Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 6. janúar 1976. Guðjón Teitsson: Herjólfur og ferjan Smiði Herjólfs Svo sem kunnugt er var smiði Herjólfs undirbúin á árunum 1956-’59 og kom skipið i notkun í desember 1959. Við samþykkt Al- þingis varðandi smiði skipsins var gert ráð fyrir að það skyldi sérstaklega þjóna Vestmanna- eyjakaupstað og Hornafjarðar- byggð, sem mjög hafði orðið út- undan um flutning vegna rúm- leysis i öðrum strandferðaskipum 1 siglingum þeirra milli Reykja- vikur og Austurlands. Herjólfur skyldi leysa af hólmi 2 fiskibáta — mjög ófullkomna — til strandferða, sem árum saman höfðu haldið uppi ferðum milli Vestmannaeyja og Reykjavikur, og var upphafleg ferðaáætlun Herjólfs þannig, að aðra vikuna skyldu vera 3 ferðir milli Vest- mannaeyja og Reykjavikur og hina vikuna 2 ferðir ásamt Hornafjarðarferð þá vikuna, með forgangi Hornafjarðarvarnings. Hélztþetta áætlunarfyrirkomu- lag Herjólfs að mestu leyti fram til vors 1971, þegar Esja, siðara strandferöaskipið smiðað á Akur- eyri, kom i notkun og Homafjarð- arferðir Herjólfs lögöust niður. Fengu þá Vestmannaeyingar Herjólf svo að segja eingöngu til sinna nota, sem var ekki litil hlut- arbót fyrir þá einkum með tilliti til þess, að 2 farþegaskip með samtals yfir 300 farþegasvefn- rúmum höfðu verið tekin af öðr- um landsbúum. Nokkrar ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafn- ar höfðu þegar verið teknar upp á árunum fyrir 1971, aðallega að sumrinu, en þeim ferðum var fjölgað verulega þegar skipið losnaði við Homafjarðarferðir. Er hanna skyldi Herjólf, var mér frá upphafi ljóst, að flugvél- ar voru hinn sigrandi aðili um farþegaflutning bæði á milli- landaleiðum og einnig á hinum lengri innanlandsleiðum, þar með á leiðinni milli Vestmannaeyja og Reykjavikur. Taldi ég þvi ekki rétt að stofna til fjárfestingar á skipi til þess að hindra almenna þróun á nefndu sviði, þótt ég hins vegar vildi að Vestmannaeyingar hefðu hóflegt öryggi til ferða far- þega með skipi, þegar flugsam- göngur brigðust. Á þessum tima var talið að varla mætti fjárfesta i stærra skipi en svo sem 400-500 tonna til umræddra þarfa, og lét ég þvi Aalborg Værft, sem hannaðiskip- ið til útboðs smiðar, m.a. hafa þessa stærðarhugmynd ásamt þvi, að um 75% teknanna myndu væntanlega verða fyrir algengan stykkjavöruflutning, en 25% fyrir farþegaflutning, að verulegu leyti isvefnklefum. Ég lagði áherzlu á, að skipið væri ætlað til erfiðra út- hafssiglinga árið um kring og yrði þvi að vera sérstaklega traust á allan hátt. Bent skal á að nefnd áætlun um tekjuskiptingu stóðst að meðaltali þannig fyrstu 10 siglingaár Herj- ólfs, að frávik var innan við 1%, og skipið reyndist svo öruggt i sjó að leggja, að það hefir aldrei orð- ið fyrir meiriháttar tjóni, þótt áætlunarferðum hafi örsjaldan verið aflýst sökum veðurskilyrða á meginleiðum, bryggjuskilyrði i borlákshöfn undanskilin. Hér er ekki ófróðlegt að staldra við og rifja það upp, að þegar kvisaðist um ráðagerð um smiði Herjólfs, ruku nokkrir Vest- mannaeyingar til og buðu út smiði á strandferðaskipi fyrir Vestmannaeyjar samkv teikn- ingu fyrir Faxaflóaskipið Akra- borg, vel gert skip til sinna nota, en óhæft sem Vestmannaeyja- skip. Akraborg var litt búin til vöruflutninga, enda nánast hönn- uð miðað við að einungis 25% tekna væru fyrir vöruflutning, en 75% fyrir farþegaflutning, næst- um eingöngu sætisfarþega. Lik- leg hlutföll atvinnutekna i nefnd- um skipum, Akraborg og Herj- ólfi, voru þvi þveröfug og vel það, sbr. svefnrúmaþörf i Herjólfi i ferðum milli Reykjavikur og Vestmannaeyja istað aðeins sæta i sal. Er þetta til áminningar um það, að láta ekki einhvers konar