Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 20
Ronald Reagan: Kosninga- baráttan hafin! Reuter/New Hampshire. Ron- ald Reagan hóf i gær formlega baráttu sina fyrir þvi að ná út- nefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins við næstu forsetakosningar i Bandarikjunum. Hann hélt i gær frá Los Angeles til New Hampshire, þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram. Skoðanakannanir i Bandarikj- unum hafa sýnt, að Ford for- seti má halda vel á spilunum, ætli hann að bera sigurorð af Reagan. METSÖLUBÆKXJR Á ENSKU í VASABROTI kZ fyrir góéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Framtið Concorde-þotunnar, sem Frakkar og Bretar byggðu i samstarfi, verður ráðin nú á næstu dögum, þvi að i gær hófust i Bandaríkj- unum umræður um kosti hennar og galla. Talsmenn Concorde leggja hart að bandarisku ríkisstjórninni að veita þotunni lendingarleyfi I Bandarikjunum, ella telja þeir rekstrargrundvöll hennar brostinn. Myndina tók Gunna-, ljósmyndari Timans, á Keflavikurflugvelh fyrir tveimur árum, en þá var vélin á leið til Alaska i reynsluflugi. SÍS-IÓIIII! SUNDAHÖFN Fárviðrið í Evrópu: Stöðugt leitað að brezku skipi Reuter/London. Hollenzk her- flugvél hélt i gær áfram leit sinni að brezka strandferða- skipinu Carnoustie, sem er 500 tonn að stærð. Ekkert hefur til skipsins spurzt siðan á laugar- daginn, en þá var skipið statt úti fyrir norðurströnd Hol- lands. Talsmaður hollenzka hers- ins sagði, að siðast hefði til skipsins spurzt á laugar- daginn, er það tilkynnti, að það væri i nauðum statt i ógur- legum stormi. Leit að skipinu hefur engan árangur borið. Leitað er á svæði um 60 km norður af Den Helder flota- stöðinni. Talsmaðurinn sagði jafn- framt, að herinn hefði nú hætt leit að áhöfn 617 tonna austur- þýzks strandferðaskips, með ellefu manna áhöfn, en það sökk á laugardagskvöldið úti fyrir hollenzku eyjunni Ame- land. CIA þjálfaðir málaliðar berjast ekki í Angóla segja talsmenn FNLA Reuter/Kinshasa — Þjóðfrelsis- hreyfingin FNLA f Angóla, önn- ur af hrcyfingunum tveimur, sem berjast gegn yfirráðum MPLA i Angóla, bar harðlega til baka ailar fréttir, sem að und- anförnu hafa birzt i bandarisk- um fjölmiðlum þess efnis, að 300 málaliðar, þjálfaðir af CiA (leyniþjónustu Bandarikjanna), beröust með FNLA i Angóla, að þvi er fréttastofan Azwp i Zaire skýrði frá i gær. Fréttin til Azap barst frá hafnarborginni Ambriz i Angóla, sem er 100 km norður af Luanda, og var utanrikisráð- herra FNLA sagði heimildar- maður. Fréttin um málaliðana birtist fyrst i bandariska dagblaðinu the Christian Science Monitor, sem gefið er út i Boston, og sagði þar, sem fyrr getur, að 300 málaliðar væru þegar komnir til Angóla og aðrir 300 væru á leiðinni. CIA hefur þegar borið fregnir þessar harðlega til baka og lýst þeim sem hugarburði einum. Sömu sögu er að segja af við- brögðum talsmanna Hvita húss- ins og bandariska varnamála- ráðuneytisins. FNLA og UNITA berjast gegn yfirráðum MPLA, en siðast talda hreyfingin nýtur stuðnings Sovétstjórnarinnar. Batnandi víg- staða MPLA? Reuter/Jóhannesarborg. Tals- menn MPLA i Angóla, sem nýtur stuðnings Sovétstjórnarinnar, sögðu í gær, að MPLA hefði náð á sitt vald aðalstöðvum FNLA i borginni Uige, áður Carmona. Ef fregnir þcssar reynast rétt- ar, er hér um að ræða gífurlegt áfall fyrir FNLA. Þessum árangri MPLA hafði verið spáð um nokkurt skeið, þar sem ljóst væri, að þeir hefðu í huga að reyna að ná undir sig eins miklu