Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. október 1974. TÍMINN / nr <$■ ■ Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, siinar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. AAenntun og kjör sjómanna 1 athyglisverðu viðtali, sem Timinn birti nýlega við Pál Guðmundsson skipstjóra vakti hann m.a. athygli á þvi, að erfiðlega gengi að fá hæfa menn til sjómennsku. Ástæðan væri m.a. sú, að ungt fólk sækti annað. Fleiri forvigismenn sjávarút- vegsins hafa vakið athygli á þessu sama. Megin- þorri ungra manna hefur hug á öðru en að gera sjómennsku að aðalstarfi. Þetta hlýtur að vera þjóðinni áhyggjuefni, þvi að hvergi hefur hún meiri þörf fyrir hæfa menn en á sjónum. Þess vegna er hér um mál að ræða, sem taka verður til meðferðar og leitast við að finna A þvi þálausn, að nægilega margir ungir og dugandi menn vilji gera sjómennsku að ævistarfi. Vafalaust er hér um margar samverkandi ástæður að ræða. Launamálið, sem margir telja eðlilega þýðingarmikinn þátt, er ekki nema eitt þeirra. Sjómannsstarfið verður vitanlega að launa þannig, að það sé eftirsóknarvert af þeirri ástæðu. Annars hljóta dugandi menn að leita ann- arra verkefna. En fleira þarfnast hér úrlausnar. Menntun sjómanna þarf að gera eftirsóknar- verða. I rauninni ætti hún að skipa eitt helzta tignarsætið i menntakerfi þjóðarinnar. Hvergi eiga riflegir námsstyrkir betur heima en þar. Enn eimir alltof mikið eftir af þeim hugsunar- hætti, að raunverulega útheimti sjómennskan ekki meiri þekkingu og kunnáttu en á þeim tima, þegar þjóðin sótti sjóinn á árabátum. Nú er þó öldin önnur. Nú er ekki aðeins nauðsynlegt að eiga dugmikla sjómannastétt, heldur menntaða sjómannastétt, sem býr yfir þeirri tæknilegu þekkingu, sem hin nýja öld útheimtir, og alltaf verður fjölþættari. Ef vel ætti að vera, þyrftu ekki siður hásetar en yfirmenn að njóta sérstakr- ar menntunar. Afkoma skips getur alveg oltið á þvi, að áhöfnin öll búi yfir þeirri verkkunnáttu og þekkingu, sem hin ýmsu störf krefjast. Ólafur Thors sýndi eftirtektarverðan skilning á menntun sjómanna, þegar hann beitti sér fyrir þvi, að sjó- mannafræðslunni yrðu reist vegleg húsakynni á áberandi stað i höfuðborginni. En nú þarf að gera miklu meira átak I þessum málum. Sjómanna- fræðsluna, jafnt undirmanna sem yfirmanna, þarf að hefja til þess vegs, að hún sé viðurkennd ein mikilvægasta menntunin i þjóðfélaginu og til sóma hverjum þeim, sem hefur aflað sér hennar. Hún á að vera áréttun þess, að á fiskiskipum þarf að vera valinn maður i hverju rúmi. En meira þarf til. Áður er vikið að launa- málunum. Þar skiptir fleira máli en kauptaxtinn einn. Áreiðanlega var það verðskulduð viður- kenning á sérstöðu sjómanna, þegar þeim voru veitt sérstök skattahlunnindi. Sama gildir um dvalarheimili aldraðra sjómanna. En sjómenn verða oft að hætta störfum af öðrum ástæðum en elli. Þá getur verið erfitt fyrir þá að fá hentug störf i landi. Ef vel væri þyrfti að tryggja þeim verðskuldaðan forgangsrétt i þessum efnum, ásamt aðstöðu til endurhæfingar. öll þessi málefni sjómanna þarf að taka til meðferðar og úrlausnar, svo að það verði tryggt eins og hægt er, að þjóðin eigi jafnan dugandi og menntaða sjómannastétt. Þjóðin verður að gera sér ljóst að sjómannastéttin hefur á margan hátt algera sérstöðu og búa verður henni starfsskil- yrði samkvæmt þvi. Norman Cousins, Long Island Press: Upplýsingasöfnun CIA hefur verið gagnleg En íhlutun hennar hefur ekki gefizt vel William Colby, forstjóri CIA i Bandarikjunum fara nú fram miklar umræöur um upplýsingaþjónustuna, sem venjulega gengur undir skammstöfuninni CIA. Hún var sett á laggirnar eftir sföari heimsstyrjöldina og var henni aöallega ætlaö aö safna réttum upplýsingum um ástand og horfur i lönd- um utan Bandarikjanna. Stofnunin hefur vafalaust unniö merkilegt starf aö þessu leyti. T.d. er viöur- kennt, aö hún hafi gert miklu raunsærri lýsingar á ástandinu í Vietnam, en herinn og utanrlkisþjónust- an. Brátt fór stofnunin hins vegar aö láta meira til sin taka og starfsmenn hennar fóru aö blanda sér i innan- landsmál ýmissa þjóöa. Þannig geröi hún tillögur um hina misheppnuöu inn- rás á Kúbu viö Svínaflóa, ýtti undir byltingu herfor- ingjanna i Grikklandi og skipulagði andspyrnu gegn stjórn Allendes i Chile. Þessir starfshættir CIA eru nú mjög umdeildir I Banda- rikjunum og vinnur þingiö nú aö lagasetningu, sem á að tryggja, að CIA hætti þessum starfsháttum og stundi einkum upplýsinga- söfnun, eins og upphaflega var ætiaö. í eftirfarandi grein, sem er eftir einn af þekktustu blaðamönnum Bandarikjanna, er nánara rætt um þessi mál: TVEIR