Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 158 stk. Keypt & selt 19 stk. Þjónusta 41 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 5 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 34 stk. Tilkynningar 2 stk. Gömul vinnubrögð í tísku BLS. 3 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 15. september, 259. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.51 13.23 19.53 Akureyri 6.34 13.07 19.39 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemend- um kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvald- ur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. „Hver nemandi hefur rafmagns- píanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök.“ Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skap- andi hugsun við námið. „Við notum að- gengilegar aðferðir við kennsluna og telj- um námið alveg kjörið fyrir fólk sem lang- ar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrj- endum og lengra komnum,“ fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræð- ur. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virð- ist vera kominn lykill að því. Að sögn Ást- valds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheim- ar.is gun@frettabladid.is Tónlistarnám: Spilað eftir eyranu Samskipti foreldra og barna eru efni námskeiðs sem sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð eru að ýta úr vör. Meðal þess sem fjallað verður um er aðferðir sem kenna börnum að taka ábyrgð, aðferðir við að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta og aðferðir við að kenna börnum tillitssemi og sjálfsaga. Námskeiðinu er dreift á átta vik- ur, eitt kvöld í viku þrjár stundir í senn. Kennt er í stuttum fyrir- lestrum, umræðum, skriflegum og verklegum æfingum og hlut- verkjaleikum. Það er fyrirtæki þeirra félaga, Samskipti og fræðsla, sem stendur að nám- skeiðunum. www.samskipti.org Fjölmörg spennandi námskeið eru í boði í Kvöldskóla Kópavogs í haust og þau fyrstu hefj- ast 22. september. Fyrir utan tölvu- kennslu, bókfærslu og algengustu tungumálin eru þar kenndar margar verklegar greinar svo sem frístundamálun, útskurður, glerlist, bókband, mósaík og fatasaumur. Einnig eru nokkur matreiðslunámskeið á döfinni og eitt þeirra sérstaklega fyrir karlmenn. nam@frettabladid.is Ástvaldur var við æfingar heima hjá sér þegar ljósmyndara bar að garði. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR NÁMIÐ FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Hvað á að vera á myndinni? Nú, alls konar LITIR auðvitað!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.