landsvæöi og unnt væri, áður en leiðtogar Afrikuríkja koma saman til fundar í Addis Ababa i næstu viku til þess að reyna að finna lausn á deilunni í Angóla. Flugrdn á Filippseyjum: beiðni og gáfust upp Reuter/Tokyo. Bræðurnir tveir frá Filippseyjum, sem rændu þotu f eign japanska flugfélagsins Japan Airlines á Manilla-flugvelli i gærmorgun, gáfust upp fyrir yfirvöldum á Filippseyjum seint i gærdag, að þvi er talsmenn japanska flugfélagsins skýröu frá i gær. Er bræðurnir gáfust upp, höfðu þeir haft vélina, sem er af gerðinni dc-8, á valdi sinu I ellefu klukkustundir. 220 farþegar voru innanborðs, auk áhafnar. Ekkert lát á fárviðrinu í Vestur-Þýzkalandi: Þúsundir Þjóðverja flúðu heimili sín í gær Skömmu áður en flugmennirnir gáfust upp, komu þeir þremur kröfum á framfæri við yfirvöld á Filippseyjum: þeir kröfðust af- sökunarbeiðni af hálfu yfir- valdanna, að myndir af þeim yrðu ekki birtar i dagblöðum, og að bættur yrði efnahagur alþýðunnar i landinu. Ekki var með öllu ljóst i gær, hvort yfirvöld á Filippseyjum höfðu beðið afsökunar áður en bræðurnir gáfust upp. Yfirvöld i Tokyo skýrðu svo frá i gær, að eldri bróðirinn hefði oft látið i ljós mikinn áhuga á þvi að fá að stunda nám i Japan. Reuter/Hamborg — Þúsundir Vestur-Þjóðverja yfirgáfu heimili sin i gær, er risastórar öldur brutust i gegnum flóð- garðana meöfram noröurströnd Ves t u r-Þý z ka la nds . Mikið hvassviðri hefur geisað á þess- um slóðum frá þvi um lielgi, eins og kunnugt er af fréttum. Björgunarsveitir, óbreyttir borgarar, lögreglu- og slökkvi- liðsmenn aðstoðuðu við að endurbæta varnargarðana. Talsmenn oliufélaga i Vestur- Þýzkaiandi sögðu i gær, að hvassviðrið hefði valdið miklum skemmdum á' oliuhreinsunar- stöðvum þeirra og töldu liklegt, að framleiðsla og vinnsla verk- smiðjanna kynni að liggja niðri margar vikur vegna viðgerða. Það svæði, sem verst hefur orðið úti, er við Elbu, á milli Hamborgar og Norðursjávar- ins. tbúar borgarinnar Trocht- ersen á eystri bakka árinnar Elbu voru íluttir burt frá heim- kynnum sinum með þyrlum hersins. Var þeim komið fyrir i skólum og herskálum innar i landinu. Viða meðfram strandlengj- unni voru verkamenn að vinna viö það i gær að fylla göt, sem öldurnar höfðu brotið i varnar- garðana, með sandpokum, en i garðana höfðu viða myndazt af- ar stór göt. Talsmaður vestur-þýzka landbúnaðarráðuneytisins i Bonn sagði i gær, að flóðgarðar á um 400 km löngu svæði við strönd landsins yrðu styrktir mjög rammbyggilega til þess að koma i veg fyrir frekara tjón i framtiðinni. Kvaðst hann búast við, að slikt tæki átta ár og myndi kosta um 360 milljónir sterlingspunda. Oflugustu vindhviðurnar um helgina náðu allt að 200 km hraða á klukkustund. Yfirvöld i Neðra-Saxlandi sögðust i gær gizka á, að stormarnir um helg- ina hefðu eyðilagt um eina og hálfa milljón trjáa. Á einstaka stöðum i Austur- Þýzkalandi æddu vindhviður um i gær með allt að 100 km hraða á klukkustund. Líbanon: Kosningum frestað Reuter/Beirut. Karami, for- sætisráðherra Libanon, lagði til i gær, að fyrirhuguðum kosningum til libanska þings- ins, sem fram eiga að fara i april n.k., yrði frestað vegna ástandsins i innanrikismálum landsins. Ilann sagði ekki, hversu lengi fresta bæri kosn- ingunum, tn álitið er, að þeim verði frestað um eitt ár. Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlegást beðið að sækja hefti á af- greiðsluna i dag. Þriðjudagur 6. janúar 1976. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.