því að kaupa sóknarmenn til félagsins í vetur. Það væri miklu nær hjá Ólafi Þórðarsyni þjálfara að kaupa fleiri varnarmenn og henda þeim í framlínuna. Varnarmenn ÍA virðast nefnilega vera einu mennirnir sem geta skorað fyrir ÍA og ef fleiri varnarmenn hefðu spilað frammi í sumar stæðu þeir kannski ekki uppi tómhentir í dag. FÓTBOLTI Dýrasti leikmaður Chelsea, Didier Drogba, hefur ekki farið vel af stað með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hann var í fantaformi þegar hann fékk aftur að keppa í Frakklandi í gær en hann lék með Marseille á síðustu leiktíð. Þá sótti Chelsea franska félag- ið PSG heim en Drogba hefur oft skorað gegn þeim í París. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í glæsilegum 3–0 sigri Chelsea en John Terry skoraði fyrsta markið. „Ég er verulega ánægður með mörkin og sigurinn,“ sagði Drogba eftir leikinn. „Þessi mörk gefa mér sjálfstraust sem ég þarf á að halda. Það var líka gríðarlega mikilvægt að taka þrjú stig hérna. Við þörfnuðumst þess til þess að komast áfram í keppninni.“ Eiður meiddist Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en hann varð fyrir meiðslum í upphafi leiks þegar hann skallaði mótherja og hann varð því að yfirgefa völlinn eftir aðeins 11 mínútur. Þjálfari PSG, Vahid Halilhodzic, var ekki mjög kátur. „Ég skammast mín fyrir hönd allra stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en við gáfum þeim.“ Svo sannarlega frábær byrjun hjá Jose Mourinho en fyrrverandi félagar hans hjá Porto byrjuðu ekki eins vel en þeir urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn CSKA Moskva. Arsenal virkaði ósannfærandi gegn PSV Eindhoven en sigraði samt, 1–0, með sjálfsmarki PSV Eindhoven. „Við náðum ekki okkar leik en þeir gerðu okkur erfitt fyrir,“ sagði Dennis Bergkamp eftir leikinn. „Þeir áttu samt ekkert skilið úr þessum leik. En við náðum marki og þetta var fag- mannleg frammistaða hjá okkur því við kláruðum dæmið.“ Henrik Larsson fékk ekki að vera í byrjunarliðinu þegar hann kom með Barcelona á sinn gamla heimavöll hjá Celtic. Hann kom aftur á móti inn á af bekknum síðar og skoraði mark sjö mínút- um fyrir leikslok við litla hrifningu heimamanna. henry@frettabladid.is STÍFLAN BROSTIN Didier Drogba fann loksins markaskóna sína í gær er Chelsea mætti PSG í París. Drogba skoraði tvö mörk í 3–0 sigri Chelsea. Drogba stal senunni Didier Drogba fór á kostum með Chelsea gegn PSG. Arsenal slapp fyrir horn gegn PSV og AC Milan vann góðan útisigur. Hans Pétur Jónsson, löggildur fasteignasali Mjódd Núpalind 4 herb. RE/MAX Mjódd kynnir glæsilega 5 herbergja 173,5 fm íbúð á vinsælum stað í kópavogi. Í íbúðinni eru 4 svefnherbergi þar af 2 í risi, stór stofa, þvotta- hús og ca 40 fm ósam- þykkt geymsla. Góð eign - sjón er sögu ríkari Heimilisfang: Núpalind Stærð eignar: 173 fm Fjöldi herb.: 5 Bílskúr: stæði í bílskíli Byggingarár: 1999 Brunab.mat: 23,2 millj. Verð: 25,9 millj. Stefán Páll Jónsson 8217337/5209554 stefanp@remax.is Hans Pétur Jónsson, löggildur fasteignasali Mjódd Vegna mikillar eftirspurnar vantar strax: • Guðmundur leitar að einbýlishúsi í Hafnarfirði 28- 30 millj. • Rafn leitar að 2 herb á Hvaleyrarholti eða norðurbæ Hafnarfj. • Einbýlishús 2-300 fm fyrir kaupendur sem eru búnir að selja. • Par- raðhús eða hæð í Lindarhverfi fyrir hjón með börn í skóla í hverfinu. • 4-5 herbergja íbúð í blokk með bílskúr eða skýli í Kópavogi. • 3-4 herb með þvottahúsi í íbúðinni í 201,105,108 eða 107. • 2 herb fyrir ungan mann á svæði 105, 108 eða 104. Hef fleiri kaupendur Stefán Páll Jónsson 8217337/5209554 stefanp@remax.is Hans Pétur Jónsson, löggildur fasteignasali Mjódd Vegna mikillar eftirspurnar vantar strax: • Guðmundur leitar að einbýlishúsi í Hafnarfirði 28- 30 millj. • Rafn leitar að 2 herb á Hvaleyrarholti eða norðurbæ Hafnarfj. • Einbýlishús 2-300 fm fyrir kaupendur sem eru búnir að selja. • Par- raðhús eða hæð í Lindarhverfi fyrir hjón með börn í skóla í hverfinu. • 4-5 herbergja íbúð í blokk með bílskúr eða skýli í Kópavogi. • 3-4 herb með þvottahúsi í íbúðinni í 201,105,108 eða 107. • 2 herb fyrir ungan mann á svæði 105, 108 eða 104. Hef fleiri kaupendur Stefán Páll Jónsson 8217337/5209554 stefanp@remax.is ■ ■ LEIKIR  20.00 Haukar og HK mætast í úrvalsdeild karla í handknattleik að Ásvöllum.  