Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. október 1974. TÍMINN 5 Bátaflotinn stöðvast III —segja útvegsmenn TI|OTIGQQ á Suðvesturlandi SJ-ReykjavIk „Þrátt fyrir þær aðgerðir, sem gerðar hafa verið og fyrirhugaðar eru af hálfu stjórnvalda til að tryggja rekstr- argrundvöll sjávarútvegsins, er fyrirsjáanlegt, að enn skortir mikið á, að rekstrargrundvöllur bátaflotans á SV-landi sé tryggður”, sagir i ályktun frá sameiginiegum fundi Útvegs- mannafélags Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Reykjavikur 26. okt s.l. „Er ástand hjá bátaflotanum á þessu svæði nú svo alvarlegt, að HJ — Reykjavik. Kennarar i Hafnarfirði hafa átt I deilum við yfirvöld vegna vangoldinna launa. A mánudaginn lögðu kenn- arar við Flensborg niður vinnu til þess að leggja áherzlu á kröfur sinar. Að sögn Hallgrfms Hróð- marssonar, kennara við Flens- borgarskólann, var það yfir- vinnukennsla við menntadeild skólans, svo og stundakennsla, sem ekki fékkst greidd. Kennararnir við Flensborg sendu frá sér bréf 16. okt. s.l., þar sem þeir lýstu yfir þvi, að fengist ekki lausn á málum þeirra fyrir 18. okt., leggðu þeir niður vinnu mánudaginn 21. október. Til þess kom þó ekki, þvi að fræðslustjóri Hafnarfjarðar gekkst fyrir þvi, að kennararnir fengju vangoldin laun greidd til bráðabirgða frá bæjarsjóði Hafnarfjarðar. Að sögn Hallgrims var þar þó aðeins um „slumpupphæðir” að ræða, þvi að laun þeirra höfðu ekki verið reiknuð út nákvæm- lega. Þvi var af hálfu kennaranna aðeins litið á þetta sem bráða- birgðalausn, og þeir ákváðu að þegar hefur fjöldi báta stöðvazt, og ef svo fer fram sem horfir, munu allir bátar frá verstöðvum á þessu svæði stöðvast mjög fljót- lega.” Astæður fyrir þessu alvarlega ástandi töldu fundarmenn ýmsar, einkum þó þá, að aflarýrnun á þessu ári, miðað við s.l. ár, nem- ur um 36 af hundraði, sem er um 23 af hundraði meira en meðal aflarýrnun á öllu landinu. í ályktuninni er fjallað um ýmis atriði. M.a. er bent á, að ein höf- uðorsök hinnar erfiðu afkomu ’ fresta aðgerðum fram á næsta föstudag. A föstudag hringdu kennararnir til launadeildar fjár- málaráðuneytisins, en fengu þar upplýsingar um, að ekkert hefði verið hugað að málum þeirra, en þeim var þó lofað, að þeir fengju laun sín greidd á mánudag. A mánudaginn lögðu kennarar siðan niður vinnu, bæði til að sækja laun sin og lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðum yfirvalda. Hallgrlmur kvað enga endanlega lausn vera fengna á þessum mál- um, þótt launin hefðu fengizt greidd á mánudag. Enn hefur launadeildin ekki gert útreikn- inga á þvi, hversu mikið kennarar áttu inni af vangoldnum launum, og fengu þeir einungis greitt skv. eigin útreikningum. — Það er þvl ekki hægt að lita á þetta sem neina lokalausn á þessu máli, þvi að ekki er hægt að ætlast til þess að við reiknum út laun okkar sjálfir. Við erum alls ekki ánægðir með þessa lausn mála og lltum svo á, að hún sé einungis til bráðabirgða,” sagði Hallgrimur að lokum. báta á SV-landi sé skortur á hæf- um sjómönnum til starfa. Astæð- ur til þessa eru fyrst og fremst taldar tvær: 1 fyrsta lagi hin mikla þensla i framkvæmdum i landi, sem dregur til sin vinnuafl- ið með stórkostlegum yfirborgun- um, sem sjávarútvegurinn getur ekki keppt við. Vegna þessa leit fundurinn svo á, að óhjákvæmi- legt væri, að rikisvaldið vinni að þvi að takmarka framkvæmdir þannig, að um óeðlilega sam- keppni við sjávarútveginn veri ekki að ræða, en um það verður ekki deilt, að arðbærustu störf, sem unnin eru fyrir þjóðarbúið, eru fiskveiðar og fiskvinnsla. í öðru lagi stafar fólkseklan, að dómi útvegsmannanna, af hinni stórauknu skólagöngu ungs fólks, og telja þeir, að breyta þurfti kennslutima i þeim skólum, sem heppilegast þætti, þannig, að nemendur geti stundað vinnu á bátum og i fiskvinnslustöðvum, a.m.k. i marz og april. Þá mót- mælir fundurinn þvi fyrirkomu- lagi, sem i gildi er um skilyrði til námslána, þar sem þau eru bund- in þvi, að námsmenn vinni sem minnst, en leggur þess i stað til, að námslán verði aðeins veitt þeim, sem