Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 6. janúar 1976. TÍMINN 17 STEINDÓR GUNNARSSON... sést hcr svifa inn i vitateig Rússa og skora (9:7) eftir linusendingu frá Ólafi Jónssyni, sem sést fyrir aftan risann (10) Cheznu- show — 2.11 sm á hæð — og Klimow (7) fyrirliða rússneska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þessa unga pilts. (Timamynd Róbert). . Geysilega sterk ur varnarleikur * — og frábær markvarzla Olafs Benediktssonar, var nokkuð sem Rússar réðu ekkert við, þegar íslendingar gerðu jafntefli við Rússa 13:13 — Ég er mjög énægður með strákana. Þeir sýndu að þeir geta veitt sterkustu þjóðum heims harða keppni, með þvi að berjast eins og þeir gerðu — þeir gáfu aldrei eftir, sagði Viðar Simonarson, landsliðsþjálfari, eftir að íslendingar höfðu gert jafntefli (13:13) gegn Rússum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. islenzku leikmenn- irnir léku geysilega sterkan varnarleik og markvarzla ólafs Benediktssonar var frábær — þetta kom hinu vél- ræna landsliði Rússa út af laginu, þeir náðu aldrei að vinna rétt úr spilunum. Rússneska liðið sýndi „taktisk- an” leik á hæsta stigi — það var of háð leikaðferðum. Þegar þær brugðust — vegna geysisterks varnarleiks tslendinga — voru Rússarnir ekki nógu sjálfstæðir til að vinna rétt úr spilunum. Þær leikfléttur sem þeir reyndu að beita, voru yfirleitt kæfðar i fæð- ingu. Sigurbergur Sigsteinsson, sem átti stórleik sem miðfram- vörður i vörninni, og Páll Björg- vinsson voru i þvi hlutverki að fara fram á völlinn og trufla upp- byggingar á leikfléttum Rúss- anna, og þá voru varnarmennirn- ir fyrir aftan þá mjög hreyfanleg- ir og gaf islenzka vörnin Rússun- um aldrei tima til að athafna sig. Þessa mótspyrnu þoldu Rússarn- ir ekki — þrátt fyrir sinar „takt- isku” hliðar tókst þeim aldrei að opna vörn Islendinga að ráði. Þeim gekk afar illa að finna smugu á geysisterkri vörn Islend- inga — en þegar það tókst var ólafur Benediktsson yfirleitt til staðar. ólafur varði mjög vel i leiknum, hann sýndi allar sinar beztu hliðar. Islenzku leikmennirnir mættu ákveðnir til leiks og börðust kröftuglega gegn rússneska birn- inum. — Það var greinilegt að Rússarnir þoldu ekki þessa ó- væntu mótspyrnu og þá miklu baráttu, sem Islendingarnir sýndu. Þeir náðu aldrei að beita sinu kerfisbundna spili og urðu fljótlega ráðvilltir, og fóru að rlf- ast. Islenzku leikmennirnir höfðu alltaf frumkvæðið i leiknum og þeir náðu tveggja marka forystu (9:7) fyrir hálfleik — ef heppnin hefði verið með þeim, þá áttu þeir að hafa þriggja marka for- ystu— ólafur Einarsson átti skot i stöng á siöustu sekúndu hálf- leiksins. Rússarnir jöfnuðu siðan 9:9 i byrjun siðari hálfleiksins, en tslendingarnir svöruðu með tveimur mörkum — 11:9. Siðan varð jafnt 11:11 og 12:12. Jón Karlsson skoraði (13:12) úr vita- spyrnu þegar fjórar minútur voru eftir og stuttu siðar átti Stefán Gunnarssonskot i þverslá. Rúss- arnir voru ráðvilltir siðustu min- útur leiksins — það var ekki fyrr en 43 sek. voru til leiksloka, að þeim tókst að tryggja sér jafn- tefli, þegar Lagutin skoraði úr vitaspyrnu —■ 13:13." Eins og fyrr segir var vörn is- lenzka liðsins geysilega sterk og ólafur Benediktsson varði frá- bærlega vel. Það kom sér vel fyr- ir islenzka liðið að hafa vörnina i lagi, þvi að sóknarleikurinn hefur oft verið betri. En það var erfitt fyrir Islendingana að finna göt á rússnesku vörninni — sem var skipuð sterkum og hávöxnum leikmönnum. Hraðinn var aðal- vopn Islendinganna gegn þungum Rússum. — Þeir létu knöttinn ganga hornanna á milli og tókst þannig að beita linuspili og lang- skotum, þegar