of- tæki samfara fáfræði ráða þjóðfé- lagslega þýðingarmiklum mál- um. Rekstur Herjólfs Nú er að þvi að hyggja, hvort mat mitt á árunum 1956-’57, um framtið flugþjónustu, einnig fyrir Vestmannaeyjar, var rétt eða rangt, og skal i þvi sambandi upplýst, að þegar stjórnarnefnd var skipuð fyrir Skipaútgerðina á árinu 1966, var tveim fulltrúum ráðuneytanna (samgöngu- og f jármá la ráðuney tis ), sem skipaðirvorui'nefndina með mér, áhugamál að sýna minnkaðan rekstrarhalla, og m.a. með þvi að hækka far- og farmgjöld skip- anna. Varð þetta til þess að svefnklef- ar með Herjólfi á leiðinni Vest- mannaeyjar — Reykjavik varð litlu ódýrara en flugfar, enda virtust tæplega rök fyrir að svo ætti að vera, þar sem skipið bauð i raun og veru miklu meiri þjón- ustu i fari i svefnklefum með sængurklæðum, handklæðum og hreinlætisútbúnaði, ásamt öryggi um að halda ferðaáætlun, án þess að eyða nytsömum dagvinnu- tima, En þrátt fyrir þessar ástæð- ur og rök, kom i ljós á nefndum tima, að farþegarúmi Herjólfs reyndist yfirleitt mjög illa nýtt og skipið notað sem hrein vara- skeifa, þegar ekki voru flugskil- yrði. Svo sem áður er greint var i vaxandi mæli tekið að láta Herj- ólf sigla milli Vestmannaeyja og borlákshafnar á árinu 1971, fyrst aðallega yfir miðsumarið, en sið- ar einnig yfir veturinn með tveggja ferða úrlausn á viku, þá ásamt tveim Reykjavikurferðum fyrir meginvöruflutninginn. Sem kunnugt er hófst eldgos á Heimaey i janúar 1973, og á sama ári skall fyrsta bylgja oliukrepp- unnar yfir landið, en þessum at- burðum mættu tslendingar af miklu gáleysi, sem hér skal ekki nánar rakið, en skapaði gifurleg- an glundroða i efnahagskerfi þjóðarinnar. Gasolia til skipa hefir nú nærri 7-faldazt i verði frá 1970/’72 og aðrar rekstrarvörur hafa hækkað gifurlega. Kaup farmanna hækk- aði einnig sérstaklega mikið á ár- inu 1974. Flutningsgjaldataxtar strand- ferðaskipa hafa hins vegar ekki verið hækkaðir nándar nærri til samræmis við hinn aukna rekstr- arkostnað og það auðvitað leit't af sér aukinn rekstrarhalla, m.a. á Herjólfi, sem löngum áður hafði verið gerður út með einna minnstri meðgjöf úr rikissjóði vegna tiltölulegra stuttra siglinga út frá aðalsamgöngumiðstöðinni, Reykjavik. Hér með er lausleg áætlun um rekstur Herjólfs á þessu ári, 1975, miðað við reikningsyfirlit seint i nóv. og áætlaða breytingu til árs- loka. Gjöld millj.kr. Laun skipverja, orlof, lifeyrisgjöld o.fl........34.50 Fæðiskostnaðurskipverja .. 3.50 Slysatryggingaro.fi....... 0.90 Farmvinna landverkamanna um borð....................3.70 Fatnaður.................. 0.40 Launaskattur.............. 1.10 Afgr. þóknanir............ 0.90 Ræsting og þvottur ....... 2.20 Hafnargjöld............... 1.40 Viðgerðir (að hluta 16 ára flokkun)..................10.45 Rekstrarvörur ............. 0.82 Brennsluolia .............12.50 Smurolia.................. 0.84 Vátrygging skipsins....... 1.90 Vörutjóno.fl............... 0.75 Simi, auglýsingar o.fl.... 0.40 Ýmislegt................... 0.44 76.70 Skrifstofukostn. ca. 3% af tekjum og gjöldum............. 3.30 80.00 Tekjur millj.kr. Farmgjöld: a. ca. 730 bilar fram og tilbaka 1825/-...... 1.33 b. önnurstykkjavara .. 18.77 c. mjólkurfb styrkur... 1.30 21.40 Fargjöld.................... 10.80 32.20 Rekstarhalli til greiðslu úrrikissjóði................ 