Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 12
12 TíMlNtf Fimmtudagur 31. október 1974. hvorki fyrr né síðar, orðið eftir öðru eins. Seffer gamli sagði nábúunum, að ,,þessi kvenmaður þarna úr Austur- botnum" ætti engan sinn líka. ,,Hún skipti meira að segja um hálm í rúmunum". Nábúarnir hlóu og depluðu augunum hver framan í annan. Það var nef nilega á allra vitorði, að Sef fersfólkið notaði sama hálminn heilt misseri, þótt það væri siður annarra að skipta í rúnunum á hverjum laugardegi. Katrin komst fljótt á snoðir um, að Seffersfólkið var jafn raunagott fólk og það var óþrifalegt. Hún hafði aldrei fyrr eignazt önnur eins firni af góðum mat, bæði kjötmeti og kökum. Margar vikur eftir brúðkaupið komu dætur Seffers nær daglega upp að Klifi með mjólk eða ábrystir. Og Katrín fann, að þessar gjaf ir voru ekki látn- ar af höndum rakna í þvi skyni, að þær yrðu goldnar með ókeypis vinnu eða ævilöngu þakklæti. Þær voru aðeins gefnar af löngun til þess að láta aðra njóta að nokkru þeirra gæða, sem gefendurnir höfðu undir höndum. I aprílmánuði um vorið ól nýja húsf reyjan son. Þá kom Seffer gamli sjálfur arkandi upp eftir, ósegjanlega hreykinn yf ir því að vera orðinn af i, og gaf syni Katrínar vænstu ána sína. Hann lagði mjög ríka áherzlu á það, að kindin væri kvaðalaus eign Einars, og krafðist þess, að ullin af henni yrði notuð á hann. Ærin átti að fá að ganga í eyjum með fé Seffers um sumarið. Drengurinn varð tveggja ára gamall í þessum mánuði, og um svipað leyti sannfærðist Katrín um, að hún var með barni. Hún sætti sig f ullkomlega við það og var for- sjóninni þakklát fyrir, að drengurinn skyldi þó að* minnsta kosti hafa fengið að njóta umönnunar hennar einn fram til þessa. En sumarið varð henni mjög erfitt, og henni veittist vinnan örðugri heldur en nokkurn tíma fyrr. Heimilið þyngist Uppskeruvinnan hóf st undir eins og slátturinn var úti. Katrinu gafst engin hvíld. Hún varð að arka út á akrana með þunga sigðina, þótt hana verkjaði í handleggina af þreytu. Norðkvist hafði einum kaupamanni of fátt þetta sumar, og þar eð engin vinnukonan kunni að beita sigð, var Betu skipað að fylla skarðið. En Katrín gat ekki horft á hana, brjóstveika og farna, bogra með sigðina, unz beinabert andlitið var orðið sótrautt og hóstinn neyddi hana til þess að rétta úr sér og hrækja blóði. Hún tók sigðina af Betu og lét hana gera það, sem hægara var: binda kornskrýfin. En hún kveiknaði sér sáran, þegar henni varð hugsað til ófædda barnsins sins. Katrin veiktist snögglega kvöld eitt í lok ágústmánað- ar, er hún var nýkomin heim f rá akurvinnunni, og barnið fæddist áður en tími ynnist til að sækja yf irsetukonuna. Beta kom á vettvang og hjúkraði henni. Það var eins og eðlisávisun hefði knúð hana til þess að heimsækja grann- konu sína þetta kvöld. Barnið var drengur, haria óburðugur, enda fæddur sex vikum fyrir tímann. Katrín grét beisklega, þegar hún virti þessa litlu veru f yrir sér. Hrukkótt, blárautt andlitið var minna heldur en hrepptur hnefi hennar. „Ó, að hann mætti deyja", andvarpaði hún. Og svipað flaug Betu í hug, en samt reyndi hún af móðurlegri umhyggju að halda lífinu í snáðanum. Presturinn kom samdægurs til þess að skíra barnið, og þegar Beta spurði, hvað það ætti að heita, hvíslaði móðirin: „Eirikur". Þær sex vikur, sem liðu, unz sá tími kom, að barnið hefði átt að fæðast, var ekki annað sýnt en hver dagurinn myndi verða þess síðasti. Aldrei hafði Katrín tárfellt eins mikið og nú. Hún var sjálf mjög máttfarin eftir barnsburðinn, og í hvert skipti, sem hún lyfti drengnum upp, herptist hjarta hennar saman af meðaumkun og tárin hrundu niður á litla