Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 31. október 1974. Okkur hlýnaði talsvert i garranum sem rlkir þessa dagana viö aö sjá þessar broshýru stúlkur utan viö Loftleiöahóteliö, og geislandi yndis- þokki þessara farfugla sunnan úr heimi hefur oröið fleiri ánægjuauki, en þær eru staddar hér á vegum Viceroy og keppa um titilinn „Ungfrú Viceroy 1974”. 1 tilefni af þessu er ýmislegt um aö vera, samkeppni, scm staöið hefur yfir um skeið með dýrölegum verðlaunum, og lýkur henni með hófi aö Hótel Loftleiöum, þar sem sú fegursta veröur krýnd og vinningshafa afhentur vinningur. Timamynd: GE. Slátrað í tveim húsum GÓ—Sauðárkróki — Sauöfjár- slátrun hófst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 12. september og lauk 21. október. Alls var slátrað 63.139 kindum i tveim sláturhús- um á vegum félagsins. Fór aðal- slátrunin að sjálfsögðu fram i hinu nýja og fullkomna sláturhúsi félagsins á Sauðárkróki, en þar var slátrað 57.087 kindum. í sláturhúsinu i Haganesvik var slátrað fyrir Fljótahreppana og Sléttuhlið alls 6052 kindum. Sann- leikurinn um Krist — nýútgefin bók KSF KRISTILEGT stúdentafélag hef- ur nýlega gefið út bók,sem á is- lenzku nefnist: Sannleikurinn um Krist. Bók þessi er eftir enskan prest, John R. W. Scott, og nefnist hún á frummálinu Basic Christi- anity. Höfundurinn er þekktur fyrirlesari og hefur skrifað fjölda bóka. Hann hefur einnig tekið virkan þátt i brezku kristilegu stúdentahreyfingunni I.V.F. Um bókina segir höfundur, að Um bókina segir höfundur, að hún sé ætluð öllum þeim, sem lifa i hinni vestrænu menningu, sem ekki er lengur kristin, þar sem flestir hafa komizt i kynni við kristni i einhverri mynd, en hafnað henni siðan. Bókin býður lesendum að endurmeta hin kristnu grundvall- aratriði, sem hafnað var á röngum forsendum. Bók þessi, Sannleikurinn um Krist, hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og nálgast fjöldi seldra eintaka nú eina milljón. Islenzka þýðingu bókarinnar annaðist sira Jónas Gislason lektor. Bókin er pappirskilja 176 bls. að stærð og prentuð I ísafoldarprentsmiðju hf. Káputeikningu gerði Þröstur Magnússon. (Fréttatilkynning) Línubátar afla sæmilega ÞRIR bátar hafa stundað linu- róðra frá Höfn i Hornafirði og aflað sæmilega eða frá 5 og upp i tiu lestir i róðri. Þessir bátar eru Gissur SF, sem hefur aflað einna bezt, Skinney SF og Skógey SF. Þá hafa nokkrir trollbátar hafið veiðar eftir klössun. Þeir bátar, sem eru á trolli, eru Havney, Þinganes, Sigurður Olafsson og Haukafell, sem nú er að fiska i siglingu. Hlaðgerðarkot — samskipti heilbrigðisróðuneytisins og Samhjdlpar Hvítasunnumanna vegna fyrirhugaðrar starfrækslu heimilis fyrir drykkjusjúka að Hlaðgerðarkoti VEGNA viöskipta Filadelfiusafn- aöarins við heilbrigðisráöuneytiö i sambandi viö fyrirhugaðan rekstur dvalarheimilis fyrir drykkjusjúka að Hlaðgerðarkoti og einkum vegna greinar Georgs Viöars Björnssonar i Timanum hinn 18. október sl., telur ráöu- neytið nauösynlegt að upplýsa eftirfarandi: i malmánuði si, átti Einar J. Gislason viötal við ráðuneytis- stjóra heilbrigöisráðuneytisins og spurðist fyrir um gildandi reglur um starfsemi og rekstur heimila fyrir drykkjusjúka, og I fram- haldi af þvi viötali sendi hann bréf til ráðuneytisins hinn 24. mai, þar sem skýrt var frá þvi, að Hvitasunnusöfnuðurinn heföi mikinn áhuga á, að hasla sér viö- ari völl meö starfsemi sinni en áöur var með svokallaðri Sam- hjálp Hvltasunnumanna og hyggðist I þvi skyni kaupa Hlaö- geröarkot I Mosfellssveit og koma þar á stofn heimili fyrir drykkju- sjúka. Tveim spurningum var sér- staklega beint til ráðuneytisins i þessu sambandi: 1. Mundi heimili fyrir drykkju- sjúka rekið i Hlaðgerðarkoti falla undir sjúkrahúslög? 