47.80 80.00 Guðjón Teitsson. Sé mjólkurflutningastyrkurinn talinn með rekstrarhalla, þá er hér um að ræða, að flutningstekj- ur frá viðskiptamönnum þyrftu að hækka um 159% til jafnaðar á móti gjöldum, en til varnar fyrir Skipaútgerðina i þessu sambandi er m.a. það, að svo sýnist sem hækka mætti núgildandi algeng strandferðafarmgjöld um 170% til þess að halda sama hlutfalli gagnvart millilandafarmgjöldum og rikti i mörg ár fyrir siðustu heimsstyrjöld, enda þótt skip i innanlandssiglingum þurfi nú að greiða verðjafnaða brennsluoliu hér með nálega 40% hærra verði og skipverjum kaup samkvæmt sameiginlegum eða hliðstæðum kjarasamningum. Samgönguskilyrði og kostnaður Vakin skal athygli á þvi, að eft- ir sölu farþegaskipanna Heklu (1966) og Esju (1969) með sam- tals yfir 300 svefnrúmum fyrir farþega, sem bæði saman þjón- uðu dreifbýlinu nær þvi 20 ár og hið siðarnefnda 30 ár, þá er flug- þjónusta orðin yfirgnæfandi sam- gönguþjónusta fyrir ferðafólk á langleiðum hér á landi, t.d. i sam- bandi við Reykjavik. En flugfar- gjöld eru og hafa verið nokkuð háð vegalengdum, og kemur fram af þessu mismunandi að- staða og raunar stórkostlegt mis- rétti ibúa landsins, svo sem eftir- farandi upplýsingar um núgild- andi flugfargjöld með 350 kr. flugvallarskatti o.fl. sýna: Rvk,—Patreksfjörður 3.160.- Rvk —Isafjörður 3.460,- Rvk.—Sauðárkrókur 3.340,- Rvk.—Akureyri 3.710.- Rvk.—Húsavik 4.120,- Rvk,—bórshöfn 4.950.- Rvk,—Homafjörður 4.750.- Rvk.—Neskaupstaður 5.100.- Rvk.—Vestmannaeyjar 2.470.- Rvk.—Egilsstaðir 4.900.- Bflfar frá Egilsstöðum til: Seyðisfjarðar 600.- Reyðarfjarðar 450.- Eskifjarðar 550,- Fáskrúðsfjarðar 950.- Stöðvarf jarðar 1.150,- Póstflug Egilsstaðir—Vopnafjörður 1.700.- Ástæða þykir til að sýna nefnd- an almennan kostnað af tengingu flugvallarins á Egilsstöðum við helztu þéttbýlisstaði á Austur- landi, og er þó ótalin timaeyðsla og oft mikill aukakostnaður vegna óvissu um flug og vegna biðar og flugforfalla, sem þarna leggstáfjöldamannsumfram þá, sem hafa flugvöll við bæjardyrn- ar. Væri ekki heilbrigðast að hafa meiri jöfnuð á þessu sviði, eins og t.d. tiðkast mjög viða um far með almenningsvögnum innan endi- marka borga? Aður er bent á, að á árunum fyrir 1970 var litill munur á flug- fari og svefnklefafari i strand- ferðaskipi á leiðum milli Reykja- vlkur og Vestmannaeyja, en nú er farkostnaður sem hér greinir, ef sjóleiðin er valin: Svefnklefar Reykjavik—Vestmannaeyj- ar 1220.- Sætisfar Rey k j a v ik—V estm ann aeyj - ar 10 50.- Svefnklefafar borláksh.—Vestmannaeyj- ar 1000.- Sætisfar borláksh.—Vestmannaeyjar 825,- Sætisfar i bil Reykjavik—borlákshöfn 365.- Farkostnaður með Herjólfi eða öðrum strandferðaskipum milli Vestmannaeyja og Reykjavikur er þvi nú orðinn innan við helm- ing flugfars, en meðgjöf rikisins hefir aukizt að sama skapi. Er al- kunnugt að hægt er að leika með umsetningu i sölu varnings eða þjónustu á þennan hátt og villa um fyrir mörgum varðandi það, hvað talizt geti eðlilegur rekstur — og i umræddu tilviki — hvað sé samrýmanlegt fyrirgreiðslu við fjölda annarra landsmanna, sem nú búa að mestu við flugsam- göngur á langleiðum mikinn hluta ársins, svo sem Austfirðingar, sem borga nú margir meira en helmingi meira fyrir flugfars- tengingu sina við höfuðborgina en Vestmannaeyingar, en 4 til 5-falt meira sé miðað við hin niður- greiddu sjóleiðafargjöld. Breyting skipakosts begar fyrir 1960 var ég orðinn þeirrar skoðunar, að óhagkvæmt væri að sameina farþegaflutning og vöruflutning, svo sem gert var á þáverandi strandferðaskipum, Esju og Heklu, þannig að nefnd skip væru jafnhliða farþegaflutn- ingi aðalvöruflutningaskip i hin- um lengri strandferðum, og réði vöruflutningaþjónustan i raun og veru að yfirgnæfandi leyti tima- setningu ferðaáætlana og gerði hana óvissa til mikils óhagræðis fyrir farþega. Var mér ljóst að aðskilja þyrfti að mestu leyti flutning farþega og varnings i hinum lengri strandferðum og fá sérhæfari skip á hvoru sviðinu fyrir sig. Ópinberar framkvæmdir, sem krefjast