Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. október 1974. TÍMINN 3 VATNSBÓL REYKVÍKINGA f HÆTTU AF OLlUMENGUN? BH-Reykjavik. — Forsaga máls- ins er sú, að bygginganefndin i Mosfellssveit gaf BP leyfi til aö byggja stöð við Geitháls, en aðgætti ekki, að staðurinn er á mörkum f riðun ar s v æðan na vegna verndunar vatnsbólanna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur verið mikið hitamái siðan, og ég get svo sem ekkert annað gert en bent á, að ég telji þetta ekki heppiiega ráðstöfun, ekki sizt á meðan við vitum ekki meira um rennsli grunnvatnsstraumanna á svæðinu. t þessum efnum er ekki nóg, að einhver segi álit sitt. Þaö verður að hafa staðreyndir tii að byggja á, — og meðan þær stað- reyndir eru ekki fyrir hendi, er það mesta öryggið að hafa enga stöð þarna. A þessa leið fórust Jóni Jóns- syni, jarðfræðingi hjá Orku- stofnun rikisins, orð i gær, er við höfðum samband við hann og inntum hann eftir áliti hans á hugsanlegri mengun á vatna- svæði höfuöborgarbúa og gagn- ráðstöfunum þar að lútandi. — Þeir eru búnir að byggja þarna svolítið, sagði Jón, og virðast leggja mikla áherzlu á að koma þessu i framkvæmd. Heilbrigðisnefndirnar i Kópa- vogi og Mosellssveit hafa haft samband við mig. svo og Heil- brigðiseftirlitið, en það var héraðslæknirinn I Mosfellssveit, sem benti á, að þetta væru ekki sem heppilegastar ráðstafanir. Nú, mitt hlutverk er bara að vara við. Ég get ekki lagt neitt bann við einu eða neinu, og ég hef auðvitað ekkert á moti neinni starfsemi fremur en annarri. Ég getbara sat eins og skáldið: mitt, er að yrkja, ykkar að skilja. En einfaldast, og um leið öruggast, er að hafa enga stöð þarna. Meira öryggi er ekki hægt að bjóða upp á. Það er svo sem verið að tala um 100% öryggi varðandi fráganginn, en i þær umræður blanda ég mér ekki, þvi að ég er ekki svo tæknifræðilega fróður að þekkja til þeirra mála. Mesta öryggið hygg ég hins vegar vera að hafa enga stöð. En það eru fleiri atriði i sambandi við þessi mál, sem Jón Jónsson bendir okkur á, og rétt er að undirstrika mikilvægi þeirra. Hvar stöndum við, svo ef óhapp verður á þessum vegi? Setjum nú svo, að þarna velti oliubill með nokkur tonn af oliu á veginum. Hvaða viðbúnað hafa hlutað- eigandi aðilar til að mæta sliku- Ég veit ekki til, að þarna sé neinn viðbúnaður i þessu sambandi. Það má kannski segja, að það sé alveg eins hættulegt að hafa veginn þarna, með talsvert mikla umferð með oliu og önnur efni, eins og að byggja þessa stöð á mörkunum. En það eitt er vist, aö þetta er spurning, sem skiptir verulegu máli: Er nokkur viðbúnaður til að skerast I leikinn á stundinni og fyrirbyggja voða? Við minnumst á það, aö oliubill hafi oltiö uppi á Sandskeiði fyrir nokkru, en þess hafi ekki verið getið, hvort olia hafi farið niður, hversu mikið, eða hvort ráð- stafanir hafi verið gerðar til að ná henni upp. — Það gegnir alveg sama máli meö þetta og brunavarnir, segir Jón. Það er ákveðinn aðili, sem tekur að sér að slökkva eld, og I Ársfundur EFTA hefst í dag ÓLAFUR Jóhannesson við- skiptaráðherra situr ársfund EFTA, sem hefst i Helsinki i dag. Er Tlminn hafði tal af ráðherranum i gær, sagðist hann ekki búast við að neinar veigamiklar ályktanir yrðu gerðar á þessum fundi, en viðskiptaráðherrar landana myndu gera grein fyrir afstöðu sinni til ýmissa mála. Fundinum lýkur á morgun, föstudag. þessu tilfelli á lika að vera einhver ábyrgur aðili, sem tekur að sér að skerast I leikinn Við innum Jón eftir þvi, hvort nóg hafi verið að gert til að