menn, sem báðir báru nafnið Jósep, hafa gegnt afar mikilvægum hlutverkum við tilorðningu, vöxt og við- gang CIA. Annar mannanna var Joseph McCarthy, Sem kom stjórnarvöldunum i al- gert uppnám út af öllu þvi, sem hann taldi benda til lin- kindar gagnvart kommún- isma. Hinn maðurinn var Joseph Stalin. Hann leit á kommúnistaflokka um allan heim sem sjálfsögð og ómiss- andi tæki til framdráttar stefnu Sovétrikjanna i utan- rikismálum. CIA er og hefir verið ætlað að gegna tveimur hlutverkum og eru bæði mikil fyrirferðar. Annað hlutverkið er öflun og söfnun upplýsinga, sem eru afar mikilvægar við mótun utanrikisstefnu Bandarikj- anna, sér i lagi allt, sem snert- ir varna- og öryggismál. Hitt hlutverkið er fram- kvæmd ákveðinna áforma. Þar getur verið um margt að ræða, eða allt frá þvi að ábyrgjast með leynd menn- ingarlegar athafnir og yfir i hvers konar leynileg afskipti og athafnir, og þar hafa jafn- vel komið við sögu tilraunir til að steypa rikisstjórnum ann- arra rikja. UM upplýsingaöflunina er það að segja, að það er sam- dóma álit allra^sem séð hafa skýrslur CIA, að þær séu einstaklega vandaðar og ná- kvæmar. Nokkrum sinnum hefir komið fyrir, þegar ég hefi átt að sinna opinberum erindum og fengið aðgang að skýrslum og greinargerðum CIA, að mér hafa fundizt þær alveg einstaklega mikilvægar og sannar. Eg a hér ekki við þau mál, þar sem grima og rýtingur koma einkum við sögu, heldur hvers konar upplýsingar og greinargerðir um efnahags- mál, stjórnmál og menningar- mál. Ég veit þess afar fá dæmi, að menntastofnanir eða sérfræðingar birti jafn fræði- legar og skarplegar greinar og finna má i skjölum þeim, sem CIA hefir látið safna eða taka saman. ÞEGAR við athugum áform CIA um beinar athafnir eða afskipti af athöfnum gegnir allt öðru máli. Efasemdirnar og spurningarnar, sem þessar athafnir vekja, snerta grund- vallarskilning okkar á stofnun- um hins bandariska sam- félags. Fyrsta spurningin snertir þá staðreynd, að stofnunin CIA stendur utan við stjórn- skipunarkerfi rikisins. CIA hefir ráðstafað miklum fjár- fúlgum, jafnvel svo að mill- jörðum dollara skiptir. Fram- lög þessi hafa ekki verið rædd, hvað þá um þau deilt á opin- berum vettvangi. Þessi stað- reynd stæðist sennilega ekki venjulega stjórnarfarslega gagnrýni. ÞEGAR verið var að upplýsa Votugáttarmálið kom meðal annars fram i dags- ljósið, að þeir Haldeman og Erlichman höfðu leitað til CIA um fé. Þeim hafði dottið i hug, að þar kynni að mega fá miklar fjárhæðir i skyndi til þess að standa straum af þeim leyndu athöfnum, sem þeir höfðu með höndum. Þeir félagar gengu fyrst og fremst út frá þeirri staðreynd, aðstofnuningetur ráðstafað fé án þess að gera opinbera grein fyrir þvi. Það var ekkert ann- að en ráðvendni forráða- manna CIA, sem kom i veg fyrir að stofnunin drægist inn i Votugáttarspillinguna. HÉR er þó ekki mest um vert, að starfsmenn CIA veittu æðstu starfsmönnum Hvita hússins viðnám, heldur hitt, að hinir siðarnefndu skyldu Hta á CIA sem hugsanlegan útveg til að ná ólöglegu mark- miði. Eins þarf að gera sér vel ljóst i þessu sambandi, að æðstu embættismenn rikis- stjórnarinnar hafa vald til þess að vikja forustumönnum CIA og setja i þeirra stað aðra, sem þeir velja að eigin geð- þótta. YFIRLÝST afstaða Banda- rikjanna — jafn söguleg sem stjórnmálaleg og hugsjónaleg — er skýlaus virðing óskoraðs réttar annarra þjóða til að velja sina eigin stjórnarhætti og fylgja þeim fram. Þessi réttur var ekki virtur i Laos eða Chile. Svo gráglettin eru örlögin, að afskiptin i .Chile virðast ætla að leiða til eflingar kommúnistaflokksins þar i landi. Til þess bendir sú ákvörðun flokks kristilegra demokrata að taka höndum saman við kommúnistaflokk landsins. Vitanlega ræður úrslitum um afstöðu til athafna CIA og annarra slikra afskipta, hvort þau samrýmast hollustu við bandariskar stofnanir eða ekki. Þvaður eitt er að segja, að við verðum að taka á okkur gervi hins illa i glimunni við það. Þegar þannig er að farið hlýtur raunin ævinlega að verða sú, að við verðum sjálfir hluti af hinu illa, sem við höld- um okkur vera að berjast gegn. SÉ það ætlun okkar að móta stöðugt og varanlegt heims- samfélag, þar sem allar þjóðir geti notið óskoraðs sjálfs- ákvörðunarréttar, höfum við til þess bæði tækifæri og möguleika. Mikilvægasta og skynsamlegasta skrefið i átt að þvi marki er að hjálpa til mótunar heimslaga og reglu. Efling Sameinuðu þjóðanna veitir okkur miklu betra tæki- færi til að þjóna bæði hags- munum okkar eigin þjóðar og sameiginlegum hagsmunum alls mannkynsins en ógnir og eyðing. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.