Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. janúar 1976. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Hit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18S00 — 18306. Skrifstofur I Aðals,træti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi, 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f' Mestu kreppuár um 40 ára skeið Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunarinn- ar hefur þjóðin orðið fyrir meira fjárhagslegu áfalli á siðasta ári en um 40 ára skeið, þegar hún varð fyr- ir mestum búsifjum af völdum heimskreppunnar miklu og hruni saltfiskmarkaðarins. Þjóðar- tekjurnar rýrnuðu hvorki meira né minna en um 9% á mann á árinu 1975. Meginorsakirnar voru stór- versnandi viðskiptakjör. Af þessu hlaut að leiða, að lifskjörin rýrnuðu, en þó ekki meira en það, að kaupmáttur dagvinnukaups verkamanna varð svipaður 1975 og á fyrsta stjórnarári vinstri stjórnarinnar, 1972, þegar þjóðin bjó við batnandi fjárhagslega aðstöðu. Þá var kaupmáttur dag- vinnukaupsins hvorki meira né minna en 14% meiri en á árinu 1971, þegar þjóðartekjur á mann voru svipaðar og 1975. Þetta er vissulega árangur, sem vert er að meta og viðurkenna, þar sem jaf nhliða tókst að tryggja næga atvinnu. Til eru þeir, sem halda þvi fram, að lifskjara- rýrnun hefði þurft að verða meiri og að rikisstjórnin hafi ekki verið nógu sterk stjórn. Hún hafi ekki grip- ið til nógu strangra og harkalegra aðgerða eins og gert var á árunum 1968-’70. Þessu er þvi fyrst að svara, að reynslan frá þeim tima er til viðvörunar. Þá kom hér til stórfellds atvinnuleysis og mikils landflótta af völdum þess. Þá urðu hér stórfelldari verkföll en nokkru sinni fyrr og siðar. Núverandi rikisstjórn hefur ekki viljað eiga sinn þátt i þvi, að slikt ástand skapaðist aftur. Hún hefur þvi reynt að fara vægilega i sakirnar og að stilla óhjákvæmilegri kjaraskerðingu sem mest i hóf. Hún hefur jafnframt leitað eftir sem beztu sam- starfi við verkalýðshreyfinguna. Forustumenn verkalýðshreyfingarinnar mega lika eiga það, að þeir tóku mjög skynsamlega á málum 1975. Júni- samningarnir munu lengi verða taldir til fyrir- myndar um skynsamlega samningagerð, enda eiga þeir drjúgan þátt i þvi, að kjaraskerðingin varð ekki meiri og að hægt var að tryggja næga atvinnu i landinu. Þetta var að visu ekki vel séð af ýmsum forustumönnum stjórnarandstöðunnar, sem létu það t.d. óspart uppi i Þjóðviljanum, að nota ætti kjarasamningana til að gera rikisstjórninni óhægt fyrir og helzt ætti að reyna að fella hana. Þessar raddir heyrast nú aftur i Þjóðviljanum. En vonandi hafa þær ekki meiri áhrif nú á forystumenn verka- lýðssamtakanna en á siðastliðnu ári. Stjórnarandstaðan Þáttur stjórnarandstöðunnar i stjórnmálasögu siðasta árs verður þvi miður að teljast hörmulegur. Hjá Alþýðubandalaginu hefur þeim forustumönn- um, sem stóðu að ábyrgri afstöðu vinstri stjórnar- innar, verið alveg þokað til hliðar. Þar hefur ný for- usta tekið völdin. Stefna hennar hefur verið lýð- skrum af versta tagi. Krafizt er stórfelldra fram- fara á öllum sviðum, en jafnframt hamast gegn öll- um óhjákvæmilegum skattaálögum. Afleiðing slikrar stefnu yrði ringulreið, skipulagsleysi og hrun, efiylgt væri. Furðulegt er, að flokkur, sem telur sig fylgjandi skipulagshyggju, skuli bjóða upp á slikt. Alþýðuflokkurinn fylgist hálfur með i þessu kapphlaupi, og hefur enn ekki náð að marka neina sjálfstæða stefnu eftir hrun hans sökun stefnunnar, sem hann fylgdi á árunum 1968-1970. Vonandi bætir stjórnarandstaðan ráð sitt á hinu nýbyrjaða ári. