Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 12
Halldór Ásgrímsson segist ekki viss um að það sé draumastarf hvers stjórnmálamanns að verða forsætisráðherra, því fylgi mikið og reyni heilmikið á. Halldór tek- ur við embætti forsætisráðherra í dag. Aðspurður segist hann aldrei hafa stefnt beinlínis að því að verða forsætisráðherra. „Þetta er meira eitthvað sem hefur gerst. Það er nánast ekki hægt að skipu- leggja pólitíska framtíð. Það fer illa. Menn verða hins vegar að vera tilbúnir að taka að sér þau verkefni sem fyrir liggja,“ segir hann. Gengur hraustur til verks Halldór segist ganga hraustur til verks í nýju embætti. Hann hafi gott starfsþrek, vinni langan vinnudag og finnst hann vera ágætlega á sig kominn. Hann hlakkar til að takast á við nýtt verkefni þótt svo að jafnframt örli á eftirsjá eftir utanríkisráðu- neytinu og starfsfólki þess, en þar hefur hann starfað undanfarin níu ár. Hann fagnar hins vegar því að hafa nú tækifæri til að beita sér meira inn á við. „Átta árin mín í sjávarútvegsmálunum rifjast upp fyrir mér. Þá þurfti ég, og hafði tækifæri til, að beita mér miklu meira inná við. Ég glímdi við vandasöm mál og þurfti að halda mikið af fundum víðs vegar um land. Verksvið mitt í utanríkis- ráðuneytinu hefur verið meira út á við. Ég fæ nú tækifæri til að breyta til, hitta fólk í meira mæli og halda fundi bæði hér á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi,“ segir hann. Halldór stefnir jafnframt að því að eyða meiri tíma með for- svarsmönnum í atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni og sveit- arstjórnum. Spurður hverju hann vilji fá áorkað næstu þrjú árin segist hann vonast til að hér verði áframhaldandi stöðugleiki og hag- vöxtur. Einnig að atvinnustigið verði gott áfram. „Atvinnuleysi er mesta böl af öllu og grundvallar- atriði að sérhver fjölskylda geti unnið fyrir sér og sínum. Síðan vonast ég til að við getum jafn- framt haldið utan um okkar öfl- uga samfélags- og velferðarkerfi sem er að mínu mati aðalsmerki íslensks samfélag þó að sam- keppnin hafi aukist mikið og skil- að okkur miklu, að við gleymum því ekki að við þurfum að standa saman um ákveðin atriði þrátt fyrir ólíkar skoðanir,“ segir hann. Stoltur af breytingu utanrík- isþjónustunnar Halldór hefur setið lengur en nokkur annar utanríkisráðherra. Af þeim verkefnum sem hann hef- ur sinnt í ráðuneytinu segist hann stoltastur af þeim miklu breyting- um sem hafi orðið á utanríkis- þjónustunni. „Ég veit um mörg dæmi þess að mikilvæg viðskipti hafi komist á vegna þeirrar þjón- ustu sem við getum veitt og vegna þeirra samninga sem við höfum verið að gera. Það eru fá lönd í heiminum háðari alþjóðlegum samskiptum og alþjóðlegum við- skiptum. Ég er stoltur af því hvernig hefur tekist að efla þetta starf og koma á móts við breytta þjóðfélagsmynd,“ segir hann. „Ég er líka stoltur af samning- um sem okkur hefur tekist að gera. Okkur tókst að ganga endan- lega frá landhelgislínunum milli Grænlands og Íslands og milli Færeyja og Íslands, semja um smuguna, um síldina þó svo að síldarmálin hafi komist í uppnám aftur. Einnig er ég stoltur af því að okkur tókst að semja um varn- armálin við Bandaríkjamenn. Vissulega ríkir nokkur óvissa í málefnum varnarliðsins en sá grunnur sem hefur verið lagður er samt sem áður mikilvægur og ég trúi því að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Halldór. Halldór hefur einnig gegnt starfi sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Spurður hvaða ráðuneyti hafi hentað