Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 16
Skýr svör og óskýr Viðtal Morgunblaðsins við Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra, um síðustu helgi vakti athygli, en þó kannski síst fyrir þær sakir að það hafi birst í Morgunblaðinu. Þar fór Davíð mikinn á köflum og ljóst að vopnin leika vel í höndum hans sem fyrr og gildir þá einu þótt hann hafi átt við erfið veik- indi að stríða. Ritstjóri Morgunblaðsins leggur út af þessu viðtali í blaði sínu á mánudag og segir Davíð hafa tekið „af skarið um pólitíska framtíð sína“ og segir svör hans „skýr“. En eru þau það? Miklu nær er að segja að Davíð haldi öllu opnu; hann kveðst „ekki alveg“ til- búinn að setjast í helgan stein og „ef“ hann fái ekki nægilega krafta til að standa í sínu starfi þá sé „viðbúið að hætta því“. Eru þetta skýr svör? Heldur öllum volgum Áfram heldur leiðari Moggans og vitn- ar til þess að Davíð var spurður í við- talinu hvort hann hygðist leita eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðis- flokksins. Og Davíð hafi svarað því til að landsfundur verði „væntanlega“ í nóvember á næsta ári og að hann „geri ekki ráð fyrir öðru en að svo verði“. Altso, að hann haldi áfram sem formaður. „Þetta eru skýr svör,“ segir leiðarahöfundur blaðsins – en aftur er við hæfi að spyrja; eru þau það? Davíð Oddsson hefur á merkilegum stjórn- málaferli sínum sjaldnast talað nokkra tæpitungu – en af þessu ágæta viðtali má hins vegar ráða að hann heldur einfaldlega öllu opnu. Með öðrum orðum heldur hann öllum volgum, jafnt eigin flokksmönnum og skjálf- andi framsóknarmönnum sem hafa ekki hugmynd um hvaða svigrúm Halldór Ásgríms- son fær til að stjórna á næstu mánuðum. Klókt hjá Davíð, eins og alltaf. En þetta eru ekki skýr svör. Ellefta september árið 2001 dóu þrjátíu þúsund börn úr fátækt. Fáir tóku eftir þessum dauðsföll- um aðrir en foreldar, systkini og nágrannar þessara barna. Tala hinna látnu er þó vel þekkt. Eng- inn dagur líður svo á þessari jörð að ekki deyi eitthvað í kringum þrjátíu þúsund börn af þeirri ástæðu einni að foreldar þeirra eru fátækt fólk sem hvor- ki hefur aðgang að hreinu vatni né sæmilegri fæðu fyrir börnin sín. Þennan sama dag dóu líka þrjúþúsund saklausir menn vegna hryðjuverka í New York. Sá atburður breytti heiminum. En þó ekki fyrir alla. Og ekki til hins betra. Frá því árásin var gerð á New York hafa um það bil þrjátíu milljónir barna dáið úr fátækt. Tíu þúsund sinnum fleiri en dóu í árásinni fyrir þremur árum. Og að minnsta kosti ein til tvær milljónir manna til viðbót- ar hafa dáið vegna stríðsátaka sem fáir taka eftir vegna þess að þau eru ekki inni á dagskrá heimsmálanna sem í þrjú ár hef- ur verið mótuð af stríðinu gegn hryðjuverkum. Og enn aðrar milljónir manna hafa dáið úr sjúkdómum sem auðvelt hefði verið að lækna þá af fyrir lítið brot af þeirri upphæð sem stríð- ið í Írak er búið að kosta. Við, þessi hundruð milljóna manna sem horfðu á árásina á New York í beinni útsendingu, munum aldrei gleyma þessum atburði. Við horfðum á fólk stökkva í dauðann á flótta undan eldi og reyk og vissum um leið að þúsundir annarra voru að kafna, stikna eða kremjast í því helvíti sem við sáum þarna opn- ast. Við vissum að þessi hrylling- ur myndi hafa djúp og jafnvel varanleg áhrif á gang heims- mála. En af hverju vissum við það? Dóu ekki álíka margir, þrjú þús- und manns, í fjöldamorðunum sem Ariel Sharon setti af stað í flóttamannabúðum Palestínu- manna í Líbanon fyrir tuttugu árum? Var síður óhugnanlegt að vita til þess að þrjú þúsund sak- lausir Palestínumenn, að mestu leyti konur, börn og gamal- menni, voru drepnir í hreysum sínum af vígasveitum sem nú- verandi forsætisráðherra Ísrael hleypti inn í búðirnar og aðstoð- aði? Ariel Sharon. Maðurinn sem oftast allra erlendra þjóðarleið- toga gengur út og inn úr Hvíta húsinu enda staðfastastur allra hinna staðföstu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Af hverju breyttu þessi fjöldamorð á al- saklausu fólki ekki heiminum? Pólitíkin er bara ekki þannig. Palestínumennirnir sem dauða- sveitirnar murkuðu lífið úr höfðu verið landlausir flótta- menn alla ævina, sumir allt frá fyrstu hrinu þjóðernishreinsana Ísraelsmanna í Palestínu. Þetta fólk hafði ekki unnið sér annað til sakar en að vera af máttlausri þjóð og á vondum stað. Morðin á því breyttu heldur engu. Þetta fólk átti ekkert bakland. Nema í Arabaheiminum þar sem mátt- laus reiði hinna valdalausu yfir