unnið hafa ákveðinn lágmarkstima við framleiðslu- störf. Fundurinn samþykkti, að stjórnir útvegsmannafélaganna á SV-landi vinni að framgangi þeirra ráðstafana, sem ályktunin fjallar um, þannig að viðunandi lausn núverandi vandamála fáist og rekstrargrundvöllur fyrir bátaútveginn verði tryggður. Telur fundurinn rétt, að stjórnir félaganna boði til almenns fundar útvegsmanna á SV-landi eigi sið- ar en 20. nóv. n.k., og verði þá á- kveðið, hvort fullnægjandi iausn liggi fyrir eða hvort óhjákvæmi- legt reynist, að til allsherjar stöðvunar bátaflutans á SV-landi komi. Hafnfirzkir kennarar enn í launastríði [TéW3 Okkur cr áuægja að tilkynna þeim fjolmorgu, sem hafa keypt af okkur kæliskápa og þvottavólar og eru ánægðir með þau kaup. að nú hofiún við einnig á lioðstólum Ignis- eldavélar. sein einnig má mæla með sem sérstakri gæðavoru. Við berulum meðal annars á. að fylgjandi er grill asamt rafknunurn griilteini.svo að nú er hægt að elda matinn með þeim hætti. sem most tíðkast nú — grillið læri. kjúklinga eða annan mat eftir hentuglcikum, og smekk, og látið hitastilli og klukku vera yður til hjálpar við að fá sem beztan mat með sem rninnstri fyrirhöfn, Það er tryggt með þessari IGINJIS vél. sem er að oðru leyti búin eins fullkornlega og krófur eru gerðar til viða um Og um hagstæðara verð er vart að ræða núna. Og þegar þér kaupið IGMIS. skuluð þér muna, að þar fer tvennt saman. sem aðrir trjóða ITALSKT HUGVIT OG HAMD LAGMI ISLENSKUR LEIÐARVISIR FYLGIR — IGNIS VERÐ. VARAHLUTA OG VIÐGERÐAÞJONUSTA RAFIÐJAN RAFTORG VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294 V/AUSTURVÖLL SIMI 26660 | Auglýsid' iTínianuiiil Við skulum hafa það Sir! BH—Reykjavik — t bandarlsku blaöi lesum viö þá frétt, að Skúli Valtýr Llndal 54 ára gamall tslendingur, hafi fengið rlkis- borgararétt i Bandarikjunum Norður-Ameriku. Við þetta tæki- færi var honum kunngjörður réttur hans til að breyta um nafn. Þá hafði hann verið þekktur um árabil i Tacoma, þar sem hann bjó, sem S. Walter Lindal. Var hann að hugsa um að halda þvi nafni áfram? — Já, sagði hann við yfirvöldin, en við skulum hafa það Sir. en ekki bara S. Svo að núna heitir hann fullu nafni Sir Walter Lindal, sá eini sem ber „aðalstitil” i heiti sinu þar i borg! , , 4 . . SKIPAUTGERB RIKISINS AA.s. Esja fer frá Reykjavík þriðjudaginn 5. nóv. vestur um land til Akureyrar og snýr þar við til Reykjavíkur með viðkomu á Vest- f jarðahöfnum. Vörumóttaka: fimmtudag og föstudag. numíð 3. Þeim mönnum er síðar kómu út. þóttu hinir numið hafa of vfða land, er fyrri kómu, en á það sætti Haraldur konungur þá hinn hárfagri, að engi skyldi vlðara nemá en hann mætti eldi yfir fara á degi með skipverjum sínum. Menn skyldu eld gera þá er sól vasri I austri; þar skyldi gera aðra reyki, svo að hvora sæi frá öðrum; en þéir eldar er gervir: vóru þá er sól var í austri, skýldi brenna til nætur; siðan skyldu þeir ganga til þess er sól væri I vestri, og gera þar aðra elda. (Hauksbók Landnámabókar). ísland Veggskildir Einars Hákonarsonar, gerðir í tilefni ellefu alda íslands byggðar. Fallegir listmunir, sem prýða heimilið og öðlast safngildi í senn. Veggskildir Einars Hákonarsonar kosta nú kr. 2.746. Fást í minjagripaverslunum um allt land. íiindið 1. Flóki sigldi þaðan til Færeyja og gifti þar dóttur sína; frá henni var Þrándur I Götu. Þaðan sigldi hann út i haf með hrafna þá þrjá, er hann hafði blótað i Noregi. Og er hann lét lausan hlnn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; þriðji fló fram um stafn í þá átti, er þeir fundu landið. (Hauksbók Landnámabókar). nefnt 2. Þeir Flóki sigidu vestur yfi.r Breiðafjörð og tóku þar tand, sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af velði- skap, og góðu þéir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó ailt kvlkfé þeirra um vetur- inn.' Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð full- an af hafisum; því kölluðu þeir landið island sem það hefur síðan heitið. (Sturlubók Landnámabókar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.