Fréttablaðið - 10.12.2004, Síða 65

Fréttablaðið - 10.12.2004, Síða 65
FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 45                            ! "# $  %         & %  '(()))        Sigur er krafan í öllum leikjum Nýjum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Jörundi Áka Sveinssyni, er ætlað að koma liðinu upp um styrkleikaflokk en stjórn KSÍ segir að það hafi Helenu Ólafsdóttur, fráfar- andi þjálfara, mistekist. KNATTSPYRNA „Ég get ekki tekið und- ir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafs- dóttur,“ segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveins- sonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunn- arsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna. Margir hafa gagnrýnt KSÍ fyrir að endurnýja ekki samning- inn við Helenu Ólafsdóttur, frá- farandi landsliðsþjálfara, enda flestir sammála um að hún hafi skilað góðu verki. Eggert viðurkennir það en seg- ir að úrslit síðustu leikja liðsins undir hennar stjórn hafi verið óá- sættanleg og því hafi það orðið að samkomulagi að skipta um í brúnni. „Það ber að þakka Helenu vel unnin störf en þessi slæmu úrslit gegn Noregi gerðu útslagið. Að okkar mati á íslenska liðið að vera í sama styrkleikaflokki og ná- grannaþjóðirnar og hlutverk landsliðsþjálfarans er að tryggja að það markmið náist. Úrslitin í síðustu leikjunum sýndu að það hafði ekki náðst og því varð það úr að skipta um þjálfara. Sigur er krafa KSÍ í hverjum leik og það verða sömu kröfur gerðar á hend- ur Jörundar Áka í nýja starfinu.“ Jörundur Áki er ekki að taka við kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann þjálfaði liðið á árunum 2001 til 2002 en sagði starfi sínu þá lausu en hann þjálfaði þá enn- fremur fyrstu deildar lið Breiða- bliks. Hann er eðlilega spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Það verður gaman að takast á við þetta á nýjan leik. Ég er að taka við ágætu búi frá Helenu og þekki margar af þeim stelpum sem spila með liðinu. Þó hafa orðið breytingar enda alltaf ein- hverjar þeirra sem láta barna sig og aðrar koma í staðinn.“ Hvað breytingar varðar telur Jörundur að í liðinu sé góður grunnur til að byggja á til fram- tíðar. „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég hef ekkert gert neina áætlun á þessu stigi en ætlunin er að sjálfssögðu að vinna þá leiki sem við spilum.“ Elísabet Gunnars- dóttir, mun þjálfa U21 árs landsliðið og ennfremur verða Jörundi innan handar með þjálfun A landsliðsins. Hún hefur sannað sig sem einn besti þjálfari lands- ins og stýrði liði Vals til Íslands- meistaratitils í sumar. „Mér líst mjög vel á þetta enda gefur þetta mér færi á að kynnast öðr- um hliðum með lands- liðinu en með fé- l a g s l i ð i . Mér er í m u n a ð læra eins mikið og ég get og svo jafnvel seinna meir takast á við að þjálfa A landsliðið en eins og er tel ég að forysta KSÍ hafi gert rétt í að velja Jörund enda vanur þjálf- ari.“ albert@frettabladid.is Liðin eru að styrkja sig í kvennakörfunni: Fimm af sex með Kana KÖRFUBOLTI Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. Njarðvík fékk til sín serbnesk- an bakvörð, Veru Janjic, en hin liðin hafa fengið til sín bandaríska leikmenn sem eiga að hjálpa til í baráttunni. Cori Williston spilaði sinn fyrsta leik með KR í síðustu viku líkt og Vera Janjic gerði í sama leik með Njarðvík, Myriah Spence skoraði 31 stig í 20 stiga tapi Grindavíkur gegn Keflavík og þá lék Ebony Shaw sinn fyrsta leik með Haukum í gær. Topplið Keflavíkur sem hefur unnið alla leiki tímabilsins hefur verið með bandarískan leikmann frá byrjun móts og því er ÍS eina liðið í deildinni sem hefur ekki fengið til sín erlendan leikmann. Það er ljóst að það mun taka nýja leikmenn nokkrar vikur að komast inn í leik sinna liða og því verða næstu leikir eflaust opnir og spennandi meðan styrkur lið- anna með nýjum leikmönnum kemur betur í ljós. ■ PÁLL AXEL VILBERGSSON, LEIKMAÐ- UR GRINDAVÍKUR. Dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum. Aganefnd KKÍ: Páll Axel í þriggja leikja bann KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var dæmdur í þriggja leikja bann í öll- um flokkum af aganefnd KKÍ. Páll Axel þótti hafa sýnt óprúð- mannlega framkomu í leik Hauka og Grindavíkur í unglingaflokki kvenna en Páll er þjálfari flokks- ins. Hann tekur út bannið, bæði sem leikmaður og þjálfari í öllum flokkum og missir þ.a.l. af næstu umferð, bæði í deildar- og bikar- keppni. Páll Axel var ekki sáttur við þessa niðurstöðu aganefndar KKÍ. „Ég er svekktur með þennan úrskurð en þar sem að þetta nær ekki fjórum leikjum þá er ekki möguleiki á áfrýjun. Ég verð bara að taka þessu og hef í raun ekkert meira um það að segja,“ sagði Páll Axel í samtali við Fréttablaðið. Bannið tekur gildi í dag en næsti leikur Grindavíkur er gegn ÍR á heimavelli í kvöld. ■ Birgir Leifur Hafþórsson: Á einu höggi yfir pari GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring- inn á Dunhill-mótinu sem fram fer í Leopard Creek í Suður-Afr- íku. Er hann ásamt fleirum í 66. sæti en tæplega 160 keppendur eru skráðir til leiks. Er þetta fyrsta mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í á Evrópumótaröðinni en þáttökurétt til þess vann hann fyrir skömmu á Spáni. Er um miklar peningaupphæðir að ræða á mótum þessum og því mikil- vægt fyrir Birgi að standa sig vel. Bruce nokkur McDonald frá Zimbabwe er efstur eftir fyrsta hring á sex höggum undir pari en stórstjarnan Ernie Els kemur þar næstur á fimm undir. ■ BIRGIR LEIFUR Spilaði sæmilega fyrsta daginn á sterku móti í Afríku og er í 66. sæti ásamt fleirum. VERA KOMIN TIL NJARÐVÍKUR Vera Janjic hefur byrjað vel með Njarðvík og er þar sterkur bakvörður á ferðinni. Fréttablaðið/Stefán JÖRUNDUR ÁKI Sést hér ráða ráðum sínum með Ion Geolgau á bekknum hjá Fram síðasta sumar. Hann hefur tekið við kvennalands- liðinu í annað sinn. 64-65 (44-45) sport 9.12.2004 20:10 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.