Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 13
það er ekki mitt að segja til um hvenær eða hvort af þeim verður. Það væri óðs manns æði fyrir mig sem stjórnmálamann að útloka það.“ Hann segir liggja fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðna stefnu varðandi ESB. „Það liggur fyrir að minn flokkur hefur lagt í þetta mikla vinnu og mikla umræðu. Við verðum að hafa burði til að takast á við þetta, ef við getum ekki tekist á við þetta getum við ekki tekist á við framtíðina.“ Hann vill ekki segja að skoð- anaágreiningur sé um málið milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er áherslumunur. Ég veit ekki um neinn sem útilokar að þetta geti gerst. Menn hafa mismunandi sýn á hvenær við gætum staðið fram- mi fyrir þessari ákvörðun, eftir hvað mörg ár það yrði. Það er ekki skoðanaágreiningur.“ Síminn seldur á næstu mánuðum Halldór segist jafnframt sáttur við framlag sitt til aukinnar einkavæðingar og bendir á sölu ríkisbankanna sem dæmi. Að- spurður hvernig standi á töfinni á sölu Símans segir hann að breyt- ingar á mörkuðum í kjölfar árásanna 11. september 2001, þeg- ar áformað var að selja fyrirtæk- ið, hafi komið í veg fyrir að af því yrði. „Þá héldum við að mikilvæg- ast væri að fá erlend fyrirtæki inn í Símann. Nú erum við sann- færðir um að innlendur markað- ur ræður fyllilega við rekstur- inn. Það vantar enga erlenda þekkingu. Við trúum því að Sím- inn í höndum innlendra aðila gæti verið fyrirtæki sem færi í heilmikla útrás.“ Hann segist telja að verðmæti Símans hafi verið að aukast, hins vegar hafi ekki legið á að selja. „Það hefur ekki verið nein krísa sem hefur komið upp og það er mikilvægt að við vöndum okkar verk.“ Spurður hvenær af sölunni verði segir hann að Síminn verði seldur á næstu mánuðum. Hann segir engan áherslumun vera milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi sölu Símans. „Bæði sjálfstæðismenn og framsóknar- menn vilja að dreifikerfið verði sem best. Upplýsingahraðbrautin er orðin grundvöllur svo margs, möguleika byggðarlaga, mögu- leika fyrirtækja. Við viljum öll hafa þetta sem fullkomnast.“ Hann segir fulla samstöðu um að bæta eigi dreifikerfið og ef til vill verði hluti af hagnaði fyrir- tækisins nýttur til þess. Hins veg- ar eigi eftir að skilgreina það frekar. „Við getum ekki farið að selja fyrirtækið með einhverjum óskilgreindum skuldbindingum. Við verðum að ákveða hvað við ætlum að verja miklu í þetta og hvaða markmiðum við ætlum að ná.“ Lækkun tekjuskatts hefur forgang Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósent á næsta ári. Sjálf- stæðismenn eru sagðir vilja lækka virðisaukaskatt á matvæl- um úr 14 prósentum í 7 prósent en framsóknarmenn hafa verið hik- andi við að samþykkja það. Spurður um hvort sjálfstæðis- menn fái sínu framgengt um lækkun virðisauka segir Halldór að það snúist fyrst og fremst um hvaða svigrúm ríkisstjórnin telji sig hafa. „Við reiknuðum með því í síðustu langtímaáætlun fjárlaga að við gætum varið um 20 milljörðum til þessara mála. Það hefur ekkert breyst. Flokk- arnir hafa talið tekjuskattinn eiga að hafa forgang. Þar á eftir eigi eignaskatturinn að koma vegna þess að fyrirætlanir voru um að eignaskatturinn félli niður þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp. Svo töldu báðir flokkarnir mikilvægt að hækka barnabætur og bæta þannig hag barnafjölskyldna. Svo verður að ráðast hvaða viðbótarsvigrúm við höfum, það á eftir að koma betur í ljós.“ Ekki mikill tími fyrir frístundir Spurður hvernig hann verji frí- stundum sínum segir Halldór að þær séu því miður ekki nægilega margar. „Ég geng heilmikið um og stunda líkamsrækt, sem er í raun hluti af minni vinnu. Ég fer á skíði ef ég get. Ég reyni jafnframt að verja tíma með fjölskyldunni, en hann er ekki nægur. Ég hef gaman af myndlist og tónlist og spila brids með félögunum. Þannig að ég hef ýmis áhugamál,“ segir hann. Halldór hefur yndi af myndlist. Aðspurður segist hann hrifinn af alls kyns myndlist, bæði nútímalist og gömlu meisturunum. Hann hafi hins vegar alltaf verið veikur fyrir málverkum. Tónlist er einnig í miklu uppá- haldi hjá Halldóri. „Ég hef alltaf verið veikur fyrir djasstónlist. Í gamla daga var ég mjög hrifinn af Bítlunum og Rolling Stones og elti uppi hljómsveitir þegar ég var unglingur. Ég fór á tónleika bæði með Bítlunum og Rolling Stones og fleiri hljómsveitum. En í seinni tíð hef ég meira og meira gaman af sí- gildri tónlist, það fylgir aldrinum.