Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 6. janúar 1976. Ný verðlaunagetraun fyrir yngri börnin Eins og skýrt var frá i Timan- um á laugardag urðu þau mis- tök i prentsmiðju við vinnslu Jólablaðs Barna-Timans, að hlutar Ur myndagetraun yngri barna tyndust. Þessir hlutar fundust ekki og hlejpum við þvi af stokkunum nýrri myndaget- raun, sem vonandi kemst öll til skila. Þessi getraun er eins og hin fyrir börn 10 ára og yngri og verðlaunin eru reiðhjól, ferða- útvarpstæki og hljómplötur. Þegar ykkur hefur tekizt að raða myndhlutunum saman i heila mynd, sendið þá lausnina til Timans, pósthólf 370, Reykjavik ásamt nafni ykkar, heimilisfangi og aldri. Merkið umslagið „Verðlaunagetraun” Skilafrestur er til 15. febrúar Tilkynning til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Hafnarfirði og Kjósarsýslu Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist, af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Hafnarfirði og Kjósarsýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna er launþeg- ar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann vanrækir skyldur sinar sam- kvæmt ofansögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreið- anda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Slagorð Flugleiða: Aðeins beint til starfsfólksins — Það dynja á okkur hringingarnar sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, í gær, og orsökin er sú, að Timinn sagði frá þvi, að við vær- um að leita að nýju slagorði i stað þeirra, sem tengd eru Loftleiðum og Flugfélagi islands. En það var bara aldrei ætlunin að leita til al- mennings með þetta, heldur starfsfólks Flugleiða. Eftir þessu slagorði var óskað i starfsmannabréfi flugfélagsins, Flugfréttum, og þaðan komst það i blaðið. — En við beindum orðum okkar eingöngu til starfsfólksins, sagði Sveinn, þó að það væri ekki sér- Auglýsið í Tímanum Kjarakaup lljarta-crepe og Combi- crepe kr. 176,- pr. bnota áður kr. 196,- Nokkrir Ijósir litir á aðeins kr. 100,- hnotan 10% aukaafsláttur af 1 kg. pökk- um. Verzlunon HOF Þingholtsstræti 1. staklega tekið fram i Flugfrétt- annað fólk að koma fram með um. Þess vegna er úrhættis fyrir hugmyndir sinar. Antik húsgögn mjög vel með farin til sölu. Sófi, hringlaga útskorið borð, 2 salong stólar, 2 nýir Roccoco stólar og Roccoco borð með glerplötu. Upplýsingar i sima 85989.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.