Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 10
15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Engum leynist að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórn- málum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráð- herrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveld- isins, Ólafur Ragnar Grímsson, boð- ar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Odds- son varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfé- lagi og raunar í heiminum öllum. „Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stór- um skömmtum af læknameðali ætt- uðum úr lyfjabúri hins frjálsa mark- aðar,“ segir Bart Cameron, frétta- maður AP, í gær í grein um forsætis- ráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Við- ey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmannin- um Ólafi Ragnari til að verða yfir- maður Jóns Baldvins í utanríkisráðu- neytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron, fréttamaður AP, að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra „kaupsýsluauðvaldið“, eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnar- samstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknar- flokkinn. Davíð varð forsætisráð- herra í skugga mikilla efnahags- erfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir at- burðir standi upp úr í forsætisráð- herratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbank- anna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. „Ég held þó ekki að stjórnin hafi ver- ið í hættu eins og sumir hafa sagt.“ Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. „Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi.“ arni@frettabladid.is Perfect Akureyri 15% afsláttur Ísbú›in Álfheimum tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. Ísbú›in Kringlunni tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. mangó Keflavík 15% afsláttur park 15% afsláttur tex mex 20% afsláttur COS 15 % afsláttur Kiss Kringlunni 15 % afsláttur Bíókorti› - frítt í bíó, áunni› á vissum tímabilum Sérkjör hjá Bónusvideo 250 kr. spólan †mis tilbo› frá BT Pizza 67, Háaleitisbr., pizza me› 2 áleggs teg. + brau›st. (sótt) á 990 Xs Kringlunni 15% afsláttur Perlan Keflavík 15% afsláttur af öllu mótor 15% afsláttur Blaðbera tilboð 2 fyrir 1 Ísbú›in Kringlunni og Ísbú›in Álfheimum Bla›beraklúbbur Fréttabla›sins er fyrir duglegasta fólk landsins. Allir bla›berar okkar eru sjálfkrafa me›limir í klúbbnum og fá tilbo› og sérkjör hjá mörgum fyrirtækjum. Vertu me› í hópi duglegasta fólks landsins. Ísbú›in Álfheimum og Ísbú›in Kringlunni b‡›ur bla›berum Frétt ehf. 2 fyrir 1 af ísum mánudaga og flri›judaga. Tilbo› fæst a›eins afgreitt gegn framvísun pakkami›a. Frá Viðey til Rauðarár Þrettán ára viðburðaríkur forsætisráðherraferill Davíðs Oddssonar er á enda. Eftirmæli AP um Davíð: „Markaðssinni sem misreiknaði sig“. STÓLASKIPTI EFTIR KOSNINGAR Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu að halda áfram stjórnarsamstarfi en þeir hefðu „stólaskipti“ eftir nauman varnar- sigur stjórnarflokkanna í kosningunum 2003. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N STJÓRNMÁL Nánustu samstarfsmenn Davíðs Oddssonar munu fylgja honum úr stjórnarráðinu við Lækj- argötu í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þegar forystumenn stjórnarflokkanna hafa stólaskipti í dag. Sömu sögu er að segja um nán- ustu samverkamenn Hallldórs Ás- grímssonar. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, Albert Jónsson skrifstofustjóri, Kristján Andri Stefánsson skrifstofustjóri, Margrét Hilmisdóttir ritari og Jón Árnason bílstjóri flytja sig öll um set og verða í starfsliði Davíðs í utanríkisráðuneytinu. Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri fer einnig til starfa í hið nýja ráðu- neyti Davíðs en hann verður sendiherra í Berlín. Halldór Ás- grímsson sagði í gær að ekki hefði verið ráðið í sendiherrastarfið. Björn Ingi Hrafnsson fylgir Hall- dóri úr utanríkisráðuneytinu og verður aðstoðarmaður hans í for- sætisráðuneytinu og sama máli gegnir um bílstjóra hans og rit- ara. Þá tekur Bergdís Ellertsdótt- ir sendiherra við starfi í forsætis- ráðuneytinu og verður Halldóri til aðstoðar í utanríkismálum. ■ RITARINN OG RÁÐHERRANN Margrét Hilmisdóttir, ritari Davíðs Oddsonar til margra ára, fylgir honum í nýtt ráðuneyti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Stólaskiptin í ríkisstjórn: Starfsfólk fylgir foringjunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.