20.45 Valur og KR mætast í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik en leikið er í Valsheimilinu. ■ ■ SJÓNVARP  17.10 Meistaramörk á Sýn. Mörk gærdagsins í Meistaradeildinni.  18.30 Meistaradeildin á Sýn. Liverpool og Mónakó mætast á Anfield Road.  20.35 Meistaramörk á Sýn. Öll mörkin í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.  21.10 Meistaradeildin á Sýn. Lyon og Man. Utd mætast í Frakklandi.  23.45 Meistaramörk á Sýn. Sástu ekki Meistaradeildina í kvöld? Jæja, hér er þá tækifæri til þess að sjá öll mörk kvöldsins. Hart barist í Meistarakeppni HSÍ í Eyjum í gær: ÍBV-sigur í fram- lengdum leik HANDBOLTI ÍBV og Haukar léku í Meistarakeppni HSÍ í Vest- mannaeyjum í gær. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og fór svo að lokum að framlengja varð leikinn. Í fram- lengingunni reyndust heima- stúlkur sterkari og þær sigruðu með tveggja marka mun, 33–31. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og leiddi í hálfleik, 15–9. Haukastúlkur voru fljótar að koma sér í leikinn og lokakafli leiksins var æsispennandi. Hvorugt liðið náði að tryggja sér sigur og staðan eftir ven- julegan leiktíma var 27–27. Eins og áður segir voru Eyjastúlkur síðan sterkari í framlengingun- ni og fögnuðu sínum fyrsta titli í vetur undir stjórn Alfreðs Finnssonar. Mörk ÍBV: Anastasia Patsiou 9, Zsofia Pastor 7, Eva Hlöðversdóttir 5, Darinka Stefanovic 5, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 4, Ester Óskarsdót- tir 3. Florentina Grecu varði 26 skot í markinu og var best á vel- linum. Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 11, Ramune Pekar- skyte 10, Anna G. Halldórsdóttir 4, Martha Hermanssdóttir 2, Áslaug Þorgeirsdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 1, Erna Þráinsdóttir 1. Helga Torfadóttir varði 9 skot í marki Hauka. ■ E-RIÐILL Arsenal-PSV Eindhoven 1–0 1–0 Rodrigo Alex, sjm. (42.). Panathinaikos–Rosenborg 2–1 1–0 Ezequiel Gonzalez (43.), 2–0 Ezequiel Gonzalez (79.), 2–1 Frode Johnsen (90.). F-RIÐILL Celtic–Barcelona 1–3 0–1 Deco (20.), 1–1 Chris Sutton (59.), 1–2 Ludovic Giuly (78.), 1–3 Henrik Larsson (83.). Shaktar Donetsk–AC Milan 0–1 0–1 Clarence Seedorf (84.). G-RIÐILL Internazionale–Werder Bremen 2–0 1–0 Adriano, víti (33.), 2–0 Adriano (88.). Valencia–Anderlecht 2–0 1–0 Vicente (16.), 2–0 Ruben Baraja (45.). H-RIÐILL PSG–Chelsea 0–3 0–1 John Terry (29.), 0–2 Didier Drogba (45.), 0–3 Didier Drogba (75.). Porto–CSKA Moskva 0–0 2. deild karla í fótbolta: Ragnar bestur FÓTBOLTI Úrvalslið 2. deildar karla í fótbolta hefur verið valið af þjálf- urum liðanna í deildinni en það var fótboltasíðan fotbolti.net sem fékk þjálfarana til þess að velja liðið. KS frá Siglufirði sigraði 2. deildina að þessu sinni og því þarf ekki að koma á óvart að þeir eigi flesta leikmenn í liðinu eða fjóra. Framherjar liðsins eru KS- strákarnir Ragnar Hauksson og Þórður Birgisson. Miðjumenn eru Víkingurinn frá Ólafsvík, Predrag Milosavljevic, Selfyssingurinn Arilíus Marteinsson, Yngvi Borgþórsson frá KFS og Siglfirðingurinn Bjarki Már Flosason. Í vörninni eru síðan Selfyssingurinn Ómar Valdi- marsson, Siglfirðingurinn Brani- slav Zrnic, Leiknismaðurinn Haukur Gunnarsson og Aleksandar Linta sem leikur með Víkingi frá Ólafsvík. Mark- vörðurinn í þessu mæta liði er síðan Vilberg Ingi Kristjánsson en hann varði mark Víkinganna af stakri prýði í sumar. Þjálfari ársins var síðan valinn Marko Tanasic sem þjálfar KS en hann lék með Keflavík á sínum tíma og skoraði meðal annars í bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍA árið 1993 en það mark dugði ekki til sigurs í leiknum. Ragnar Hauksson var síðan valinn besti leikmaður deildarin- nar af þjálfurunum en allir þjálf- arar deildarinnar völdu Ragnar í sitt lið nema Tanasic enda máttu þjálfararnir ekki velja menn úr sínum liðum. ■ FRÁBÆR Í MARKINU Markvörður ÍBV, Florentina Grecu, fór á kostum í marki ÍBV gegn Haukum í gær og lagði grunninn að sigri Eyjastúlkna. Fréttablaðið/Jóhann Ingi HETJA Brasilíumaðurinn Adriano var hetja Inter í gær þegar hann skoraði bæði mörkin gegn Werder Bremen.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.