Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 2
2 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Fyrirtækið Vélar og þjónusta sem seldi landbúnaðar- vélar er gjaldþrota. Allir 39 starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið vinnu hjá nýstofnuðu fyr- irtæki í eigu sömu fjölskyldu; Vélar og þjónusta ehf. KB banki vildi ráða starfsmennina til sín til að hámarka rekstrarvirði félags- ins fyrir uppgjör þess. Stefán Bjarnason, fjármálastjóri og eig- andi Véla og þjónustu, segir starfsmennina hafa hafnað boði bankans. Eftir á að auglýsa eftir kröfum í þrotabúið en talið er að þær nemi um einum milljarði króna. Stefán er ósáttur við vinnu- brögð KB banka. Hann segir reksturinn hafa verið að rétta sig við eftir gríðarlegt tap í kjölfar lágs gengis krónunnar. Útlit hafi verið fyrir rúmlega þrjátíu millj- óna króna hagnað á árinu. Eig- endur fyrirtækisins hafi óskað eftir fresti til 25. september til að leita endurfjármögnunar og bregðast þannig við innheimtu allra krafna bankans, sem séu 65- 70 prósent af heildarkröfum fyr- irtækisins. Það hafi ekki gengið eftir né fimmtán daga frestur sem skilyrtur sé í greiðsluáskor- unni. „Fimm dögum eftir fund með bankanum var hann búinn að loka öllum tékkareikningum fé- lagsins. Frysta allar birgðir og útistandandi kröfur,“ segir Stef- án. Stefán óttast að KB banki sé að reyna að sölsa undir sig ábata- saman rekstur. Bankinn hafi leit- að eftir að endurráða starfsfólkið og halda rekstrinum áfram: „Frá okkar bæjardyrum séð lítur út fyrir að þeir hafi hreinlega ætlað að bola okkur út úr fyrirtækinu og njóta hagnaðarins sem loksins náðist eftir margra ára baráttu.“ Helgi Sigurðsson, yfirlögfræð- ingur KB banka, segist aðeins óska eftir gjaldþrotaskiptum fyr- irtækja telji hann aðrar leiðir ófærar: „Þeir gátu ekki sýnt fram á að félagið gæti staðið við fjár- hagslegar skuldbindingar sínar.“ Helgi segir það í höndum skiptastjóra hvernig eignir fé- lagsins verði hámarkaðar til að greiða kröfur þess upp. „Þegar félag verður gjaldþrota skiptir miklu máli að reyna að tryggja rekstrarvirði þess. Það er gert til hagsbóta fyrir þá sem eiga kröfu í fyrirtækinu en ekki til þess að einstakir hluthafar stofni nýjar kennitölur og hirði út eignir þess. Það er hin almenna regla gjald- þrotalaga.“ gag@frettabladid.is Á SKEIÐAVEGI Steypubíllinn valt þegar hundur hljóp í veg fyrir hann. Umferðarslys: Hundur olli óhappi SLYS Steypubíll frá Steypustöðinni valt á Skeiðavegi við Brautarholt um tvöleytið í gær. Bílstjórinn missti vald á bílnum með þessum afleiðingum eftir að hundur hljóp í veg fyrir bílinn. Ökumaðurinn var fluttur til skoðunar á heilsu- gæsluna á Selfossi, en hann slapp nær ómeiddur. Aðra sögu er að segja af hundinum, en hann drapst. Bíllinn skemmdist tals- vert. Slökkvilið hreinsaði upp steypu og olíu sem runnu frá bíln- um. ■ Það er samvinnuverkefni. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, hefur sagt að Sundabraut verði sett í forgang fram yfir framkvæmd mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. SPURNING DAGSINS Árni Þór, hver ræður forgangsröðun- inni á þínu heimili? Þyrlur Varnarliðsins: Sóttu slasaðan sjómann SLYS Þyrlur bandaríska hersins á Keflavíkurvelli sóttu slasaðan mann um borð í rússneska herskip- ið Admiral Chabanenko rúmar tvö- hundruð sjómílur suður af landinu í gær. Það var skömmu upp úr hádegi sem stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar barst ósk um aðstoð. Læknir um borð í skipinu hafði gert aðgerð á hinum slasaða en nauðsynlegt var talið að flytja hann á sjúkrahús. Tvær þyrlur varnarliðsins fóru af stað en óskað var eftir fylgdar- flugvél frá Landhelgisgæslunni þar sem um langan veg var að fara. Þyrlurnar lentu með manninn við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi skömmu fyrir klukkan sex.klukkan sex. ■ FYRIRTÆKIÐ VÉLAR OG ÞJÓNUSTA Eigendur fyrirtækisins Vélar og þjónusta ætla að starfrækja nýtt fyrirtæki í sama rekstri áfram undir sama nafni. Þeir leita endurfjármögnunar hjá öðrum bönkum eftir að KB banki krafðist greiðslu allra krafna hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vélar og þjónusta var keyrt í þrot Barist er um innviði fyrirtækisins Vélar og þjónusta sem er gjaldþrota. Allir 39 starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið vinnu hjá sömu eigendum, sem segja KB banka hafa reynt að sölsa undir sig reksturinn. BORGARMÁL Tillaga sjálfstæðis- manna í samgöngunefnd Reykja- víkur um að ráðast í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut svo fljótt sem auðið er var felld af meirihluta R- listans. R-listinn samþykkti aftur á móti eigin tillögu um að vinna áfram að því að bæta umferðaröryggi á gatnamótunum. R-listinn hyggst ekki ráðast í gerð mislægra gatna- móta á næstu árum heldur fjölga akreinum og bæta skipulag gatna- mótanna eins og þau eru. