Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 6. janúar 1976 Emmanuelle gerði hana fræga Það er engu likara nú til dags, en ungar leikkonur verði að byrja leikferil sinn i einhverri striplings- og kynlifsmynd ef nafn þeirra á að verða frægt i heimi kvikmyndanna. Hér á myndinni sjáum við Sylviu Kristel, sem var algjörlega óþekkt 22 ára stúlka, þangað til hún lék i myndinni Emmanu- elle, sem hefur farið eins og logi yfir akur í Evrópu og er nú verið að byrja sýningar á i Ameriku. Gizkað er á, að um 80 millj. sýn- ingagestir hafi séð kvikmynd- ina. Hér á landi var hún sýnd i margar vikur, og var mikið sótt, en ekki sögðust allir vera jafn- hrifnir. Einnig bar töluvert á að kvikmyndagagnrýnendum bæri ekki saman i dómum sinum. — Hvað um það, myndin var aug- lýst mikið og varð fræg, og nú hefur Sylvia nýlega lokið við að leika i franskri kvikmynd á móti Jean-Louis Trintignant. Nefnist myndin „Leikur að eldi”. Bein afleiðing af Emmanuelle-frægð- inni var ■ það, að kvikmynda- framleiðendur i Hollywood hafa gert henni góð boð, — þeir eru stöðugt á höttunum eftir ein- hverju nýju og spennandi. — Sylvia Kristel sjálf segist ekki vera m jög áköf i að þiggja þessi boð þeirra, og eiginlega viti hún ekki alveg fyrir vist, hvað þeir háu herrar eigi við i tilboðinu, þegar þeir bjóði sér að leika i kvikmýndum, sem eigi að vera „soft porno classics”! Hérna sjáið þið nýjustutizkuna i barnarúmum. Rúmið er úr gegnsæju plasti, og sagt er, að mjög þægilegt sé að halda þvi hreinu og fallegu. Barnið sér mun betur allt umhverfi sitt heldur en úr venjulegu rúmi, og móðirin á lika miklu auðveldara með að fylgjast með barninu i þessu glæra rúmi, heldur en ef það er lokað niður i rimlarúm, eða rúm með tréhliðum. SwhhS — Brostu, segi ég, brostu.. brostu... BROSTU. — Nú er nóg komið að þessu — pabbi gamli —. Ég er á nákvæm- lcga sama aldriog Dean Martin... — Get ég fengið hundraðkall, pabbi, og ég veit að peningar vaxa ekki á trjánum. DENNI DÆMALAUSI Snjór og sýróp er gott saman, en hefurðu prófað það með tómat- sósu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.