sporna gegn mengun á vatn- svæðinu, og það kemur i ljós, að talsvert hefur verið stuggað við byggð og starfsemi þarna, og þeim, sem eftir eru, settar höml- ur. — Það er bannað að hafa oliu- tanka við sumarbústaði, og öll meðferð oliu og eiturefna er bönnuð. Þá er allt svæðið kortlagt og friðaö, með samþymki borgar- yfirvalda og sveitarfélaganna i kring. — En er það nóg? — öryggið er fyrir öllu. Mér finnst hæpið að leyfa starfsemi i náumunda við svæðið, og þessi oliustöð er vafasöm. Mér finnst sérstakrar varúðar þörf, og þá einkum i sambandi við umferðina um svæðið. Sinfóníuhljómleikar í kvöld BH—Reykjavik — Þriðju hljóm- leikar Sinfóniuhljómsveitarinnar á þessu starfsári verða haidnir I kvöid. Stjórnandi verður Karsten Andersen og einieikari Vaclav Hudecek. A efnisskránni er Sinfónia nr. 1 i c-moll eftir Anton Bruckner og fiðiukonsert I D-dúr eftir Tsjaikovsky. Fiðluleikarinn Vaclav Hudecek fæddist 7. júni árið 1952 i borginni Rozmital i Tékkóslóvakíu. Vegna frábærrar tónlistargáfu sinnar var honum veitt innganga i tón- listarskóla aðeins sex ára göml- um. Þar tók hann svo miklum framförum, að hann vann fyrstu verðlaun i fiðlukeppni unglinga aöeins niu ára gamall. Fimmtán ára gamall vann hann fyrstu verðlaun I alþjóðlegri fiðlukeppni útvarpsstöðvanna, og hóf þá um leið hljómleikaferil sinn i London, þar sem hann lék fiðlukonsert Beethovens. Jafnframt hélt hann áfram tónlistarnámi sinu I Tón- listarháskólanum i Prag, þar sem Vaclav Snitil var aðalkennari hans. Arið 1971 gerðist hann nem- andi Daviðs Oistrachs og lék fiðlukonsert Tsjaikovskys undir hljómsveitarstjórn hans á lista- hátið i Prag árið 1972, þar sem hann fékk þá dóma, að hann væri verðugur nemandi meistara sins. Vaclav Hudecek hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma fyrir fiðlu- leik sinn og törfandi túlkun viðfangsefna sinna. Pólitískir spilamenn í grein eftir Jón Kristjánsson. sem birtist I Austra 23. þ.m., er m.a. rætt um þann efnahagsvanda, sem vinstri stjórnin þurfti að glima við. Siðan segir Jón: „Hins vegar gerðist þaö eftir þvi sem vandinn óx að vaxandi til- hneigingar gætti hjá Aiþýðubandalagsmönnum til aðstinga höfðinu i sandinn og segja þjóðinni ósatt um ástandið. Það er óþarfi að rekja þá sögu langt, en uppáhaldslýsingarorð framámanna flokksins voru „nokkur efnahagsvandi”, og „litilsháttar vel- megunarvandi”. Það er svo kunnara en frá þurfi að segja að þegar til kastanna kom að taka á málum, ákváðu þeir að standa fyrir utan og halda þessum leik áfram af tvöföldum krafti. Þetta er að visu all kiókindalegt, en ber hvorki vott um kjark eða ábyrgöartilfinningu. Það hefur verið allmikið rætt um stjórnmál og spilamennsku undanfarið, en ef þetta er ekki spilamennska, þá veit ég ekki hvað flokkast undir slikt. Menn skyidu hafa það hugfast, þegar þeir hlýða á stjórnmála- boðskap Alþýðubandalagsmanna um þessar mundir aö þar taia menn sem áttu kost á þvi aö takast á við vandann, en töidu að siik hólmganga mundi ekki gefa nógu marga slagi I hinni póiitlsku spila- mennsku. og atkvæðaveiðum". Innd júpsóætlun ísfirðingar 26. þ.m. birtir grein eftir Ilalldór Kristjánsson, þar sem hann ræðir um svokailaða Inndjúpsáætlun. Hann telur hana inerkilega, en dregur jafnframt I efa, hvort ekki sé þar lögð of mikil áherzla á sauðfjárrækt. Nauðsynlegt sé vegna kaupstaðanna viö tsafjarðardjúp, að auka mjólkurframleiðslu á þessu svæði. t grcinarlokin segir Halidór: „Það mun einróina álit Vestfiröinga, að svo verði styrkur þeirra I heild mestur og hagur þeirra bestur að sveitirnar verði setnar og nýttar. Það á að gera skynsamlega með hliðsjón til markaðsmála og landnýtingar. Ef þess er gætt á mjólkurframleiðslan I sýslunum að tvöfaldast i náinni framtlð. Mörgum finnst að ekki sé nógu vel stjórnað nema það verði”. Þ.