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT AAerkileg dlyktun Bandaríkjaþings Hún getur leitt til friðar í Angola SENNILEGA hefur álvktun. sem samþykkt var i öldunga- deild Bandarikjaþings 19. desember siðastliðinn haft mjög heppileg áhrif á gang mála i Angola. Alyktun þessi, sem var samþykkt með 54 at- kvæðum gegn 22, fól i sér, að rikisst jórnin fengi ekki frekari fjárveitingu til hernaðarlegr- ar ihlutunar i Angola eða til að styrkja annan aðilann i borgarastyrjöldinni þar. Bæði Ford forseti og Kissinger höfðu farið þess á leit, að stjórnin mætti veita öðrum aðilanum frekari fjárhagsleg- an stuðning til herbúnaðar. Jafnframt höfðu þeir þó tekið fram, að hvorki yrðu sendir þangað hermenn eða sér- fræðingar. Meirihluti öldungadeildar þingmanna tók þessa skýringu ekki til greina, heidur taldi hættu á, að Bandarikin væru að drag- ast inn i nýja borgarastyrjöld i fjarlægri heimsálfu, lfkt og i Vietnam, og þvi yrði að byrgja brunninn strax. Röksemdir Fords og Kissingers voru aðallega þær, að Bandarikin gætu ekki setið hjá, þegar Sovétrikin styddu hinn aðil- ann. Þetta myndi veikja álit Bandarikjanna og verða þess valdandi, að Rússar færðu sig upp á skaftið. Sumir fylgis- menn þeirra gengu svo langt að fullyrða, að Rússar myndu fá mikilvægar bækistöðvar i Angola, ef sú sjálfstæðishreyf- ingin sigraði, sem nyti stuðn- ings þeirra. Af hálfu meiri- hluta öldungadeildarþing- manna var gert litið úr þessu. Þeir bentu á fjölmörg dæmi þess, að Rússar hefðu stutt sjálfstæðishreyfingar i Afriku, en haft litið upp úr krafsinu, þegar upp var staðið. Hin ný- frjálsu riki i Afriku hefðu gætt þess mjög vel, að ánetjast ekki störveldunum. Sú myndi einnig verða þróunin i Angola. Skynsamlegast væri fyrir Bandarikin að hætta ihlutun sinni, en hvetja Einingar- bandalag Afrikurikja til þess að reyna að miðla málum i Angola og koma á samstjórn hinna þriggja sjálfstæðis- hreyfinga þar. Ford forseti hefur nú farið inn á þessa braut og hvatt Amin Uganda- forseta, sem er jafnframt for- seti Einingarbandalagsins, til að beita sér fyrir þessari lausn. Rússnesk blöð létu i ljós þá skoðun fyrir siðustu helgi, að Rússar gætu vel fallizt á slika lausn. Það yrði lika mjög illa séð i Afriku, ef Rússar héldu áfram hernaðarlegri ihlutun i Angola eftir að Bandarikin hefðu hætt henni. Aöurnefnd atkvæðagreiðsla i öldungadeildinni féll þannig, að 38 demókratar og 16 repu- blikanar greiddu atkvæði með þvi, að stöðva fjárveitinguna, en á móti greiddu atkvæði sjö demókratar og 15 republikan- ar. Meirihluti flokksbræðra Fords forseta snerust þannig gegn tilmælum hans um frek- ari fjárveitingar til hernaðar- aðgerða i Angola. FUNDUR einingarsamtaka Afrikurikja til að ræða Angolamálið, hefur nú verið boðaður og mun hann hefjast næstkomandi laugardag. Þar mun koma i Ijós, að þau eru klofin i málinu. Til að skýra þann klofning frekar, er rétt að rifja upp aðdraganda máls- ins i sem stærstum dráttum. Stjórn Portúgals. lýsti yfir þvi i byrjun janúar i fyrra, að hún myndi veita Angola fullt sjálfstæði i nóvember. Aður hafði hún hafizt handa um að sameina hinar þrjár sjálf- Uppdráttur af Angola, sem sýnir skiptingu landsins milli liinua þriggja sjálfstæðishreyfinga stæðishreyfingar, sem fyrir voru i landinu, eða MPLA, sem var elzt þeirra og lengst til vinstri, og notið hefur stuðnings Rússa frá upphafi, FNLA, sem