Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 26
Það eru fréttir úr pólitíkinni þegar sá sem mestu ræður í Framsóknar- flokknum tilkynnir okkur að það verði Siv, sem þingflokkur þeirra hefur ákveðið að víki úr ráðherra- stóli Framsóknar, vegna umsam- inna breytinga innan stjórnarflokk- anna 15. sept. næstkomandi. Mér fannst Siv koma inn í íslensk stjórn- mál eins og bjartur, hlýr og öflugur stormsveipur, í leðurgallanum á mótorhjólinu.Hún var ekki í líki þeirrar ímyndar sem við stelpurnar erum settar til að gegna, að vera til hliðar þegar á þarf að halda, en þegja þegar aðrir vilja hafa orðið. Siv skildi, þorði og vildi og lét vita af því af fullum krafti. Það var þess vegna sem hún gat. Í framgöngu sinni í ríkisstjórn hefur hún ekki skotið sér undan ábyrgð. Hún hefur verið í fremstu víglínu í Kárahnúkadeilunum. Verkahringur hennar hefur ekki bara náð yfir allt okkar land og landhelgi, heldur hefur hún haft allan heiminn undir. Ég verð að við- urkenna að ég er ekki fróð um nema tvö af afrekum hennar, annað að hún lét hreinsa olíuna úr Seyðis- firði, hitt að hún friðaði rjúpuna. Stærsta mengunarslys sem orðið hefur við strönd Ísland hafði verið varðveitt í 56 ár hér í Seyðisfirði þegar Siv kom og upprætti það – olíuflóðið úr El Grillo. El Grillo var olíuflutningaskip sem var sökkt hér inni við bæjarbryggju í stríð- inu 10/2 1944 fullhlöðnu af olíu. Síð- sumardag 18/9 2001 er Siv mætt hér í firðinum okkar að þreifa sjálf á óþverranum sem drepur fuglinn í fjörunni. Það er norðaustansteyta í veðrinu og þoka niður í miðjar hlíð- ar. Bátur með búnaði og mönnum tekur ráðherrann við bryggju að flytja hann út á fjörð í olíuflekkinn. Ég bíð í bíl á bryggjunni og rifja upp ráðherrana sem Austurland átti á þessu 56 ára tímabili sem ekkert gerðist í hreinsunarmálum hér. Þeir voru: Fjármálaráðherr- ann sem tók við stríðsskaðabótun- um frá Bretum í ríkissjóðinn, sjávarútvegsráðherrann sem í stríði og friði stækkaði landhelgina okkar fyrst í 12 mílur, og síðan í 50 mílur, iðnaðarráðherrann, sem kom Eyjabakkavirkjun á koppinn, þennan sem harðast hefur barist fyrir því að virkjun verði aldrei reist á Austurlandi. Og mennta- málaráðherrann, sem lét reisa stór- hýsið í Efstaleiti yfir „Útvarp Reykjavík“ og sjónvarpið. Ég hugsa líka til umhverfisverndar- sinnanna, sem sáu sér aldrei fært að leggja málstað okkar lið, ekki einu sinni í framhjáhlaupi þegar þeir fóru upp á hálendið til að koma í veg fyrir að á Austurlandi risi raf- orkuver. Þessara sem aldrei lögðu rjúpunni lið og láta nú í friði lóu- og hrossagauksskyttur. Siv kemur að landi með kol- svartar hendur úr olíunni. Mér er til efs að nokkur ráðherra annar hafi snert á þessum óþverra nema hún. Með harðfylgi tekst henni að fá fjármuni til hreinsunar. Þakk! Suðurnesjamenn fyrir Siv. Ég gleymdi því ekki þarna á bryggj- unni að Austfirðingar áttu utanrík- isráðherrann og hugsaði áreiðan- lega „þakk“ til hans þá. Núna hugsa ég: Var það vegna framgöngu Sivjar í hreinsunarmál- inu á Seyðisfirði sem henni er fórn- að úr ráðherraliði flokksins? Eða er það vegna þess að ungherjarnir í flokknum eiga rándýra veiðigalla og hríðskotabyssur, en fá ekki að veiða rjúpur? Og eru það þeir sem eru að skjóta lóurnar og hrossa- gaukana núna og eru hræddir um að ef Siv yrði ráðherra í einhverju ráðuneyti í næstu ríkisstjórn, þá yrði það bannað líka? Höfundur er húsmóðir á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, sem var for- sætisráðherra Íslands frá 1964 til 1970, „hótaði því brúnaþungur á bak við tjöldin [í landhelgisdeil- unni við Breta árið 1960] að Ísland gengi úr Atlantshafsbandalaginu ef herskip hennar hátignar færu aftur inn fyrir 12 mílna línuna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í ritgerð um Bjarna í bókinni Forsætisráðherr- ar Íslands sem kom út í gær. Í bókinni eru þættir um íslenska forsætisráðherra frá upphafi en þeir eru 24 að tölu. Eru höfundar jafn margir, fræðimenn, blaða- menn, stjórnmálamenn og áhuga- menn um sögu. Guðni segir um viðbrögðin við hótun Bjarna: „Þetta var mest „bluff“ og „blackmail“, sögðu breskir embættismenn en þó mátti greina kvíða í þeirra röðum og ekki síður í Washington“. Upplýsingar Guðna koma verulega