honum best segist hann hafa öðlast þroska í þeim öllum. Hann segir að reynsla sín úr sjáv- arútvegsráðuneytinu hafi komið sér vel í utanríkisráðuneytinu. „Það hefur reynst mér mjög vel í samningum, í samskiptum við er- lendar þjóðir að hafa góðan skiln- ing og grundvallarþekkingu á ís- lenskum sjávarútvegi. Eins finnst mér núna, þegar ég fer í forsætis- ráðuneytið, þessi reynsla mín í þessum stöðum vera mikið og gott veganesti. Mér finnst ég hafa lært mjög mikið af fólkinu í landinu á þessum tíma, ég hef verið í mikl- um samskiptum í gegn um tíðina, ég þekki mjög marga á erlendum vettvangi þannig að þessi reynsla mín eflir sjálfstraust mitt sem er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir þann mann sem að ætlar að vera í forystu fyrir aðra,“ segir hann. Erum háð Evrópusambandinu Halldór skipaði nefnd sem skoða á hugsanlega aðild Íslands að Evr- ópusambandinu að teknu tilliti til sjávarútvegsmála. Nefndin var skipuð fulltrúum utanríkisráðu- neytisins, sjávarútvegsráðuneyt- isins, Landssambands íslenskra útvegsmanna og Félagi skip- stjórnarmanna. Skilaði nefndin frumskýrslu sem kynnt var á rík- isstjórnarfundi í gær. „Ég fann að það var ákveðin tortryggni á milli aðila í þessu stóra og viðkvæma máli. Jafn- vel þótt það séu skiptar skoðan- ir, eru þarna ákveðnar stað- reyndir sem skipta máli. Það er staðreynd að við erum mjög háð samskiptum við Evrópusam- bandið. Það er staðreynd að það er ávallt að breytast. Það er staðreynd að önnur ríki eru að huga að aðild og Íslendingar þurfa að fylgjast vel með. Það er mjög mikilvægt að við séum sammála um ákveðin grundvall- aratriði í þessum efnum ef við eigum einhvern tíma að vænta þess að geta tekist á við þetta með málefnalegum hætti,“ segir Halldór. Hann segir að grundvallarat- riðin í skýrslunni séu þær útlínur sem hann lagði í svokallaðri Berlínarræðu og þeim sjónarmið- um sem hann hafi komið á fram- færi í ræðu sem hann flutti á Akureyri fyrir stuttu. „Það færir mér trú um það að ég hafi haft nokkuð rétt fyrir mér í þeim efn- um. Ég vil leggja á það áherslu í sambandi við Evrópusambandið að þetta eru ekki léttvægir hlutir. Þetta eru grundvallaratriði ís- lensks þjóðfélags.“ Vill meiri vilja af hálfu ESB Halldór segir að á sama tíma og við viðurkennum mikilvægi ESB og mikilvægi þess að við eigum gott samstarf við það þá sé ljóst að málið sé ekki aðeins í okkar höndum, heldur einnig í höndum ESB. Hann segist jafnframt vilja sjá meiri vilja af hálfu ESB til að nálgast þarfir þjóðanna í vestri, Íslendinga, Norðmanna, Færey- inga og Grænlendinga. Spurður hvort sú nálgun komi ekki í aðildarviðræðum segir hann að svo sé. „En við verðum að vita hvað við viljum ef við förum í þær. Þá skiptir undirbúningurinn miklu máli, að við séum búin að vinna heimavinnuna, séum ekki að kasta hvert í annað einhverju sem við eigum að geta komið okk- ur saman um.“ Hann segir að LÍÚ hafi lagt sig mjög fram í þessu starfi. Vinna á borð við þá sem nefndin hefur lagt í verði til þess að fleiri setji sig inn í málið. „Það myndast meiri þekking, þekkingin skapar skilning. Þekkingin skapar fram- tíðarsýn. Það finnst mér skipta miklu máli því að þetta er spurn- ingin um að vinna í jarðveginum, það tekur sinn tíma.