Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 31. október 1974. Fræg nöfn — frægur höfundur — fræg bók —- fræg kvikmynd Brezkur kvikmyndaiðnaður er eitthvað i láginni núna, á i erfið- leikum eins og verða vill á fleiri sviðum hjá Bretum þessa daga. Nat Cohen, aðalframkvæmda- stjóri Anglo-Emi kvikmynd- anna ætlar að reyna að hressa upp á sakirnar. Hann ætlar að láta kvikmynda hina frægu sögu Agöthu Christie, sem hún skrifaði 1934, „Morð i Austur- landahraðlestinni”. t öllum hlutverkum eru frægir leikarar. Þetta er gert i þeim tilgangi að drifa fólk út úr ibúðum sinum frá sjónvarpsglápi og i kvik- myndahús. Kvikmyndin, sem mun kosta um 3 milljónir dollara, státar af fleiri nöfnum stórstjarna en nokkur önnur kvikmynd, sem hingað til hefur verið framleidd i Bretlandi. Albert Finney leikur Poirot, hinn þéttvaxna og smávaxna belgiska leynilögreglumann með vaxiborið efrivaraskegg og ótrúlega sterkan persónuleika. Honum til aðstoðar i myndinni eru Lauren Bacall, Ingrid Bergman, Richard Widmark, Sean Connery, Vanessa Red- grave, Wendy Hiller, Sir John Gielgud, Jacqueline Bisset og raunar miklu fleiri fræg nöfn, sem Sidney Lumet, stjórnandi kvikmyndatökunnar, tókst að ná I. Þar við bætast Anthony Perkins. Martin Balsam, Michael York, George Coularis. Ef nöfn eru góð söluvara þá ætti það að sannast á þessari kvikmynd. Agatha Christie er 84 ára gömul, hún átti enska móður og ameriskan föður. Hún hefur skrifað yfir 80 leynilögreglu- sögur, þ.a.m. „Músagildruna”, það leikrit, sem lengstan tima hefur verið sýnt samfleytt (samfellt i 22 ár, þegar seinast var talið) Hún skrifaði „Morð i Austurlandahraðlestinni” fyrir 40 árum, og enn er hún i fullu fjöri, viðurkennd sem drottning glæpasagnahöfunda, greinilega meö óþrjótandi hugmyndaflug og afkó'st. Agatha Christie (fædd Miller) er gift Max Mallowan prófessor, forn- leifafræðingi. Þau hittust fyrst i Mesopótamiu árið 1930. Hún skildi við fyrri mann sinn eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann hét Archibald Christie, og þaðan kemur nafnið Agatha Christie, sem nú er þekkt svo að segja á hverju heimili i heiminum. Samkvæmt útgefanda hennar, er hún önnur i röðinni af mest þýddu rithöfundum af enskri tungu. I fyrsta sæti er Shakespeare. Frú Mallowan, en það vill hún láta kalla sig, segist vera ánægð yfir að nú skuli eiga aö kvikmynda „Morð i Austur- landahraðlestinni”. Liklega eru það margir fleiri, sem hugsa með tilhlökkun til þess að sjá þessa mynd. Nú til dags hefur kvikmyndaiðnaðurinn tekið mjög miklum breytingum, — sumum finnst til bóta, en mörg- um venjulegum áhorfendum finnst, að of mikil áherzla sé lögð á hinn listræna þátt kvik- myndatökunnar, og þá oft á kostnað sögunnar sjálfrar, von- andi fer ekki þannig með hinn spennandisöguþráð i þetta sinn. Leikararnir, sem sjást hér á myndinni eru, standandi frá vinstri: Colin Blakely, Michael York, Sir John Gielgud, Albert Finney, George Coulouris, Sean Connery, Martin Balsam, Jean- Pierre Cassel, Anthony Perkins og Denis Wuilley, stijandi: Vanessa Redgrave, Rachel Roberts, Lauren Bacall, Jacpuiline Bisset, Ingrid Bergman, Wendy Hiller, og sitjandi fyrir framan er leik- stjórinn Sidney Lumet. j||j| jf |||||j| 'i ||p|| Jpl l MF íff f ~ Ém " f ^|1|L - mm l| ly $/W 'ol 1 _ p .i m s 1 JÉr^ilÉ I ggjf '*■ Jjjjgk 3 umhverfisins.” . , .• „Það er eitthvað skrýtið við þennan mörgæsahóp, cn ég er búinn að glápa á hann langalengi, og get ómögulega séð hvað það er.” DENNI DÆMALAUSI „Ég er nýbúinn að fara með þá út úr stofunni hjá frú Wilson, og nú...Ég ætla að láta þig vita það, að þetta eru minir fætur”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.