Þ. Framfylgir lögum, sem hann ætlar að leggja fyrir Alþingi í vetur — segir Óttar Yngvason lögfræðingur um sjóvarútvegsróðherra, sem bannaði rækjubótum fró Blönduósi að landa í héimahöfn Gsal—Reykjavik — Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um málssókn á hendur ríkissjóði, en skaðabótakrafan var lögð fram til þess að kanna, hvort sjávarút- vegsráðuneytið sæi sér fært að taka með samkomulagi af- leiðingum af boðum sinum og bönnum. Þannig fórust orð Óttari Yngvasyni, lögfræðingi rækju- verksmiðjunnar Særúnar á Blönduósi, sem hefur krafið rikis- sjóð um bætur vegna banns viö rækjuvinnslu á Blönduósi. Sú verksmiðja hefur raunar aldrei tekið til starfa, en eins og kunnugt er bannaði ráðuneytið Biönduósbátum að landa rækju I heimahöfn og þar með kippti ráöuneytið stoðum undan rekstri fyrirtækisins. Blönduósbúar una þessu afar illa og rækjuvcrk- smiöjan Særún hefur lagt fram tæpra 15 millj. kr. skaðabóta- kröfu á hendur rlkissjóði. Að sögn Óttars getur bóta- krafan hækkað um tvær milljónir eða svo, ef ekki tækist að ráðstafa þeim tækjum og vélum sem nú þegar eru tilbúnar til vinnslu á Blönduósi. Ellefu milljónir af þessum fimmtán eru settar fram sem tjón vegna missishagnaðar miðað við fimm ára rekstur fyrirtækisins. Þetta fimm ára timabil er grund- vallað leigusamningum um vinnsluvélarnar. sem eru á svo- nefndum leigukaupsamningum, og eru afnotasamningar gerðir til fimm ára. — Með bindandi fimm ára samninga stendur fyrirtækið uppi núna. Ef ekki tekst að greiða úr þvi máli, verður um miklu meira tjón að ræða hjá fyrirtækinu. Hagnaðartapið þ.e. 11 milljónir- nar, grundvallast á þvi að á Blönduósi eru óvenjulega hag- stæöar aðstæður til rækjuvinnslu. Þarna var ætlunin að vinna i sláturhúsinu, og búið var að gera leigusamninga um það. Sagði Óttar, að sláturhúsið á Blönduósi væri eingöngu notað um sláturtima 2-3 mánuði ár hvert, og þvi mikil húsakynni ónýtt mestan hlusta ársins. — Ég veit ekki betur en að for- ráðamenn sláturhússins hafi mikinn áhuga á þvi að geta nýtt á einhvern hátt þetta ágæta hús- næði, enda er það almennt séð þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þessi mannvirki, ef það er hægt, utan þessa venjulega vinnslutima sláturhússins. Sagði Óttar, að þarna hefði ekki þurft að leggja fé i vinnslusalar- kynni, frystibúnað, gufubúnað eða annað slikt — og þvi hefðu sparazt þarna tugir milljóna. — Var búið að setja upp tæki i sláturhúsinu til rækjuvinnslu? — Báðar vélasamstæðurnar voru komnar norður, og önnur þeirra var komin á sinn stað i sláturhúsinu. Vinnsla hefði getað hafizt — og getur enn hafizt — með nokkurra daga fyrirvara. — A hvaða forsendum getur fyrirtæki, sem aldrei hefur starfað, farið fram á skaða- bætur? — Fyrirtækið sjálft var stofnað á árinu 1973, og það er búið að leggja i allan þann kostnað, sem til þarf, til að hefja þennan rekstur. Búið er að fá allan búnað, ráða allan mannafla — og hluti af þessum bótakröfum eru iaun verkstjóra, vélamanns og framkvæmdastjóra venjulegan uppsagnarfrest, þrjá mánuði. Það er búið að leggja þarna út fjármuni t.d. til þessara vinnslu- tækja, enn fremur er vaxtatap i svo og svo langan tima, og svo er búið að borga leigu fyrir vélarnar og flutningskostnað, til landsins