Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 6. janúar 1976. — konur á Húsavík buðu börnum af skjálftasvæðinu á jólatrésfagnað Mó-Reykjavik. — bað hefur verið mjög ömurlegt hjá okkur i Keldu- hverfi um jól og áramót, sagði Ingibjörg Indriðadóttir á Höfða- brekku i viðtali við blaðið. 1 raun fá engin orð lýst þvi, hve ömur- legt ástandið hefur verið, og fyrstu fjóra sólarhringana eftir að jarðskjálftarnir byrjuðu, var hér enginn svefnfriður. Það er i raun kraftaverk, að engar sprungur hafa komið undir húsin, en fólkið var allan timann tilbúið að fiýja burt, og skepnur voru .. mjög hræddar. Hundar létu mjög illa, og fé þjappaði sér saman i húsum. Hins vegar var undra- vert, hve fólkiö hélt sinni ró, og á það mikið hól skilið fyrir rósem- Allt samkomuhald hefur legið niðri hér í Kelduhverfi, en konur á Húsavik buðu börnum héðan á jólatrésfagnað i félagsheimilinu á Húsavik á laugardaginn var. Var þar ljómandi skemmtun, og viljum við koma kæru þakklæti á framfæri fyrir þessa hugulsemi. Þetta var mjög kærkomið fyrir börnin, sem mörg voru orðin þreytt á langvarandi jarðhrær- ingum og litilli skemmtan um jól og nýár. Mikill fjöldi sótti þessa jólatrésskemmtun, og skemmtu sér allir hið bezta. Stjórnunarbók á íslenzku NÝLEGA kom út hjá Almenna bókafélaginu bókin Nútima- stjórnun eftir Peter Gorpe. Bókin, sem er gefin út að frumkvæði Stjórnunarfélags tslands, var fyrst prentuð i Sviþjóð 1969 og hefurverið prentuð fimm sinnum á sænsku og þrisvar á dönsku. Hún er þvi ein útbreiddasta stjórnunarbók á Noröurlöndum um þessar mundir. Höf., Peter Gorpe, hefur i mörg ár starfaðvið kennslu og rannsókn- ir á stjórnunarfræðum og vinnur nú sem sérfræðingur hjá hag- sýslustofnun sænska rikisins. t bókinni leggur hann áherzlu á að lýsa starfsemi skipulagsheilda, þ.e. fyrirtækja og stofnana, og dregur hann sameiginleg ein- kenni stjórnunar og þá þætti, sem stjórnendur þurfa að kunna skil á. Hjá höfundi koma fram ný við- horf innan stjórnunar, þar sem aflað er fanga frá öðrum grein- um, ekki einungis rekstrarhag- fræði, heldur einnig kerfisfræði, sálarfræði, félagsfræði og félags- sálarfræði. Þýðingu bókarinnar önnuðust Hörður Sigurgestsson, Július Sæ- beig Ólafsson, Sigurður Haralds- son, Sigurður Helgason og Þórir Einarsson, sem jafnframt sam- ræmdi handritið og vann að frá- gangi þess. Nútimastjórnun er prentuð i Prentsmiðjunni Eddu. Kápu- teikningu gerði Katrin Óskars- dóttir. Formenn Bilgreinasambandsins og Félags islenzkra bifreiðaeigenda undirrita samninginn i gær. Frá vinstri: Geir Þorsteinsson, Eggert Steinsen og Sveinn Oddgeirsson, framkvæmdastjóri FÍB. Timamynd: Gunnar. Afrýjunarnefnd á vegum FIB og Bílgremasambandsins BH-Reykjavik. — Félag fslenzkra bifreiðaeigenda og Bilgreinasam- bandið hafa undirritað samning um stofnun og starfrækslu nefnd- ar, sem hafi þaðhlutverk að leysa deilur, er upp kunna að koma milli félagsmanna FtB og ann- arra bifreiðaeigenda annars veg- ar og íslenzkra bifreiðasala og bifreiðaverkstæða hins vegar. Er hér um að ræða viðgerðir s.s. framkvæmdir viðgerða og verð, ábyrgðarþjónustu s.s. hvort viðgerð cða galli falli undir um- samda eða tilheyrandi ábyrgð, og loks söluskilmála, s.s. galla á bif- reið. Samningar þessir voru undir- ritaðir i gær af þeim Geir Þor- steinssyni, formanni Bilgreina- sambandsins, og Eggerti Stein- sen, formanni FtB. Gerir samkomulagið ráð fyrir, að sérstakur viðgerðasérfræðing- ur starfi á vegum aðilanna, og geta menn skotið ágreinings- atriðum til hans. Mun hann eftir- leiðis verða til viðtals tvisvar i