Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 28
„Já, ég ætla sko aldeilis að gera mér dagamun á afmælisdaginn,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar Fréttablaðið náði tali af henni þar sem hún var stödd á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær. „Ég á litla sjö ára ömmu- stelpu á Ítalíu. Hún er nafna mín og á sama afmælisdag og ég en ég fékk hana í afmælisgjöf fyrir sjö árum. Ég er á leiðinni í óvænta heimsókn til hennar,“ sagði Rannveig, sem er 64 ára í dag. „Ég var að koma frá Árósum þar sem ég hélt erindi um Ísland dagsins í dag hjá Norræna blaða- mannaskólanum. Ég er svo að fara á annan fund erlendis en ætla að bregða mér til Ítalíu á milli funda. Nú sit ég hér á flug- vellinum með pulsu og Pepsí og hugsa um hvað það verður gam- an að birtast óvænt á Ítalíu kvöldið fyrir afmælisdaginn okk- ar Rannveigar litlu og svo ætla ég að eiga yndislegan afmælis- dag með barnabörnunum. Ég fæ svo fimm til sex daga með þeim en aðalmálið er að vera hjá þeim á afmælisdeginum okkar. Þetta verður gasalega skemmtilegur dagur.“ Dóttir Rannveigar, Sigurjóna Sverrisdóttir, býr ásamt eigin- manni sínum, Kristjáni Jóhanns- syni óperusöngvara, og þremur börnum þeirra á Ítalíu og Rann- veig segist oft reyna að koma við hjá þeim þegar hún er á funda- flakki sínu um hinn stóra heim. „Barnabörnin eru þrjú á Ítalíu, tveir drengir 17 og 15 ára og svo hún litla nafna mín sem var að byrja í skóla. Svo er ég svo rík kona að ég á þrjú yndisleg barna- börn heima á Íslandi sem verða ekki hjá ömmu sinni á þessum af- mælisdegi.“ Þegar Rannveig er spurð hvort einhver einn afmælisdagur standi upp úr í gegnum tíðina stendur ekki á svari. „Afmælis- dagurinn fyrir sjö árum er mér auðvitað sérstaklega minnisstæð- ur en þá sat ég frammi í biðsal á sjúkrahúsi í Brescia á Norður- Ítalíu og beið eftir því að ömmu- stelpan kæmi í heiminn. Það var stórkostleg stund þegar Kristján kom hlaupandi fram og sagði að hún væri komin. Annars er ég svo heppin að eiga alltaf skemmtilega afmælisdaga þó þeir séu ekki endilega stórir. 15. september er góð dagsetning og virðist sitja vel í minni vina og vandamanna þannig að ef ég er heima þá fæ ég alltaf góðar heimsóknir sem ég met mikils og gera daginn af- skaplega ljúfan.“ ■ 20 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR AGATHA CHRISTIE Sakamálasagnahöfundurinn margrómaði fæddist á þessum degi árið 1890. AFMÆLI Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnu- maður er 26 ára. Ragnar Bragason kvikmyndagerðar- maður er 33 ára. ANDLÁT Klara Konráðsdóttir, frá Hofsósi, lést 9. september. Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, Íshússtíg 5, Keflavík, lést 9. september. Guðbjörn Sigfús Kristleifsson, Aspar- felli 4, lést 10. september. Ingvar Ásgeirsson, Dalbraut 27, Bíldu- dal, lést 10. september. Jóhannes Ingibjörn Ólafsson, fyrrv. for- stjóri Dósagerðarinnar, lést 11. septem- ber. Margrét Guðmunda Guðmundsdóttir, Akralandi 3, lést 11. september. Guðrún Kristjana Guðlaugsdóttir, frá Búðum í Hlöðuvík, lést 12. september. Gestur Guðmundur Þorkelsson lést 12. september. Knútur Hákonarson, Hraunbæ 170, lést 13. september. JARÐARFARIR 14.00 Ívar Haukur Antonsson verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 15.00 Valgerður Anna Eyþórsdóttir, (Lóa), Melbraut 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Páll Gunnar Jóhannsson, Hæðar- garði 35, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Á þessum degi árið 1954 fauk pils þokkagyðjunnar Marilyn Monroe upp um hana þar sem hún stóð yfir uppblæstri neðanjarðarlestar þar sem hún var við tökur á kvikmynd- inni The Seven Year Itch. Atvikið var ljósmyndað og sjálfsagt hefur aldrei verið tekin jafn útbreidd og fræg mynd af kvikmyndastjörnunni. Eiginmaður Marilyn, hafna- boltahetjan Joe DiMaggio, varð snælduvitlaus yfir myndatökunni, sem honum