2. Má reikna með fjárveitingu úr Gæzluvistarsjóði til starf- seminnar i Hlaðgerðarkoti? Fyrrgreint bréf barst ráðu- neytinu 28. mai og þvi var svarað 30. mai, þar sem skýrt var frá þvi, að ráðuneytið mundi óska eftir umsögn héraðslæknisins I Alafosshéraði og landlæknis, um rekstur heimilis fyrir drykkju- sjúka að Hlaðgerðarkoti i Mos- fellssveit og að á álitsgerð þeirra mundi byggjast umsögn ráðu- neytisins og svar við þeirri spurn- ingu, hvort heimili fyrir drykkju- sjúka að Hlaðgerðarkoti mundi falla undir sjúkrahúslög. Um hitt atriðið, hvort reikna mætti með fjárveitingu úr Gæzlu- vistarsjóði, var bent á að gert er ráö fyrir að fé Gæzluvistarsjóðs sé varið til fjárfestingar vegna stofnana fyrir drykkjusjúka, en ekki til reksturs, og jafnframt skýrt frá þvi, að ekki hafi verið gert ráð fyrir fé úr Gæzluvistar- sjóði til þessara framkvæmda á árinu. Ráðuneytið lofaði hins vegar að taka málið upp við gerð næstu fjárlaga. I samræmi við þetta skrifaði ráðuneytið samdægurs héraðs- lækninum i Alafosslæknishéraði, 992 lausnir í samkeppni um hringveginn í sumarblaöi Æskunnar var efnt til verölaunasa mkeppni fjöl- skyldunnar um hinn nýja hring- veg um landiö á vegum Æskunnar og Landssamtaka Klúbbanna öruggur akstur. Alls bárust 992 lausnir, og af þeim voru 272 rétt- ar. Dregiö var úr þeim svörum, Styrkur til íslenzku- rannsókna Stjórn sjóðsins Norðmannsgjafar samþykkti á fundi sinum fyrir skömmu að veita Halldóri Hall- dórssyni prófessor rannsókna- styrk að upphæð kr. 200 þús., sem viðurkenningu fyrir störf að Is- lenzkri málrækt um þriggja ára- tuga skeið og til áframhaldandi rannsókna á Islenzkum orða- forða. sem bárust, á skrifstofu Umferðarráös. Fyrstu verðlaun, viku dvöl fyrir fjölskylduna á hóteli við Mývatn eöa Laugarvatni næsta sumar, hlaut Ragnheiður Hergeirsdóttir, Birkivöllum 24, Selfossi. önnur verðlaun, sem eru 3 postulinsveggplattar þjóðhátiðarnefndar 1974 — dansk- ir frá Bing & Gröndahl, — hlaut Kjartan F. Adolfsson, Suðurvör 2, Grindavik. Þriðjuverðlaun, þjóðhátiðarpening Bárðar Jó- hannessonar, handunninn úr silfri, hlaut Steinþór Þórðarson, Skuggahlið, Norðfirði. 4.5. og 6. verðlaun, sem eru bækur frá Æskunni, hlutu: Lisa Kristins- dóttir, Dynskógum 17, Egilsstöð- um, Elinborg J. ólafsdóttir, Öldutúni 8, Hafnarfirði, og Ölafur Einarsson, Ljósheimum 18, Reykjavik. Friðrik Sveinssyni, Reykjalundi, Mosfellssveit, og landlækni, þar sem skýrt var frá beiðni Fíladel- fiusafnaðarins og var óskað eftir að þessir embættislæknar tækju málið til athugunar og létu ráðu- neytinu i té álitsgerð um málið, einkum um það, hvort húsakynni og staðsetning mundu herita þess- ari starfsemi. 7. júni 1974 barst ráðuneytinu bréf frá Friðrik Sveinssyni, héraðslækni, þar sem hann skýrði frá þvi, að hinn 5. júni hefði hann farið ásamt heilbrigðisfulltrúa Einari I. Sigurðssyni, að Hlað- gerðarkoti og skoðað húsakynni og aðbúnað. Hann taldi að húsa- kynni litu vel út en ýmislegt þafn- aðist lagfæringar og benti á, að viðkomandi aðila bæri að sækja um starfræksluleyfi til heil- brigðisnefndar Mosfellshrepps og mundi nefndin þá taka endanlega afstöðu til umsóknarinnar. Svar landlæknis dags. 9. sept. barst ráðuneytinu hinn 10. september og i þvi segir, að land- læknir mæli með þvi að umbeðið leyfi verði veitt að uppfylltum skilyrðum, sem greind eru i bréfi heilbrigðisnefndar Mosfells- hrepps frá 2. september, sem fylgdi með i ljósriti, en i þessu bréfi er skýrt frá þvi, að heil- brigðisnefnd Mosfellshrepps hafi mælt með leyfisveitingunni, að þvi tilskildu, að lagfæringum, sem tilgreindar eru i bréfinu Dregiö úr réttuni lausnum á verði lokið að fullu fyrir 1. nóvember þ.á. Þær lagfæringar sem nefndin taldi að gera þyrfti voru fyrst og fremst i sambandi við bætta geymslu á neyzluvörum, lag- færingu á innréttingum i eldhúsi, breytingu á loftræstingu I eldhúsi, og lagfæringu á umbúnaði sorps. I samræmi við bréf landlæknis frá 9. sept. skrifaði ráðuneytið Einari Gislasyni, Filadelfiusöfn- uðinum, Hátúni 2. Reykjavik, bréf hinn 11. sept. 1974. þar sem vitnað er til bréfsins frá 24. mai og skýrt frá þeim athugunum, sem ráðuneytið hafði látið gera i sambandi við umsókn um rekstur heimilis fyrir drykkjusjúklinga i Hlaðgerðarkoti i Mosfellssveit. Ráðuneytið veitti með þessu bréfi Filadelfiusöfnuðinum leyfi til að reka hæli fyrir drykkju- sjúka að Hlaðgerðarkoti i Mos- fellssveit, með þeim skilyrðum, sem landlæknir og heilbrigðis- nefnd höfðu sett og var gert ráð fyrir að þær lagfæringar, sem til- greindar voru, yrðu komnar til framkvæmda fyrir 1. nóvember næstkomandi og var leyfið veitt til eins árs til reynslu i samræmi viðtilmæli þeirra aðila, er leitað var til. Afrit af þessu bréfi ráðuneytis- ins var sent til heilbrigðisnefndar Mosfellssveitar og skrifstofu landlæknis. Ráðuneytið hefur siðan beðið Framhald á bls. 13 skrifstofu Umferðarráðs. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.