Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. október 1974. TÍMINN 11 Fjórar breytingar — á íslenzka landsliðinu í handknattleik EINVALDURINN Birgir Björns- son hefur gert fjórar breytingar á islenzka iandsliðinu I handknatt- leik, sem leikur gegn Færeyingum I Laugardals- höllinni á sunnudaginn. Fjórir leikmenn, sem léku ekki i 4ra landa keppninni i Sviss, hafa veriö valdir I liöiö — þeir Gunnar Einarsson, markvöröur úr Haukum, Björgvin Björgvinsson, Fram, Brynjóifur Markússon, 1R og Viggó Sigurösson, Vikingi. Aðrir leikmenn i liðinu eru: Hjalti Einarsson FH, Gunnar Einarsson FH, Pétur Jóhannsson, Fram, Viðar Simonarson, FH, Ólafur Jónsson, Val, fyrirliði, Jón H. Karlsson, Val, Pálmi Pálma- son, Fram, og Stefán Halldórsson Vlkingi. Það er óvist, hvort Gunnar Einarsson, FH, getur leikið með. Ef hann getur það ekki kemur Einar Magnússon Vikingi inn i liðið. -SOS AAares landsliðs- þjálfari? — hann hefur mikinn hug á að koma og þjálfa landsliðið MARES...kemur hann? MIKLAR likur eru á þvi, að tékkneski handknattleiks- sniilingurinn Mares veröi þjálfari islenzka landsliösins i handknattleik. Ef af þvi veröur, þá mun hann koma til tslands um áramótin og taka viö undirbúningi landsliösins fyrir undankeppni olympiu- leikanna og heimsmeistara- keppninnar. Mares er nú þjálfari tékkneska liðsins Sparta Pilsen. Stjórn HSÍ hefur leitað til tékkneska sendiráðsins og beðið það að kanna, hvort Mares geti komiö, en hann hefur áður iátið I ljós áhuga á að koma til Islands og þjálfa. Tékkneski sendiráðsritarinn er á förum til Tékkóslóvakíu, og mun hann þá ræða við Mares. —SOS Norðmenn töpuðu NORÐMENN töpuöu I gærkvöldi 1:3 fyrir Júgóslövum I Evrópu- keppni iandsiiöa I Belgrad I Júgó- slaviu. Norðmenn uröu fyrri til aö skora. Það var á 36. min, aö Luand sendi knöttinn I mark Júgóslavanna og fór þá kliöur um salinn, þar sem 12 þúsund áhorfendúr fyigdust spenntir meö leiknum. Júgósivar jöfnuöu (1:1) á 43. min., og var staöan þvi 1:1 I hálfleik. t síöari háifieik skoraöi Kataiinski tvö mörk fyrir Júgó- slava, en jöfnunarmarkiö skoraði Vukotic. Don Givens skoraði „Hat-trick" — þegar Irar sigruðu Rússa 3:0 QUEENS PARK Rangers-miö- herjinn Don Givens var maöur dagsins, þegar trarnir unnu stór- sigur (3:0) yfir Rússum i Evrópu- keppni landsliöa i gærkvöldi. Leikurinn fór fram i Dublin. Givens skoraöi „Hat-trick”, eöa öll mörk iranna, sem höföu 2:0 yfir i hálfleik. 32 þúsund áhorf- endur sáu leikinn, sem var mikill sigur fyrir Givens og tra. Sænski dómarinn Erik Axelryd visaöi tveimur leikmönnum af leikvelli — þeim Terry Mancini (nýja manninum hjá Arsenal) og Rúss- anum Kaplichny, en þeir yfir- gáfu völlinn á 32, min, fyrri hálf- leiksins. Óska- byrjun — hjá enska lands- liðinu, skipað leikmönnum undir 23ja ára aldri ENGLAND og Tékkóslóvakia léku landsleik leikmanna undir 23ja ára á Selhurst Park, velli Crystal Palace, s.l. þriöjudags- kvöld. Enska liðiö sýndi þar mjög góðan leik, og mun betri en ,,undir-23” liðiö hefur sýnt, meöan þaö var undir stjórn Sir Alf Ramseys. Peter Taylor, leikmaður með C. Palace skoraði fyrsta mark leiks- ins þegar eftir þrjár minútur, og eftir það var aldrei vafi um úrslit leiksins. Mick Mills (Ipswich) og Brian Greenhoff (Manchester Utd.) skoruðu hin mörk enska liösins, sem auk þess misnotaði mýmörk góð tækifæri. Tékkar skoruðu úr vitaspyrnu, er fimm minútur voru til leiksloka, og lyktaði leiknum þannig 3-1 fyrir England. Ó.O. Muhammed Ali er beztur... ..Veimi Itíta sem ekkert getur"... — sagði hnefaleikasnillingurinn Muhammed Ali, um George Foreman, eftir að hann hafði tryggt sér aftur heims- meistaratitilinn, með því að rota Foreman í 8. lotu „MIG LANGAR til að lumbra á Foreman aftur — en af þvi veröur örugglega ekki, hann er svo hræddur viö mig. Foreman er veimiitita, sem ekkert getur — hann haföi ekkert i mig aö gera, ég er hinn mikli boxari. Eg skil ekki i þeim mönnum, sem veðjuðu á veimiltítuna — var ég ekki