við átti. Bjarni Jónsson.sem lék nú aft- ur með landsliðinu, eftir að hafa verið',,úti i kuldanum” i vetur, var sá leikmaður, sem skapaði mestan usla i vörn Rússanna. Bjarni var gifurlega hreyfanleg- ur og ógnandi — hann brauzt inn i varnarvegg Rússanna og lét knöttinn ganga. Þá var hann einnig sterkur i vörn, en þar lék hann aðalhlutverkið ásamt Sigur- bcrgi Sigsteinssyni, Páli Björg- vinssyni, Stefáni Gunnarssyni, Arna Indriðasyni og Ólafi H. Jónssyni — en þessir leikmenn voru aðalmennirnir i hinum sterka varnarleik. Eins og fyrr segir þá var sóknarleikurinn ekki nægilega ógnandi — það vantaði illilega aðra langskyttu með Ólafi Einarssyni, til að ógna með lang- skotum. Hraðinn var aðalvopn Is- lendinga — þeir léku hratt og létu knöttinn ganga, þannig að þeir opnuðu oft vörn Rússanna. ólafur Jónsson og Bjarni Jónsson voru aðalsóknarmennirnir. — ólafur skoraði tvö góð mörk og þá átti hann tvær linusendingar, sem gáfu mörk. —SOS — sagði nýliðinn Steindór Gunnarsson, sem stefnir að því að halda landsliðssætinu — Það kom mér skemmtilega á óvart, þegar ég var spurður, hvort að ég gæti ekki leikiö með landsliðinu gegn Ilússum, sagði hinn 19 ára nýliði, Steindór Gunnarsson Valsari, sem lék sinn fyrsta landsleik á laugardaginn. Þessi ungi og cfnilegi leikmaður, seiii átti mjög góðan leik með „Pressuliðinu” gegn Júgóslövum fyrir stuttu, var valinn i landsliðið á siðustu stundu.þar sem Ingimar ílaraldsson úr Ilaukum veiktist á föstudaginn. — Það var eins og að leika með félagsliði að leika með landsliðinu. Strákarnir tóku vel á móti mér — eins og þeir gerðu einnig i „pressuleikn- um" —og ég var strax tekinn i hópinn, eins og ég hefði leikiö þar i mörg ár. Andinn er sér- staklega góður hjá landsliðs- hópnum. Að sjálfsögðu stefni ég að þvi að halda sæti minu i lands- liðinu — það verður örugglega erfitt, en ég mun berjast áfram. sagði Steindór, sem átti mjög góða leiki i sinum lyrstu landsleikjum — bar- áttuglaður og sterkur leik- maður. sem á framtiöina fyrir sér. —SOS IV ■Þeir börðust hetjuleaa — sagði Anatolin, aðalþjálfari rússneska liðsins, sem var mjög hrifinn af Jóni Hjaltalín — islending'arnir komu mér á övart: þeir börðust hetjulega og veittu okkur óvænta mótspyrnu i fyrri leiknum, sagði Ewtouschenko Anatoli, aðalþjálfari rússneska landsliðsins. — Þetta lið er betra en það, sem lék gegn okkur I Júgóslaviu i sumar. Já, þeir komu okkur sannarlega á óvart, sagði Anatoli. — lslenzku leikmennirnir eru baráttuglaðir, leiknir með knöttinn og harðir i vörn, en það vantar leikskipulag i sóknarleikinn, sagði Anatoli eftir siðari leikinn.og hann bætti við: — Það kom greinilega íram hjá leikmönnum islenzka liðsins. að það er mjög erfitt að leika tvo erfiða leiki i röð — nær eingöngu á skapinu. Það er alltaf gott að hafa mikið keppnisskap, en það dugar ekki lengi — sérstaklega ekki, ef keppt er i mótum, eða leiknir tveir leikir með stuttu milli- bili. Þá er betra að nota kerfisbundinn handknattleik. sem byggður er upp á þrautþjálfuðum leikaðferðum, eins og við leggjum áherzlu á, sagði Anatoli. Anatoli sagði, að honum hefði þótt þeir ólafur H. Jónsson, Ólafur Einarsson og Bjarni Jónsson beztu menn islenzka liðsins — að ógleymdum Jóni Hjaltalin,— Hann hefur yfir geysilegum skotkrafti og hörku að ráða. — Var hann meiddur i fyrri leiknum? spurði Anatoli. Þegar við sögðum honum, að Jón hefði ekki leikið landsleik fyrir Island i tæp fjögur ár, sagði hann: — Hvernig hafið þið haft efni á, að nota ekki þennan sterka leikmann? Við létum þeirri spurningu Anatoli ósvarað. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.