á óvart og gefa aðra mynd af hinum varfærna stjórnmálaleiðtoga en viðtekin hef- ur verið. Bjarni var á sínum tíma helsti forvígismaður aðildar Ís- lands að NATO og undirritaði sátt- málann fyrir Íslands hönd. Þegar ráðherrar í vinstri stjórninni beittu opinberlega sams konar hótunum gagnvart NATO í þorskastríðinu 1972 til 1973 brugðust forystumenn Sjálfstæðisflokksins ókvæða við og sökuðu þá um ábyrgðarleysi í mál- flutningi. Eftirlit með pólitískum andstæðingum Guðni segir frá því að eftir að að- súgur var gerður að Bjarna sem ut- anríkisráðherra vorið 1949, þegar deilt var um inngönguna í Atlants- hafsbandalagið, hafi sérstök örygg- isgæsla um tíma verið við heimili hans. Síðan bætir Guðni við án þess að geta heimildar: „Eins má álykta að eftirlit með pólitískum andstæð- ingum stjórnvalda hafi aldrei verið meira á Íslandi en næstu ár þar á eftir. Bjarni Benediktsson réð miklu um það“. Fréttablaðið sendi Guðna fyrirspurn um það á hverju þessi ummæli væru byggð og barst eftirfarandi svar: „Þessi ályktun er grundvölluð á nokkrum heimildum, staðreyndum og túlkunum: - Björn Bjarnason hefur skýrt frá því að eftir 30. mars 1949 var um skeið öryggisgæsla við heimili hans, eins og ég nefndi örugglega í greininni. Það er rökrétt að stjórnvöld hafi ekki aðeins látið það duga. - Bandaríkjamenn héldu lista um „kommúnista“ á Íslandi og sömdu hann eftir uppl. m.a. frá ísl. stjórn- völdum. Þetta er löngu vitað, sbr. rannsóknir Vals Ingimundarsonar. - Í öllum okkar grannlöndum var eftirlit með pólitískum and- stæðingum stjórnvalda á þessum árum, t.d. í Noregi. Engin ástæða er til að ætla annað en að svo hafi líka verið hér. - Ég hef breskar heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld höfðu og uppfærðu lista með „kommúnist- um“, svo seint sem ca. 1971-72. Þetta var talið nauðsynlegt til að gæta öryggis ríkisins. Hafi það verið hald manna þá, þá voru rökin enn ríkari 1949. - Ég bar ályktunina undir heim- ildarmann sem ætti að þekkja til. Henni var ekki vísað á bug. Svo má spyrja í hverju eftirlitið var fólgið. Hvort það voru t.d. símahleranir eins og víða annars staðar. Um það vil ég ekki segja eins og sakir standa. Það má varast að gera of mikið úr þessu. Kannski var listinn ekkert annað en síma- númer og heimilisföng úr síma- skránni“ Tengsl við Bush-fjölskylduna Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er höfundur kafl- ans um Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra, sem margir hafa beðið eftir með nokkurri eftir- væntingu. Kaflinn er afar læsileg- ur en athygli vekur að Styrmir, einn höfunda, tilgreinir engar heimildir, hvorki skriflegar né munnlegar. Ætla má að hann byggi skrif sín á samtölum við forsætis- ráðherra og nánustu trúnaðarmenn hans. Styrmir heldur því fram að styrkleiki Davíðs Oddssonar í sam- skiptum við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands að undan- förnu byggist á persónulegum tengslum hans við fjölskyldu Bush, núverandi forseta. Snemma á ferli sínum hafi Davíð komist í samband við yngri bróður Bandaríkjaforseta og hafi það komið sér vel meðan faðir þeirra, George Bush eldri, var forseti. Þá hafi Davíð frá því að Bush yngri var kosinn forseti lagt áherslu á að rækta tengsl við hann á þeim fundum sem þeir hafi sam- eiginlega sótt með öðrum leiðtog- um Atlantshafsbandalagsins. „Veitti Davíð honum stuðning á þeim vettvangi þegar fáir aðrir voru tilbúnir til. Bandaríkjaforseti hefur tekið eftir þessu eins og marka má af kveðjum sem Davíð Oddssyni hafa borist frá Hvíta hús- inu,“ segir Styrmir. Styrmir fullyrðir í ritgerðinni að misserum saman hafi embættis- menn í Washington lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir að Bush Bandaríkjaforseti fengi upp- lýsingar um stöðu mála á Íslandi. „Það var ekki fyrr en Robertson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði Bush grein fyrir ágreiningsmálum Íslands og Bandaríkjanna sumarið 2003 að Bandaríkjaforseti fékk vit- neskju um að ekki væri allt með felldu í samskiptum þjóðanna,“ skrifar Styrmir og bætir við: „Þessar upplýsingar veitti fram- kvæmdastjórinn Bush að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra við- stöddum en í óþökk hans. Þá kom í ljós að Bush hafði ekki gleymt þeim stuðningi sem Davíð Oddsson hafði veitt honum á sameiginlegum fundum leiðtoga Atlantshafsbanda- lagsríkjanna. Hann sneri sér að Rumsfeld, Powell utanríkisráð- herra, sem einnig var staddur í Hvíta húsinu, og Condoleezzu Rice, ráðgjafa sínum um öryggismál, og sagði: Við verðum að hjálpa Íslend- ingum.