þessu og þúsund öðrum skelfing- um fær stundum útrás með hin- um óskaplegasta hætti. Dauði þrjátíu þúsund barna úr fátækt á hverjum degi breytir heldur engu um heimsmálin. Og það þótt öllum sem til þekkja sé ljóst að unnt væri að bjarga þús- undum barna frá dauða á hverj- um einasta degi fyrir hluta af þeirri upphæð sem Bandaríkja- menn verja nú til stríðsins í Írak. Börnin deyja nefnilega ekki úr illvígum sjúkdómum sem lækna- vísindin ráða lítið við. Þau deyja flest úr niðurgangi sem orsakast af vondu vatni og lélegu fæði. Þúsundir fullorðinna deyja líka á hverjum degi úr sjúkdómum sem tiltölulega ódýr og vel þekkt lyf gætu bjargað þeim frá. Ekk- ert af þessu kemst hins vegar á dagskrá heimsmálanna. Ekkert af þessu er heldur nokkru sinni nefnt í kosningabaráttunni í auð- ugasta ríki heims, sem er nískast allra þróaðra ríkja á framlög til baráttu gegn fátækt. Þess í stað há menn alþjóðlegt stríð á for- sendum sem eru ekki bara falsk- ar heldur líka heimskulegar. Menn segja að árásin á New York hafi verið árás á lýðræði í heiminum, þótt augljóst sé að árásarefnið komi lýðræði ná- kvæmlega ekkert við. Ástæðuna var að finna í hugarheimi ofsa- trúarmanna sem vildu mótmæla veru bandarískra hermanna í Sádi-Arabíu og stuðningi Banda- ríkjanna við spillta konungs- stjórn í landinu. Margar ástæður þess að hryðjuverkamenn næstu ára eru nú framleiddir eins og á færibandi í Mið-Austurlöndum liggja í afskiptum Bandaríkj- anna af þessum heimshluta. Eina ástæða þess að þrjátíu þúsund börn munu deyja úr fátækt á þessum miðvikudegi er hins veg- ar afskiptaleysi. Utanríkisráð- herra Íslands sem lætur af emb- ætti í dag má eiga þakkir fyrir að afskiptaleysi okkar Íslendinga af hinum fátæku er dálítið minna en áður. ■ Þ egar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráð-herra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnar-innar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í lands- málum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystu- menn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úr- lausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa við að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist for- gangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almenn- um og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsátt- málans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þrið- ja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðis- kerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skip- brot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar. ■ 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Nýr forsætisráðherra er boðinn velkominn til starfa en hann þarf strax að bretta upp ermarnar. Halldór fær enga hveitibrauðsdaga ORÐRÉTT Vantar ekki bara gott bassabox í skottið? Það er í raun til skammar fyrir þjóðina að þjóðhöfðingjum og fyrirmönnum annarra þjóða sé boðið upp í 15 ára gamlar drusl- ur sem dópsalar og melludólgar þessara þjóða myndu ekki láta sjá sig á. Victor Urbancic um bílakost forseta- embættisins. DV 13. september Ætli hann bráðni ekki Sigríður segir að enn sé óvíst hvað verði um ísjakann eða það sem að eftir af honum verður að Íslandskynningunni lokinni. Morgunblaðið 14. september. Spenntur fyrir næsta slag Mannist sýnist þetta vera óskap- lega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona að það verði meira fjör en þetta! Davíð Oddsson. Fréttablaðið 14. september Kannski var góður vinnufriður í Stjórnarráðinu Mér finnst það heldur kaldrana- legt af Davíð að halda því fram að sérstakur vinnufriður hafi ríkt í hans valdatíð. Guðmundur Gunnarsson. Fréttablaðið 12. september Er hann þá kominn með plástur? Þorgrímur hættur í tóbakinu Fyrirsögn um Þorgrím Þráinsson. DV 14. september Einmitt það sem ég var að hugsa Með þessu er líka verið að hlut- gera menninguna og fortíðina. Að mínu mati helst það svo í hendur við hlutgervingu fram- tíðarinnar í nýjustu neysluvör- unum. Valdimar Tr. Hafstein. DV 14. september FRÁ DEGI TIL DAGS Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa við að koma þeim verk- efnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG FÁTÆKT OG HRYÐJUVERK JÓN ORMUR HALLDÓRSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Eina ástæða þess að þrjátíu þúsund börn munu deyja úr fátækt á þessum miðvikudegi er hins vegar afskiptaleysi. ,, Tíu þúsund sinnum ser@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.