var lengst til hægri og studd hefur verið af Bandarikjamönnum, Kinverj- um og stjórn Zaire, og UNITA, sem hefur verið studd af Zambiu og Suður-Afriku. Hinn 31. janúar siðastliðinn lýstu þessar hreyfingar yfir þvi, að þær hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Þetta samkomulag fór þó fljótt út um þúfur og kom bráðlega til átaka á milli hreyfinganna. MPLA átti aðalfylgi sitt i miðju landinu, en FNLA i norðurhlutanum og UNITA i suðurhlutanum. Niðurstaðan varð sú, að MPLA barðist til beggja handa. en hörðust urðu þó átökin i höfuðborginni Lu- anda, þar sem MPLA tókst að vinna fullan sigur. Þegar Portúgalar létu af nýlendu- stjóminni i Angola um miðjan nóvember, iýsti MPLA yfir myndun rikisstjórnar i Lu- anda og var hún bráðlega viðurkennd af stjórnum ýmissa Afrikurikja, þar á meðal Nigeriu ogTanzaniu. og allra þeirra rikja, sem áður voru portúgalskar nýlendur. Hinar hreyfingarnar tvær. sem höfðu náð bráðabirgða- sáttum, settu á laggirnar rikisstjórn i Huambo. sem er á yfirráðasvæði UNITA-hreyf- ingarinnar. Ekkert riki hefur enn viðurkennt þessa stjórn. Siðan nýlendustjórn Portú- gala lauk. hafa ekki átt sér stað neinir stórárekstrar i Angola. enda stendur nú vfir regntiminn þar. Báðar stjórnirnar búa sig undir meiri átök. þegar honum lýk- ur. Siðan tilraun sjálfstæðis- hreyfinganna til að m.ynda sameiginlega rikisstjórn, fór út um þúfur á siðastl. vetri. hafa stórveldin aukið stuðning sinn við þær. en áður veittu þau þeim tiltölulega litla að- stoð. Yfirleitt halda banda- riskir fjölmiðlar þvi fram. að Bandarikin hafi átt frum- kvæðið. en Rússar fylgt i kjöl- fariðogþá veitt mun meiri að- stoð, einkum i formi her- gagna. Talið er, að Banda- rikjastjórn hafi aukið aðstoð sina fyrir tilmæli rikisstjórna Zaire og Zambiu. sem eru mótfallnar MPLA. Sagt er, að margir sérfræðingar banda- riska utanrikisráðuneytisins hafi verið andvigir þvi. að Bandarikin veittu þessa að- stoð, en Kissinger hafi knúið hana fram. Einkum er þó tal- ið, að sérfræðingarnir hafi verið mótfallnir þessari að- stoð eftir að Suður-Afrika • skarst i leikinn og sendi herlið inn i Angola til stuðnings FNLA og UNITA. Þessi ihlut- un Suður-Afriku hefur mælzt mjög illa fyrir i Afriku.en hún rekur rætur til þess, að st jóm Suður-Afriku óttast stuðning við skæruliða i Namibiu (Suð- vestur-Afriku). ef MPLA fær völdin i Angola. Stjórn Kúbu. sem jafnan hefur stutt MPLA. hefur notað innrás Suð- ur-Afrikumanna til að réttlæta það, að hún hefur sent herlið til Angola til stuðnings MPLA. Allar tölur um Ijölda her- manna frá Kúbu og Suð- ur-Afriku i Angola eru mjög á reiki og sama gildir um vopnasendingar Sovétrikj- anna og Bandarikjanna þang- að. Hvor aðilinn um sig virðist ýkja verulega frásagnir um þetta. EINS OG áður segir. eru Afrikurikin klofin t afstöðu sinni til sjálfstæðishrevfing- anna i Angola. meðal annars Tanzania. sem styður stjóni- ina i Luanda. og Zambia. seni styður stjórnina i Huambo Annars ernáin samvinna milli Tanzaniu og Zambiu. likleg- asta leiðin til samkomulags virðist sú. að Einingarsamtök Afriku skori á öll erlend riki að hætta allri hernaðaraðstoð við - stjórnirnar i Angola og hvetja þær jafnframt til að reyna að mynda sameiginlega stjórn. Það væri vissuiega ánægju- legast. að Afrikumenn levstu þannig þessa deilu sjálfir og fari svo. hefur áðurnefnd ályktun öldungadeildar Bandarikjaþings átt merkan þ;itt i þvi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.