“ Spurður hvort undirbúningur að aðildarviðræðum sé þá þegar hafinn segir hann að svo sé. „Undirbúningur að hugsanlegum viðræðum einhvern tíma í fram- tíðinni er að sjálfsögðu hafinn. En 12 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR DALALÍF Í INDLANDI Indverskir fjárhirðar gæta fjár í nágrenni Kalkútta. Indverjar marka sauðfé sitt með öðrum hætti en Íslendingar. Þeir lita dýrin líkt og Danni og Þór gerðu í íslensku kvik- myndinni Dalalíf. Þjóðsöngur Mexíkó: Sungið um allan heim MEXÍKÓ, AP Búast má við því að Mexíkóar víða um heim syngi þjóð- söng sinn hástöfum á hádegi í dag. Þá minnast Mexíkóar þess að 150 ár eru liðin síðan þjóðsöngur þeirra var saminn. Stjórnvöld hafa af því tilefni hvatt Mexíkóa til að leggja niður störf á hádegi og syngja þjóð- sönginn í fagnaðarskyni. Auk þess að fagna afmælinu álíta skipuleggjendur átaksins það góða leið til að sameina þjóð sem er klofin vegna glæpa og deilna um stjórnmál. „Við búum við neyðar- ástand óheiðarleika, sundrunar og glæpa. Við verðum að snúa bökum saman,“ sagði Erwin Juarez. ■ FRAMLAGIÐ AFHENT Umhverfisráðherra tekur við framlagi úr Pokasjóði úr höndum Bjarna Finnssonar, formanns sjóðsins, og Höskuldar Jóns- sonar, forstjóra ÁTVR. Gullfoss: Peningar úr pokasjóði UMHVERFISMÁL Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, veitti móttöku fjórum milljónum króna úr Pokasjóði sem nota á til uppbyggingar og framkvæmda við Gullfoss. Upphæðina afhentu Bjarni Finnsson, formaður Pokasjóðs, og Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins. Peningarnir eru sagðir munu fara í göngustígagerð og framkvæmdir við Sigríðarstofu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1995 og hét fram til ársins 2002 Umhverfissjóður verslunarinn- ar. ■ 1. flokki 1989 – 56. útdráttur 1. flokki 1990 – 53. útdráttur 2. flokki 1990 – 52. útdráttur 2. flokki 1991 – 50. útdráttur 3. flokki 1992 – 45. útdráttur 2. flokki 1993 – 41. útdráttur 2. flokki 1994 – 38. útdráttur 3. flokki 1994 – 37. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Viðbrögð við ráðherraskiptum Davíðs og Halldórs: Engar stefnu- breytingar„Þetta á eftir að veikja ríkisstjórn- ina“, segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. ,,Það er lítil hrifn- ing á því meðal al- mennings að flokkur sem mælist minnsti flokkur landsins annað veifið sé nú að taka við forystu í ríkisstjórn. Það er andstætt lýðræðislegri tilfinningu manna í landinu. Sömuleiðis er engum vafa blandið að það er gremja í Sjálf- stæðisflokknum yfir þessum skiptum og hún mun reyna á samstarfið.“ Veikir stjórnina ,,Þetta er sama r í k i s s t j ó r n i n með sama s t j ó r n a r s á t t - málann,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, f o r m a ð u r F r j á l s l y n d a flokksins. „Ég tel því að það verði ekki mikl- ar breytingar á stefnu ríkis- stjórnarinnar þrátt fyrir stóla- skiptin og ágreining á milli stjórn- arflokkanna.“ ,,Ég sé ekki ann- að en að stjórnin haldi áfram sömu óláns- stefnunni“, seg- ir Steingrímur J. Sigfússon, f o r m a ð u r Vinstri grænna. ,,Það verður sama stefnan í Írak og öðrum utanríkismálum. Það á að halda áfram að þjarma að velferðarkerf- inu og halda áfram að svíkja samn- inga við öryrkja. Hver er breyting- in? Ég sé það ekki.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Völd fram- sóknar minnka Ekki draumastarf stjórnmálamannsins Halldór Ásgrímsson hefur setið lengst utanríkisráðherra og verið ráðherra í rúm sautján ár alls. Hann tekur við embætti forsætisráðherra í dag og segir að embættinu fylgi mikil ábyrgð. Hann segir forsætisráðherraembættið ekki endilega draumastarf hvers stjórnmálamanns. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL HALLDÓR ÁSGRÍMSSON TEKUR VIÐ EMBÆTTI FORSÆTISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.