“ Leynifundur í Höfða Fleira er í ritgerð Styrmis sem ekki hefur komið fram áður svo kunn- ugt sé. Þannig segir hann frá löng- um fundi sem ritstjórar Morgun- blaðsins áttu með Davíð Oddssyni í Höfða, húsi borgarstjórnar, þegar spurðist að Davíð, þá borgarstjóri, ætlaði að bjóða sig fram gegn Þor- steini Pálssyni til formennsku í Sjálfstæðisflokknum fyrri hluta árs 1991. Orðrétt segir: „Skoðanir voru skiptar og annar [ritstjór- anna] gekk hart að borgarstjóran- um vegna fyrirætlana hans með til- vísun til framangreindra röksemda [að leita hefði átt samkomulags við Þorstein um að hætta]. Þá sagði Davíð: Þú mátt ekki ganga svona hart að mér. Ég er miklu viðkvæm- ari fyrir þessu sjálfur en þið kanns- ki haldið.“ Ljóst er af frásögninni að fund- urinn í Höfða var það sem kalla má „pólitískan leynifund“; ritstjórarn- ir, Matthías og Styrmir, voru þar ekki sem blaðamenn, enda birtist engin frásögn af fundinum í blaði þeirra, heldur voru þeir að reyna að hafa áhrif á stjórnmál í Sjálf- stæðisflokknum. Gengur þetta þvert gegn nýlegri yfirlýsingu í rit- stjórnargrein í Morgunblaðinu þar sem borin voru til baka skrif hér í Fréttablaðinu um skipulega við- leitni ritstjóranna um árabil til að hafa áhrif á íslensk stjórnmál að tjaldabaki. Örlagaríkasta ákvörðunin Athygli vekja einnig þær getgátur Styrmis, sem ætla má að byggðar séu á samtölum við Davíð Oddsson, um ástæður þess að forsætisráð- herra beitti sér fyrir því að Lands- bankinn var seldur Björgólfi Guð- mundssyni og Björgólfi Thor syni hans í stað þess að fara í dreifða eignasölu eins og upphaflega var áformað. Hafi Davíð „talið nauð- synlegt að Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“ í ljósi þess að Jón Ásgeir Jó- hannesson og viðskiptafélagar hans voru á sama tíma að reyna að eignast Íslandsbanka og framsókn- armenn Búnaðarbankann. Styrmir telur bankasöluna örlagaríkustu ákvörðun á stjórnmálaferli Davíðs: „Þar með var grundvöllur lagður að algerri uppstokkun í viðskipta- lífinu með þeim afleiðingum að ýmsir bakhjarlar Sjálfstæðis- flokksins í áratugi viku til hliðar með mikla fjármuni en lítil áhrif.“ Samtíminn speglast með ýms- um hætti í sumum ritgerðanna í bókinni. Þannig segir Björn Bjarnason ráðherra: „Jón Þorláks- son var kjölfesta í íslenskum stjórnmálum á miklum umbrota- tímum. Hann var ekki allra, hefði líklega ekki verið talinn hafa kjör- þokka (!) nú á tímum en hann naut trausts og virðingar.“ Og orð Davíðs Oddssonar um símamálið í þætti um Hannes Hafstein „kallast á“ við fjölmiðlamálið sem var í full- um gangi þegar hann skrifaði kafl- ann: „Mikill æsingur er gerður svo landið allt að því logar. Er engu lík- ara en andstæðingar ráðherrans telji að símamálið geti orðið honum að falli. Stóryrðin eru mörg og klögumál og landráðabrigsl hvergi spöruð. Andstæðingarnir vita að Hannes er sátt- og samvinnufús í gerðinni og binda vonir við að þeir eiginleikar leiði til þess að hann gefi sig ef atgangur sé nægur.“ ■ 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR18 Bjarni Ben hótaði úrsögn úr NATO Forsætisráðherra- bókin komin út. – Vísbendingar um pólitískar njósnir á kaldastríðsárunum. – Tengsl Davíðs við fjölskyldu Bush forseta réðu úrslitum um varnarviðræður. – Ritstjórar Morgunblaðsins á leynifundi með Davíð 1991. ,, MENN OG MÁLEFNI GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Umhverfisráðuneytið og Siv Friðleifsdóttir UMRÆÐAN KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR SKRIFAR UM RÁÐHERRAMÁL FRAMSÓKNAR BJARNI BENEDIKTSSON Guðni Th. Jóhannesson telur að Bjarni hafi látið fylgjast með pólitískum andstæðingum stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. FORSÆTISRÁÐHERRABÓKIN Í bókinni eru ritgerðir um alla þá sem gegnt hafa emb- ætti ráðherra Íslands og forsætisráðherra á hundrað ára tímabili, frá 1904 til 2004.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.