þótti bera sýnifíkn eiginkonu sinnar óheilbrigt vitni. Það kom líka á daginn að þau hjónin skildu skömmu síðar. Saga Marilyn Monroe er öllum kunn en hún var ein skærasta kvik- myndastjarna síns tíma. Henni var legið á hálsi fyrir að vera hæfileika- laus leikkona en seiðandi kynþokki hennar og augljós ást myndatökuvél- arinnar á henni tryggði henni þann ódauðleika sem allt fólk sem bröltir eftir framabrautinni þráir. Eftir skilnaðinn við DiMaggio reyndi Monroe að hasla sér völl í al- varlegri hlutverkum og fór í læri hjá Lee Strasberg í hinum virta leiklist- arskóla hans. Þá giftist hún leik- skáldinu Arthur Miller árið 1956. Hann skrifaði handritið að myndinni The Misfits sérstaklega fyrir hana en hún lék í myndinni, sem varð hennar síðasta, árið 1961. Þau Miller skildu skömmu fyrir frumsýningu myndarinnar og ári seinna lést gyðj- an af völdum ofneyslu svefnlyfja. ■ ÞETTA GERÐIST PILS MARILYN MONROE FAUK UPP UM HANA MEÐ EFTIRMINNILEGUM AFLEIÐINGUM 15. september 1954 Pilsaþytur hjá Monroe Óvænt afmælisboð á Ítalíu RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR: HELDUR UPP Á 64 ÁRA AFMÆLIÐ Á ÍTALÍU Fasteignafélagið Eik lét veggfóðra útvegg Þingoltsstrætis 3 með þúsund króna seðlum á mánudaginn og þannig fékk veggurinn að stan- da til klukkan níu í gær- kvöld en þá var fúlgunni flett af húsinu og hún gefin Umhyggju, félagi til styrktar langveikum börnum. Tilgangurinn með þessari nýstárlegu og djörfu veggskreytingu var annars vegar að vekja athygli forsvars- manna íslenskra fyrir- tækja á kostum þess að leigja atvinnuhúsnæði í stað þess að eiga það og hins vegar að vekja at- hygli á nýrri þjónustu- leið Eikar sem kallast fasteignaráðgjöf og leit. Þjónustan felur í sér að Eik finnur hentug at- vinnuhúsnæði fyrir við- skiptavini sína, kaupir það og leigir þeim svo. Veggfóðrið vakti að vonum athygli vegfar- enda í gær og veggurinn var vitaskuld vaktaður aðfaranótt þriðjudagsins enda aldrei þótt ráðlegt að láta fé liggja á glám- bekk. ■ Peningaveggur í miðbænum „Fornleifafræðingur er besti eiginmaður sem kona getur átt vegna þess að eftir því sem hún verður eldri eykst áhugi hans á henni.“ - Agatha Christie var góður mannþekkjari og vissi hvað hún vildi enda var hún gift fornleifafræðingi. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ingimars Þórðarsonar Sérstakar þakkir fær starfsfólk Garðvangs fyrir góða umönnun. Elínrós Jónsdóttir, Þórður Ingimarsson, Margrét Skarphéðinsdóttir, Kristín Ingimarsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Jónatan Ingimarsson, Gróa Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðni Frímann Ingimundarson Hólmgarði 64, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 10. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. septem- ber kl. 15:00. Kristín Sigurðardóttir, Sigrún María Guðnadóttir, Sesselja Inga Guðnadóttir, Markús Ragnar Þorvaldsson, Sigurður Guðnason, Lilja María Ialfante, Sverrir Ómar Guðnason, Steinunn Jensdóttir, Örn Eðvaldsson, Lena Andersen, afabörn, langafabörn og langa- langafabörn. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Eignaðist barnabarn og nöfnu á þessum degi fyrir sjö árum og ætlar að koma í óvænta afmælisheimsókn til nöfnu sinnar á Ítalíu. VEGGFÓÐUR Fasteignafélagið Eik skreytti Þingholtsstræti 3 með 1000 króna seðlum á mánudaginn. Veggfóðrið dýra fékk að standa óhreyft í sólar- hring en var tekið niður í gær- kvöld og gefið til góðgerðar- mála. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 15. sept. 1776 Herlið Breta náði New York á sitt vald í amerísku byltingunni. 1883 The University of Texas í Austin opnaði. 1940 Þýski flugherinn missti 185 vélar í orrustunni um Bretland en ósig- urinn í háloftunum varð til þess að Hitler hætti við innrás í landið. 1949 Sjónvarpsþættirnir um The Lone Ranger hófu göngu sína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.