Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT íþrótta- kennslu hætt? HJ—Reykjavlk — tþróttakennar- ar og nemendur viö Vogaskóla i Reykjavik hafa um þriggja og hálfs árs skeið eða allt frá þvf að iþróttasalurinn var tekinn í notk- un, mátt búa við mjög gallað loft- ræstikerfi I salnum. Aldrei hefur verið fyllilega gengið frá kerfinu og hefur kennsla verið erfið vegna loftleysis, þar sem um mjög litla endurnýjun lofts er að ræða i sainum. Salurinn, sem kennt er i, er mjög stór og glugg- ar bæði fáir og litlir, þvi að gert var ráð fyrir, að sjálfvirkt loft- ræstikerfi sæi um alla loftræst- ingu. Kennararnir hafa sent Itrekaðar kvartanir til borgar- yfirvalda, en enga lausn fengið á slnum málum. Er nú svo komið, að þeir geta ekki unað þessu ástandi lengur og hafa þeir sent borgaryfirvöldum bréf, þar sem þeir tilkynna, að þeir muni leggja niöur vinnu 1. nóvember n.k., verði engin lausn fundin á málinu. Við Vogaskóla eru nú starfandi 6 iþróttakennarar og standa þeir allir einhuga að samkomulaginu um að leggja niður vinnu, verði ekkert að gert. Björn Höskuldsson verk- fræðingur, sem er yfirmaður byggingardeildar borgarinnar, kvað ástæðu þess, að aldrei var fyllilega lokið við frágang raf- kerfisins, þá, að verktakinn, sem sá um verkið, komst I greiðslu- þrot, áður en þvi var lokið. Siðan hafa staðið yfir málaferli milli borgarinnar og verktakans og mun þeim málaferlum hafa lokið nú nýlega. Björn sagði, að fengizt hefði leyfi til að tengja loftræstikerfið til bráðabirgða á slnum tlma, en nú væri búið að fá nýjan rafverk- taka til að taka verkið að sér og væri þvi málið komið nokkurn veginn I höfn. Kvaðst hann búast við, að vinnan við lokalögn kerfis- ins hæfist nú einhvern næstu daga. I DAG Vatnsból Reykvík- inga — Sjá bls. 3 Hl Stjórnventlar Olíudælur Olíudrif 213. tölublað — Fimmtudagur 31. október — 58. árgangur Landvélarhf Varðskipið Óðinn brunar úr höfn. Sjálfsagt blða hans margs konar verkefni, og líklegast er það, að I fréttunum á morgun eða næsta dag megi lesa það, að Óðinn hafi stuggað við iandheigisbrjótum fyrir vestan, — eða þá fyrir austan, það er sannarlega ekki gott um það að segja, hvert hann stefnir, svona galvaskur á svipinn. Timamynd: Gunnar. Samið um greiðslur á skuldinni við Sovétríkin — kaupa 10 þús. tonn af fiskmjöli ÓLAFUR Jóhannesson viðskipta- ráðherra dvaldist I Moskvu dag- ana 27.-30. þ.m. og ræddi við sovézk stjórnvöld um viðskipti ts- lands og Sovétrikjanna. Meðai þeirra sem hann ræddi við voru N.S. Patolichev utanrikisvið- skiptaráðherra og A.N. Manzhulo aðstoðarráðherra. Viðskiptahalli íslands gagnvart Sovetrikjunum hefur farið mjög vaxandi frá miðju ári 1973, einkum vegna verðhækkana á oliu og bensíni. Þótt einnig hafi orðið talsverð hækkun á þeim vörum, sem tslendingar selja til Sovétríkjanna, hefur skuld Islands á jafnkeypis- reikningum farið langt fram úr umsaminni yfirdráttarheimild. Til að lækka skuldina hefur Seðla- bankinn greitt 1025 milljónir króna I frjálsum gjaldeyri, en samt er skuldin orðin um 2500 milljónir króna. Erindi ólafs Jóhannessonar til Moskvu var að ræða um leiðir til úrbóta I viðskiptum landanna við sovézk stjórnvöld. var einkum rætt um aukin kaup Sovétmanna á íslenzkum vörum, hækkaða yfirdráttarheimild og greiðslu- frest á hluta skuldarinnar. Gert var ráð fyrir, i viðræðun- um, að Sovétrikin keyptu tiu þús- und tonn af fiskimjöli frá fslandi á þessu ári En til þessa hefur fiskimjöl ekki verið selt til Sovét- rlkjanna. Þá eru til athugunar frekari kaup á islenzkum vörum i sambandi við áætlanir fyrir árið 1975. Frá næstu áramótum er gert ráð fyrir verulegri hækkun á yfir dráttarheimild, og aðilar urðu ásáttir um samningsbundinn greiðslufrest á