og innanlands, kostnað við upp- setningu og margt annað. Grundvöliurinn er sá, að enn hafa ekki séð dagsins ljós þau lög, sem sjávarútvegsráðuneytið ætlaöi að leggja fram á þingi. Það eru engin lagaákvæði til, sem banna mönnum að setja upp fyrirtæki til starfrækslu og vinnslu sjávarafurða. Ráðuneytiö ætlaði, og ætlar sennilega enn, að leggja fyrir þingið i vetur laga- frumvarp, þar sem farið yrði fram á, að sérstakt leyfi þyrfti til rekstrar rækjuvinnslustöðva. Ráöuneytið hefur nú bannað rækjubátum Blönduósbúa að landa i heimahöfn — sem er al- gjört einsdæmi — og segir, aö ekki sé forsvaranlegt að setja upp fleiri rækjustöðvar á Húnaflóa- svæðinu. Þarna virðist sem ráðu- neytið sé farið að framkvæmda lög, og lagaboð, sem ekki hafa enn verið samþykkt á Alþingi. Ráðherra tekur ákvörðun um að banna verksmiðju samkvæmt lögum, sem hann ætlar að leggja fyrir Alþingi einhvern tima i vetur. sagði Óttar Yngvason að lokum. 1400 millj. kr. hreinsi- tæki sett upp í Straumsvík — hætt við hreinsitæki Jóns Þórðarsonar UM NÆSTU áramót verður hafinn undirbúningur að uppsetn- ingu þurrhreinsitækja i áiverinu i Straumsvik. Er áætlað, að kostnaður við uppsetningu tækjanna verði um 1400 millj kr Tæki þau, sem sett verða upp, hreinsa yfir 90% af þeirri loft- mengun er frá álverinu kemur, og koma i veg fyrir hugsanlegar flúorskemmdir umhverfis verk- smiðjuna, og vinnuskilyrði I kerjaskálum batna mikið, en kerin verða byrgð. Tæki það, sem Jón Þórðarson fann upp og reynd hafa verið i álverinu, hafa ekki fullnægt þeim kröfum, sem Heil- brigðiseftirlitið hefur gert, og til- raunum með þau hefur verið hætt I Straumsvik. Þetta kemur fram i Isal- tiðindum, sem Islenzka álfélagið gefur út. Þar segir, að tæki Jóns gefi mjög góða nýtingu við hreinsun hluta þeirra efna, sem hreinsa þarf, en miður góða nýtingu til hreinsunar á öðrum efnum. Auk þess var raforkunot- kun tækjanna mjög mikil, eða sem svarar til notkunnar 80 raf- greinakerja, miðað við að 280 slik tæki væru settupp. Tekið er fram, að tæki Jóns.sé ekki nægilega gott, þar sem tiltölulega lítil ryk- mengun sé,eins og i kerjaskálun- um, en þar sem rykmengun er mikil, eins og t.d. i Kisilgúrverk- smiöjunni, hefur tækið skilað mjög góöum árangri, eða um 99% nýtni. Hefur þvi verið ákveðið að setja upp svonefnd þurrhreinsitæki i keraskálunum i samráði við Heil- brigðiseftirlit rikisins. Eru tækin sömu gerðar og Alusuisse hefur notaö i einu iðjuvera sinna i Vestur-Þýzkalandi. Sigurvon komin til Hornafjarðar SJ — Iíeykjavlk — Það gerist ekkert hjá okkur fyrr en á föstu- dag, iaugardag, sagði Konráð Júliusson skipstjóri á Sigurvon frá Stykkishólmi, þegar við náð- um tali af honum i sima austur á Höfn I Hornafirði I gær„ Sigur- vonin kom þangað i fyrrinótt, og höfðu skipsmenn hreppt vont veð- ur á leiðinni frá Vestmannaeyj- um, en þar höfðu þeir skamma viðkomu nú i vikunni. Nú tekur við gerð háhyrnings- búrsins, sem áður hefur verið lýst i frásögn i blaðinu og ætti það að vera tilbúið seinni hluta vikunn- ar. Mikið var um háhyrninga á sildarmiðunum, en þeir hömluðu ekki veiðum að þessu sinni. Hafa sennilega ekki verið búnir að átta sig á að sjómenirnir væru farnir að reyna við sildina á nýjan leik. Vonir standa þvi til að háhyrning- ar verði enn á kreiki, þegar Sigurvonin leggur upp i veiðiferð- ina. Aðstoðarmaður er nú kominn til liös við franska sævardýra- fangarann Grandier, og kom hann með þeim skipverjum frá Vestmannaeyjum til Hornafjarð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.