Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 8

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 8
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnars- dóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin var- anleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönn- um í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að með- altali tveir á ári eru metnir til var- anlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfs- stétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvar- legum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabind- ingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysa- varnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað örygg- ismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á tals- verðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnu- slys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bóta- greiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnu- umhverfinu. jss@frettabladid.is Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína Hundruð sjómanna lenda á ári hverju í vinnuslysum sem samþykkt eru bóta- skyld, og tugir slasast svo illa að þeim er metin örorka. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000 til dagsins í dag. ����������������� ������������� ���� ���� ���� ���� � �������������� � �������������������� � ������������� ���������� ��������� ������ ������� ������ ������ ������ ������ �������������������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � � �������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������� ����������������������������������������������������������������������� ����� UMHVERFISMÁL Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum umhverfissviðs Reykjavíkur- borgar hafa verið teknir í notkun en bílarnir hafa vakið nokkra athygli fyrir fallegar blóma- skreytingar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði að metan- knúnum sorpbílum yrði fjölgað enn frekar á næsta ári. Hann sagði hávaðann af slíkum bílum helmingi minni en af venjulegum sorpbílum og að þeir drægju verulega úr útblæstri koltvísýr- ings og köfnunarefnisoxíða. Nýju bílarnir nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi í stað jarðefnaeldsneytis. - hs Metanknúnir sorpbílar: Minni hávaði, minni mengun METANKNÚINN SORPBÍLL Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. NEYTENDAMÁL Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, leggur til að Alþingi samþykki þegar í stað lagabreytingu sem komi í veg fyrir samruna Mjólkursamsöl- unnar (MS), Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Gísli segir ljóst að slík einokun myndi draga svo úr samkeppni í mjólk- uriðnaði að hagsmunum neyt- enda yrði stefnt í hættu. „Með því að afnema undan- þágu búvörulaga frá samkeppn- islögum sem heimilar samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði má afstýra yfirvofandi einokun í mjólkuriðnaði.“ Gísli segir að þessi sömu lög hafi gert samkeppnisyfirvöldum ókleift að bregðast við þegar Mjólkursamsalan í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna sameinuð- ust. „Ég tel þörf á aukinni sam- keppni á þessum markaði þvert ofan í það sem nú er fyrirætlað. Yfirvofandi samruni felur í sér hættu á óafturkræfum breyt- ingum sem eru til þess fallnar að leiða til mjög skaðlegra afleið- inga fyrir neytendur og því tel ég eðlilegt að bregðast við með því að leggja til breytingar á lögum.“ Gísli segir að neytendur geta ekki treyst því að ávinningur af hagræðingu fyrirtækja með ein- okunarstöðu renni til þeirra og vitnar í reynslurök sögunnar því til staðfestingar. „ Þá getur verið erfitt að bæta hag neytenda eftir að einokunarstaða kemst á.“ - hs Lagt til að Alþingi afnemi undanþágu búvörulaga frá samkeppnislögum: Brýnt að afstýra einokun GÍSLI TRYGGVA- SON Neytendur geta ekki treyst því að ávinningur af hagræðingu fyrirtækja með einokunarstöðu renni til þeirra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.