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-list- ans, hefur lýst því yfir að Sunda- brautin verði sett í forgang. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, seg- ir ekki nægjanlegt að bæta gatna- mótin með þeim hætti sem R-list- inn hyggist gera. Hann segir það vissulega vonbrigði að R-listinn skyldi hafa fellt tillögu sjálfstæð- ismanna því afar brýnt sé að gera mislæg gatnamót á staðnum sem allra fyrst enda slysatíðni þar mikil. „Sú tíu ára töf sem orðið hefur á hönnunar- og skipulagsvinnu borgaryfirvalda vegna gatna- mótanna er stórlega ámælis- verð,“ segir Kjartan. „Á þessari töf bera fulltrúar R-listans fulla ábyrgð.“ Kjartan segir að sjálfstæðis- menn séu alls ekki mótfallnir því að framkvæmdum við Sunda- braut verði hraðað. Þeir vilji ein- faldlega ekki að það verði gert á kostnað mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrar- braut. ■ MISLÆG GATNAMÓT Talið er að kostnaður við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði tæpir þrír milljarðar króna. TE IK N .: SI G U RÐ U R VA LU R SI G U RÐ SS O N Tillaga sjálfstæðismanna um mislæg gatnamót felld í samgöngunefnd: Reykjavíkurlistinn stendur fastur við sitt Skotið af rifflum við malargryfjuna í Bolöldu: Starfsmenn voru í hættu LÖGREGLUMÁL Tveir menn skutu af rifflum innan um starfsmenn mal- argryfjunnar í Bolöldu, rétt vest- an við Litlu kaffistofuna, í gær- morgun. Mennirnir óku gömlum rauðum Pajero-jeppa. Þeir voru farnir þegar lögreglan á Selfossi kom á staðinn. Lögregla lítur mál- ið alvarlegum augum og biður þá sem kunna að vita hverjir voru þarna á ferð að láta vita. ■ DÓMSMÁL Fjórir menn hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyr- ir brot á útvarpslögum sem fram- kvæmdastjórnarmenn Kaplavæð- ingar ehf. Mennirnir fjórir eru sak- aðir um að hafa tekið á móti læst- um útsendingum frá átta erlendum sjónvarpsstöðvum, opnað þær með myndlyklum, í þeim tilgangi að veita einstaklingum sem ekki voru áskrifendur aðgang að sjónvarps- útsendingunum. Efninu eru fjórmenningarnir sagðir hafa dreift til allt að 1650 manns í Reykjanesbæ gegn end- urgjaldi og án heimildar. Einn mannanna er ákærður fyrir að hafa brotið gegn útvarpslögum með þessum hætti frá árinu 2000 en hinir frá árinu 2002. Lögreglan stöðvaði útsendingar félagsins um miðjan janúar síðastliðinn. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar. Þá er þess einnig krafist að einkahlutafélög- in Kapalvæðing og DVD marg- miðlun, sem mennirnir eru í for- svari fyrir, verði dæmd til upp- töku á átta myndlyklum, mynd- mótorum og lykilkortum sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Norðurljós gera þá kröfu að Kapalvæðingu og mönnunum fjór- um verði gert að greiða félaginu rúmar 290 milljónir í bætur. En Norðurljós voru búin að kaupa sýn- ingarrétt á efni sem sýnt var í kap- alkerfinu. ■ Stangveiði: Búbót fyrir þjóðfélagið STANGVEIÐI Stangveiði leggur mun meira til þjóðarbúsins en áður hefur verið talið eftir því sem fram kemur í skýrslu um lax- og silungsveiði á Íslandi sem hag- fræðistofnun Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun unnu sam- kvæmt beiðni Landssambands veiðifélaga. Bein og óbein áhrif stangveiði innlendra og erlendra veiðimanna eru talin færa þjóðarbúinu allt að níu miljörðum króna á ári. Segir í skýrslunni að þótt stangveiði sé misjafnlega mikilvæg fyrir héruð landsins, leiki vart vafi á að sums staðar sé hún lífsnauðsynleg til að sveitir landsins megi dafna áram. Þá styður stangveiðin allt að eitt þúsund störf á landinu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S O FF ÍA S IG U RÐ AR D Ó TT IR Ákærður fyrir líkamsárás: Sló mann með glerglasi DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður af ríkissak- sóknara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa slegið annan mann í höfuð- ið með glerglasi þannig að glasið brotnaði. Málið var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn sem varð fyrir högg- inu hlaut djúpt skurðsár hægra megin við höku. Skurðurinn var um einum sentímetra frá hálsslag- æð mannsins auk þess sem hann hlaut mörg minni sár í andlitið. Krafist er að árásarmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu skaðabóta upp á rúmlega sex hundruð þúsund króna. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SLASAÐIST MINNIHÁTTAR Öku- maður vélhjóls slapp með skrám- ur eftir að lamb hljóp fyrir hjól hans rétt norðan við Botn í Hval- firði um klukkan sex í gær. Þegar lambið hljóp fyrir hjólið missti ökumaðurinn stjórn á því og rann ásamt hjólinu eftir malbikinu. Ákærðir fyrir brot á útvarpslögum: Um 290 milljóna krafist í bætur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.