kollinn hans. „Hvað verður um þig í þessari miskunnarlausu ver- öld?" mundraði hún. Sjálf fæddi hún ekki barnið, og ef ekki hefði notið við linnulausrar umhyggju Betu, hefði bæði kornbarnið og eldri drengurinn orðið að svelta. Beta sendi telpurnar sinar til Eriksson og Sefers og könnu til þess að sníkja mjólk handa börnum Katrínar, þangaðtil kona Eriksson fór að hafa orð á því, hvort ekki væru f leiri bændabýli í byggðinni. Þetta haust gat Katrín ekki unnið að þreskingu, og af- leiðing þess var sú, að hún fékk ekkert korn til vetrarins. Hún var meira að segja ekki orðin nógu frísk til þess að taka upp kartöflur, þegar þar að kom. Auk þess komst hún varla brott f rá börnunum. En hún átti eitt beð í garði Norðkvists og annað hjá Svensson og varð þess vegna að hjálpa til í görðunum, ef hún átti ekki að eiga það á hættu að verða af kartöf lunum sínum. Hún vann hálfan dag, en neyddist svotil þess að hætta. En Beta sá um, að Katrín fengi kartöf lurnar sinar. Hún reifst við húsbændurna og vinnumennina þeirra milli hóstakviðanna og ógnaði þeim með kartöf lugref inu, unz þeir féllu frá því að ræna beð Katrínar. Á kvöldin fékk hún svo einhverja stúlku í lið meðsértil þessaðtaka upp úr beðunum og fór jafnan ill liill Fimmtudagur 3l.október 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa „Flökkusveininn” eftir Hector Malot (16). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Jón Janus Ólafsson deildar- stjóra um ferskfiskmat o.fl. Hljómplötusafnið kl. 11.00: (endurtekinn þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Frá getnaði til fæðingar Guðrún Guðlaugsdóttir fjallá'r um meðgöngu- timann: fyrstiþáttur. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Ást til þriggja glóaldina”, svltu eftir Prokofjeff: Antal Dorati stj. Emmy Loose, Helen Donath, Yvonne Minton, Manfred Jung- wirth, Régine Crespin, Otto Wiener og Filharmóniu- sveitin i Vin flytja atriði úr „Rósariddaranum” eftir Richard Strauss: Georg Solti stj. Hollywood Bowl hljómsveitin leikur „Tico, Tico” eftir Aberu og Taran- tellu eftir Rossini: Carmen Dragon stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. Vetur gengur i garð M.a. les Knuiur R. Magnússon kafla úr „Heiðarbýlinu” eftir Jón Trausta og „Rökkuróper- unni” eftir Þórberg Þórðarson, og Helga Step- hensen les ljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum. 17.30 Framburðarkennsla i ensku á vegum Bréfaskóla SÍS og ASl. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 17.40 Gestir I útvarpssal: Manfred Scherzer og Jurgen Schröder leika saman á fiðlu og pianó. 20.10 Flokkur islenskra leikrita V: „Galdra-Loftur” eftir Jóhann Sigurjónsson. Aður útvarpað fyrir 27 árum. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Njörður P. Njarðvfk lektor flytur inn- gangsorð. Persónur og leikendur: Biskupinn á Hólum ... Gestur Pálsson, Biskupsfrúin ... Ingibjörg Steinsdóttir, Disa, dóttir þeirra ... Bryndis Pétursdóttir, Ráös- maðurinn á Hólum... Þorteinn 0. Stephensen, Loftur, sonur hans.Lárus Pálsson, Ólafur, vinnumaður ... Róbert Arn- finnsson, Steinunn, vinnu- kona ... Soffia Guð- laugsdóttir, Blindur ölmusumaður ... Haraldur Björnsson. Aðrir leikendur: Friðfinnur Guðjónsson, Valdemar Helgason, Þor- grimur Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Fanney Vilhjálmsdóttir og Ingi- björg Stephensen. 22.00 Fréttir 22.15 V e ð u r f r e g n i r . Kvöldsagan: „1 verum” sjálfsævisaga Theódórs F r i ö r i k s s o n a r Gils Guðmundsson les (2). 22.35 Frá alþjóðlegu kóra- keppninni „Let the Peoples Sing” — fjóröi þáttur Guðmundur Gilsson kynnir. 23.10 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.