skipulagsumhyggju og fjármagns, dragast samt oft á langinn, og var það þvi ekki fyrr en á árunum 1966-68 að viður- kenning rikisstjórnar og alþingis var fengin fyrir nauðsyn breyt- ingar á umræddum skipakosti, og þó þannig, að fyrst skyldi (með fyrirsjáanlega miklum hæga- gangi á innlendum vettvangi) smiða tvö velhæf vöruflutninga- skipmeð litlu farþegarými og sið- ar taka ákvörðun um farþega- skip. Eftir að hið siðara af nefndum farþegaskipum hafði verið selt, var töluvert um það rætt meðal almennings, hvenær þess mætti vænta að smiðað yrði a.m.k. eitt farþegaskip i stað þeirra tveggja, sem seld höfðu verið, og lagði þvi samgönguráðuneytið fyrir Skipa- útgerð rikisins með bréfi dags. 5. nóv. 1970 að gera áætlun um gerð og rekstur farþegaskips til strandferða, svo úr þvi yrði skor- ið hvort i framkvæmd skyldi ráð- izt. Hafði ég þegar af eigin reynslu og samtölum við marga kunn- áttumenn allmótaða skoðun á þvi, hvernig umrætt farþegaskip skyldi helzt vera, en eftir að nefnd fyrirmæli samgönguráðuneytis- ins voru gefin, leitaði ég nánara álits og ráða hjá ýmsum erlend- um skipafélögum, skipamiðlur- um og öðrum aðilum, svo sem hjá Knud E. Hansen i Khöfn, sem er mjög viðþekkt firma fyrir hönnun farþegasklpa, og skilaði ég skýrslum til samgönguráðuneyt- isins um athuganir minar I bréf- um dags. 15. marz, 30. ágúst, 1. sept. og 11. nóv. 1971, þar sem gerð var grein fyrir hugsanlegum valkostum i gerð farþegaskips o.fl. Nú hafði rikisstjórn sú, sem skipuð var 1971, það beinlinis á stefnuskrá sinni að stefna á ný að auknum sjóvegaflutningi farþega með ströndum fram hér við land. En án þess samgönguráðuneytið tæki ákvörðun um valkosti i gerð skips, var óskað að Skipaútgerðin gerði rekstraráætlun, og væri gerð slikrar áætlunar algert skil- yrði fyrir töku frekari ákvarðana. Framkvæmdareglur 1 framhaldi af þessu gerði ég drög að ferða- og rekstraráætlun fyrir umrætt skip miðað við min- ar hugmyndir um æskilega val- kosti og lagði fyrir samgöngu- ráðuneytið með bréfi dags. 8. sept. 1972, en sfðan hefir verið hljótt um málið. En hvað sem þvi liður, þá var nefnd áætlun gerð um ferðatilhögun og rekstur i samræmi við fyrri venju, og skal til dæmis bent á, að áður en ákveðið var að skipta um Esjur 1937/38 (þaö komst i framkvæmd 1939) þá vildi Skúli Guðmundsson samgönguráðherra ekki á það fallast fyrr en itarlegur rekstrar- samanburður hefði verið gerður á skipunum, og kom það aðallega i minn hlut að gera þann saman- burð, en þegar hann lá fyrir, var leyfi ráðherra auðsótt, og reyndist ráðstöfunin mjög farsæl. Annað dæmi er það, að áður en smiði Herjólfs var ákveðin, þurfti að gera áætlanir um tímasettar ferðir og rekstur með og án Hornafjarðarferða, og kom einn- ig i minn hlut að gera þær áætlan- ir. En þvi er sérstaklega á þetta bent hér, að ekki er kunnugt, að tilsvarandi formfesta og varkárni i vinnubrögðum hafi verið viðhöfð i sambandi við undirbúning að gerð ferju þeirrar, sem nú er i smiðum erlendis fyrir hlutafélag- ið Herjólf, stofnað i Vestmanna- eyjum m.a. með þeim undarlega hætti, að fjárvana neyðarsjóður landsmanna (Viðlagasjóður) skyldi leggja fram sem hlutafé af hálfu bæjarsjóðs Vestmannaeyja 60millj. kr. i meintar bætúr fyrir götur farnar undir hraun, eins og ekki væri þörf fyrir aðrar götur I staðinn til að byggja við. En sá fiskur lá undir steini, að á móti skyldi koma jafnhátt hlutafjár- framlag frá rikinu, auk örfárra millj. kr. frá efnamönnum i Vest- mannaeyjum. bað fylgdi enn- fremur, að fyrirhugað hlutafélag hafði vilyrði alþingis um 80% rik- isábyrgð ásmiðaverði, án þess að skilyrði virðist hafa verið sett af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.