búinn aö segja fyrir keppn- ina, hver myndi sigra. Þetta sagöi hinn kampakáti hnefaleika- snillingur Muhammed Ali, sem lék viö hvern sinn fingur, eftir aö hann var búinn að rota George Foreman i 8. iotu á knattspyrnu- vellinum I Kinshasa i Zaire. AIi var þar með búinn að endur- heimta heimsmeistaratitilinn, sem var dæmdur af honum, vegna þess, að hann neitaði aö gegna herþjónustu. hjá Bretum... ÞAÐ var hátiö hjá Bretum I gær- kvöldi, öll landsliöin af Bret- landseyjum unnu góöa sigra i Evrópukeppni landsiiöa — þau skoruöu samtals 10 mörk gegn engu á fjórum vígstööum. Eng- lendingar unnu sætan sigur yfir Tékkum á Wembley 3:0. Þeir fóru ekki i gang fyrr en I siðari hálf- leik, þegar Thomas (Q.P.R.) og Brooking (West Ham) komu inn á, en þessir tveir ieikmenn áttu snilldarleik — þeir voru potturinn og pannan i sigri Eng- lendinga. Mörkin skoruöu Channon (Southampton) á 72. min, og Bell (Man. City) tvö, á 80 og 38. min. önnur úrslit urðu þessi: Skotland — A-Þýzkaland 3:0 Sviþjóö — N-lrland 0:2 Wales — Ungverjaland 2:0 Ali sannaði það, að hann er bezti hnefaleikamaður, sem hefur komið fram i sviðsljósið fyrr og síöar. Hann er annar hnefaleika- keppinn, sem Uefur endurheimt heimsmeistaratitilinn i hnefaleik — hinn er Floyd Patterson. Muhammed Ali vann strax hug og hjörtu áhorfenda — um leið og hann steig upp i hringinn, þá byrjaði hann að stjórna kórnum hjá áhorfendunum, sem sungu „Ali er beztur...Ali er beztur”. Ali fór rólega á stað, hann fór sér að engu óðslega — dró sig út að köðlunum i fyrstu tveimur lotun- um, sem Foreman vann. En i þriðju lotunni fór Ali á stað — hann kallaði til Foreman: „Sýndu hvað þú getur”. Foreman sýndi ekkert, Ali átti ekki i erfiðleikum með aö verja sig. Hann vann lotuna ástigum. Otvarpsþulurinn sagöi að Foreman væri að verða búinn með úthaldið i fjórðu lotunni, — hann er ekki vanur að berjast i margar lotur, hefur yfirleitt gert út af við and- stæöinginn eftir þrjár lotur. Floyd Patterson var ekki á sama máli — Hann sagði að Ali væri að verða þreyttur. En Ali lét ekki að sér hæöa, hann vann 4. 5. 6. og 7. lotu léttilega og i 8. lotunni gerði hann út af við Foreman. Þá óð Foreman að Ali og ætlaði greini- lega að gera út um leikinn — en Foreman var ekki lengi uppi standandi — þvi að Ali hitti hann góðu höggi og Foreman féll i gólfiö — þetta er fyrsta tap hans og nú snéru tærnar á honum upp i loftiö i 41. leik hans sem atvinnu- maður. —SOS MUHAMMED ALI..........litrfkasti persónuleiki iþróttasögunnar, hefur sannað þaö, hver er beztur. BJARNI JÓNSSON Bjarni meiddist á fyrstu æfingunni — hjá Þrótti. Smávægileg meiðsli segir Bjarni, sem verður frá BJARNI JÓNSSON, hand- knattleiksmaöurinn kunni, sem hefur leikiö meö danska liðinu Arhus KFUM undan- farin ár, meiddi sig á hendi á fyrstu æfingunni hjá Þrótti, en eins og hefur komið fram, þá mun hann þjálfa og leika með Þrótti i vetur. Gömul meiðsli á hendi, tóku sig upp hjá Bjarna i æfingarleik með Þrótti gcgn Haukum. Þegar við höfðum samband viö Bjarna i gær, sagði hann aö þetta væru smávægileg meiðsii — hann myndi vera búinn aö jafna sig eftir þrjár vikur. Hann sagöist ætla aö æfa af fullum krafti viö aö hlaupa og halda sér I æfingu á meöan hann ætti viö meiöslin að striða. Þegar við spurðum hann, hvort hann væri bjartsýnn á að Þróttarar myndu tryggja sér 1. deildarsæti i vetur, sagði hann: Við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum, til að tryggja okkur 1. deildarsæti. Það eru ungir og efnilegir strákar i Þróttarliðinu, en það tekur tima að byggja upp gott lið. Þetta verður enginn léttur leikur fyrir okkur i vetur. — Hvað viltu segja um KR- keppni í þrjár vikur liðiö? — KR-ingar meö Ingólf Óskarsson i fararbroddi verða hættulegir keppinautar. — Gefuröu kost á þér i landsliöið i vetur Bjarni? — Ég er ekki enn farinn að hugsa út i það — það fer aljt eftir þvi, hve góðan tima ég hef i vetur. -SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.