viku á skrifstofu FtB og hefur Pétur Maack Thorsteinsson bif- vélavirkjameistari verið ráðinn til þessa starfa. Uni menn ekki mati hans, má skjóta ágreiningi til sérstakrar áfrýjunarnefndar, sem þegar hefur verið skipuð og eiga sæti i henniþeir Páll Sigurðsson dósent, sem er formaður nefndarinnar, Jón Bergsson verkfræðingur, skipaður i nefndina af hálfu Bil- greinasambandsins, og Jón Björnsson verkfræðingur, skipað- ur i nefndina af hálfu FIB. Framkvæmdastjóri Bilgreina- sambandsins og FtB, þeir Július Oddsson og Sveinn Oddgeirsson, kynntu blaðamanni Timans hina nýju samninga i gær og er ljóst, að hér er um merka nýjung að ræða, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir margan bif- reiðaeigandann, sem hingað til hefur helzt getað náð rétti sinum með löngu málavafstri og dóm- stólaþrefi, oft á tiðum kostnaðar- sömu með vafasömum eftirtekj- um. Með þessu fyrirkomulagi eru málin einlölduð mjög rækilega, og þar sem slikt fyrirkomulag viðgengst, svo sem i Danmörku, þykir einsdæmi, ef mál gengur það langt, að það fari fyrir dóm- stóla. Eins og fyrr segir stendur þessi þjónusta öllum bifreiðaeigendum til boða, en að sjálfsögðu verður hún kostnaðarminni þeim, sem meðlimir eru i FÍB. Vöruflutningabátur strandaði við Holt Ingibjörg Indriðadóttir á Höfðabrekku: „Omurlegra en orð fái lýst" Tvö innbrot í Vogaskóla Oó-Reykjavlk. Vogaskóli hefur rétteinu sinni orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Aðfaranótt laugardags var brotizt inn i skól- ann og rótað til og aftur var brot- iztinn isama skóla i fyrrinótt, og þá stolið þaðan seguibandstæki, sem ennvarekkikomið i leitirnar i gær. Innbrotstilraunir voru gerðar á nokkrum öðrum stöðum i höfuð- borginni, en þær ferðir voru ekki til fjár. Gafst ekki ráðrúm til að stela Oó-Reyk javik . Aðfaranótt laugardags var brotizt inn i Ofna- smiðjuna við Þverholt. Sjálft innbrotið gekk vel, og var fram- kvæmdamaðurinn alsæll að virða fyrir sér varninginn og gera upp við sig, hverju hann ætti helzt að stela, þegar lögreglumenn voru allt i einu komnir i selskapinn, og var innbrotsmaður fluttur venju- lega leiö. Það sem maöurinn varaðist ekki, var að i húsakynnum Ofnasmiðjunnar er búið að koma fyrir fullkomnu þjófa- varnakerfi, sem strax gerði viðvart um mannaferðir i húsinu. Lögreglumenn voru þvi’ fljótir á staðinn og voru komnir inn i húsið, áður en viðkomandi hafði gert uppvið sig.hvaðhann ætti að hafa á brott með sér. Engum sykri bætt í Tropicana SJ-Reykjavík. — 1 Tropicana- appelsinusafa eru u.þ.b. 10% af ýmsum sykurefnum, en það er náttúrlegur sykur, engum sykri er bætt i ávaxtasafann, og raunar engum öðrum efnum. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsókna- stofnun iðnaðarins eru þessi sykurefni i ávaxtasafanum i þessum hlutföllum, reyrsykur (sucrose) 54%, ávaxtasykur (fructose) 17% og drúfusykur eða þrúgusykur (glucose) 29%. Svo fórust forráðamönnum fyrir-' tækisins Sólar h.f., sem selur Tropicana appeláinusafa hér á landi, orð i viðtali við Timann i gær, en á sunnudaginn birtist frétt i Timanum um sykurinni- hald gosdrykkja og öls, og var þar jafnframt tiltekið sykurinnihald Tropicanasafa. Fréttin i Timanum hafði þau á- hrif, að fyrirspurnir bárust til fyrirtækisins um hvort sykri væri bætt i ávaxtasafann, og hefur slikur kvittur raunar komið upp áður. Vildu forráðamenn fyrir- tækisins leggja áherzlu á sann- leikann i þessu máli, að engum sykri er bætt i safann. Hins vegar er fréttin um sykurinnihald Tropicana rétt, en hvorki i Tim- anum á sunnudaginn, né heimild- inni, nýju hefti