Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 65

Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 65
FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 45                            ! "# $  %         & %  '(()))        Sigur er krafan í öllum leikjum Nýjum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Jörundi Áka Sveinssyni, er ætlað að koma liðinu upp um styrkleikaflokk en stjórn KSÍ segir að það hafi Helenu Ólafsdóttur, fráfar- andi þjálfara, mistekist. KNATTSPYRNA „Ég get ekki tekið und- ir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafs- dóttur,“ segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveins- sonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunn- arsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna. Margir hafa gagnrýnt KSÍ fyrir að endurnýja ekki samning- inn við Helenu Ólafsdóttur, frá- farandi landsliðsþjálfara, enda flestir sammála um að hún hafi skilað góðu verki. Eggert viðurkennir það en seg- ir að úrslit síðustu leikja liðsins undir hennar stjórn hafi verið óá- sættanleg og því hafi það orðið að samkomulagi að skipta um í brúnni. „Það ber að þakka Helenu vel unnin störf en þessi slæmu úrslit gegn Noregi gerðu útslagið. Að okkar mati á íslenska liðið að vera í sama styrkleikaflokki og ná- grannaþjóðirnar og hlutverk landsliðsþjálfarans er að tryggja að það markmið náist. Úrslitin í síðustu leikjunum sýndu að það hafði ekki náðst og því varð það úr að skipta um þjálfara. Sigur er krafa KSÍ í hverjum leik og það verða sömu kröfur gerðar á hend- ur Jörundar Áka í nýja starfinu.“ Jörundur Áki er ekki að taka við kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann þjálfaði liðið á árunum 2001 til 2002 en sagði starfi sínu þá lausu en hann þjálfaði þá enn- fremur fyrstu deildar lið Breiða- bliks. Hann er eðlilega spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Það verður gaman að takast á við þetta á nýjan leik. Ég er að taka við ágætu búi frá Helenu og þekki margar af þeim stelpum sem spila með liðinu. Þó hafa orðið breytingar enda alltaf ein- hverjar þeirra sem láta barna sig og aðrar koma í staðinn.“ Hvað breytingar varðar telur Jörundur að í liðinu sé góður grunnur til að byggja á til fram- tíðar. „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég hef ekkert gert neina áætlun á þessu stigi en ætlunin er að sjálfssögðu að vinna þá leiki sem við spilum.“ Elísabet Gunnars- dóttir, mun þjálfa U21 árs landsliðið og ennfremur verða Jörundi innan handar með þjálfun A landsliðsins. Hún hefur sannað sig sem einn besti þjálfari lands- ins og stýrði liði Vals til Íslands- meistaratitils í sumar. „Mér líst mjög vel á þetta enda gefur þetta mér færi á að kynnast öðr- um hliðum með lands- liðinu en með fé- l a g s l i ð i . Mér er í m u n a ð læra eins mikið og ég get og svo jafnvel seinna meir takast á við að þjálfa A landsliðið en eins og er tel ég að forysta KSÍ hafi gert rétt í að velja Jörund enda vanur þjálf- ari.“ albert@frettabladid.is Liðin eru að styrkja sig í kvennakörfunni: Fimm af sex með Kana KÖRFUBOLTI Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. Njarðvík fékk til sín serbnesk- an bakvörð, Veru Janjic, en hin liðin hafa fengið til sín bandaríska leikmenn sem eiga að hjálpa til í baráttunni. Cori Williston spilaði sinn fyrsta leik með KR í síðustu viku líkt og Vera Janjic gerði í sama leik með Njarðvík, Myriah Spence skoraði 31 stig í 20 stiga tapi Grindavíkur gegn Keflavík og þá lék Ebony Shaw sinn fyrsta leik með Haukum í gær. Topplið Keflavíkur sem hefur unnið alla leiki tímabilsins hefur verið með bandarískan leikmann frá byrjun móts og því er ÍS eina liðið í deildinni sem hefur ekki fengið til sín erlendan leikmann. Það er ljóst að það mun taka nýja leikmenn nokkrar vikur að komast inn í leik sinna liða og því verða næstu leikir eflaust opnir og spennandi meðan styrkur lið- anna með nýjum leikmönnum kemur betur í ljós. ■ PÁLL AXEL VILBERGSSON, LEIKMAÐ- UR GRINDAVÍKUR. Dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum. Aganefnd KKÍ: Páll Axel í þriggja leikja bann KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var dæmdur í þriggja leikja bann í öll- um flokkum af aganefnd KKÍ. Páll Axel þótti hafa sýnt óprúð- mannlega framkomu í leik Hauka og Grindavíkur í unglingaflokki kvenna en Páll er þjálfari flokks- ins. Hann tekur út bannið, bæði sem leikmaður og þjálfari í öllum flokkum og missir þ.a.l. af næstu umferð, bæði í deildar- og bikar- keppni. Páll Axel var ekki sáttur við þessa niðurstöðu aganefndar KKÍ. „Ég er svekktur með þennan úrskurð en þar sem að þetta nær ekki fjórum leikjum þá er ekki möguleiki á áfrýjun. Ég verð bara að taka þessu og hef í raun ekkert meira um það að segja,“ sagði Páll Axel í samtali við Fréttablaðið. Bannið tekur gildi í dag en næsti leikur Grindavíkur er gegn ÍR á heimavelli í kvöld. ■ Birgir Leifur Hafþórsson: Á einu höggi yfir pari GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring- inn á Dunhill-mótinu sem fram fer í Leopard Creek í Suður-Afr- íku. Er hann ásamt fleirum í 66. sæti en tæplega 160 keppendur eru skráðir til leiks. Er þetta fyrsta mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í á Evrópumótaröðinni en þáttökurétt til þess vann hann fyrir skömmu á Spáni. Er um miklar peningaupphæðir að ræða á mótum þessum og því mikil- vægt fyrir Birgi að standa sig vel. Bruce nokkur McDonald frá Zimbabwe er efstur eftir fyrsta hring á sex höggum undir pari en stórstjarnan Ernie Els kemur þar næstur á fimm undir. ■ BIRGIR LEIFUR Spilaði sæmilega fyrsta daginn á sterku móti í Afríku og er í 66. sæti ásamt fleirum. VERA KOMIN TIL NJARÐVÍKUR Vera Janjic hefur byrjað vel með Njarðvík og er þar sterkur bakvörður á ferðinni. Fréttablaðið/Stefán JÖRUNDUR ÁKI Sést hér ráða ráðum sínum með Ion Geolgau á bekknum hjá Fram síðasta sumar. Hann hefur tekið við kvennalands- liðinu í annað sinn. 64-65 (44-45) sport 9.12.2004 20:10 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.