hluta skuldarinnar við Sovétrikin, og verður formlega frá þvi atriði gengið milli Seðlabanka tslands og utan rikisviðskiptabanka Sovétrikj- anna. Viðræður ráðherranna voru mjög vinsamlegar, og kom fram einlægur vilji beggja aðila að efla viðskipti landanna. Var ákveðið, Framhald á 14. siðu. íslenzk fiskiskip seld til S-Afríku? HJ—Reykjavík — t slðustu viku voru hér staddir tveir fulltrúar suður-afrtska fyrirtækisins Oven- stone. Tilgangur þeirra með kom- unni til tslands var að leita fyrir sér, hvort ekki fengist hér keypt Tollsvikamdl í uppsiglingu — starfsmenn Eimski þótt tollur hefði ekki Gsal—Reykjavik — Þega'r toll- stjórinn i Reykjavik ætlaði að setja fimm hjólhýsi á uppboð fyrir skömmu vegna ógreiddra tolla af þeim, — voru þau horfin af geymslustað. Hjólhýsi þessi voru fiutt inn i ágústmánuði 1973, og höfðu tollar af þeim ekki verið greiddir. Þegar ár er liðið frá því vörur koma til landsins, og ekki hafa enn verið greiddir af þeim tollar, ps heimiluðu afhendingu á hjólhýsum, verið greiddur eru þær settar á uppboð, samkvæmt kröfu tollstjóraemb- ættisins. Þegar sækja átti umrædd hjól- hýsi, voru þau sem sagt horfin. Þegar farið var að rannsaka málið, kom i ljós, að hjólhýsin höfðu verið afhent, án þess að tollaafgreiðsla hefði farið fram, og höfðu einhverjir menn hjá Eimskip heimilað afgreiðsluna — sem að sjálfsögðu er óheimilt, nema viðkomandi menn hafi áður fullvissað sig um að tollur væri greiddur af vörunni. Tollstjórinn i Reykjavik tjáði Timanum i gær,að hann teldi farmflytjandann ábyrgan fyrir greiðslunum, en málið hefur verið til meðferðar hjá rannsókn- arlögreglunni i Reykjavik, að beiðni Eimskips. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér, hefur einn starfsmaður verið rekinn frá Eimskip vegna þessa máls. skip, en fyrirtæki þeirra hefur ný- lega misst eitt skip úr skipastóli sinum og þarf á nýju aö halda i þess stað. Að sögn Benedikts Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, sem hefur aðstoðað fulltrúa Ovenstone, eru þeir að leita að 200-300 smálesta skipi til veiða á herpinót. Þeir skoðuðu nokkur skip hér, en eng- ar endanlegar ákvarðamr hafa verið teknar um kaup, þvi að þeir munu einnig hafa hug á að leita fyrir sér annars staðar á Norður- löndum. Suður-Afrikumenn keyptu fyrir nokkrum árum tvö skip héðan, þ.e. gamla Ogra og Vigra. Þessi skip munu hafa reynzt mjög vel og sama máli gegnir um önnur skip, sem þeir hafa fest kaup á á Norðurlöndum. Astæðu þess, að fulltrúar Ovenstone vilja kaupa notað skip, kvað Benedikt þá, að afhending- arfrestur á nýjum skipum væri orðinn mjög langur, allt upp i tvö ár. Teldi fyrirtækið sig ekki geta beðiö svo lengi eftir að fá nýtt skip I stað þess, er það missti. Benedikt kvað það nokkuð algengt, að menn kæmu hingaö erlendis frá til að líta á og skoða skip, en i fæstum tilfellum yrði nokkuð úr sölu. Þvi færi fjarri, að nokkur endanleg ákvörðun hefði verið tekin um kaup á skipi héðan, en sennilega fengjum við að vita af eða á um miðjan nóvember. Útflutningsleyfi þarf frá ráöuneyti, áður en nokkurt skip verður selt til útlanda. Sagði Benedikt það komið undir mati ráðuneytis, hverju sinni, hvort leyfið yrði veitt. 1 tilfelli sem þessu kvaðst hann þó búast við, að svo yrði gert, þvi að ekki hefði komið til greina að selja önnur skip en þau, sem ekki henta til veiða hér við land. Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, upplýsti, að ef um sölu á fiski- skipi væri að ræða, þyrfti leyfi sjávarútvegsráðuneytisins, en siðan þyrfti viðskiptaráðuneytið að samþykkja gjaldeyris- útflutningsleyfi. Jón kvað það alltaf hafa verið tiðkað, meira eða minna. hér á Framhald á 14. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.