af Jafnvægi, riti sykursjúkra, er þess getið, að hér er um náttúrleg sykurefni að ræða. Að undanförnu hefur farið fram rannsókn að beiðni Sólar h.f. á efnainnihaldi Tropicanasafa og safa úr ferskum appelsinum af ýmsum tegundum, keyptum hér i verzlunum. Þessari rannsókn er ekki lokið, en komið hefur i ljós, að i safa úr Jaffa-appelsinum og Outspanappelsinum eru einnig um 10% af ýmsum sykurefnum, en skipting þeirra er mismun- andi. I ljós kom einnig, að i hverj- um 100 gr. af Tropicanaappel- sinusafa eru 40—50 mg. af C-vita- mini, en 40 mg. i sama magni af safa' úr Outspan og Jaffa- appelsinum. Þennan mismun þakka forráðamenn Sólar h.f. fullkomnum aðferðum við geymslu hráefnisins fram til þess tima, að Tropicanasafinn kemur hér á markað. Þess má geta, að finnast kunna ferskar appelsinur með hærra vitamininnihaldi en hér var greint frá áður, en appelsinurnar, sem safinn var tekinn úr i rann- sókninni, voru valdar af starfs- mönnum Rannsóknastofnunar iðnaðarins. Búast má við að gamlar appelsinur hafi minna vitamininnihald. Brutust inn í kirkju og lentu í bókasafni OÓ-Reykjavik. Nokkrir ungir menn gerður sig heimakomna i tveim kirkjum i Reykjavik um helgina utan messutima, jafnvel utan venjulegs fótaferðartima. Brotizt var inn i Langholtskirkju aðfaranótt laugardags, en ekki er vitað til að neinu hafi verið stolið. t gær hafðist upp á ungum mönnum, sem viðurkenndu innbrotið og sögðust hafa brotizt þar inn oft áður. Aðfaranótt mánudags var svo brotizt inn i Bústaðakirkju. Var þar farið inn um tvennar dyr á kjallara hússins. Þegar innbrots- menn voru komnir inn um siðari dyrnar eftir talsverð átök við dyraumbúnaðinn, voru þeir komnir inn i' útibú Borgarbóka- safns Reykjavikur. Er þeir stóðu þarna inni umkringdir bókahill- um á allar hliðar, virðist sem þeim hafi fallizt hendur og fannst vist fátt eigulegt þar inni, þvi einskis er saknað af bókum. Við svo búið lölluðu þeir út sömu leið, og var útgangan sýnu greiðari, þar sem ekki þurfti að brjóta sér leið. Skemmdist lítið og engan mann sakaði KSn. Flateyri. Mótorbáturinn Engilráð 1S 60, sem er 30 lesta fiskibátur, strandaði rétt utan við bryggjuna i Holti um hádegið i gær. Báturinn er notaður til vöru- flutninga i stað Djúpbátsins, sem er bilaður. Strandið varð með þeim hætti, að varningur féll fyrir borð, og var verið að reyna að ná honum innbyrðis aftur, þeg- ar bátinn rak upp i fjöru. Þarna er sandfjara, og yar útfail, þegar bátinn rak upp. Mótorbáturinn Asgeir Torfason frá Flateyri reyndi að draga Engilráð á flot, en tókst ekki, enda var þá nokkur timi liðinn frá þvi strandið varð og nær fallið undan bátnúm. Siðdegis i gær var beðið eftir flóði, og var talið ör- uggt, að þá gæti báturinn siglt út af sjálfsdáðum. Gott veður er á strandstað og ekki talið, að skemmdir hafi orðið á bátnum. Engan mann sakaði. Guðbjörg IS aflahæsti Vestfjarðatogarinn GS-isafirði — Guðbjörg ÍS var aflahæstur vcstfirzku skuttogar- anna á sl. ári og færði alls 3798 lestir að landi. Afli annarra Vestfjarðatogara var sem hér segir: Bessi Súðavik 3627 lestir, Július Geirmundsson 1S 3539, Guðbjartur tS 3443, Dagrún Bolungarvik 3199, Fram- nes Þingeyri 2513. Páll Pálsson tS 2436 og Trausti frá Suðureyri 2145 lestir. Þess skal getið, að Framnesið var átta vikur frá veiðum vegna bilana, og Páll Pálsson lá sömu- leiðis i höfn um sex vikna skeið af sömu ástæðum og Guðbjartur um tvær vikur. Allir isa Vestfjarðatogararnir afla sinn i kassa, en slikur fiskur er úrvals hráefni til vinnslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.