“ Spurður hvort hann hafi verið meiri bítlaaðdáandi eða stónsari segist hann hafa verið hrifnari af Stones á sínum tíma. „En svo tóku Bítlarnir dálítið yfir. Þeirra tónlist var fallegri en Rolling Stones var svona meira ryþma og blús og djass. Það var sá kraftur sem heill- aði mig. En þeir eru svo orðnir álíka gamlir og ég,“ segir hann og hlær. Að lokum er Halldór spurður hvað sé skemmtilegast við stjórn- mál? „Það er að hitta fólk og eign- ast góða vini. Það er það sem gefur stjórnmálunum mest gildi, allt þetta góða fólk sem maður hittir. Ég held að menn hitti ekki jafn- margt fólk í neinu öðru starfi.“ ■ 13MIÐVIKUDAGUR 15. september 2004 Grétar Mar Jónsson: Þarf að skila þjóðinni kvótanum SJÁVARÚTVEGUR „Ég er ekki sam- mála því að stærstu deilumál séu afgreidd. Það er fullt af fólki á landsbyggðinni sem ekki er sátt við kerfið. Fólkið er atvinnulaust, í verðlausum eignum, því búið er að stela kvótanum af þeim,“ segir Grétar Mar Jónsson, varaþing- maður Frjálsynda flokksins, um- ummæli, Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra, á opnum stjórnmálafundi á Hornafirði. Þar sagði Árni fiskveiðistefnuna vera komna í eitt kerfi og að stærstu deilumál væru afgreidd. Grétar Mar segir langan veg frá því að einhver sátt ríki á með- an verið er að verja stærsta þjófn- að Íslandssögunnar. Ekki sé hægt að ná sátt eða samkomulagi um eitt né neitt þegar búið er að taka lífsbjörgina frá fólki og því verði sjávarútvegsráðherra og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni að átta sig á. Hann segir að hægt verði að vinna saman að einhverju inn í framtíðina þegar búið verði að skila þjóðinni aftur kvótanum sem tekinn var frá henni. ■ Veiðimenn: Hvattir til að hlífa blesgæs FUGLAR „Ég hef bent á að bles- gæsastofninn eigi undir högg að sækja og hef því hvatt veiðimenn til að hlífa honum,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur og skotveiðimaður. Arnór segir eitthvað vera að á varpstöðvum blesgæsarinnar sem valdi því að ungar komist ekki á legg. Ekki er vitað hvers vegna blesgæsum fækki en Arnór segir veiðina ekki orsökina því gæsum fækkaði þótt ekkert væri veitt úr stofninum. Veiðin flýti hins vegar fyrir fækkun því ungar séu ekki nógu margir til að koma í stað veiddra fugla. ■ GRÉTAR MAR JÓNSSON Hann segir ekki hægt að ná sátt eða sam- komulagi þegar búið sé að taka lífsbjörg- ina frá fólki og á því verði sjávarútvegsráð- herra að átta sig á. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði. Um er að ræða tillögu að breytingu á deili- skipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal en skipulag þess var samþykkt var í borgarstjórn þann 5. febrúar 2004. Breytingin lýtur að lóðinni nr. 5-9 við Rafstöðvarveg þar sem gert er ráð fyrir að rísi orkuminjasafn, fræðslustofa, fornbílasafn og skrifstofur. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað þess að byggingarreitur á lóðinni skiptist í 4 hluta verði honum skipt í þrjá hluta. Þá er leyfilegt byggingarmagn á lóðinni minnkað og verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,5 eftir breytinguna en var 0,73. Bílastæða- þörf minnkar úr 109 stæðum í 97. Þá heimilar tillagan að rífa megi turnbyggingu við Aðveitu- stöð 11 sem stendur á lóðinni nr. 14 við Raf- stöðvarveg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 15. september til og með 27. október 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 27. október 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 15. september 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á SÍÐASTA DEGI SÍNUM Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU Aðspurður segist Halldór aldrei hafa stefnt beinlínis að því að verða forsætisráðherra. „Þetta er meira eitthvað sem hefur gerst. Það er nánast ekki hægt að skipuleggja pólitíska framtíð. Þá fer illa. Menn verða hins vegar að vera tilbúnir að taka að sér þau verkefni sem fyrir liggja.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N SJÁVARÚTVEGUR Umhverfisverndar- samtökin Monteray Bay Aquari- ætla að hætta að dreifa áróðri um að íslenski þorskurinn sé í útrým- ingarhættu. Þetta kemur fram í svari samtakanna við bréfi utan- ríkisráðuneytisins þar sem gerðar voru athugasemdir við fullyrðing- ar samtakanna sem birtust í bæk- lingi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada. Þar voru þeir hvattir til að leggja sér ekki íslenskan þorsk til munns. Bæklingnum var dreift í rúmlega tveimur milljónum ein- taka í matvöruverslanir, veitinga- staði, skóla og fyrirtæki í mat- væla- og fiskiðnaði. Utanríkisráðu- neytið hvatti samtökin til að leið- rétta rangfærslur sem fram komu í honum. ■ Umhverfisverndarsamtök um íslenska þorskinn: Áróður dreginn til baka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.