Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 31. október 1974. Fimmtudagur 31. október 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Eitthvaö hefur komiö fyrir á vinnustaðnum, sem þú skalt nota daginn i dag til að kippa i lag. Simtal eða vinarvottur gæti gert kraftaverk. Annars skaltu sinna fjölskyldunni sem mest i dag og búa þig undir morgundaginn. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Þú skalt gæta þess alveg sérstaklega að tala ekki af þér i dag. Þú skalt hafa það hugfast, að áform þin koma engum við nema sjálfum þér og þinum allra nánustu. Svo að þú skalt bara hafa hægt um þig. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þetta litur út fyrir aö vera ágætur dagur. Þú skalt sinna áhugamálunum og ööru skemmti- legu, meöan timi er til, þvi að þaö litur út fyrir, aö með kvöldinu gerist eitthvað, sem gerir strik I reikninginn og eyöileggur allar áætlanir. Nautið (20. april—20. maí) 1 dagskaltunota hvert ta'kifær.sem þérbýðst til þess að tja hug þinn, sérstakiega i tilfinninga- málunum, þvi að þú ert undir sérstaklega góðum áhrifum núna. Njóttu lifsins með þeim. sem þér likar bezt við. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Þú færö einhver tiðindi i dag, og ekkert útlit fyrir annað en fagnaö og gleði. Þú ættir aö varast að fara út i rökræður um þessa helgina. Þfi ert undir það sterkum tilfinningalegum áhrifum, að dómgreindin er rugluð. Krabbinn (21. júní—22. júii) Meðan þú gætir að heilsufarinu og styrkir likamann, er allt i lagi i dag. Ennfremur: Þu ræður málum þinum sjálfur og tekur þinar ákvarðanir sjálfur — og lætur ekki neinn hafa áhrif á þig i dag. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Stjörnumerkin eru þér hagstæð, og það gæti vel orðið til að örva þig til að taka forystuna i þinum hópi. Þessi ákvörðun þin gæti orðið talsvert mikilvæg, og afdrifarik fyrir þig strax i kvöld. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er dagur athugasemdanna, ef þér finnst hafa verið breytt illa við þig. En það er óþarfi að gera það með frekju og leiðindum, svo að særi. Þú hefur bein i nefinu til að koma vel frá þessu máli. Vogin (23. sept.—22. okt.) Sennilega verður dagurinn rólegur og þægi- 1 legur, og þú ættir að nota hann til að sinna and- legum efnum. Fjölskyldan er undir mjög góðum áhrifum frá þér, og það er sérlega rómantiskur blær yfir kvöldinu. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú ættir að huga meira að menningarlegu hliðinni i eðli þinu og rækta með þér þá hugsun, að þú hafir eitthvað með slikt að gera. 1 dag skalt þú hlýða rödd samvizku þinnar og ekki láta aðra hafa nein áhrif á þig. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt reyna að vera hugmyndarikur i skemmtunum og hvers konar endurnýjun — þú ættir meira að segja að leggja þig fram um að losa þig úr viðjum vanans. Taktu þátt i sam- kvæmum i kvöld. Steingeitin (22. des-19. jan) Það, sem þér fannst áður aukaatriði, fær nú aukna þýöingu. En mundu það I dag, að fæst orö hafa minnsta ábyrgð. Ef þú gætir þin vel og neytir alls i hófi, ætti morgundagurinn aö geta oröið hinn ánægjulegasti. í hannyrðaverzlun- inni Grímsbæ fáið þér jóiagjöfina, sem veitir varanlega gleði. Höfum ávallt fjölbreytt úrval við hæfi ungra sem aidraðra. Handavinna er heimilisprýöi. Búðin opin frá 9-18. Verið velkomin I hannyrðaverzlunina Grfmsbæ — Sfmi 8-69-22. Þegar rætt er um verzlun 1 Kastljósi sjónvarpsins 25. október var rætt um verðmyndun og verðlagsmál. Það var á ýmsan hátt fróðlegt að fylgjast með þvi sem þar kom fram, þó að e.t.v. hafi það verið merkilegast að heyra hag- fræðinginn segja að ef við byggj- um ekki við frjálsan markað væru engar verðhækkanir. Það var alveg fortakslaust. Kaupendur, sem við var talað, virtust hafa töluvert traust á verðla gsef tirliti. Fulltrúi kaupmanna áleit hins vegar að verðlagseftirlit ætti þátt i þvi að venja menn af að fylgjast með verðlagi og bera það saman. Sjálfsagt er eitthvað til i þvi. Það kom hvergi fram i þessum þætti, hve mjög verzlunum er mismunað ef alls staðar eiga að giida sömu álagningarreglur. Það er dýrara að reka verzlun úti á landi en í Reykjavik, bæði vegna meiri flutningskostnaðar og meiri eða lengri fjárfestingar, auk þess munar sem er á þvi að reka sérverzlun eða verzlun, sem þarf að vera forsjón byggðarlags sins. Þeir, sem þarna komu fram, hugsuðu vist engir út fyrir Reykjavik. Það kom fram i þættinum ærin tortryggni i garð verzlana, bæði grunsemdir um að verðlags- ‘ ákvæði væru ekki haldin, og að vara keypt á gamla, lága verðinu, væri seld út á nýja verðinu. Hins vegar kom ekki fram ein einasta rödd, sem minnti á að til væri samvinnu- verzlun. Það var bæði alvarlegt og ömurlegt. Samvinnuverzlun er til þess að menn fái vörur á sannvirði. Verði afgangur frá daglegum þörfum ei það félagsleg eign, sameign. Þannig hafa oft mynclazt eignir, sem eru sameign þess fólks, sem á verzlunarsvæðinu býr. Þó að eignin sé að visu bundin við félagsskapinn, þá er á það að lita, að sá félagsskapur stendur öllum opinn Það er einhver veila i félags- legri menningu, þar sem óánægja með verzlunarhætti brýzt út i úr- ræðalausu nöldri og dylgjum i stað þess að leita úrræða i sam- starfi á félagslegum grundvelli Ef menn halda að kaupmenn séu að féflétta sig — löglega eða ólög- lega — þá ættu þeir að snúa sér að félagsverzlun og láta kaupmennina eiga sig. H. Kr ensk&jGólfteppi Glæsileg ensk ullarteppi hagstæðu verði. K. B. Sigurðsson h.f. Höfðatúni 4 sfmi 2-24-70. Bókaútgáfa — Umboðsmenn Stór bókaútgáfa óskar eftir umboðsmönn- um á eftirtöldum stöðum: Patreksfirði, Ólafsfirði, Raufarhöfn, Vík i Mýrdal, Þorlákshöfn, Búðardal. Starfið er létt og skemmtilegt, kjörið fyrir bókamann og gefur nokkra tekjumögu- leika fyrir áhugasaman mann. Tilboð sendist Timanum fyrir 10. nóvember, merkt 1846. W RAF AFl SFV Vinnufélag rafiönaöarmanna Barmahlíö 4 Hverskonar raflagnavinna. Nýlagnir og viögerðir Dyrasimauppsetningar Teikniþjónusta. Skiptiö viö samvinnufélag. Simatími milli kl. 1- 3. daglega i sima 2-80-22 VATNSDÆLUR fyrir Chervrolet, Rambler, Dodge VATNSDÆLUSETT fyrir Chevrolet Póstsendum um allt land 77 ARMULA 7 - SIMI 84450 Þeir sem eru á ve! negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK. Aiiglýsid' íTlmanum Electrolux

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.